Morgunblaðið - 20.03.1991, Page 37

Morgunblaðið - 20.03.1991, Page 37
m'l SáAM -02 flUDMTJHVQM SISAJaVíUOaOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 Frambjóðendur Kvennalistans í öllum kjördæmum landsins komu saman tii að stilla saman strengi fyrir kosningarnar á fundi um helgina. Kvennalistinn kynnir kosningastefnuskrá: Island standi utan EB og evrópska efnahagssvæðisins KVENNALISTINN hélt fund með efstu frambjóðendum á listum flokks- ins í öllum kjördæmum um síðustu helgi og kynnti auk þess nýútkomna stefnuskrá. Þar kemur fram að Kvennalistinn vill byggja upp samfélag þar sem kynferði ákvarðar ekki stöðu fólks og dagvinnulaun fyrir 6 - 8 stunda vinnudag nægji til viðunandi framfærslu einstaklings og virt séu réttindi og þarfir barna. í kafla um sjávarútvegsmál segir, að Kvennalistinn telji affarasælast að 80% heildarafla verði úthlutað til byggðarlaga með hliðsjón af lönduð- um afla næstliðinna ára. Þau ráð- stafí síðan aflanum eftir eigin regl- um. 20% aflans renni hins vegar í sameiginlegan veiðileyfasjóð og verði til leigu, sölú eða til ráðstöfunar vegna sérstakra aðstæðna en tekjum sjóðsins verði varið í þágu sjávaröt- vegs. Kvennalistinn vill að ísland standi utan Evrópubandalagsins og evr- ópska efnahagssvæðisins og að fryggðir verði möguleikar á fijálsum vöruviðskiptum við sem flest ríki og markaðssvæði. Kvennalistinn vill atvinnustefnu sem byggist á fjölbreytni, tekur mið af þörfum framtíðarinnar jafnt sem nútíðar og er náttúrunni vinsamleg. Vill Kvennalistinn að komið verði á endurskoðun skattkerfísins þannig að litið verði á konur sem efnahags- lega sjálfstæða einstaklinga. Áhersla er lögð á hækkun persónuafsláttar og að skattleysismörk verði miðuð við framfærslukostnað og tekju- skattsþrep verði a.m.k. tvö. Þá vill Kvennalistinn að við fjárlagagerð verði markmið fjárveitinga úr ríkis- sjóði endurskoðuð reglulega og að endurskoðaður verði tilgangur, markmið og rekstur fyrirtækja og stofnana ríkisins. Kvennalistinn vill koma kvenna- pólitískum sjónarmiðum til áhrifa í íslensku efnahagslífi og að gert verði átak til að stórbæta stöðu kvenna á vinnumarkaði og henni haldið við með ströngum aðhaldsaðgerðum í efnahagsmálum. Hann vill jákvæða en hóflega raunvexti og að allar at- vinnugreinar búi við sem jöfnust skilyrði og að efnahagsaðgerðir í þágu einnar greinar verði ekki á kostnað annarrar. í stefnaskránni er lögð mikil áhersla á umhverfísvernd, uppeldis- og menntamál, og leggur hann m.a. til að öllum bömum verði tryggður aðgangur að dagvistun frá lokum fæðingarorlofs, sé þess óskað. Þar segir ennfremur að launakjör kvenna verði stórbætt t.d. með því að óheim- iit verði að greiða laun undir ákveðn- um framfærslumörkum, að dagvinn- ulaun dugi til framfærslu og stefnt verði að styttingu vinnuvikunnar. Þá vill listinn lengja fæðingarorlof í 9 mánuði. í landbúnaðarmálum vill Kvenna- listinn m.a. að tekinn verði upp svæðabúskapur þar sem tekið verði tillit til landgæða og nálægðar við markaði, felldar verði niður útflutn- ingsbætur en þess í stað verði jarða- og lífeyrissjóðir efldir tii að auðvelda bændum að hætta búskap. Hagræð- ing verði aukin til að draga úr opin- berum framlögum til landbúnaðar, innflutningur landbúnaðarafurða miðist við að framleiðsla innanlands anni ekki eftirspum og að konur verði hafðar í forystu um endurreisn ullariðnaðar þar sem byggt verði á sérkennum og gæðum íslensku ullar- innar. Kvennalistinn vill að betur verði greint á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds, m.a. með því að ráð- herrar gegni ekki þingmennsku og að settar verði tímabundnar reglur um að í nefndum, stjómum og ráðum á vegum ríkisins verði hlutur karla og kvenna sem jafnastur. Kvennalistinn varð 8 ára 13. mars og í nýútkomnu afmælisblaði, Pilsa- þyt, er birt grein eftir Kristínu Hall- dórsdóttur, fyrrv. þingkonu Kvenna- listans, um möguleika á stjórnaraðild listans. Þar segir m.a.; „Kvennalista- konur hafa sett mark sitt á stjórn- málin á síðustu ámm og sá tími kem- ur vafalaust fyrr en seinna, að þær láta til sín taka I ríkisstjón. Það get- ur þó ekki orðið í skiptum fyrir grundvallarmál eins og rétt fólks til þess að semja um kjör sín. Því má heldur ekki gleyrna, að í lýðræðis- þjóðfélagi er virk og ábyrg stjórnar- andstaða ekki síður mikilvæg en stjórnaraðild.“ Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Verkefnið Vorkoman fyrr og nú byrjar á vorjafndægri Á VORJAFNDÆGRI, fimmtudaginn 21. mars, byrjar Náttúruverndarfé- lag Suðvesturlands með nýtt verkefni, sem nefnist Vorkoman fyrr og nú. Leitað verður samvinnu við einstaklinga, félög, stofnanir og fyrir- tæki á Suðvesturlandi um að standa að kynningum á vorkomunni i ís- lensku lífríki fyrr og nú. Fimmtudaginn 21. mars verður siglt í ljósaskiptunum. Lagt verður af stað klukkan 19 með farþegabátn- um Hafrúnu og siglt eftir gömlu sigl- ingaleiðunum til og frá Reykjavík. Farið verður frá Grófarbryggju gegnt Hafnarhúsinu. Þórunn Þórðar- dóttir sjávarlíffræðingur fjallar um vorkomuna í sjónum á fundi, sem byijar klukkan 21 í Náttúrufræði- stofu Kópavogs á DigráneSvegi 12. Kynningin Á fyrri tíð í Grófínni verður opin á virkum dögum klukkan 16-18 í Geysissalnum Vesturgötu 1, efri hæð. Kynntir verða ýmsir munir og sagnir, sem tengjast Grófínni fram að árinu 1917, þegar Reykja- víkurhöfn hafði verið fullgerð og Grófin fyllt upp. Einnig verður í sam- vinnu við Þjóðminjasafnið kynnt ýmis starfsemi, sem fram fór í Gróf- irini fyrr á tírnum. Fákur: Iþrótta- eða hestamannafélag? FRÆÐSLUFUNDUR verður hald- inn í félagsheimili Fáks fimmtu- daginn 21. mars kl. 20.30. Um- ræðuefnið er, hvort Fákur sé íþróttafélag eða hestamanna- félag. Framsögumenn verða Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður íþrótta- deildar Fáks; Kári Arnórsson, for- maður Landssambands hestamanna- félaga; Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri íþróttasambands ís- lands, og Valdimar Kristinsson, formaður Hestaíþróttafélagsins Harðar. Aðgangur er ókeypis fyrir þá, sem hafa félagsskírteini í Fáki. Aðrir greiða 200 krónur. VOR - dömufatnaður Frá GARDEUR Jakkar, einlitir, köflóttir, stuttir, síðir Síðbuxur, margar gerðir Hnébuxur, margar gerðir Pils, bein 62 cm og síð 72 cm Víð pils, einlit, munstruð Frá DIVINA Tvískiptir kjólar Jakkar Frá GEISSLER Dragtir Stakir jakkar Frá SEIDENSTICKER Blússur, margar gerðir, úr bómull og viscose Frá JAGER-GROTE Peysur, venjulegar stærðir og yflrstærðir Bómullarbolir UJuntu verzlun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 611680. Opið daglega frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-14 ... meðgeislaspilara. FM steríóútvarpi, plötuspilara, tvöföldu kassettutæki og tveimur hátölurum, kostar aðeins kr. 29.900,- Þetta ættu allir sem eru í fermingargjafa- hugleiðingum að athuga betur. Strax. Heimasm iðjan Kringlunni • Sími 68 54 40 HUSASMIÐJAN Skútuvogi 16 ■ Simi 68 77 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.