Morgunblaðið - 20.03.1991, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.03.1991, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 0 frá Opal Nýtt suöusúkkulabi Ódýrt og gott IIÝTT SÍMANÚNAER auglýsingadeildar^ Afmæliskveðja: Vigdís Reykdal Stella er ein af þessum sönnu Reykjavíkurdætrum sem Tómas Guðmundsson orti um. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík og hefur aidrei búið utan gömlu Hringbraut- ar. Foreldrar hennar, Fanney Valdi- marsdóttir og Jón Reykdal húsa- málari, fluttu til Reykjavíkur eftir áralanga dvöl í Danmörku, þar sem þau kynntust. Þau byggðu myndar- legt hús í Miðstræti 4 og Jón vann við iðn sína. Þau eignuðust tvö börn, soninn, Kristján, 19. mars 1910, og dótturina, Vigdísi, sem er alltaf kölluð Stella, 19. mars 1911. Jon lést langt um aldur fram árið 1921. Fanney giftist ekki aftur en vann fyrir sér og börnum sín um með því að leigja út herbergi í húsinu. Sumir leigjendur bjuggu hjá þeim árum saman, en aðrir skemur og góð vinátta tókst oft með þeim. Þannig bjó Anna frá Moldnúpi hjá þeim part úr vetri og hélt alltaf góðu sambandi við ijölskylduna upp frá því. Annar leigjandi var teikni- kennari við barnaskólann og Stella heldur því fram að hann hafi alltaf gefið henni hæstu einkunn í teikn- ingu bara af því að hann leigði hjá þeim því að hún hafi aldrei getað teiknað neitt! Eftir barnaskólann lá leiðin í Kvennaskólann. Þá var Stella búin að eignast flestar vinkonurnar sem hafa fylgt henni síðan, og ber þar e.t.v. hæst systurnar Sigríði, sem er nýlátin, og Venný Helgadætur og Dóru í Menntó. Stelpurnar halda því fram að Stella hafi þá þegar verið skotin í Einari Sveinssyni sem hún giftist árið 1935. Þegar Einar gekk framhjá Kvennaskólanum var Stellu bent á að kíkja útum gluggann því kærastinn væri að fara hjá. Einar fór út í nám í arki- tektúr og var húsameistari Reykjavíkur frá 1934 til dánardags 1973. Stella vann hjá Sjóvá í nokkur ár, og fór stundum í sumarfríum með Siggu vinkonu að Ásólfsstöð- um í Þjórsárdal. Þar var gistiheim- ili og fólk dvaldi allt upp í 2-3 vik- ur, stundaði útreiðar og skemmti sér vel. Seinna fóru þau Einar að Múlakoti í Fljótshlíð eða upp í Borg- arfjörð og er óvíst hvort fólk sem leitar riú mun lengra í sumarfríum sínum skemmti sér öllu betur. Auðvitað hætti Stella að vinna þegar hún gifti sig, eins og flestar konur á þeim tíma. Hún segist hafa verið svo fegin að hætta að vinna þó hún geti alls ekki munað núna hvað hún gerði af sér alla daga. Jú, auðvitað gaf hún Einari morg- unkaffi, svo kom hann heim í há- deisverð og aftur í eftirmiðdag- skaffi! Vinkonurnar hittust líka daglega og voru í saumaklúbb viku- lega fyrstu árin. Reyndar stríða þær Stellu á því að hún hafi alltaf verið svo ómyndarleg að hún hafi bara komið með einn þráð með sér til að þurfa ekki að sauma mikið! Eftir giftinguna flutti Stella úr Miðstræti heim til Einars upp á Bergþórugötu 55. Hún var lítið spennt fyrir flutningnum því húsið var svo langt út úr bænum og mik- ill sóðaskapur og læti í kringum mjólkurstöðina sem þá var á horni Snorrabrautar og Bergþórugötu. Þau Einar bjuggu alla tíð á Berg- þórugötunni, í húsi sem faðir hans byggði. Sagðist Einar hafa búið á 21 stað áður og var búinn að fá nóg af flutningum og lét sér nægja að flytja á milli hæða. Þó hann teiknaði Qöldann allan af einbýlis- húsum fundu þau aldrei fyrir þeirri þörf að stækka við sig, enda íbúðin á Bergþórugötunni einstaklega fal- HVERJU ÞARFTU A Efnið og aðstæður hamla því ekki að þú finnir réttu dæluna í Héðni. Úrvalið, gæðin og verðið gera okkur kleift að bjóða hagkvæma lausn fyrir ólíklegustu dæluverkefni. Láttu söludeild okkar leysa dælumál þín. IRON / EDUR miðflóttaaflsdælur MONO snigildælur LOEWE stimpildælur T,T. ROTAN tannhjóladælur = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RAÐGJOF leg og vel skipulögð. Ári eftir brúð- kaupið flutti móðir Stellu til þeirra því að það þótti ótækt að hún byggi ein. Faðir Einars bjó einnig í húsinu sem var sannkallað fjölskylduhús. Sveinn lést árið 1959 en Fanney 1969 og hafði þá verið rúmliggj- andi í fjögur ár. Ég man vel eftir langömmu sem sagði okkur sögur frá Danmörku og afa og Stellu var stundum strítt á því að þau hafi lært að lesa á Familie Journal með gotnesku letri. Langamma átti góðar minningar frá veru sinni í Danmörku og gekk t.d. alltaf á fortov-inu. Það var gaman að heimsækja Einar og Stellu. Hann brá oft á leik við okk- ur, dulbjóst sem arabi með túrban á höfði og við undum okkur við að mæla upp aila íbúðina með forláta málbandi sem hann átti. Eftir að við fluttum til Víkur skrifaði hann Kristínu, sem þá var sjö ára, skemmtilegt bréf. Ekki var verra þegar við vorum sendar í bókabúð- ina til Siggu og máttum kaupa lita- bók eða dúkkulísur. Okkur var spillt af eftirlæti og kunnum því vel. Stella eignaðist engin börn en hefur.,alltaf haft mikið samband við börn Kristjáns bróður síns og barnabörn og afi hefur heimsótt systur sína á hveijum sunnudags- morgni í áratugi. Eftir lát Einars fór Stella að vinna sem sjálfboðaliði í verslun Rauða krossins á Landa- koti, en þar var Sigga vinkona versl- unarstjóri. Þá fór hún einnig í utan- landsferðir, t.d. með Venný og eig- inmanni hennar til London og með „stelpunum" í mikið ferðalag til Þýskalands og Danmerkur. Ofáar ferðir voru farnar í sumarbústað Siggu við Álftavatn og var ég svo heppin að vera boðin með í eina slíka ferð í júní sl. með Stellu, Siggu og Rögnu hans Jóns borgarlæknis. Veðrið var sérdeilis fallegt og undi ég mér vel við að hlusta á þær rifja upp sögur, til dæmis af Borginni á meðan hún var og hét, en þar voru þær að sjálfsögðu fastagestir. Stella er eins og fyrr sagði sann- ur Reykvíkingur og er gaman að ganga með henni — eða aka — um bæinn og hlusta á sögur frá eldri tíð þegar hestar voru í skúrunum í portinu milli Bergþórugötu og Njálsgötu og verkstæði iðnaðar- manna voru svo að segja í hveiju porti. Það var í þá daga þegar allir þekktu alia og bærinn ekki stærri en svo að eiginmenn komu heim í hádegismat. Þegar konur voru með börnin í sumarbústað við Elliðavatn eða Álftavatn allt sumarið og fengu eiginmennina í heimsókn um helg- ar, þegar ekkjur leigðu stúdentum herbergi eða tóku menn í fæði, þegar allir dönsuðu á Borginni á sunnudagskvöldum, þegar óhætt var að fara í kvöldgöngu um Reykjavik. „Stelpurnar“ eru nú all- ar um og yfir áttrætt og flestar löngu orðnar ekkjur. Vinskapur þeirra er einstakur og aðdáunar- verður. Þetta eru konurnar sem byggðu þennan bæ og vilja hvergi annars staðar eiga heima. Ég óska Stellu frænku hjartan- lega til hamingju með afmælið og vona að hún og „stelpurnar" eigi eftir að njóta langra lífdaga. Ragnhildur Vigfúsdóttir ___________Brids______________ Arnór Ragnarsson Meisiarastigaskrá Bridssambands íslands Meistarastigaskrá Bridssam- bands Islands er nýkomin úr prent- un. Hún inniheldur að þessu sinni auk áunninna stiga síðasta árs, all- ar upplýsingar um útreikninga stiga fyrir félög, svæðasambönd og alla þá sem vilja vita hvernig stigagjöf- in er. Einnig er almenna keppnisreglu- gerð fyrir Islandsmót ásamt lögum Bridssambands íslands að finna í þessari bók ásamt ýmsum öðrum upplýsingum um starfsemi síðasta árs og fleira. Þetta er því rit sem allir sem vilja fylgjast með íslensku bridslífi þurfa að eiga. Félögum innan BSI verða send 5 eintök af bókinni ókeypis en umframeintök eru til sölu á skrifstofunni og kost- ar eintakið 200 krónur. Bridssambandið hefur einnig á boðstólum um þessar mundir nokk- uð magn af notuðum spilum og spilabökkum á mjög góðu verði, einnig er nýkomin sending af brids- bókum, allar nánari upplýsingar eru á skrifstofunni. Heilsuval, Barónssllg 20, S 626275 og 11275 ir Pitney Bowes- póstpökkun Mjög hentug fyrirtækjum, bæjarfélögum, stofnunum Brýtur blaðið, setur í umslag og lokar því OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 (notUTÍCCj V HRUKKUBANINN V íslandsmótið í tví- menning, undanrásir í opnum flokki 1991 Undanrásir Islandsmótsins í tvímenning verða 13.-14. apríl næstkomandi. Mótið er öllum opið og skráning er hafin á skrifstofu Bridssambandsins í síma 91- 689361. Spilaður verður Mitchell-tví- menningur, 3 umferðir, og verða tvær umferðir spilaðar á laugardag og ein á sunnuag. 24 efstu pörin vinna sér rétt til að spila í úrslitum sem verða spiluð helgina 27.-28. apríl. Í úrslitum keppa einnig svæðameistarar sem hafa unnið sér rétt beint inn í keppnina heima á sínu svæði, þann- ig að alls eru 32 pör sem spila ti! úrslita. Bridsfélag Siglufjarðar Siglufjarðarmóti í sveitakeppni er nú lokið. Alls voru spilaðar 9 umferð- ir og urðu úrslit sem hér segir: Siglu- fjarðarmeistari varð sveit Islands- banka með 186 stig og hana skipa Sigurður Hafliðason, Sigfús Stein- grímsson, Valtýr Jónasson og Baldvin Valtýsson. Þorsteins Jóhan'nssonar 167 Ingu Jónu Stefánsdóttur 152 Bjarkar Jónsdóttur 147 Birgis Björnssonar 144 Níelsar Friðbjarnarsonar 137 Jónasar Stefánssonar 130 Önnu Láru Hertervig 103 Jóhanns Jónssonar 96 Ingvars Jónssonar 70 Bridsdeild Rangæinga Eftir þijú kvöid í barómeter-keppn- inni var staða efstu para þessi: Danfel Halldórsson — Ragnar Björnsson 117 Árni Guðmundsson — BragiJónsson 108 Bragi Halldórsson — Hreinn Halldórsson 80 Rafn Kristjánsson - Þorsteinn Kristjánsson 72 Aðalbjörn Benediktsson — Jón V. Jónmundsson 70 Staða efstu para eftir fjögur kvöld, það næstsíðasta: Aðalbjöm Benediktss. - Jón Viðar Jónmundss. 165 Daníel Halldórsson - Ragnar Bjömsson 145 ÁmiGuðmundsson-BragiJónsson 118 Bragi Halldórsson - Hreinn Halldórsson 109 Lárus Hermannsson - Sigurleifur Guðjónsson 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.