Morgunblaðið - 20.03.1991, Page 40

Morgunblaðið - 20.03.1991, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 Um Litháenmálið eftir Guðmund * Tómas Arnason Litháenmálið Undanfarnar vikur hafa málefni Eystrasaltsþjóðanna, og þá sérstak- lega Litháens, verið okkur íslending- um ofarlega í huga. Öll erum við sammála um að okkur beri að stuðla að því að Litháar, og þær Sovétþjóð- ir aðrar sem það vilja, öðlist það frelsi sem þær eiga rétt á samkvæmt al- þjóðalögum. Nokkuð hefur hins veg- *■ ar borið á ágreiningi um það hvernig við getum helst orðið þessum þjóðum að liði. Engum getur dulist að Litháar sækja það afar fast að íslendingar taki upp formlegt stjórnmálasam- band við þá. í því skyni hafa ráða- menn Litháa ekki sett það fyrir sig að beita ýmsum brögðum, allt frá því að veita utanríkisráðherra okkar rangar upplýsingar um að aðrar þjóð- ir muni fylgja í kjölfarið, til þess að höfða til hégómagirni íslenskra ráða- manna með yfirlýsingum eins og „ís- land er okkar eina von“. í ljósi þess að ekkert annað ríki í heiminum hefur séð ástæðu til að taka upp stjórnmálasamband_ við Litháa má - sjá að ákvörðun ísiendinga þessa efnis væri póiitískt stórmál, og ekki hlutur sem flana ætti að án vandlegr- ar yfirvegunar. Markmiðið með þessu greinarkorni er að sýna fram á að formlegt stjórnmálasamband á milli íslands og Litháens sé ekki skynsam- legur kostur, heldur komi hann á endanum öllum aðilum þessa máls í koll. Goðsögnin um sérstöðu Eystrasaltsríkjanna Það er útbreiddur misskilningur 'að Litháen og hin Eystrasaltsríkin hafi sérstöðu meðal Sovétþjóðanna, og hefur sú afstaða leitt til þess að við bregðumst á allt annan hátt við þjóðernisdeilum í Litháen en sams konar deilum í t.a.m. Úkraínu og Azerbadjan. Bent er á að Eystra- saltsríkin séu sérstakar þjóðir með eigin sögu og menningu, og að bund- inn hafi verið endi á sjálfstæði þeirra á ólöglegan hátt, en sé iitið á sögu Sovétríkjanna .sést að þetta á einnig við um önnur Sovétlýðveldi. Saga Sovétríkjanna er saga ótrúlegrar út- þenslu þar sem stórhertogadæmið Moskva, sem í bytjun 14. aldar var minni en íslenskur landsfjórðungur, breyttist í stærsta og voldugasta heimsveldi allra tíma. Sovéska heimsveldið á það sameiginlegt með öðrum heimsveldum að það var ekki skapað með löglegum, friðsamlegum samningum, heldur með bióði og járni. Ribbentrop-Molotov samning- urinn illræmdi, sem leiddi til innli- munar Eystrasaltsríkjanna er þannig ekkert einsdæmi heldur síðasta skrefið í langri sögulegri þróun. Séu hlutirnir settir í sögulegt samhengi sitja Eystrasaitsþjóðirnar því við sama borð og hinar Sovétþjóðirnar. Allar hafa þær sína eigin sögu, menningu og siði, og allar hafa þær þurft að þola langvarandi kúgun og miðstýringu, hvort sem valdhafarnir hafa verið keisarar eða kommúnistar. Eystrasaltsríkin eru heldur ekki einu ríkin sem á ólöglegan hátt hafa verið brotin á bak aftur og innlimuð á þessari öld. Georgía, Armenía og Azerbadjan hafa öll þurft að sæta sömu örlögum. Sovétþjóðirnar sitja þannig allar við sama borð í þeim skilningi að allar eiga þær jafn afdráttarlausan rétt til sjálfstæðis, sé það vilji meiri- hluta þjóðarinnar. Ekki má þó gleyma því að öllum réttindum fylgja skyldur. Afdráttarlausum rétti lýð- veldanna til sjálfstæðis fylgir sú af- dráttarlausa skylda ráðamanna þeirra gagnvart þjóð sinni, og reynd- ar gagnvart heimsbyggðinni allri, að sjálfstæðinu verði náð á eins yfirveg- aðan, skipulagðan og friðsamlegan hátt og kostur er á. Leið Litháa Litháar hafa tekið þann kost að lýsa einhliða yfir sjálfstæði sínu. Þeir hafa ítrekað hafnað tilboðum Moskvustjórnarinnar um samninga- viðræður um sjáifstæðismálið, og þess í stað krafist þess að Sovét- stjómin og þjóðir heimsins viður- kenni þá sem fullvalda þjóð. Með þessari ákvörðun sinni eru Litháar að spila rússneska rúllettu af hættu- legustu gerð, eins og ég mun reyna að sýna fram á. í fyrsta lagi fléttast líf Sovétþjóð- anna 15 saman í eitt kerfi þar sem hvert lýðveldi hefur ákveðnu hlut- verki að gegna fyrir heildina, og heildin hefur ákveðnu hlutverki að gegna fyrir hvert lýðveidi. Sovétríkin eru þannig tengd saman í eitt stjóm- kerfi, eitt efnahagskerfi, þau eru með sameiginlegan her, sameiginlegt samgöngukerfí, minnihlutahópar eru á víð og dreif í öilum lýðveldum, og svona mætti lengi telja. Ef einstök lýðveldi vilja kalla sig fullvalda verða þau fyrst að losa sig undan þessum sameiginlegu tengslum. Slíkt verður aðeins gert með samningum og án slíkra samninga er einhliða sjálf- stæðisyfirlýsing jafn merkingarlaus og hún er óskynsamleg. í öðru lagi setja Litháar hættulegt fordæmi með sjálfstæðisyfirlýsingu sinni. Fyrir utan þær hörmungar sem Sovétþjóðirnar yrðu að þola væri það mikil ógnun við heimsfriðinn ef Sov- ét-heimsveldið sem hefur milljónir manna undir vopnum og nægilegan kjarnorkuvopnaforða til að eyða öllu mannkyni, liðaðist sundur á skipu- lagslausan hátt. Slík skipulagslaus sundurliðun yrði einmitt afleiðingin af því að önnur lýðveldi segðu sig einhliða úr lögum við Sovétríkin. Ef sjálfstæðisyfirlýsing Litháa nær fram að ganga mun það grafa svo mjög undan virðingu lýðveldanna fyrir Moskvuvaldinu að næsta víst er að fleiri myndu fylgja í kjölfarið. Menn þurfa ekki að fara lengra en Guðmundur Tómas Árnason „Stuðningur við ein- hliða sjálfstæðisyfirlýs- ingu Litháa er um leið stuðningur við allar þjóðir Sovétríkjanna sem kjósa að beita sömu aðferð og Litháar, en sú aðferð getur aðeins leitt til hörmunga.“ rúmt ár aftur í tímann þegar Moskvuvaldinu tókst með naumind- um að afstýra blóðugri borgarastyij- öld á milli Armena og Azera, til að sjá til hvers slík ringulreið myndi leiða. í þriðja lagi er hamagangurinn í Litháum óþarfi, þar sem Gorbatsjov hefur margsinnis lýst yfir vilja til að semja um sjálfstæðismál. Með að- gerðum sínum hafa Litháar hins veg- ar stillt Moskvuvaldinu upp við vegg þannig að Gorbatsjov hefur um tvo slæma kosti að velja; annars vegar að horfa upp á Sovétríkin springa í sundur með tilheyrandi borgarastríði og hörmungum, og hins vegar að halda Sovétríkjunum saman með hervaldi en það markar jafnframt endalok glasnost og perestrojku. Afstaða íslendinga Ofannefnd rök eru ástæður þess að ekkert ríki í heiminum hefur tek- ið upp formlegt stjórnmálasamband við Litháa, en ekki hræðsla við Rússa, eins og sumir hafa viljað halda fram. Akvörðun íslendinga þessa efnis gerir okkur því ekki að hetjum, heldur trúðum í augum heimsins. En burtséð frá því hvað heimurinn heldur um okkur íslendinga er það ábyrgðarhluti að leggja lóð sitt á vogarskál giundroða og borgara- styijaldar, en það er einmitt þetta sem við erum að gera með því að taka upp formlegt stjórnmálasam- band við Litháa. Stuðningur við einhliða sjálfstæð- isyfirýsingu Litháa er um leið stuðn- ingur við allar þjóðir Sovétríkjanna sem kjósa að beita sömu aðferð og Litháar, en sú aðferð getur aðeins leitt til hörmunga. Að lokum Við íslendingar skiljum Litháa manna best. Við erum smáþjóð eins og Litháar, og öldum saman höfum við líkt og Litháar mátt þola það að vera ekki herrar í eigin landi. En samkennd okkar með Litháum og skilningur okkar á því sem þeir hafa þurft að þola má ekki verða til þess að fljótfærnisleg tilfinningaleg við- brögð komi í stað skynsamlegra vinnubragða í mikilvægu máli sem þessu. Við skulum heidur ekki gleyma því að við íslendingar kusum rétti- lega að fara samningaleiðina í okkar sjálfstæðismáli, þrátt fyrir að það hafi kostað okkur áratuga þref. Skynsamlegast væri að Islending- ar tækju afstöðu gegn öllum öfgum, og beittu sér fyrir því að Moskvu- stjórnin og Eystrasaltslýðveldin leystu sjálfstæðismálið með samn- ingum. Samningaleiðin tekur vissu- lega tíma og krefst þolinmæði af báðum aðilum, en þegar allt kemur til alls er hún heillavænlegust fyrir heimsbyggðina, þjóðir Sovétríkj- anna, og þar með fyrir Litháa sjálfa. Höfundur stundar heimspekinám við Háskóla íslands. Afríka sveltur eftir Jónas Þórisson í byijun árs er ijölmðlar beindu augum sínum að Persaflóanum og yfirvofandi stríðsátökum þar sendu margar hjáiparstofnanir frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu og neyðarhróp vegna yfírvofandi hungursneyðar í fimm löndum Afríku. Tilgangur þessarar yfirlýsingar var að draga athygli heimsins að ástandinu í Afríku og nauðsyn þess að gera þá þegar viðeigandi ráðstaf- anir svo hægt væri að koma í veg fyrir ólýsanlegar hörmungar milljóna manna í Eþíópíu, Súdan, Líberíu, Angóla og Mósambik. íbúar þessara ianda standa frammi fyrir matars- korti er valda mun dauða mörg hundruð þúsund manna ef ekkert verður að gert. Orsakir þessara hör- munga eru margvíslegar, en þar ber hæst miklir þurrkar er eyðilagt hafa uppskeru milljóna manna ár eftir ár og svo innri þjóðernisátök og þjóð- flokkaeijur. 20 milljónir sveltir í yfirlýsingunni kemur fram að um 20 milljónir manna munu líða alvarlegan matarskort og hungur- dauði bíður mörg hundruð þúsunda manna. Þessar hjálparstofnanir hafa starfað í mörg ár að hjálparstörfum í Afríku og fylgst vel með þróun mála. í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Mikil hætta er á að hörmungar áttunda áratugarins endurtaki sig. Við sendum þetta neyðaróp út nú, því ef hjálpin berst ekki fljótt mun Afríka standa frammi fyrir hungurs- neyð sem jafnvel mun hafa alvar- legri afleiðingar en hungursneyðin 1984-86. Þá kom hjálpin of seint fyrir marga. Ef við aðhöfumst ekk- ert nú er mikii hætta á að hörmung- ar áttunda áratugarins endurtaki sig. M dóu milljónir manna úr hungri vegna þess að hjálpin kom of seint.“ Síðar er minnt á rausnarleg við- brögð Vesturlanda við matarskorti í Austur-Evrópulöndum á haust- dögum og lýst yfir stuðningi við það starf. Því frekar beri okkur að muna eftir hungurvofunni er nú ógnar milljónum manna í Afríku. Eþíópía Um 4,6 milljónir manna standa nú frammi fyrir því að deyja úr hungri og þorsta auk þess sem kvikfénaður hrynur niður. í Eritreu brást uppskeran algjörlega og þar er einnig alvarlegur vatnsskortur vegna langvarandi þurrka. í ná- grannahéraðinu Tigray þarf helm- ingur íbúanna (yfir tvær milljónir manna) á aðstoð að halda í það minnsta fram í nóvember. Á mörgum stöðum sunnar í landinu líða íbúarnir einnig alvar- legan skort og sums staðar hefur fólk dáið úr hungri. Talið er að Eþíópía þurfi allt að milljón tonn af matvörum næstu mánuðina. Súdan í Súdan munu nokkrar milljónir manna líða alvarlegan skort næstu tólf mánuðina. Haustrigningarnar sem mikil von var bundin við brugð- ust og lítið hefur rignt sl. tvö ár. Allar varabirgðir af korni eru nú svo að segja uppurnar og hungur- dauðinn við dyrnar hjá mörgum. I Suður-Súdan hefur einnig ríkt borgarastyijöld í mörg ár sem kom- ið hefur í veg fyrir að bændur hafi getað sinnt ökrum sínum. Einnig hafa átökin valdið erfíðleikum í hjálparstarfínu og hafa matarflutn- ingar því oft þurft að fara fram með flugvélum og oft aðeins hægt að uppfylla brýnustu þörf fólksins. langvarandi þurrka. í mið- og suð- urhluta landsins hefur rigningin brugðist í nokkur ár og valdið mikl- um matarskorti. Átökin í landinu hafa komið í veg fyrir alla framþró- un, valdið miklum skemmdum á vegakerfinu og lagt mikið af heil- brigðiskerfinu í rúst. Þetta veldur því að erfítt hefur verið að ná til þeirra sem búa á afskekktum stöð- um. Mósambik í Mosambik hafa uppreisnar- menn studdir af Suður-Afríku heij- að á landið í mörg ár. Nú er svo komið að yfir tvær milljónir manna eru flóttamenn í sínu eigin landi og ein milljón hefur flúið til ná- grannalandanna. Flóttamennirnir þurfa margir að búa við hörmulegar aðstæður og mikinn matarskort. Þörfin er mikil Hjálparstofnun kirkjunnar hefur nú þegar sent tvær milljónir króna til neyðarhjálpar í Afríku sem fóru til Eþíópíu og Líberíu. En eins og fram hefur komið hér að ofan er þörfín mikil og því vill Hjálparstofn- unin hvetja sem flesta að leggja hönd á plóginn og rétta hungruðum meðbræðrum í Afríku hjálparhönd. Hvernig væri t.d. að leggja á borð fyrir einum fleiri en tilheyra fjöl- skyldunni í kyrru vikunni og yfir páskahátíðina og láta andvirðið renna til hjálparstarfsins? Framlög- um má koma til skila í öllum bönk- um og sparisjóðum en þar eiga að liggja frammi gíróseðlar merktir Hjálparstofnun kirkjunnar. Hjálparstofnun kirkjunnar sendir svo landsmönnum bestu kveðjur með ósk um blessunarríka páska- hátíð. Þökkum góðan stuðning. Höfundur cr framkvæmdastjóri Hjálparstofminnr kirkjunnar. „20 milljónir manna munu líða alvarlegan matarskort og hungur- dauði bíður mörg hundruð þúsunda manna.“ Líbería Vegna stríðsátaka er talið að um tvær milljónir manna þurfi á aðstoð að halda í Líberíu. Hundruð þús- unda manna hafa flúið land og milljón manns flúið heimili sín vegna átakanna. í höfuðborginni Monrovíu hefur verið mikill matar- skortur og opinber þjónusta í lama- sessi. Stríðsátökin hafa einnig vald- ið miklum erfiðleikum í hjálpar- starfinu. Angóla í Angóla er talið að um 2 milljón- ir mánna standi frammi fyrir hung- ursneyð vegna borgarastyrj aldar og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.