Morgunblaðið - 20.03.1991, Page 44

Morgunblaðið - 20.03.1991, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 Teitur Finnboga- son - Minning Það er svo með suma menn, að í hvert skipti sem hugsað er til þeirra hlýnar manni um hjartaræt- ur. Teitur Finnbogason var slíkur maður. Þeim sem hittu hann tók hann vel og stutt var í gamanyrði. Þau Dúna frænka mín og Teitur komu oft heim í Laugarásinn til foreldra minna og það var sérstakt tilhlökkunarefni þegar von var á slíkri heimsókn. Stundum komu þá fleiri ættingjar og kátt var á hjalla. Það sem gerði Teit sérstaklega ævintýralegan í huga mínum á þessum árum var, að mér var sagt að hann gæti dansað kósakkadans og vekti þá mikla lukku. Það var ekki laust við að mér fyndist, að maður sem gæti boðið þyngdarlög- málinu þannig birginn væri hálf göldróttur. Móðir mín hefur stundum sagt frá því þegar hún kom á Háteig sem bam. Af frásögninni leynir sér ekki að yfir húsakynnum og húsráðend- um hefur verið óvenjuleg reisn. Háteigur er ekki stórt hús á nútíma mælikvarða, en ekki varð reisnin minni eftir að þau Dúna og Teitur tóku þar við búi. Þar hefur alla tíð verið tekið vel á móti gestum og þeir látnir finna að þeir væru vel- komnir. Ég kynntist Teiti á öðrum vett- vangi eftir að Sjóvá og Almennar tryggingar sameinuðust fyrir nokkrum árum. Teitur sat í stjórn Sjóvátryggingarfélagsins í 25 ár og stjóm Sjóvá-Almennra eftir sam- einingu félaganna. Á þeim vett- vangi kom í ljós að Teitur hafði glöggt auga fyrir tölum og var til- lögugóður. Hann var rólegur og yfirvegaður, en gat verið fastur fyrir ef honum þótti þess þurfa með. Félagið sér því á eftir farsæL- um stjórnanda. Fyrir nokkrum árum kenndi Teit- ur sér þess sjúkleika sem loks varð honum að aldurtila. Gagnstætt því sem ýmsir aðrir hefðu gert var Teitur ekki á því að leggja árar í bát heldur hagaði hann sér eins og hann ætti langt líf fyrir höndum. Hann vann í starfi sínu í Féiagsmál- astofnun Reykjavíkurborgar þang- að til fyrir hálfu öðru ári. Alltaf var hann duglegur við að dytta að ýmsu á Háteigi og í fyrra ákváðu þau hjón að reisa sér sumarbústað. * Síðustu dagana sýndi hann enn sömu vinnugleðina og starfsþrekið. Hann lagði síðustu hönd á ársreikn- inga Sjóvá-Almennra og ýmissa dótturfélaga þeirra og sat þar sinn síðasta stjómarfund föstudaginn áður en hann lést. Ekki var nóg með það, heldur sat hann um helg- ina landsfund Sjálfstæðisflokksins og tók þar meðal annars virkan þátt í starfi utanríkismálanefndar. Á laugardag bauð hann nokkrum félögum í kaffi heim til Dúnu á Háteigi. Þar var margt skrafað við eldhúsborðið eins og oft áður. Á sunnudag gekk hann enn til starfa og kom heim að kvöldi ánægður eftir viðburðaríka daga. Á mánudag • var hann allur. Teitur Finnbogason var maður sem átti skilið að kveðja þetta líf með slíkum glæsibrag. Teitur var bamgóður maður og þau Dúna eignuðust þrjú börn sem öll hafa hlotið gott veganesti úr foreldrahúsum. Bamabömin hafa einnig verið mikið heima á Háteigi og notið þar afa síns og ömmu. Eg færi Dúnu frænku minni og afkom- endum þeirra hjóna samúðarkveðj- ur mínar og minna. Benedikt Jóhannesson Á fyrrihluta þessarar aldar ólust upp á bænum Hítardal í Mýrasýslu 10 bræður og ein systir, böm hjón- anna Finnboga Helgasonar og Sig- ríðar Teitsdóttur, sem þar bjuggu. Þetta var sú kynslóð, sem óx úr grasi þegar þjóðin var að komast úr fátækt til bjargálna og átti svo eftir að taka þátt í þeirri byltingu atvinnuhátta, sem hófst með tog- araútgerðinni á fyrstu tugum aldar- innar og allsheijar vélvæðingu fisk- veiða og fiskvinnslu, byltingu, sem enn stendur yfir. Samhliða og sem nauðsynlegur þáttur í þessari bylt- ingu var svo efling alls konar iðnað- ar og innlendrar verslunar bæði innanlands og í utanríkisviðskipt- um. Þessi stóri bamahópur átti eftir að dréifast víða og takast á við verkefni á ýmsum sviðum þjóðlífs- ins og einnig utanlands, en öll áttu það sameiginlegt að hafa fengið gott veganesti úr foreldrahúsum og ávaxtað það vel með menntun og störfum. Því minnist ég þess hér, að nú hefur einn bræðranna, Teitur, kvatt okkur í hinsta sinn og langar mig að minnast þessa vinar míns með nokkmm fátæklegum orðum. Teit- ur var fæddur 19. nóvember 1914 og var því á 77. aldursári er hann lést. Hítardalur, sem hefur gefíð bæn- um nafn þar sem systkinin fædd- ust, er ein af perlunum í náttúru íslands. Innst í dalnum er vatnið, sem kennt er við dalinn, og úr því rennur árin, sem einnig fær nafn sitt af dalnum. Vatnið og áin em full af físki. En það er ekki aðeins náttúran, sem gerir dalinn aðlað- andi. Sögulegar minningar eru einnig tengdar honum. Hítardalur- inn er sögusvið einnar af íslending- asögunum, Bjamar sögu Hítdæla- kappa. Björn Árngeirsson, sem fékk þetta viðurnefni, bjó að Hólmi, sem var undir samnefndu fjalli við vat- nið, og fara af honum miklar sög- ur. í suðvestur frá bænum er svo Grettisbæli sunnan í Fagraskógar- fjalli, en Grettir Ásmundarson var samtímamaður Bjarnar og em munnmæli um skipti þeirra kappa. Snemma í kristni varð Hítardalur kirkjustaður og um aldir sátu þar höfuðklerkar. Kirkjan var lögð af skömmu fyrir síðustu aldamót og flutt að Staðarhrauni. Loks eru ýmsar þjóðsögur, sem tengjast dalnum og bera ömefni þess vitni. Má kannski nefna þá helst. að nafn- ið hafí dalurinn fengið af tröllskes- sunni Hít, sem búið hafí í dalnum og er steinn í túninu, sem á að minna á skessuna. Allt frá fyrstu tíð og lengi fram- eftir öldum voru margir bæir í daln- um, en allir em nú komnir í eyði nema Hítardalur. Stendur bærinn á fögmm stað sunnan undir Bæjar- felli. Er það móbergsfell fagurt á að líta og setur svip sinn á dalinn. Því verður mér svo tíðrætt um þetta nú, að ég varð þess oft var hve'rsu mjög Teitur fann sig tengd- an dalnum og þótti vænt um hann. Við hann eru líka tengdar margar minningar frá samvemstundum okkar Teits og Guðnýjar, konu hans, og sumra bræðra hans í daln- um. Öll öfluðu bömin sér menntunar og var það alls ekki sjálfsagður hlutur á þeim tíma, sem þau vom að komast á legg. Þegar Teitur var 2V2 árs gamall urðu umskipti í lífí hans. Þá fæddust móður hans tví- burar og gerðist nú æði þröngt á heimilinu. Varð þá að ráði að dreng- urinn skyldi flytjast til móðurfor- eldra sinna, sem bjuggu þá í Reykjavík, en þau vom Teitur Pét- ursson, skipasmiður, og Kristín Bergþórsdóttir, en þar á heimilinu vom einnig þijár dætur þeirra, Guðrún, Helga og Petra. Afí hans og amma létust bæði þegar Teitur var enn á táningsaldri og bjó hann eftir það hjá móðursystrum sínum þar til hann kvæntist. Var æ síðan mjög kært með þeim. Þegar hann var 14 ára settist hann í gagnfræðaskóla Reykvík- inga, en þaðan fór hann svo í Versl- unarskólann og lauk þaðan burtfar- arprófí vorið 1933. Þetta var á kreppuárunum og ungum mönnum ekki auðvelt að fá atvinnu, þar sem öll atvinnustarf- semi var í fjötmm kreppu og hafta. Teitur sneri sér að þeirri atvinnu- grein, sem hann taldi sig hafa menntað sig til, verslunarstarfsemi. Hann taldi sig hafa verið heppinn að fá starf hjá Heildversluninni Eddu, sem þá var ungt fyrirtæki en hafði tekið sér fyrir hendur að tengja viðskiptasambönd við löndin við Miðjarðarhaf, Ítalíu, Spán og Portúgal, en þessi lönd vom þá og ávallt síðan þýðingarmestu kaup- endur okkar helstu útflutningsaf- urðar, saltfisksins. Tvíhliða við- skipti milli landa vom þá mjög að ryðja sér til rúms sem afleiðing heimskreppunnar. Það hefur vafa- laust verið lærdómsríkt fyrir ungan Verslunarskólakandidat að kynnast af eigin raun heildverslun í þeim stíl, sem þarna var rekin, og orðið honum góður skóli þegar hann hasl- aði sér sjálfur völl á þeim vettvangi og stofnaði ásamt fleirum eigið fyr- irtæki, Heildverslunina Hólm árið 1944. Tíu árum síðar varð hann aðaleigandi þess fyrirtækis og rak það fram á miðjan sjöunda áratug- inn að hann söðlaði um frá heild- versluninni. Gerðist hann þá starfs- maður Reykjavíkurborgar og næstu tuttugu árin var hann deildarfull- trúi Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar, þar til hann hætti fyr- ir aldurs sakir og hafði þá raunar unnið nokkur ár umfram. Teitur var mörgum þeim kostum búinn, sem hæfa góðum starfs- manni hvort sem hann var í þjón- ustu annarra eða með eigið fyrir- tæki. Honum nýttist vel það nám, sem hann hafði stundað, kunni vel til verka, var nákvæmur í öllum sínum verkum, hið mesta ljúfmenni í öllum viðskiptum og kunni vel að stilla skap sitt. Ég hafði kynnst Teiti lítillega fyrir stríð, en ég var þá lengst af við nám erlendis um fjögurra ára skeið. En eftir heimkomuna nokkru eftir að styijöldin hófst hnýttust þau bönd og varð af vinátta, sem entist alla tíð síðan. Það var gott að eiga hann að vini slíkt tryggða- tröll? sem hann var og kunni vel að rsekja sína vináttu. Að vera sam- vistum við hann var gaman því hann var léttur í lund og gerði að gamni sínu á græskulausan hátt. Sérstaklega minnist ég þessa eigin- leika hans þegar við dvöldum með honum og Guðnýju, konu hans, í Hítardal m.a. við veiðiskap, við náttúruskoðun og fjallgöngur eða í glöðum félagsskap bræðra hans og nutum þá ávallt gestrisni Leifs, sem var sá bróðirinn, sem bjó á jörð- inni, og Guðrúnar, konu hans. Og ekki var það Iakara þegar bróðirihn Kristófer gat komið með Simone, konu sína, frá París, til gleðskapar- ins, en þeir bræður voru ávallt mjög samrýndir. Einn er sá þáttur í lífí Teits, sem ósjálfsrátt kemur í huga manns þegar litið er yfír farinn veg. Snýr hann að heimilinu. 18. júlí 1951 gekk hann að eiga Guðnýju Hall- dórsdóttur, húsmæðrakennara, en foreldrar hennar voru Halldór Kr. Þorsteinsson, skipstjóri, og Ragn- hildur Pjetursdóttir frá Engey, sem lengi höfðu búið að Háteigi og voru jafnan kennd við þann bæ. Byggðu þaú hús sitt við götuna, sem tók nafn af bænum, og stendur enn og hafa Teitur og Guðný búið þar í meira en tvo áratugi. Halldór var einn af helstu frömuðum togaraút- gerðar hér á landi, einn af stofnend- um Eimskipafélagsins og í fyrstu stjóm þess, einn af stofnendum Sjóvátryggingafélags íslands og í stjóm þess og mætti svo fleira telja um framtakssemi hans á sviði at- vinnumála, en Ragnhildur var brautryðjandi í réttindabaráttu kvenna á fyrri hluta aldarinnar. Guðnýju og Teiti varð þriggja bama auðið og era þau Halldór, Guðrún og Ragnhildur, en hún hef- ur nú um hríð búið í Háteigi ásamt manni sínum, Benedikt Gröndal. Bamabörnin eru orðin þijú. Það duldist engum, sem kynntist fjölskyldunni í Háteigi, að Teitur var mikill og góður heimilisfaðir og að í því hlutverki var hann til fyrir- myndar. Voru þau hjón og samhent um allt er laut að heimilinu, sem gerði það að maður fann þann anda samheldni, sem þar ríkti. Nú er heimilisfaðirinn skyndilega burtu kvaddur og mikill harmur kveðinn að þeim, sem eftir lifa og sakna hans sárt. Fátækleg orð megna lítt að bæta þar úr, en við Ágústa sendum fjölskyidunni okkar innilegustu samúðarkveðju. Davíð Ólafsson Þegar góður frændi minn og stór- vinur, Teitur Finnbogason, er allur er margs að minnast frá kynnum sem teygja sig allt aftur til bernsku- áranna. Á þá vináttu bar aldrei neinn skugga. Teitur var allt í senn drenglundaður maður, velviljaður og glaðbeittur. Kveðjustundin því full trega og söknuðar. Hann var mín stoð og stytta þegar ég byijaði að skríða og taka fyrstu sporin. í mínum huga og gagnvart mér var Teitur ávallt hinn stóri góði frændi sem ég leit upp til og dáði. Var jafnvel meira en frændi. Sameigin- legan afa og ömmu áttum við. Það voru hjónin Kristín Bergþórsdóttir og Teitur Pétursson skipasmiður og hafnsögumaður hér í Reykjavík- urhöfn. Atvikin höguðu því þannig að er Teitur var 2ja ára tóku þau hann til sín, til fósturs. Kristín og Teitur bjuggu inni í Skuggahverfí, á Lindargötunni. Þegar Teitur kom til þeirra voru hjá þeim fjögur af sex börnum þeirra. Hin tvö voru farin að heiman. Á þessum æsku- árum okkar frændanna liðu ekki margir dagar, sem við voram ekki saman að leika okkur, þá ýmist heima hjá honum á Lindargötunni eða hjá mér á heimili foreldra minna á Grettisgötu 20. Foreldrar Teits voru hjónin Sig- ríður Teitsdóttir og Finnbogi Helga- son. Þau bjuggu búi sínu vestur í Hítardal í Mýrasýslu. Barnahópur- inn í Hítardal var stór. Þeim hjónum varð 11 barna auðið. Þessi hópur var einstaklega ánægjulegur í hví- vetna og samrýndari systkinahóp hef ég hvergi kynnst eða haft spumir af en þessum krökkum í Hítardal. Þeim leið öllum alltaf svo vel og það leið bókstaflega öllum vel í nærveru þeirra. Það var t.d. áberandi að sætu þau saman þá var setið sem þéttast saman. Sjálfsagt hafa þau vanist þessu meðan þau voru heima í litlu baðstofunni í Hítardal. — Og þetta breyttist ekk- ert við það þótt húsakynnin yrðu stærri og lýmri seinna. Svona smá minningabrot koma upp í huga mér þegar Teitur er kvaddur. Óll eiga slík brot það sameiginlegt að varpa birtu yfir langa og innilega vináttu okkar. Teitur kvæntist Guðnýju Ólafíu Halldórsdóttur frá Háteigi, hinni mestu myndarkonu. Vora þau sam- rýnd og báru virðingu hvort fyrir öðru. Heimilið í Háteigi bar hús- bændum sínum fagurt vitni í alla staði og umgengni öll um hús og stað. Þeim varð þriggja bama auð- ið: dætumar tvær og sonurinn, allt er hið mesta sómafólk til orðs og æðis. Hafa kynnin af þeim verið hin vinsamlegustu svo sem vænta mátti. Meðal hins ómetanlega á lífsleið- inni era kynnin af mörgu skemmti- legu og góðu fólki, sem maður hef- ur ýmist starfað með _eða átt marg- vísleg samskipti við. í þessum hópi ber hvað hæst minninguna um frænda minn og vin Teit Finnboga- son. Ég bið honum Guðs blessunar og hans góða fólki. Megi hann fara í friði. Guðmundur Guðmundsson frá Móum Ég hitti Teit Finnbogason sem snöggvast á landsfundinum. Hann var sjálfum sér líkur, hress og glað- ur. Ékkert var fjær huga mínum þá en að þessi fundur yrði okkar síðasti. En Teitur hafði ekki gengið heill til skógar síðustu ár og við því að búast, að hann kynni að kveðja snögglega. Hann lést mánu- daginn 11. mars sl. Teitur fæddist í Hítardal hinn 19. nóvember árið 1914, fjórði í röð eilefu barna þeirra hjóna Finnboga Helgasonar bónda og Sigríðar Teitsdóttur. Foreldrar Sigríðar voru Kristín Bergþórsdóttir Bergþórs- sonar bónda frá Straumfirði og Teitur Pétursson hafnsögumaður og skipasmiður frá Smiðjuhóli Þórð- arsonar frá Skildinganesi og voru því Teitur og Sigurður fangavörður í Reykjavík albræður. Finnbogi var sonur hjónanna Helga Helgasonar, um skeið bónda á Stórafjalli í Borg- arhreppi, og Guðnýjar Hannesdótt- ur. Finnbogi í Hítardal og Halldór í Háteigi voru bræðrasynir. Það varð að ráði, að móðurfor- eldrar Teits tóku hann til sín og ólst hann upp á heimili þeirra og móðursystra sinna, Guðrúnar, Helgu og Petru. Teitur lauk prófí frá Verzlunarskóla íslands 1933. Eftir það vann hann við skrifstofu- störf hjá Heildversluninni Eddu hf. til 1944, er hann stofnaði ásamt öðrum Heildverslunina Hólm hf. og gerðist síðan aðaleigandi hennar 1954. Hann var deildarfulitrúi Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur frá 1968-1990. Teitur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann var í stjórn knattspyrnudeildar KR 1947-1949, í stjórn félagsins Germaníu 1951- 1953, í stjórn Sjóvátryggingafélags íslands hf. frá 1964, í stjórn Könn- unar hf. og Líftryggingafélags Sjóvá frá 1975 og í stjórn Sjóvá- AJmennar tryggingar hf. frá 1989. Hinn 18. júlí 1951 kvæntist Teit- ur Guðnýju Ólafíu Halldórsdóttur Kr. Þorsteinssonar á Háteigi og Ragnhildar Pétursdóttur. Börn þeirra eru Halldór deildarstjóri hjá Sjóvá-Almennum trygginum hf., Guðrún Helga hjúkrunarfræðingur og Ragnhildur nemandi í bóka- safnsfræði, sem er gift Benedikt Gröndal. Barnabörnin eru þijú á lífí. Þar sem ég. sit og hugsa til Teits Finnbogasonar, kemur fyrst upp í hugann sá glaðværi þokki, sem ein- kenndi hann alla tíð. Hann var drengur góður og lagði gott til mála, mikið snyrtimenni. Hann lagði alúð við heimili sitt og þau verk, sem hann tók að sér. Þau Dúna voru samrýnd og samhent og höfðingjar heim að sækja, vinmörg og traust vinum sínum. Teitur Finnbogason er hluti af því minningasafni, sem mér er kærast. Ég átti mörg mín léttustu spor á Háteigi og í Húsinu á Eyrar- bakka, þegar frænka mín og afi tóku mig til sín tíma og tíma. Signý, Heiða og Tóta Gests, — það er birta og hlýja yfír þessum minningum öllum. Og þó svo að ég hafi verið kominn á fermingaraldur, þegar Dúna og Teitur giftust og fluttust á Hrefnugötuna, var hann undireins einn af Háteigsfólkinu í mínum huga, — einn af þessu góða fólki, sem ég á svo mikið að þakka. Mér finnst ég sjá Teit fyrir mér hressan í bragði, en skynja um leið þá djúpu sorg, sem nú hvílir yfir heimilinu á Háteigi. Guð styrki þig frænka mín og fjölskyldu þína í þungum raun- um. Megi ástvinur þinn í friði hvíla. Halldór Blöndal í dag er kvaddur Teitur Finnbog- ason, er andaðist 11. mars sl. Teit- ur fæddist í Hítardal, Hraunhreppi í Mýrasýslu 19. nóvember 1914, sonur hjónanna Finnboga Helga- sonar bónda og Sigríðar Teitsdótt- ur, sem þar bjuggu um langan ald- ur og áttu stóran hóp barna. Teitur lauk prófí frá Verslunar- skóla íslands 1933 og starfaði síðan við verslun og viðskipti allt til árs- ins_ 1968. I einkalífi var Teitur hamingju- samur maður. Hann var kvæntur Guðnýju Halldórsdóttur og áttu þau 3 böm, Halldór, Guðrúnu og Ragn- hildi og voru barnabömin 3. Heim-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.