Morgunblaðið - 20.03.1991, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 20.03.1991, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ' 1991 Aðils R. Erlends- son - Minning Aðils Ragnar Erlendsson fæddist á ísaflrði 25. nóvember 1906. Hann var sonur Erlends Kristjánssonar málara og Helgu Daníelsdóttur. Annar í röðinni af þrem börnum þeirra. Kristján, sem var elstur, og Dór- óthea, sem var yngst, eru nú látin fyrir nokkrum árum. Tveggja ára gömlum var honum komið í fóstur að Sléttu í Sléttuhreppi, en þar bjuggu á þeim tíma á hálfri jörð- inni þau Guðni Hjálmarsson og kona hans, Karitas Friðriksdóttir. A Sléttu, meðan í byggð var, var að þeirrar tíðar hætti allajafna rekinn stórbúskapur, jafnt til sjós og lands. Heimili mannmargt, alla jafna, og þó mun mannfleira á vetrarvertíð- um, enda þar útræði gott og stutt að sækja á hin fengsælu mið Vest- fjarða þegar gaf. I þessu umhverfi óx Ragnar upp ásamt bömum þeirra hjóna og fósturbömum, sem vora ófá, þar til um tvítugsaldur, að hann fer að sjá fyrir sér sjálfur. Máltækið segir: Fár sem faðir, eng- inn sem móðir. Þrátt fyrir gott at- læti á heimili fósturforeldra og þeirrar fjölskyldu má geta sér til, hvort Ragnari hefur ekki einhvern tímann orðið hugsað til sinna for- eldra og systkina á þessum áram, en á Sléttu voru börn alin upp í guðsótta og góðum siðum og kenndur greinarmunur á réttu og röngu. Lá Ragnari jafnan gott orð til fósturforeldranna, enda þau bæði rómað drengskapar- og sóma- fólk. Við sem fædd erum fyrir miðja þessa öld þekkjum ekki nema af afspum og frásögum okkar eldri manna hver vora kjör þess fólks sem óx úr grasi á fyrstu árum aldar-' innar. Við vitum með vissu að bú- svelta var óþekkt fyrirbæri á Vest- fjörðum, þó er mér ekki grunlaust um að börn og unglingar, þar sem annars staðar á þessu landi, hafi ekki stundum getað borðað ofurlítið meira en skammtað var hveiju sinni. Hins vegar vitum við þó að lífsbaráttan á Vestfjörðum, og þá t Sambýlismaður minn, SVAVMUNDUR JÓNSSON frá Skagnesi, Mýrdal, Eyrarvegi 24, Selfossi, lést 18. mars. Sesselja Þorkelsdóttir. t Móðursystir okkar, GUÐRÚN (DÚNNA) SVEINSDÓTTIR, Hátúni 10a, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 18. mars. Ásbjörn Þorvarðarson, Jóna Þorvarðardóttir, Svavar Þorvarðarson, Hjalti Þorvarðarson. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR KRISTINSDÓTTIR, Fífuhvammi 29, Kópavogi, lést í Landspítalanum mánudaginn 18. mars sl. Jóhannes Sigurðsson, Hafsteinn Jóhannesson, Magnea Magnúsdóttir, Kristinn Jóhannesson, Áslaug Erla Guðnadóttir, Sigurður H. Jóhannesson, Brynja Guðmundsdóttir, Haukur Jóhannesson, Eygló Kristinsdóttir. + Maðurinn minn, BERGSTEINN ÁRNASON fyrrv. lögregluþjónn, Meðalholti 17, andaðist á gjörgaesludeild Landspítal- ans 18. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Gíslfna Ragnheiður Kjartansdóttir. Móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRHILDUR PÁLSDÓTTIR LÍNDAL, Bergstaðastræti 76, verður jarðsungin frá Dófnkirkjunni fimmtudaginn 21. mars kl. 13.30. Páll Lindal, Sigurður Lfndal, Álfheiður Líndal, Bergljót Líndal, Guðrún Jónsdóttir, María Jóhannsdóttir, Hans Jetzek, Einar Guðjohnsen. ekki hvað síst á Hornströndum, var mun erfiðari en víðast hvar annars staðar í þessu landi. Matbjörg sem sótt er í sjó eða fuglabjörg krefst meiri árvekni og áræðis en þar sem lífsbjörgin er sótt á landi eða við venjulegar aðstæður. Við þessra aðstæður ólst hann upp og fór að vinna sínum fósturfor- eldrum og því heimili um leið og kraftar og þroski leifðu. Svo sem að létta undir við skepnuhirðingu og önnur þau bústörf er til féllu, róa til fiskjar um fermingu eða strax á unglingsárum. Um tvítugs- aldur hleypir hann svo heimdragan- um og er við sjóvinnu á Suðureyri næstu tvö árin, en þar beygist krók- urinn að því er síðar varð. Verk- lægni hans og samvizkusemi gerðu það að verkum að vinnuveitendur hans gerðu hann að verkstjóra þar á staðnum. En meginþátturinn í ævistarfi hans síðar var verkstjóm í ýmsum frystihúsum og fiskvinnsl- ustöðvum. Þegar vel gengur rísa vonir mannanna hærra og um þetta leyti sækir hann um inngöngu í Verzlun- arskóla Islands, gengst undir inn- tökupróf sem hann stenzt með prýði og stundar nám í þeim skóla þann næsta vetur. Ekki varð þó úr frek- ara námi, í hönd fór sá tími er setti mörgum alþýðumanninum stólinn fyrir dymar varðandi nám og annað sem kostaði fé. Heimskreppan sjálf stóð við dyrnar og sagði: „Hingað og ekki lengra." Og árin líða við ýmiskonar störf, á ýmsum stöðum á Vestfjörðum, svo sem við símalagningu úr Grannavík yfir í Jökulfirði og fleira. Ekki varð úr frekari skólanámi, en lífið sjálft er þeim öllum skóli er þroskans leita og móttækilegir eru fyrir þess boðskap. Um þessar mundir hefjast kynni hans og eftir- lifandi konu hans, Jónínu Elíasdótt- ur. Hennar foreldrar vora þau hjón- in Elías Albertsson frá Hesteyri og Elín Árnadóttir frá Skáladal. Þau Ragnar og Jónína eignuðust þrjár dætur og er elzt þeirra Erla Helga, fædd 27. október 1938, gift undirrituðum. Þá Alfa Eyrún, fædd 4. desember 1943, gift Guðmundi Tómasi Magnússyni lækni í Reykja- vík. Yngst er svo Elín Herborg, fædd 7. nóvember 1957, gift Helga Benedikt Þoi-valdssyni verkstjóra RARIK, búsett í Kópavogi. Samtals eiga þær dætur Ragnars og Jónínu 9 börn, en barnabarnabörn eru 10. Þau Ragnar og Jónína hófu bú- skap á Hesteyri 1937. Fluttu til Reykjavíkur og eru þar til ársins 1943. Þá aftur til Hesteyrar og eru þar til ársins 1947, að þau flytja til Suðureyrar við Súgandafjörð. Þaðan flytja þau svo á Akranes, árið 1951. Þar er Ragnar verk- stjóri, fyrst hjá útgerð Fiskivers hf., en lengst af hjá Haraldi Böðv- arssyni og co. Það er vandi að vera verkstjóri á stóram vinnustað og ekki hvað sízt þar sem unnið er að því verki sem er undirstaða mannlífs í þessu landi og gerir okkur öðru fremur að þjóð á meðal þjóða. Á verkstjóra hvílir sú ábyrgð að gera hráefnið að frambærilegri vöru og vera jafn- framt sá tengiliður verkafólks og vinnuveitanda að hvorir tveggja megi þar vel við una. Ragnar heitinn var þeim vanda vaxinn öðrum fremur. Hann kunni vel að segja til um verk, leiðbeina byijendum og halda uppi vinnuaf- köstum án þess að vera nokkurn tíma það sem kallað er að vera harður húsbóndi. Fyrir u.þ.b. þijátíu áram fór Ragnar að kenna þess sjúkdóms, sem varð þess valdandi að hann varð að hætta að vinna og að fara hægar í hlutina. Á afhallaridi sumri 1970 fluttu þau suður í Kópavog og keyptu íbúð á Ásbraut 3, þar sem þau hafa búið síðan. Þegar nú leiðir skiljast, eftir langa kynningu og góða, koma minningarnar fram í hugann og yrði langt mál upp að telja ef nú bæri að tíunda það allt. Með foreldr- um mínum og þeim Ragnari og Jónínu tókst góð vinátta, sem entist meðan þau lifðu. Ég minnist þess að faðir minn sagði eitt sinn, eftir að hafa yfirstigið erfíða sjúkdóms- legu á sjúkrahúsinu á Akranesi, þar sem hann mátti hvorki mæla eða hreyfa sig, hve hljóðlát nærvera Ragnars hefði haft góð áhrif á sig. Og þegar honum fór að batna þá var það fyrsta sem Ragnar sagði við hann: Jæja, Guðmundur minn, þú ætlar nú samt að hafa það af að kjósa. Þeir voru engan veginn sammála í pólitíkinni, þó skoðana- munurinn væri ekki alltaf mikill, háðu stundum reyndar rimmu án þess þó að særa nokkurn tíma hvor annan. Ragnar heitinn var einstaklega fjölskyldurækinn maður, varð helst að vita allt um alla meðlimi sinnar fjölskyldu, hvað hver aðhefðist og hvernig gengi hjá hveijum og ein- um. Sú umhyggja hans átti eflaust rætur að rekja til þess að honum auðnaðist ekki að alast upp á heim- ili foreldra og systkina. Hann var einstaklega varkár maður í orðum og athöfnum, vildi hafa allt sitt á hreinu, heill og sann- ur að hverju sem hann gekk. Með honum er genginn einn af þeim mönnum sem reistu úr rústum það land sem við byggjum, skiluðu því bættu í barna hendur og færðu björgin í grann þeirrar framtíðar- hallar, sem við byggjum nú í dag. Jónína kona hans bjó honum hlýtt og notalegt heimili hvar sem þau bjuggu, alúð þeirra og gestrisni þekktum við bezt sem það reyndum. Ragnar varð bráðkvaddur á heimili sínu að kveldi þess 7. þ.m. Að ósk hans sjálfs og í samræmi við hans hógværa lífsstíl var hann jarðsettur í kyrrþey 14. þ.m. Mér þykir vel hæfa, er ég nú kveð minn góða vin og tengdaföður hinstu kveðju, að láta niðurlag þess- ara fátæklegu orða minna vera úr eftirmælum sem faðir minn kvað um bróður sinn látinn: Og fátækt er orðið og fáskrúðug tjáning hver er fetar sig áfram vor hugur um tregans slóðir. - En hvað mundu orð og hámæli geðjast þér? Hljóðastur manna varst þú, minn vinur og bróðir. (Guðm. Böðvarsson.) Einlægur vinur, góður faðir og afi er horfinn yfir móðuna miklu, en eftir lifír minningin hrein og flekklaus, þeim er þekktu hann bezt. Sigurður Guðmundsson Minning: Þórður Pálmason kaupfélagssijóri Þórður Pálmason fyrrverandi kaupfélagsstjóri lést á Landspítal- anum í Reykjavík sunnudaginn 10. mars sl,, eftir skamma sjúkdóms- legu. Þórður fæddist 23. apríl 1899 að Höfða í Hofshreppi í Skagafírði og hefði því orðið 92 ára í næsta mánuði. Þórður byijaði ungur starfsferil sinn hjá kaupfélagi, fyrst á Sauðár- króki, síðan í Vík í Mýrdal, en lengst af, eða frá 1932 til 1968 sem kaup- félagsstjóri Kaupfélags Borgfirð- inga í Borgarnesi. Þar tók hann við þröngu og smáu búi á krepputíma, en skilaði kraftmiklu og myndar- legu fyrirtæki sem gegnir lykilhlut- verki í sínu byggðarlagi. Þórður sat í stjórn Sambands ís- lenskra samvinnufélaga frá 1939 til 1975 eða samtals 36 ár. Hann var ráðagóður og traustur stjómar- maður, sem lét sér annt um hags- muni Sambandsins ekki síður en eigin kaupfélags. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast Þórði og Geir- laugu Jónsdóttur konu hans, þegar + Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNAR GUÐBJARTSSON bónda, Hjarðarfelli, fyrrverandi formann Stéttarsambands bænda, verður í Dómkirkjunni fimmtudaginn 21. mars kl. 15.00. Jarðsett verður frá Fáskrúðarbakkakirkju laugardaginn 23. mars kl. 14.00. Ásthildur Teitsdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. þau heimsóttu Pálma son sinn og fjölskyldu hans í Bandaríkjunum á árunum 1975 og þangað til Pálmi andaðist langt um aldur fram árið 1980. Það var jafnan hátíð í bæ þegar þau hjón komu í heimsókn. Pálmi og Erna kona hans voru höfð- ingjar heim að sækja og margar góðar minningar leita á hugann um ánægjulegar stundir í Harrisburg, enda góður vinskapur með fjöl- skyldu okkar Pálma. Þórður var margfróður maður og stálminnugur. Hann fylgdist grannt með því sem efst var á baugi fram til hinsta dags. Það fengum við hjónin að sannreyna í heimsókn okkar til Þórðar og Geirlaugar að Kvisthaga 17, ekki alls fyrir löngu. Samvinnumenn minnast Þórðar með þakklæti sem dugnaðarmikils hugsjóna- og framkvæmdamanns. Frú Geirlaugu og ættingjum öllum votta ég dýpstu samúð. Guðjón B. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.