Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 9
9 MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 TANNLÆKNASTOFA ÞÓRARINS JÓNSSONAR ER FLUTT í HÚS „ N Ú T í Ð A R “ FAXAFENl 14, 108 REYKJAVÍK. hr------..riLúr>.. I NÝTT SÍMANÚMER: 91 - 67 97 30 Er meistariim þinn meistari? ^ M-V-B ^ MEISTARA- OG VERKTAKASAMBAND BYGGINGAMANNA SKIPHOLTI 70- 105 REYKJAVÍK - SÍMI 91-36282 Stjórnarslita- mál Allt frá myndun ríkis- stjómarinnar haustið 1988 hefur rikt mikil óvissa um framvindu ál- málsins. Alþýðubanda- lagið gerði það að skil- yrði fyrir stjórnaraðild, að bygging nýs álvers þyrfti samþykki allra stj órnarflokkanna. Al- málið væri sljómarslita- mál. Þessa túlkun á stj ómarsáttmálanum staðfesti forsætisráð- herra opinberlega. Alþýðuflokkurinn var jafn staðfastm- í þeirri ætlan sinni að semja um byggingu nýs álvers og Alþýðubandalagið var því andvígt. Framsókn- arflokkurinn var jafn hvikull í því sem öðru. Þar kom, að Ólafi Ragnari Grímssyni tókst að fá samþykkta þá stefnubreytingu Alþýðu- bandalagsins að styðja byggingu álvers, með ýrnsum skilyrðum þó. Afram var hörð andstaða imian flokksins. Uppákomur Mestan hluta stjórn- artimabilsins vom ýmsar uppákomur í álmálinu, en þó kastaði fyrst tólf- unum, þegar Jón Sig- urðsson, iðnaðarráð- herra, fór til Banda- ríkjamia síðari hluta septembermánaðar sl. til viðræðna við álfyrirtæk- in. Þá réðust ráðherrar Alþýðubandalagsins, einkum þeir Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon, með miklu offorsi á hann og þá ráðagerð að undirrita áfangasamkomulag við álfyrirtækin. Það gerði Jón í byijun októbermán- aðar og þá bættist Ólafur Ragnar í hóp hinna og lýsti gjöming iðnaðar- ráðherrans marklausan. Jón Sigurðsson hélt sínu striki ótrauður og boðaði, að hami myndi leggja fram stjómar- frumvai-p um byggingu álvers á Keilisnesi og það þyrfti að afgreiðast fyrir jól. Það væri mikilvægt ef framkvæmdir ættu að Áfangasamkomulag um álver undirritað. Ál og klúður Eitthvert mesta klúður stjórnmálasögu síðustu ára er meðferð ríkisstjórnarinnar á álmálinu. Því var hleypt í algeran hnút síðustu starfsdaga Alþingis á meðan stuðningslið ríkisstjórnarinnar háði illvíg- ar deilur um framgang þess. Meðferð málsins lauk í raun án formlegrar niður- stöðu og árangurinn kann að vera sá að spilla áliti íslendinga í augum forráða- manna álfyrirtækjanna og erlendra lána- stofnana. hefjæst árið 1991. Undir þetta tók forsætisráð- herrann. Steingrímur var svo áfram um málið, að hann skilgreindi landsbyggðina upp á nýtt. Allt sunnan Straumsvíkur teldist framvegis . til lands- byggðarinnar, en ekki Stór-Reykjavíkursvæðis- ins. Þannig gat hann staðið við eigin svardaga og Framsóknarflokksins um að nýtt álver myndi rísa á landsbyggðinni. Utvötnun Aðstæður breyttust í samningaviðræðum við álfyrirtækin, m.a. vegna samninga við Landsvirkj- un, og ljóst varð að ekki yrði unnt að leggja ál- frumvarpið fyrir Alþingi fyrir jól. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan iðn- aðarráðherra kvaðst myndu leggja fram frumvarp um álmálið. En engin samstaða var inn- an ríkissljómarinnar um það. Ráðherraim hvarf loks frá því að leggja frumvarpið fram og hóf viðræður innan ríkis- stjónuu'innar um þings- ályktun, sem allir gætu sætt sig við. Að lokum var sætzt á tillögu, sem var orðin svo útvötnuð, að hún skipti í raun ekki máli. Eina leiðin til að fá Alþýðubandalagsráð- herrana til að fallast á að hún yrði lögð fram í nafni ríkisstjómarinnar var ákvæði um að málið yrði lagt fyrir Alþingi aftur. Iðnaðarráðherra lagði tillöguna loks fram fámn dögum áður en þmg skyldi rofið og lagði höfuðáherzlu á að hún yrði samþykkt. Dreg-iö í land Þegar hér var komið sögu tóku bæði Ólafur Ragnar og Steingrímur Hermannsson að draga í land. Þeir lýstu því báðir yfir, að engin nauðsyn væri á samþykkt tillög- unnar, hún væri í raun þarflaus. Forsætisráð- herra kvað iðnaðarráð- herra hafa nægar heim- ildir til að lialda áfram samningaviðræðum við álfyrirtækin. Það væri nóg að samþykkja heim- ildir í Iánsfjárlögum til nauðsynlegra fram- kvæmda á þessu ári í tengslum við álverið. Altillagan kom svo seint fram, að það var borin von að unnt yrði að ræða hana til hlítar á Alþingi. Það skrifast því alfarið á reikning ríkis- stjómarinnar, hversu klúðursleg málsmeðferð- in var. Mótframbjóð- endur Samráðherrar iðnað- arráðherra, fyrst og fremst mótframbjóðend- ur hans í Reykjaneskjör- dæmi, þeir Steingrímur og Ólafur Ragnar, vom ekkert áfjáðir í það, að Jón Sigurðsson gæti veif- að ályktun Alþingis í kosningabaráttunni sem staðfestingu að meðferð hans á álmálinu. Forsætisráðherraim greip meira að segja tækifærið á miðstjómar- fundi Framsóknarflokks- ins um helgina til að veit- ast að iðnaðan'áðherra. Hann sagði, að hann væri mikill dugnaðarmaður, en hefði viljað halda ál- málinu einn og hafa sem fæsta í kring um sig. Steingrímur kvaðst ekki vilja taka undir, að iðnað- arráðherra hafi orðið á fjölmörg mistök (kannski bara mörg mistök?) „En ég vil leyfa mér að fullyrða að betur hefði gengið ef lögð hefði ver- ið áherzla á slíkt sam- starf, en ekki á undir- skrift undir eitthvert minnisblað, sem raunar hefiu- enga þýðingu," sagði forsætisráðherr- ann orðrétt. Það fer ekkert á milli mála, að með þessum ummælum hefur Stein- grímur Hermannsson veitzt með ósæmilegum hætti að samráðherra smum, tekið undir gagrn- rýni Alþýðubandalags- ráðherramia, sem í reynd hafa verið andvígir ál- verinu, og svert iðnaðar- ráðherra í augum við- seinjendanna. Eða telur Stemgrímur enn sem fyrr, að orð hans séu marklaus og túlkist eftir þörfum. Það mætti halda af eftirfarandi ummæl- um hans í Þjóðviljanum, þegar hann var spurður álits á viðbrögðum iðnað- arráðherra: „Eg hældi honum í hástert, sagði að hami væri manna duglegastur. Er verið að finna að því?“ SÍMINN ER 689400 BYGGT & BUIÐ KRINGLUNNI FOSTUDAGUR TIL FJAR FJÖLNOTA HRÆRIVÉL I 9AG A KOSTNAÐARVERÐl I KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.