Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 25 Framboðsfundur rektorsefna: Frambjóðendur sammála um flest málefni háskólans Morgunblaðið/Ámi Sæberg Prófessorarnir Sveinbjörn Björnsson og Þórólfur Þórlindsson við upphaf framboðsfundarins í Háskólabíói í gær. FRAMBJÓÐENDUR til rektors- kjörs við Háskóla íslands, sem fram fer í byijun apríl, mættu á fjölmennum framboðsfundi í Háskólabíói í gær. Þar reifuðu þeir hvað mikilvægast væri í málefnum skólans á næstu árum og „gekk ekki hnífurinn á milli okkar“, eins og Sveinbjörn Björnsson, prófessor í raunvís- indadeild, sagði. „Yið erum sam- mála um flest og baráttan er því um að framkvæma hlutina,“ sagði Þórólfur Þórlindsson, pró- fessor I félagsvísindadeild. Þeir tveir urðu efstir í prófkjöri sem fram fór fyrir sköinmu og á milli þeirra verður kosið 5. apríl. Sveinbjöm lagði mesta áherslu á stefnu næstu ára í famsöguræð- unni. Meðal þess sem hann telur mikilvægt að gera er að bæta launakjör og sagði hann nauðsyn- legt að ijúfa tengsl launa og við- veru í kennslu. Hann sagðist vilja láta gera könnun á húsakosti há- skólans til að gera sér betur grein fyrir því hvernig staðan væri og hver forgangsröðin ætti að vera. Hann ræddi um virkni og gæði rannsókna og sagði að Þjóðarbók- hlaðan myndi gjörbreyta allri að- stöðu bæði til kennslu og rann- sókna. Þá nefndi hann að koma þyrfti á fót rannsóknamiðstöðvum í ýmsum greinum. Auka þyrfti námsval nemenda og greiða stundakennurum sann- gjöm laun. Aukið sjálfsnám stúd- enta væri einnig mikilvægt og þegar bókhlaðan yrði tilbúin lag- aðist öll aðstaða til slíks. Þórólfur ræddi í upphafi máls síns um háskóla almennt og sagði engar stofnanir horfa eins langt til framtíðar. Háskólar væru í senn íhaldssamir og róttækir. Auðlegð þjóða væri ekki síst fólg- in í menningu þeirra og það væri hlutverk háskólans að viðhalda henni og endurnýja. Þórólfur sagði að rektor og Háskólaráð ættu að beita sér í kjaramálum. Hann sagði að eins og staðan _ væri í kjaramálum væri akademísku starfi háskólans stofnað í hættu. Það væri ekki nokkurt vit að kennarar þyrftu að kenna 100 klukkustundir á mánuði til að hafa mannsæmandi laun. Hann sagði að umræðan um háskólann ætti að vera opinská. Hlutverk rektors væri meðal ann- ars að koma fram út á við fyrir hönd skólans og einnig að vera bakhjarl starfsfólks og sameina krafta deilda. Háskólamenn ættu að standa saman þrátt fyrir nauð- synlegan og æskilegan ágreining innan stofnunarinnar. Ólík sjónar- mið ættu að vera styrkur skólans en ekki veikleiki. Nokkrum fyrirspurnum var beint til frambjóðenda. í svörum þéirra kom fram, og reyndar í framsöguræðum þeirra einnig, að þeir væru sammála um flest sem þyrfti að gera á næstu árum. Þórólfur sagði meðal annars að fyrif sex árum hefði núverandi rektor orðað það svo að nóg væri af góðum hugmyndum, en það þyrfti bara að koma þeim í fram- kvæmd. Báðir töldu æskiiegt að kennsla og rannsóknir færu saman. Óæskilegt væri að stór hópur manna kenndi eingöngu en stund- aði engar rannsóknir. Varðandi þær stjórnsýslubreyt- ingar sem gerðar voru nýlega sögðust frambjóðendurnir á því að aukið sjálfræði deilda væri af hinu góða en bentu á að nægileg reynsla væri ekki enn komin á þessar breytingar, enda væri þeim ekki lokið. Þeir töidu nauðsynlegt að ljúka ófullgerðum byggingum en því miður væru nýbyggingasjóðir ekki digrir og því væri æskilegt að fá ijármagn með öðrum hætti eins og gert hefði verið að undanf- örnu. Varðandi æviráðningu kennara sagðist Sveinbjörn skilja rökin fyrir því að æviráðning væri óæskileg en benti mönnum á að fara varlega í að afnema hana með öllu. Þórólfur sagði akadem- ísk rök fyrir æviráðningu því með henni hefðu menn frelsi til starfa án þess að eiga á hættu að missa stöðuna. Spurt var um afstöðu þeirra til stundakennaradeilunnar. Þeir sögðust ekki þekkja deiluna nógu vel en almennt væru þeir á móti því að fólk gengi í störf félaga sinna sem væru í verkfalli. Svein- björn sagðist helst ekki vilja fara í verkfall sem kennari. Tillögrir um takmörkun umferðar vinnuvéla á höfuðborgarsvæðinu: Ottast að umferðin færist á íbúða- götur og auki slysahættu þar - segir framkvæmdastj óri Verktakasambandsins TILLÖGUR sijórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um takmörkun umferðar vinnuvéla gætu haft í för með sér meiri vanda en þær leysa, að mati Pálma Kristinssonar framkvæmdasljóra Verktakasambands Islands. „Það sem ég óttast mest er að þessar reglur, sem eru gífurlega hertar, færi umferð vinnuvéla af stofn- brautunum yfir á íbúðagötur og þá óttast ég að upp fari að koma önnur vandamál eins og slysahætta í íbúðahverfum og alls konar önnur truflun þar af þessari umferð," sagði Pálmi í samtali við Morgunblaðið í gær. Pálmi sagði að fyrir þremur til fjórum árum hefðu þessi mál verið til umræðu og þá hefðu verktakar lýst skilningi sfnum á va.ndanum, sem fylgdi umferð vinnuvéla á umferðargötum, enda hefði hann verið mikill á þeim tíma. Síðan hefði gatnakerfi á höfuðborgarsvæðinu batnað að mun og dregið úr vandan- um. Nú væri hins vegar ljóst að skýr vilji væri meðal sveitastjórna- manna á höfuðborgarsvæðinu að taka á þessmu málum og af hálfu Verktakasambandsins væri sem fyrr fullur skilningur á að taka þurfi á vandanum og menn séu sammála um að gera allt sem hægt er til að draga úr neikvæðum áhrif- um þessara tækja í umferðinni. Hann sagði hins vegar að þær tillögur sem lagðar hafa verið fram nú séu gjörsamlega óaðgengilegar fyrir þá verktaka sem eru með þess- ar vélar. Einnig að allar breytingar í takt við þessar tillögur þýði auk- inn kostnað við verktakaþjónustu. „Það eru auðvitað kaupendur þess- arar þjónustu sem greiða þann kostnað að lokum, það eru að miklu leyti þessi sveitarfélög sem um er að ræða, því að þessar vélar vinna mikið fyrir sveitarfélögin bæði við gatnagerð og annað,“ sagði Pálmi. Hann sagði tillögurnar eins og þær eru núna ganga beinlínis út á það að loka fyrir alla umferð vinnu- véla allan sólarhringinn á svæðinu milli norðurs og suðurs, milli Hafn- arfjarðar og Mosfellsbæjar, ekki yrði hægt að komast þar á milli. „Menn losna ekki við þessi tæki, þau fara bara aðrar leiðir. Þá er auðvitað spurningin: Skánar ástandið eða versnar það?“ sagði Pálmi. „Aðalatriðið er að bæði aust- ur-vestur umferðin í Reykjavík og umferðin á milli þessara bæjarfé- laga fer nánast alfarið inn í íbúða- götur, það er viðbúið að menn þræði Vogana, Hlíðahverfið og svo fram- vegis. I Kópavogi fara tækin af Nýbýlaveginum og þá væntanlega upp á Digranesveg, framhjá skólun- um. Það gætu orðið stórkostleg áhrif af þessum tillögum, sem ekki er gott að átta sig á nú þegar,“ sagði Pálmi Kristinsson. ■ AÐALFUNDUR Arkitektafé- lags íslands haldinn í Ásmundar- sal 16. mars sl. teldur brýnt að hafist verði hánda við að vinna skipulega gegn því vandamáli sem nefnt hefur verið húsasótt og lýsir sér í óhollustuáhrifum og of- næmiseinkennum af völdum bygg- ingarefna og byggingarhátta. Ljóst er að til að sporna gegn þessu vandamáli verður til að koma samvinna allra þeirra sem að byggingarmálum starfa, hönn- uða, byggingaryfirvalda, byggj- enda, efnissala og heilbrigðisyfir- valda. Skorar fundurinn á um- hverfismálaráðherra að hafa for- sögu um stofnun starfshóps er í sitji fulltrúar ofangreindra aðila og geri hann tillögu um með hvaða hætti verði tekið á þessu máli, segir í frétt sem blaðinu hefur borist. ■ DAVÍÐ ODDSSON borgar- stjóri tekur fyrstu skóflustunguna að nýrri sundlaug við Fylkisveg í Árbæjarhverfi í dag, föstudag, kl. 16.00. íbúum Árbæjar- og Selás- hverfis er boðið að vera viðstaddir skóflustunguna og þiggja kaffiveit- ingar strax á eftir í Félagsmiðstöð- inni Arseli, en þar verða einnig til sýnis teikningar og líkan að sund- lauginni. 0. Johnson & ' ~'Kdðt*er hf SÍMI: 91 -24000 ...ekkibarakaffi Þ.Þ0RBRÍMS50W&C0 E30EJQDQE1, gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 BÚSTOFN HÆTTIR Nýir eigendur, T.S. húsgögn og hurðir, heldur nú út- sölu á lager Bústofns hf. til að rýma fyrir nýjum vörum. Sjaldan hefur gefist betra tækifæri til að eignast vönduð og falleg húsgögn í stofuna, eldhúsið, borðstofuna, svefnherbergið, anddyrið, garðskálann, sumarhúsið eða garðinn. Öll húsgögn á lægra verði en áður: Leðursófasett - Svefnsófar - Vegghillur og veggsamstæður - Borðstofusett - Stakir stólar og borð - Fataskápar - Kommóður - Skrifborð - Skrifborðsstólar - Reyrborð og hillur - Veggspeglar - Rimlagluggatjöld - Fatahengi og margt, margt fleira. Ath: 10% kynningarafslátturá hurðum meðan á útsölunni stendur. ÚTSALA SMIDJUVEGI6, KÓPAVOGI. SÍMAR 44544 OG 44117.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.