Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 32
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 Stjórnarmenn Flugleiða á aðalfundinum ásamt forstjóra, fundarstjóra og fundarritara, frá hægri: Leifur Magnússon fundarritari, Grétar Br. Kristjánsson, Indriði Pálsson, Sigurður Helgason forstjóri, Jónas Aðalsteinsson fundarstjóri, Hörður Sigurgestsson, Árni Vilhjálmsson, Krisljana Milla Thorsteinsson, Páll Þorsteinsson, Halldór H. Jónsson og Ólafur Ó. Johnson. Aðalfundur Flugleiða hf.: Hagnaður var af reglulegri starfsemi í fyrsta sinn í 4 ár Launakröfur flugmanna taldar geta stefnt samkeppnisstöðu félagsins í voða Hörður Sig- urgestsson stjórnar- formaður HÖRÐUR Sigurgestsson var í gær kjörinn stjórnarform- aður Flugleiða hf. á fyrsta fundi nýrrar stjórnar að afloknum aðalfundi félags- ins. Tók hann við af Sigurði Helgasyni sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs í stjórn eftir 38 ára starf að íslensk- um flugrekstri. I stað Sigurð- ar var Benedikt Sveinsson kjörinn í aðalstjórn. Grétar Br. Kristjánsson var kjörinn varaformaður. Auk Sigurðar gengu Árni Vilhjálmsson, Hörður Sigur- gestsson, Kristjana Milla Thor- steinsson og Páll Þorsteinsson úr aðalstjórn en þau voru öll endurkjörin. í varastjórn voru kosnir Jóhann J. Ólafsson, Björn Theodórsson og Halldór Þór Halldórsson. Tveir hinna síðast- nefndu eru nýir í varastjórn fé- lagsins. Á aðalfundinum var sam- þykkt að auka hlutafé félagsins um 400 milljónir króna að nafn- virði en gera má ráð fyrir að bréfin seljist á um 1 milljarð króna. Hluthafar hafa sam- kvæmt lögum forkaupsrétt að nýjum hlutum í félaginu en nýti þeir ekki forkaupsrétt sinn verða óseld bréf sett á almennan markað. Einnig var samþykkt að hækka hlutafé um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa og greiða 10% arð til hluthafa. HAGNAÐUR Flugleiða á síðasta ári nam um 401 milljón og i fyrsta sinn i 4 ár varð hagnaður af reglulegri starfsemi. Hinn nýi millilanda- flugfloti ásamt nýrri þjónustustefnu er talinn hafa skipt sköpum i rekstri félagsins á árinu. Beinn rekstrarkostnaður var mun lægri en áður og munar þar mestu um lægri eldsneytiskostnað en hann er um 30-40% lægri á hvert sæti en í eldri flugvélum. Á móti kemur aukinn vaxtakostnaður og afskriftir en bættur rekstur gerði meira en að vega það upp á árinu. Ytri aðstæður voru félaginu einnig hagstæðar á árinu 1990 m.a. gengisþróun. Hörð gagnrýni kom fram á aðalfundi félagsins í gær á verkfall sem Félag íslenskra atvinnu- flugmanna hefur boðað 29. mars en forráðamenn félagsins hafa látið hafa eftir sér að búast megi við vikulegum aðgerðum af sama tagi. Sigurður Helgason, fráfarandi stjómarformaður Flugleiða, sagði í ræðu sinni á aðalfundinum að þar til á síðasta ári hefði afkoman ein- göngu byggst á hagnaði af sölu eigna. Þannig gæti það ekki gengið lengur og benti flest til að Flugleið- um hefði tekist að snúa fyrirtækinu af braut rekstrartaps. Hann sagði ástæðumar nokkrar m.a. meiri tekj- ur vegna fleiri ferðamanna, hærri meðalfargjöld og lægri kostnaður vegna hagkvæmari rekstrar nýja flugflotans í millilandafluginu. „Með nýjum og glæsilegum flug- vélum hefur gefíst færi á að blása til nýrrar sóknar í markaðsmálum, breyta ímynd félagsins og sækja af meira krafti inn á nýja markaði, eins og til dæmis markaði þeirra sem eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir meiri og betri þjónustu." Launakröfur flugmanna langt utan þjóðarsáttar Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í ræðu sinni á aðal- fundinum að með verkfallsboðun reyndu flugmenn að knýja fram launakröfur sem væm langt utan ramma þjóðarsáttar og í engu sam- ræmi við launabreytingar annarra starfsmanna Flugleiða eða annarra stétta í þjóðfélaginu. „Laun á ís- landi hafa hækkað um tæp 6% á einu ári og munu hækka um tæp 5% til viðbótar fram á haust. Hjá _>flestum samkeppnisfélögum Flug- leiða í Evrópu hafa Iaun verið fryst eða lækkuð vegna vanda sem steðj- ar að flugfélögum. Óraunhæfar launakröfur geta því stefnt sam- keppnisstöðu Flugleiða í voða. Flug- menn em eina stéttin, sem neitar að semja innan ramma þjóðarsátt- ar. Flugleiðir hafa hins vegar látið «þá njóta allra hækkana sem al- mennt hefur samist um á þjóðar- sáttartímanum. Flugmenn eru því að minnsta kosti jafn vel settir og aðrar stéttir í landinu. Vegna þeirra breytinga sem stjóm Flugleiða hefur gert á fyrir- tækinu á undanförnum 4 áram hef- ur tekist að skapa Flugleiðaflug- mönnum starfsöryggi á sama tíma og flugfélögum í Evrópu og Norður- Ameríku eru að stórfækka flug- mönnum og öðrum starfsmönnum í kjölfar erfíðleika í rekstri. Með launakröfum og verkfalli er forysta FÍA að stefna í voða atvinnuöryggi ungra flugmanna og fjölmargra annarra starfsmanna félagsins." Sigurður sagði áhrif slíkra verk- fallsaðgerða nær ómælanleg. Þann 29. mars ættu um 1.400 farþegar bókað far með Flugleiðum. Beint tekjutap væri því tilfínnanlegt. „Auk þess getur verkfallsógnun haft varanleg áhrif á bókanir fé- lagsins. Farþegar hafa engan áhuga á að verða innlyksa einhvers staðar og leggja því ekki í ferðalög með flugfélagi þar sem slík hætta er fyrir hendi. Ábyrgðin sem hvílir á herðum flugmanna er mikil. Þeim standa til boða sömu kjarabætur og öðmm starfsmönnnum fyrirtæk- isins. Verkföll munu einungis stefna í voða möguleikum Flugleiða til frekari kjarabóta í framtíðinni." Fjárfestingar í flugvélum 8,4 milljarðar Sigurður gerði í ræðu sinni grein fyrir þeim fjárfestingum sem Flug- leiðir réðust í á árinu og fjárfesting- aráætlun félagsins á árunum 1988- 1992. Heildareignir félagsins í árs- lok námu alls um 18,6 milljörðum króna og jukust úr 10,3 milljörðum frá árinu áður. Heildarskuldir námu í árslok 14,4 milljörðum og höfðu aukist úr 7,4 milljörðum frá árinu áður. Eigið fé var 4,2 milljarðar og hafði aukist úr 2,8 milljörðum frá árinu áður. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum og langtíma- kostnaði námu samtals um 8,9 milljörðum króna. Stærsti liðurinn er fjárfestingar í flugvélum og fylgi- hlutum en hann nemur um 8,4 millj- örðum króna. Fjárfestingar í breyt- ingum á hótelum voru alls um 186 milljónir og í bílaleigu um 88 millj- ónir króna en aðrar fjárfestingar voru um 226 milljónir. Á árinu 1990 bættust þrjár nýjar flugvélar í flugflota félagsins, tvær Boeing 757-200 flugyélar og ein Boeing 737-400 flugvél. í septem- ber var síðustu vélinni úr eldri milli- landaflugflota félagsins skilað til nýrra eigenda. Á árinu 1991 munu síðan tvær nýjar flugvélar bætast við, ein Boeing 757-200 vél og ein Boeing 737-400 og er þá endurnýj- un millilandaflugflota félagsins lok- ið í bili. Bókfærð eign félagsins í þremur Boeing 737 og tveimur Boeing 757 vélum var um síðustu áramót um 11 milljarðar króna. Vátryggingarverð sömu eigna er hins vegar 15,1 milljarður króna eða rúmlega 4,1 milljarður umfram markaðsverð. Núverandi markaðs- verð er talið liggja nær vátrygging- arverði og hafa því þegar myndast umtalsverðar eignir í flugvélum og fylgihlutum umfram bókfært verð þeirra. Fjárfestingar vegna endurnýjun- ar á millilandaflugflotanum era samtals um 15 milljarðar króna. Þá hafa verið gerðir samningar um kaupleigu á fjóram Fokker 50 flug- vélum og hefur félagið forkaupsrétt á þeim á ákveðnu verði í lok leigu- tíma. Heildarskuldbinding vegna þessa samnings er um 3,4 milljarð- ar. Skuldbinding félagsins vegna endurnýjunar flugvéla og fylgihluta er því um 18,4 milljarðar. Til viðbót- ar eru síðan fjárfestingar í hótelum félagsins á árunum 1988-1991 sem nema um 485 milljónum króna svo og bygging á viðhalds- og geymslu- aðstöðu fyrir flugflota félagsins í Keflavík. Heildarfjárfestingaráætl- un Flugleiða á árunum 1988-1992 er því samtals rúmlega 20 milljarð- ar. Evrópuflugið burðarásinn Evrópuflugið var sem fyrr burð- arásinn í starfsemi Flugleiða og Hluthafar á aðalfundi Flugleiða. hefur hlutur þess verið vaxandi á síðustu árum. Það skapar nú um 54% af farþegatekjum félagsins og hefur vaxið nokkuð frá árinu 1989. Framboðið jókst verulega á Evrópu- leiðum vegna aukinnar tíðni, fleiri áfangastaða og aukins fragtsflugs. Farþegar í Evrópuflugi voru rúm- lega 325 þúsund talsins og fjölgaði þeim um 7% milli ára. Sætanýting var 62% samanborið við 63% á ár- inu 1989. Norður-Atlantshafsflugið skapar um 33% af farþegatekjum félagsins og hefur hlutur þess minnkað nokk- uð frá árinu 1989. Farþegar á þess- um leiðum voru rúmlega 152 þús- und og fjölgaði þeim um 7% frá árinu áður. Sætanýting var vegar lakari en árið áður og fór úr 76% í 73%. Sigurður Helgason, forstjóri, sagði að Norður-Atlantshafsflugið hefði verið rekið með miklu tapi og hefði ekki tekist að snúa þeirri þró- un alveg við þrátt fyrir betri stöðu. Hann sagði hins vegar þennan markað mjög mikilvægan í rekstri Flugleiða og renndi styrkari stoðum undir Evrópuflug félagsins. Nefndi hann að Keflavíkurflugvöllur hefði í vaxandi mæli orðið skiptiflugvöll- ur. Farþegar kæmu til Keflavíkur með Evrópuflugvélum félagsins og héldu þaðan áfram til Bandaríkj- anna í Norður-Atlantshafsflugi. Mestur vöxtur hefði orðið í flutning- um á slíkum farþegum frá Skand- inavíu til Bandaríkjanna. Sigurður sagði að þessir markaðir styddu hvorn annan og gætu tæplega stað- ið sjálfstæðir hvor um sig. Halli af innanlandsflugi 180 milljónir Flutningar í innanlandsflugi voru um 2% meiri en árið 1989. Farþeg- ar vora 257 þúsund talsins og fjölg- aði þeim um 2%. Sigurður gerði að umtalsefni rekstrarhallann af inn- anlandsfluginu sem nam um 180 milljónum króna á árinu. „Það er alveg ljóst að Flugleiðir geta ekki unað við áframhaldandi hallarekst- ur á þessum markaði,“ sagði hann. Félagið hefur eins og áður segir ákveðið að endurnýja flugflota millilandaflugsins. Sigurður sagði að hinar nýju vélar yrðu hagkvæm- ari í rekstri en þær eldri, fyrst og fremst vegna viðhalds en á móti kæmi hærri fjármagnskostnaður. Það væri ljóst að erfitt yrði að láta enda ná saman á þessum markaði. Undir lok ræðu sinnar benti Sig- urður á að flugmálastefna Evrópu- bandalagsins myndi á ýmsan hátt gera flugfélögum utan bandalags- ins erfitt fyrir. Því væri mikilvægt að samningar við Evrópubandalagið opnuðu möguleika fyrir íslensk fyr- irtæki á nýjum mörkuðum en leiddu ekki eingöngu til vaxandi sam- keppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.