Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 21 Halldór Ásgrímsson fundar með Bandarí kj amönnum um hvalamálin Mikil fundahöld í Reykjavík í vor „ÞAÐ HEFUR orðið að ráði að við förum til Bandaríkjanna í næstu viku til að kynna okkar mál og eigum síðan frekari samtöl við Banda- ríkjamenn þegar þeir koma hingað fyrir ársfund Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, sem haldinn verður í Reykjavík í síðustu viku maí,“ segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra um hvalveiðimálin. Islendingar funda með fulltrúum Norðurlandanna í Alþjóðahvalveiðiráðinu í Reykjavík í byrjun næsta mánaðar og dagana 16. og 17. apríl næstkom- andi verður haldinn hér fundur þjóða, sem kenndar hafa verið við Norður-Atlantshafið. Þá mun vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins koma saman í Reykjavík í byrjun maí og funda í tvær vikur. „í Bandaríkjunum munum við sérstaklega í framhaldi af fundi vís- indanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins hér um langreyðina." Halldór segir að fyrirhugað sé samráð við fulltrúa Norðurlanda- þjóðanna í Alþjóðahvalveiðiráðinu munum við meðal annars ræða við Knauss, að- stoðarráðherra í viðskiptaráðuneyt- inu, sem fer með sjávarútvegsmál og Derwinski, sem er íslendingum að góðu kunnur og er nú ráðherra í ríkisstjórn Bush. Einnig verður rætt við Ted Stevens, öldungadeild- arþingmann frá Alaska, sem oft hefur komið á fundi Alþjóðahvalveið- iráðsins vegna hagsmuna síns fólks,“ segir Halldój. Hann •segir að íslendingar hafi átt mikil samskipti við Bandaríkja- menn um hvalamálin. „Við vorum hins vegar ekki sáttir við atburði á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Holl- andi í fyrra. Við viljum eiga sem best samstarf um þessi mál við Bandaríkjamenn og lengi hefur stað- ið til að við ættum með þeim fundi, þannig að reynt væri að samræma sjónarmið fyrir fund Alþjóðáhval- veiðiráðsins í Reykjavík í maí næst- komandi. Við höfum verið að und- irbúa þennan fund og erum að vinna að okkar stefnumótun á fundinum, um þessi mál á næstunni og haldinn verði sérstakur fundur með þeim í Reykjavík í bytjun næsta mánaðar. „Síðan ætlum við að kynna okkar mál fyrir nokkrum öðrum þjóðum í Evrópu. Dagana 16. og 17. apríl verður haldinn hér fundur þjóða, sem kenndar hafa verið við Norður-Atl- antshafið. Slíkir fundir hafa verið haldnir hér á landi, í Færeyjum og Noregi og halda átti næsta fund í Grænlandi. Hins vegar hefur verið óskað eftir að þessi fundur verði haldinn hér, þar sem ég get ekki komið því við að vera í Grænlandi á þessum tíma:“ Sjávarútvegsráðherra segir að ís- lendingar vilji vera áfram í Alþjóða- hvalveiðiráðinu. „Við viljum hins vegar að ráðið taki tillit til okkar hagsmuna og taki mark á vísinda- legum niðurstöðum rannsókna, sem hér eru stundaðar. Til að svo geti orðið þarf að verða nokkur breyting á,“ segir Halldór. Hann upplýsir að á síðasta fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi margir sagt fulltrúum Islendinga að þeir vildu nokkuð á sig leggja til að koma til móts við sjónarmið Islendinga en betra tækifæri yrði til þess á fundin- um í Reykjavík. „Við viljum láta á það reyna og gera okkar besta til að kynna stöðu mála hér og okkar afstöðu til nýtingar á auðlindum hafsins,“ segir Halldór. FLEXON VESTUR-ÞÝSKUR HÁGÆÐA DRIFBÚNAÐUR Kristskirkja, Landakoti: Tónleikar og upplestur í kvöld TÓNLEIKAR og upplestur verða í kvöld, föstudag, kl. 20.30 í Kristkirkju, Landakoti. Dagskráin hefst á því að organ- leikari kirkjunnar, Ulrik Ólason, leikur á kirkjuorgelið. Því næst er almennur söngur og þá ritningar- lestur. Síðan verður fluttur Píslargrát- ur eftir Jón Arason Hólabiskup og flytja hann Gunnar Eyjólfsson og Baldvin Halldórsson. A undan og eftir lestrinum verða tónlistar- atriði, Zbigniew Dubik leikur á fiðlu og kona hans, Alina Dubik, syngur. Meðan á flutningi Píslar- gráts stendur syngur kórinn með í nokkrum versunum og frumflutt verður tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Að loknum tónlistaratriðunum verður Faðir vor lesið sameigin- lega og blessun veitt. Dagskránni lýkur með almennum söng. FLUTNINGSKEÐJUR Allar stœrðir Hagstœtt verð Við veitum þér allar tœknilegar upplýsingar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 SÍMI (91) 20680 • FAX (91) 19199 Landakotskirkja .•>«<•«< .A'.'.V, SJCÍÐA AFSLÁTTUR • [niHIMSKÍÐAVÖRUM 7fl. NAARS - 5. APRÍL SKÍÐAGLERAUGU. Vertu velkominn á skíðadagana. .■.*. »*#!» # • • • * staðgreitt -SkfiPAK FPAMMK A.RRAUT 60 SÍM112045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.