Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991
Fj órðuiigsniiðstöð
á Effilsstöðum
Egilsstödum.
BRÆÐURNIR Ormsson í samvinnu við Vélaverkstæðið Víking á
Egilsstöðum hafa opnað fyrstu fjórðungsmiðstöðina með Bosch-vara-
hluti hér á landi. Með þessari fjórðungsmiðstöð telja Bræðurnir
Ormsson og Víkingur að þeir geti veitt viðskiptavinum sinum á
Austurlandi mun betri þjónustu en áður var unnt.
Þeir vöruflokkar sem Vélaverk-
stæðið Víkingur mun leggja mesta
áherslu á í upphafi af ijölmörgum
framleiðsluvörum Bosch eru vara-
hlutir í rafkerfi og eldsneytiskerfi
bíla og vélar hverskonar. Stór hluti
evrópskra bíla er búinn rafkerfi og
eldsneytiskerfi frá Bosch. Auk þess
er fyrirtækið að stórauka hlutdeild
sína í varahlutum japanskra bíla.
Vélaverkstæðið Víkingur selur
Bosch-varahluti í verslun sinni á
Egiisstöðum auk þess sem það ann-
ast heildsöludreifingu til endurselj-
enda á Austuriandi. Með þessu fyr-
irkomulagi vona forráðamenn fyrir-
tækjanna að tryggt sé að viðskipta-
vinir Bosch á Austurlandi sitji nán-
ast við sama borð og viðskiptavinir
á höfuðborgarsvæðinu.
Til að fullnægja kröfum markað-
arins þar sem mikill fjöldi tegunda
bíla og véla er í litlu magni hefur
fyrirtækið Bræðurnir Ormsson ver-
ið endurskipulagt. Fyrirtækið er
tölvutengt lagerkerfi Bosch í Þýska-
landi en það opnar möguleika á að
panta hraðar með vitneskju um af-
greiðslutíma og framleiðsluástand.
Með hraðsendingum getur fyrir-
tækið útvegað umbeðnar vörur á
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Snjólaug Guðmundsdóttir varaþingmaður í ræðustól.
Hvanneyri:
Konur þinga um heim-
ilisiðnað í dreifbýli
Hvanneyri.
KONUR og karlar á Vesturlandi ræddu nýlega um möguleika á
þróun heimilisiðnaðar sem heimavinnu og samvinnuverkefni í dreifð-
um byggðum landsins. Kvennalistinn á Vesturlandi boðaði til fundar-
ins.
I upphafi gerði Snjólaug Guð-
mundsdóttir varaþingmaður grein
fyrir þingsályktunaitillögu nokk-
urra kvennaiistakvenna, sem hún
flutti á síðasta þingi og afdrifum
hennar. Nú eru veittar 1,3 millj.
kr. til Heimilisiðnaðarskólans, sem
hún taldi vera allt of lítið miðað það
mikla verkefni er við blasir.
Asrún Kristjánsdóttir kennari í
textíldeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands sýndi mikið úr starfi
nemenda í skólanum, sem áhuga-
vert gæti verið sem heimilisiðnaður.
Helga Thoroddsen veíjaefnafræð-
ingur ræddi nýjar leiðir í ullar-
vinnslu. Hún sagði vera mikinn
áhuga um land allt á því að fram-
leiða vörur tengdar landi og þjóð.
Jóhanna Pálmadóttir handmennta-
kennari lýsti m.a. starfi sínu við
Bændaskólann á Hvanneyri, þar
sem hún hefur hafið kennslu val-
greinar í ullarvinnslu. Hún mun
taka við hlutastarfi hjá búnaðar-
samtökunum á Vesturlandi á næst-
unni og verður verkefnisstjóri um
heimilisiðnað.
Á borðum lágu sýnishorn af tau-
og ullarþrykki og heimaunninni ull
og fiðu, sem fundarmenn skoðuðu
í kaffihléi. Síðan var spurningum
beint til frummælanda og til Guð-
rúnar Gunnarsdóttur hönnuðar, Sif
Schalin markaðsfræðings hjá Ála-
fossi og Elisabetar Haraldsdóttur
listakonu. Einn nemandi, Jóhanna
Pálmadóttur, lýsti hrifningu sinni
með nám sitt á ullarvinnslubraut
Bændaskólans. Danfríður Skarp-
héðinsdóttir þingmaður ítrekaði
nauðsyn þess að hefjast handa með
þessi mál og hvatti konur til dáða.
- D.J.
Sýning í Gunnarssal
Á pálmasunnudag, 24. mars,
opna myndlistarkonurnar Hjördís
Bergsdóttir og Þórdís Árnadóttir
sýningu á málverkum sínum í
Gunnarssal, Þernunesi 4,
Garðabæ.
Hjördís hefur lokið námi frá Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands í text-
íl, kennara- og málaradeild. Hún
opnaði og rak tauþrykksverkstæðið
Grettlur ásamt öðrum textíllistakon-
um, hélt einkasýningu á tauþrykki í
Gallerí Langbrók 1983 og tók þátt
í samsýningum í Listvinahúsinu 1984
og 1985. Nú síðast sýndi hún mál-
verk, Maðurinn í umhverfi sínu, á
Hótel Blönduósi en hún býr og star-
far á Blönduósi.
Þórdís hefur stundað nám við
Myndlistaskóla Reykjavíkur og Den
Fynske Kunstakademi í Óðinsvéum.
Þetta er fyrsta sinn sem Þórdís sýn-
ir verk eftir sig.
.......................I..Æ
Gunnarssalur í Garðabæ
Gunnarssalur var opnaður í júní á
síðasta ári í minningu Gunnars Sig-
urðssonar sem rak Listvinasalinn við
Freyjugötu til margra ára. Páskasýn-
ingin nú er 3. sýningin í salnum og
fyrsta samsýningin. Sýningin verður
opin á páskum kl. 14-18. Aðgangur
er ókeypis.
.Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
Sölvi Aðalbjörnsson frkv.stj. Víkings, Stefán Örn Magnússon deildar-
stjóri og Ásmundur Guðnason verslunarstjóri hjá Bræðrunum Orms-
son og Heiðar Sölvason verslunarstjóri hjá Víkingi.
innan við þremur dögum. Bræðurn- 1923 og er eitt af elstu starfandi
ir Ormsson hafa þaft umboð fýrir umboðum þess.
Bosch GmbH á íslandi frá árinu - Björn.
Þjóðminjasafn íslands:
Brúðusýn-
ingu að ljúka
ÞJÓÐMINJASAFN íslands hefur
undanfarna mánuði hýst brúðu-
sýningu eftir Sigríði Kjaran, þar
sem getur að líta leirbrúður
klæddar í fatnað fyrri tíma við
leik og störf.
Sýningin var opnuð í byijun nóv-
ember og hlaut strax mikla aðsókn,
meðal annars hafa nemendur
flykkst að víða af landinu. Sýningin
er í Bogasal Þjóðminjasafnsins og
er ókeypis aðgangur. Þjóðminja-
safnið er opið á laugardögum,
sunnudögum, þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 11-16 en á páska-
dag er lokað og verður því annar
í páskum síðasti sýningardagurinn.
(Fréttatilkynning)
Við sýnum Daihatsu Fellow 90 - nýstárlegan tilraunabíl frá Daihatsu.
DAIHATSU
19 9 1 L
e r 1< : o m i n n !
OG NÚ IVIEP
3JA ÁRA ÁBVRGÐ
FAXAFENI 8 • SÍMI 91-68 58 70
mtm