Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 Fj órðuiigsniiðstöð á Effilsstöðum Egilsstödum. BRÆÐURNIR Ormsson í samvinnu við Vélaverkstæðið Víking á Egilsstöðum hafa opnað fyrstu fjórðungsmiðstöðina með Bosch-vara- hluti hér á landi. Með þessari fjórðungsmiðstöð telja Bræðurnir Ormsson og Víkingur að þeir geti veitt viðskiptavinum sinum á Austurlandi mun betri þjónustu en áður var unnt. Þeir vöruflokkar sem Vélaverk- stæðið Víkingur mun leggja mesta áherslu á í upphafi af ijölmörgum framleiðsluvörum Bosch eru vara- hlutir í rafkerfi og eldsneytiskerfi bíla og vélar hverskonar. Stór hluti evrópskra bíla er búinn rafkerfi og eldsneytiskerfi frá Bosch. Auk þess er fyrirtækið að stórauka hlutdeild sína í varahlutum japanskra bíla. Vélaverkstæðið Víkingur selur Bosch-varahluti í verslun sinni á Egiisstöðum auk þess sem það ann- ast heildsöludreifingu til endurselj- enda á Austuriandi. Með þessu fyr- irkomulagi vona forráðamenn fyrir- tækjanna að tryggt sé að viðskipta- vinir Bosch á Austurlandi sitji nán- ast við sama borð og viðskiptavinir á höfuðborgarsvæðinu. Til að fullnægja kröfum markað- arins þar sem mikill fjöldi tegunda bíla og véla er í litlu magni hefur fyrirtækið Bræðurnir Ormsson ver- ið endurskipulagt. Fyrirtækið er tölvutengt lagerkerfi Bosch í Þýska- landi en það opnar möguleika á að panta hraðar með vitneskju um af- greiðslutíma og framleiðsluástand. Með hraðsendingum getur fyrir- tækið útvegað umbeðnar vörur á Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Snjólaug Guðmundsdóttir varaþingmaður í ræðustól. Hvanneyri: Konur þinga um heim- ilisiðnað í dreifbýli Hvanneyri. KONUR og karlar á Vesturlandi ræddu nýlega um möguleika á þróun heimilisiðnaðar sem heimavinnu og samvinnuverkefni í dreifð- um byggðum landsins. Kvennalistinn á Vesturlandi boðaði til fundar- ins. I upphafi gerði Snjólaug Guð- mundsdóttir varaþingmaður grein fyrir þingsályktunaitillögu nokk- urra kvennaiistakvenna, sem hún flutti á síðasta þingi og afdrifum hennar. Nú eru veittar 1,3 millj. kr. til Heimilisiðnaðarskólans, sem hún taldi vera allt of lítið miðað það mikla verkefni er við blasir. Asrún Kristjánsdóttir kennari í textíldeild Myndlista- og handíða- skóla íslands sýndi mikið úr starfi nemenda í skólanum, sem áhuga- vert gæti verið sem heimilisiðnaður. Helga Thoroddsen veíjaefnafræð- ingur ræddi nýjar leiðir í ullar- vinnslu. Hún sagði vera mikinn áhuga um land allt á því að fram- leiða vörur tengdar landi og þjóð. Jóhanna Pálmadóttir handmennta- kennari lýsti m.a. starfi sínu við Bændaskólann á Hvanneyri, þar sem hún hefur hafið kennslu val- greinar í ullarvinnslu. Hún mun taka við hlutastarfi hjá búnaðar- samtökunum á Vesturlandi á næst- unni og verður verkefnisstjóri um heimilisiðnað. Á borðum lágu sýnishorn af tau- og ullarþrykki og heimaunninni ull og fiðu, sem fundarmenn skoðuðu í kaffihléi. Síðan var spurningum beint til frummælanda og til Guð- rúnar Gunnarsdóttur hönnuðar, Sif Schalin markaðsfræðings hjá Ála- fossi og Elisabetar Haraldsdóttur listakonu. Einn nemandi, Jóhanna Pálmadóttur, lýsti hrifningu sinni með nám sitt á ullarvinnslubraut Bændaskólans. Danfríður Skarp- héðinsdóttir þingmaður ítrekaði nauðsyn þess að hefjast handa með þessi mál og hvatti konur til dáða. - D.J. Sýning í Gunnarssal Á pálmasunnudag, 24. mars, opna myndlistarkonurnar Hjördís Bergsdóttir og Þórdís Árnadóttir sýningu á málverkum sínum í Gunnarssal, Þernunesi 4, Garðabæ. Hjördís hefur lokið námi frá Mynd- lista- og handíðaskóla Islands í text- íl, kennara- og málaradeild. Hún opnaði og rak tauþrykksverkstæðið Grettlur ásamt öðrum textíllistakon- um, hélt einkasýningu á tauþrykki í Gallerí Langbrók 1983 og tók þátt í samsýningum í Listvinahúsinu 1984 og 1985. Nú síðast sýndi hún mál- verk, Maðurinn í umhverfi sínu, á Hótel Blönduósi en hún býr og star- far á Blönduósi. Þórdís hefur stundað nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Den Fynske Kunstakademi í Óðinsvéum. Þetta er fyrsta sinn sem Þórdís sýn- ir verk eftir sig. .......................I..Æ Gunnarssalur í Garðabæ Gunnarssalur var opnaður í júní á síðasta ári í minningu Gunnars Sig- urðssonar sem rak Listvinasalinn við Freyjugötu til margra ára. Páskasýn- ingin nú er 3. sýningin í salnum og fyrsta samsýningin. Sýningin verður opin á páskum kl. 14-18. Aðgangur er ókeypis. .Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Sölvi Aðalbjörnsson frkv.stj. Víkings, Stefán Örn Magnússon deildar- stjóri og Ásmundur Guðnason verslunarstjóri hjá Bræðrunum Orms- son og Heiðar Sölvason verslunarstjóri hjá Víkingi. innan við þremur dögum. Bræðurn- 1923 og er eitt af elstu starfandi ir Ormsson hafa þaft umboð fýrir umboðum þess. Bosch GmbH á íslandi frá árinu - Björn. Þjóðminjasafn íslands: Brúðusýn- ingu að ljúka ÞJÓÐMINJASAFN íslands hefur undanfarna mánuði hýst brúðu- sýningu eftir Sigríði Kjaran, þar sem getur að líta leirbrúður klæddar í fatnað fyrri tíma við leik og störf. Sýningin var opnuð í byijun nóv- ember og hlaut strax mikla aðsókn, meðal annars hafa nemendur flykkst að víða af landinu. Sýningin er í Bogasal Þjóðminjasafnsins og er ókeypis aðgangur. Þjóðminja- safnið er opið á laugardögum, sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11-16 en á páska- dag er lokað og verður því annar í páskum síðasti sýningardagurinn. (Fréttatilkynning) Við sýnum Daihatsu Fellow 90 - nýstárlegan tilraunabíl frá Daihatsu. DAIHATSU 19 9 1 L e r 1< : o m i n n ! OG NÚ IVIEP 3JA ÁRA ÁBVRGÐ FAXAFENI 8 • SÍMI 91-68 58 70 mtm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.