Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 56
Tjörnes; Rúmlega 120 metra flóð Hraunbrún, Kelduhverfi. ‘’ÍVIIKIÐ snjóflóð féll í Auðbjargar- staðabrekku á Tjörnesi í fyrri- nótt og lokaði veginum frá Húsavík í Kelduhverfi. Snjóflóðið féil frá snjóflóðavarna- girðingunni, yfir veginn, áfram nið- ur brekkuna og stöðvaðist ekki fyrr en á túninu á Auðbjargarstöðum. Snjóflóðið er 120-140 metra breitt að mati starfsmanna fiskeldisstöðv- arinnar ÍSNO en þeir könnuðu að- stæður fyrir vegagerðarmenn. Flóð- ið er rúmur metri á þykkt á vegin- um. Skafrenningur var hér í gær og slóðir milli bæja fylitust jafnóðum. Reiknað er með að vegurinn í Auð- bjargarstaðabrekku verði ruddur í -*'dag. ________ Inga Fá trúlofun- arhringinn í páskaeggi LÍKLEGT er að innihald páska- eggsins eigi eftir að koma ein- hverjum á óvart þetta árið, því nokkuð er um að fólk hafi komið með persónulega hluti, s.s. trú- Iofunarhringa, í verksmiðju Nóa-Síríusar og látið setja inn í egg. Flestir fá þó egg með venjulegu innihaldi, en miðað við upplýsingar frá framleiðendum páskaeggja, sælgætisgerðunum Mónu, Nóa- Síríusi og íslenskri dreifingu, sem framleiðir egg erlendis, lætur nærri að íslendingar muni innbyrða um 50 tonn af páskaeggjum þetta árið. Gert er ráð fyrir svipaðri sölu og sl. ár, þó kann verðstríð undanfar- ^nna daga einnig að hafa áhrif þetta árið. Salan er einnig misjöfn eftir stærðum eggja, talsverð aukning er á framleiðslu alminnstu eggj- anna, en algengast er að keypt séu egg í millistærðum handa börnum. Framkvæmdastjóri Mónu, Sig- urður Marinósson, ségir að sá hópur manna sem gefi að jafnaði stærstu eggin séu sjómenn í sjávarplássum úti á landi. Fjallað er m.a. um páskaegg í Daglegu lífi, sérblaði Morgunblaðs- ins, sem er að þessu sinni helgað páskamat, tertum og tilheyrandi. Þjóðleikhúsið opnað með viðhöfn Morgunblaðið/KGA Hátíðardagskrá var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi í tilefni þess að starf- semi er nú hafin í leikhúsinu eftir breytingar og viðgerðir sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. Myndin var tekin þegar hátíðargestir þökkuðu Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara framlag hans. Ýmis ann- ar tónlistarflutningur var á dagskránni ásamt upplestri og ræðuhöldum. Þá var hátíðarsýning á Pétri Gaut, en leikritið verður frumsýnt á morgun. Sjá frétt á bls. 24. Aðalfundur Flugleiða hf. haldinn í jyær: Æskilegt að Eimskip minnki verulega eignarhlut sinn - sagði Sigurður Helgason, fráfarandi sij órnarformaður SIGURÐUR Helgason, fráfarandi stjórnarformaður Flugleiða, sagði á aðalfundi félagsins í gær að gefa aetti alla flutninga í lofti frjálsa, bæði innanlands og milli landa, hugsanlega með einhverj- um umþóttunartíma. Kvaðst hann telja að Flugleiðir myndu standa af sér þá samkeppni sem upp kynni að koma, bæði innanlands og utan með þessari breyttu skip- an. Hann gagnrýndi eignaraðild Eimskipafélagsins i Flugleiðum, taldi æskilegt að Eimskip minnk- aði verulega eignarhlut sinn. Á aðalfundinum kom fram að rekstrarafkoma Flugleiða batnaði verulega á siðasta ári og þakka forráðamenn félagsins það nýjum vélum og nýrri þjónustustefnu. Könnun Verðlagsstofnunar á uppþvottalegi; Tíu tegundir innihalda meira en 90% af vatni KÖNNUN, sem Verðlagsstofnun gerði nýlega á verði og gæðum uppþvottalagar í samvinnu við Neytendasamtökin og Iðntækni- stofnun Islands, leiddi i ljós að í um það bil 10 tegundum af upp- þvottalegi á íslenskum markaði er sápuinnihald minna en 10% ~1 af rúmmáli, og innihalda því um 90% vatn, en almennt má gera ráð fyrir að sápuinnihaldið sé frá 10%-40% af rúmmáli. Odýrasti íslenski uppþvottalögurinn reyndist vera 14. ódýrasti lögurinn af 39 tegundum, sem seldar eru í almennum neytendaumbúðum, og í brúsum þriggja tegunda af íslenskum þvottalegi var minna magn en upp var gefið á umbúðum. í frétt frá Verðlagsstofnun um komi meðal annars fram kemur fram að niðurstöður rann- hvaða sápumagn sé í viðkomandi sóknar á uppþvottalegi gefi tilefni þvottalegi. Merkingar á umbúðum til að gera kröfur um að á umbúð- gefi nú enga vísbendingu um sápuinnihaldið, og því standi neyt- endur berskjaldaðir þegar þeir reyna að gera samanburð á sápu- verði lagarins. Þá kemur fram að í einstaka tilvikum er gefið upp sýrustig á uppþvottalegi, og hafi það í flestum tilfellum reynst vera víðs fjarri raunverulegu gildi, auk þess sem það hafi enga hagnýta merkingu að tilgreina það sér- staklega. Sjá niðurstöður innar á bls. 22. könnunar- Sigurður Helgason forsljóri gagnrýndi harðlega verkfallsboð- un flugmanna þann 29. mars. Þá eiga um 1.400 manns bókað far með félaginu og verður því beint tekjutap félagsins tilfinnanlegt auk þess sem verkfallið er talið geta haft varanleg áhrif á bókan- ir. í kveðjuávarpi sínu á fundinum benti Sigurður Helgason, fráfarandi stjórnarformaður, á að vart hefði orðið við vaxandi óánægju með núverandi skipan mála hér á landi, þ.e. einkaleyfisveitingu til starf- rækslu áætlunarflugs. „Á sama tíma og fijálsræði og aukin sam- keppni á sér stað í fjölmörgum greinum atvinnulífsins er engin breyting á þessu fyrirkomulagi. Sú staðreynd að erlend flugfélög hafa takmarkalítil réttindi til flugs til landsins nægir ekki sem rök til við- halds þessu kerfi. Menn spyrja ein- faldlega hvers vegna eiga útlendir aðilar að hafa þennan rétt, en að- eins einn innlendur aðili sitji að þessum réttindum hér á landi." Sigurður gagnrýndi einnig eignaraðild Eimskips en fyrirtækið á liðlega þriðjung hlutafjár í Flug- leiðum. „Mín tilfinning er sú að menn sætti sig einfaldlega ekki við svo sterka stöðu eins og sama aðila á sviði loftflutninga og sjóflutn- inga,“ sagði Sigurður. Hann kvaðst telja þær röksemdir léttvægar að Flugleiðum væri nauðsynlegt að hafa sterkán bakhjarl ef á móti blési. Þá hefði Eimskipafélagið ekki gegnt neinu sérstöku forystu- eða Iykilhlutverki í stjórn þessa félags á undangengnum árum í mótun framtíðarstefnu eða ákvörðunum um meiriháttar mál. Sigurður sagði það niðurstöðu sína að æskilegt væri að Eimskipafélagið minnkaði verulega eignarhlut sinn í félaginu. Hins vegar væri það heilbrigð þróun að lífeyrissjóðir tækju virkari þátt í atvinnulífi þjóðarinnar með beinni eignaraðild að hlutafélögum í at- vinnurekstri. Heildarhagnaður Flugleiða sam- kvæmt rekstarreikningi varð um 401 milljón króna þegar tekið hefur verið tillit til söluhagnaðar að fjár- hæð 348 milljónir. Velta félagsins árið 1990 varð tæplega 12 milljarð- ar króna. Á aðalfundinum var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 400 milljónir kr. að nafnvirði. Gert er ráð fyrir að bréfin seljist á um 1.000 milljónir króna. Jafnframt var sam- þykkt að hækka hlutafé félagsins um 10% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa og greiða hluthöfum 10% arð. Hörður Sigurgestsson var í gær kjörinn stjórnarformaður Flugleiða á fyrsta fundi stjórnar strax eftir aðalfund. Sigurður Helgason gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn en Benedikt Sveinsson kosinn í hans stað. Sjá fréttir af aðalfundi Flug- leiða á bls. 32 og kveðjuræðu Sigurðar Helgasonar, fráfar- andi stjórnarformanns, á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.