Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991
^QRÖW^UIÐ,,FQS,i;yDAöyjR jj2, :IMy
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Hagvöxtur, lífskjör
og velferð
Hagvöxtur hefur verið lítill
sem enginn hér á landi
um árabil, öfugt við önnur
OECD-ríki. Hér hefur nánast
ríkt hagvaxtarstöðnun, með til-
heyrandi neikvæðum áhrifum á
kjarastöðu fólks. Það var því
ekki að ástæðulausu að nýaf-
staðið ársþing Félags íslenzkra
iðnrekenda ályktaði um nauð-
syn þess að örva framtak og
verðmætasköpun í þjóðarbú-
skapnum með hvetjandi aðgerð-
um.
Fjölbreytt og traust atvinnu-
líf — þar á meðal öflugur iðnað-
ur — er meginforsenda þess að
auka hagvöxt og bæta lífskjör
á næstu árum. Til þess að það
takist verður að framfylgja
samræmdri efnahagsstefnu,
segir í ályktun FÍI, „sem gerir
atvinnulífinu kleift að fullnýta
alla framleiðsluþætti þjóðarinn-
ar: vinnuafl, fjármagn og nátt-
úruauðlindir". Efling hagvaxtar
verður að vera eitt af forgangs-
verkefnum næstu ríkisstjórnar.
Gunnar Svavarsson, nýkjör-
inn formaður FÍI, sagði i viðtali
Morgunblaðið í gær, að nauð-
synlegt væri að skapa þær að-
stæður í þjóðfélaginu, sem
stuðluðu að hagvexti. Fyrst
bæri að nefna stöðugleika í
efnahagslífínu. Hann væri til
staðar; árangur þjóðarsáttar
aðila vinnumarkaðarins, sem
hamið hafi verðbólgu um sinn.
Mikilvægt er, sagði formaður
FÍI, að þessi stöðugleiki verði
varanlegur. í annan stað þarf
að búa atvinnulífínu hvetjandi
rekstrarlegt umhverfi. Á það
hefur skort.
Orðrétt sagði formaður FÍI:
„Til þess [að búa atvinnu-
rekstri hér sambærileg starfs-
skilyrði og í samkeppnislöndum]
hafa stjórnvöld yfir að ráða
ýmsum stýritækjum. Þau móta
skattastefnuna, ákveða útgjöld
ríkisins, hafa áhrif á vexti og
geta aukið samkeppni og stýrt
fjármagni til þróunarverkefna.
Eitt meginatriðið er að draga
úr hömlum og auka frjálsræði
á flestum sviðum. Fyrst og
fremst verður að nást samstaða
um það að efling hagvaxtar
verði meðal forgangsverkefna
næstu ríkisstjórnar. Þar er iðn-
aður einn af vaxtarbroddunum.
Við leggjum því áherzlu á að
stefna stjórnvalda verði sú að
búa iðnaðinum þannig umhverfi
að hann/njóti jafnréttis við aðr-
ar atvinnugreinar og sömu
starfsskilyrði og erlendir keppi-
nautar. Fyrirtækin verða síðan
sjálf að líta í eigin barm, hag-
ræða hjá sér og styrkja stöðu
sína.“
Formaður FÍI gagnrýnir
skattlagningu á framleiðslu-
kostnað fyrirtækja harðlega.
„Skattlagningu á í þess stað að
vera þannig háttað að fyrirtæki
geti treyst eiginfjárstöðu sína,
en hún hefur versnað mjög
síðasta áratug hjá fyrirtækjum
í iðnaði. Hér á landi felst skatt-
lagning að miklu leyti í sköttum
og gjöldum sem leggjast á fyrir-
tækin án tillits til afkomu
þeirra.“ Þessu þarf að breyta,
segir formaður FÍI, sem og að
lækka tekjuskattshlutfall fyrir-
tækja í 30%, til samræmis við
þróunina í öðrum Evrópuríkjum.
■ Sama gildi um virðisaukann,
sem lækka eigi til samræmis
við samsvarandi skatt sam-
keppnisríkja, þ.e. er í um 20%.
Almenn lífskjör landsmanna
ráðast fyrst og fremst af
tvennu: 1) Þeim verðmætum
sem verða til í atvinnulífinu. 2)
Þeim viðskiptakjörum við um-
heiminn, sem þjóðin býr við
hveiju sinni. Það er því al-
mannahagur að atvinnuvegirnir
hafi rekstrarlegar aðstæður til
að styrkja samkeppnisstöðu
sína, til að stækka skiptahlutinn
á þjóðarskútunni, til að rísa
undir batnandi lífskjörum.
Rekstrarlegt öryggi atvinnu-
veganna og afkomuöryggi al-
mennings eru í raun tvær hliðar
á sama fyrirbærinu.
Við þurfum bæði að lifa á
auðlindum umhverfisins — og í
sátt við umhverfið. Við þurfum
að lifa á auðlindum moldar og
sjávar — og varðveita þessar
auðlindir fyrir komandi kynslóð-
ir. Við höfum þegar fullnýtt, eða
svo gott sem, sumar þessar
auðlindir okkar. Það gildir þó
ekki um ýmsa iðnaðar-, tækni-
og þjónustumöguleika. Það gild-
ir ekki um auðlindir fallvatna
og jarðvarma. Þær má enn
virkja og breyta í störf, verð-
mæti og lífskjör. Það gildir held-
ur ekki um þá auðlind sem býr
í mannfólkinu sjálfu, einstakl-
ingunum, menntun þeirra,
hæfni og framtaki. Sú er hvar-
vetna reynsla þjóðanna að þessi
auðlind, sem í einstaklingunum
sjálfum býr, verði ekki — frekar
en aðrar auðlindir — betur virkj-
uð með annarri þjóðfélagsgerð
en þeirri, sem byggist annars
vegar á fijálsræði og samkeppni
en hins vegar á mannúð og
menningu. Forsjárhyggja og
miðstýring hafa 'þegar gengið
sér rækilega til húðar, hérlendis
sem erlendis.
II
Signrður Helgason, fráfarandi stjórnarformaður Flugleiða, á aðalfundi félagsins í gær:
GEFUMALLA FLVTNINGA
í LOFTIFRJÁLSA
Fagnaðarefni að lífeyrissjóðir hafi í vaxandi mæli orðið hluthafar
Á aðalfundi Flugleiða í gær, flutti Sig-
urður Helgason, fráfarandi stjórnarform-
aður félagsins, persónulega skýrslu til
aðalfundar auk hefðbundinni skýrslu
stjórnarformanns.
Morgunbiaðið birtir hér í heild persónu-
legar hugleiðingar Sigurðar Helgasonar
um málefni félagsins:
Þar sem ég nú hefi lokið við að flytja
hefðbundna skýrslu mína sem formaður
stjómar Flugleiða, og þar sem þetta er
síðasta skýrsla mín hér á aðalfundi, lang-
ar mig til að bæta við þá skýrslu nokkrum
orðum, persónulegum hugleiðingum
mínum sem ég einn ber ábyrgð á. Tel ég
að þessar hugleiðingar eigi erindi til hiut-
hafa Flugleiða.
Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á
mér til endurkjörs í stjórn Flugleiða og
koma þar til persónulegar ástæður. Ég
tel að nú sé réttur tími til þess að ég
dragi mig í hlé eftir 38 ára setu í stjóm
íslenskra flugfélaga. Seta mín í stjórn
Loftleiða hófst 1953 og gegndi ég stöðu
varaformanns allt til sameiningar flugfé-
laganna 1973, eða um 20 ára skeið. Frá
árinu 1973 hefi ég setið í stjórn Flugleiða
eða 18 ár, og gegnt störfum formanns
stjórnar frá aðalfundi 1984, eða um 7
ára skeið. Ég er mjög sáttur við að fara
frá félaginu nú því það hefur aldrei stað-
ið betur.
Vissulega hefur þetta verið viðburð-
aríkur tími og áhugaverður, því framfar-
imar hafa verið ævintýri líkastar. Árið
1953 var Loftleiðir lítið og vanmegnugt
félag — og reyndar vom þá á lofti hug-
myndir um að leggja það niður og kaupa
olíuflutningaskip fyrir andvirðið. Komið
var í veg fyrir þær fyrirætlanir eins og
menn muna. í dag er Flugleiðir sterkt
félag með glæsta framtíð sé rétt á málum
haldið. Félagið stenst samanburð við
hvaða annað flugfélag sem-er hvar sem
er í heiminum og er þá miðað við svipaða
stærð og álíka viðfangsefni. Reyndar
stendur það þeim flestum framár, búið
einum yngsta flugflota nokkurs félags,
mikla og happadrjúga reynslu í flug-
rekstri, með vel þjálfað og þrautreynt
starfslið. Á betra verður vart kosið.
Leyfisveitingar
Þá langar mig til að fara örfáum orðum
um stöðu leyfisveitinga til flugreksturs
og mínar skoðanir á því máli. Nú fer alda
aukins fijálsræðis í atvinnurekstri um
allan hinn vestræna heim. Við höfum
ekki farið varhluta af þessari þróun hér
á landi, þótt enn séum við eftirbátar ná-
grannaþjóða okkar í þeim efnum. En
breytingarnar eru miklar — jafnvel hér á
landi.
í Bandaríkjunum var allur flugrekstur
gefinn ftjáis 1978. Enginn vafi er á því
að þetta frjálsræði hefur verið öllum til'
bóta — og þá sérstaklega neytendum.
En það hefur líka skapað flugfélögunum
gífurlegt aðhaid því þau hafa orðið að
spjara sig, ná mestri mögulegri hag-
kvæmni í rekstri og neyta allra tiltækra
ráða til að halda kostnaði í lágmarki. Úr
sögunni er það ástand sem áðu^ ríkti
þegar starfsmenn gátu beinlínis sett fé-
lögunum úrslitakosti í kaupkröfum á
meðan flugfélög höfðu einkarétt til rekst-
urs á tilteknum fiugleiðum. Kostnaður
við mannahald hjá flugfélögum í Banda-
ríkjunum hækkaði líka mun meira en
annarra atvinnugreina á meðan þetta
ástand var við lýði. Auðvitað hafa mörg
flugfélög farið halloka með þessu nýja
fijálsræði, en fullyrða má að samkeppnin
sé meiri og virkari en áður var á banda-
rískum markaði en nokkru sinni fyrr.
Og nú er aukið fijálsræði að halda inn-
reið sína í Evrópu. Þróunin er hægari þar
en í Bandaríkjunum þar sem skrefið var
stigið að fullu í einum vetfangi að segja
má. En þessi þróun er byijuð og komin
nokkuð á veg í Evrópu. Frá ársbyijun
1993 verður fiugfélögum EB-landanna
heimilt að fljúga hindrunarlaust innan og
milli þessara landa. Ljóst er að við þá
skipan mála mun samkeppni stóraukast
innan Evrópu. Samfara því má búast við
lægri fargjöldum á því svæði.
Hér á landi er allur fiugrekstur í reglu-
bundnu flugi háður leyfisveitingum. Að-
eins einu félagi er veitt heimild til rekst-
urs á hverri flugleið og gildir það enn
um allar millilandaleiðir. Nú hefur orðið
sú breyting á að tveim félögum er heimil-
aður rekstur á vissum flugleiðum innan-
lands en þó með ákveðnum takmörkunum.
Menn hafa orðið varir við vaxandi
óánægju með þessa skipan mála, þ.e.
einkaleyfisveitingu til starfrækslu áætl-
unarflugs. Á sama tíma og fijálsræði og
aukin samkeppni á sér stað í fjölmörgum
greinum atvinnulífsins er engin breyting
á þessu fyrirkomulagi. Sú staðreynd að
erlend flugfélög hafa takmarkalítil rétt-
indi til flugs til landsins nægir ekki sem
rök til viðhalds þessu kerfi. Menn spyija
einfaldlega, hversvegna eiga útlendir aðil-
ar að hafa þennan rétt, en aðeins einn
innlendur aðili sitji að þessum réttindum
hér á landi.
Meðvirkandi þáttur í þessari gagnrýni
er sú staðreynd að eignaraðild að þessu
félagi er þannig háttað að fyrirtæki með
yfirburða aðstöðu á sviði sjóflutninga er
langstærsti hluthafi Flugleiða. Mín til-
finning er sú að menn sætta sig einfald-
lega ekki við svo sterka stöðu eins og
sama aðilans á sviði loftflutninga og sjó-
flutninga. Mun ég víkja að því síðar.
Eftir vandlega ihugun þessa máls er
niðurstaða mín sú að gefa eigi alia flutn-
inga í lofti fijálsa, bæði innanlands og
milli landa, hugsanlega með einhveijum
umþóttunartíma. Að sjálfsögðu verður að
búa svo um hnútana að fyllsta öryggis
sé gætt og leyfi til flugreksturs verði ein-
ungis veitt þeim aðilum sem uppfylla þær
ströngu kröfur sem gilda um slíkan rekst-
'ur og þeim kröfum verður að fylgja eftir.
Ég geri mér grein fyrir því að þessi skoð-
un á ekki miklum skilningi að mæta hjá
fjölmörgum aðilum innan þessa félágs.
Ég er hins vegar sannfærður um að
tíminn mun leiða í ljós að þessi lausn
mála verður ekki umflúin.
Mín tilfinning er einnig sú að stéttarfé-
lögin verði aðgangsharðari í garð Flug-
leiða meðan það situr eitt íslenskra flugfé-
laga að millilandafluginu. Tilvera Arnar-
flugs skapaði visst aðhald í þessum efnum
á meðan það félag starfaði. Því má búast
við harðnandi aðgerðum af hálfu vissra
stéttarfélaga og mun ég víkja að því-at-
riði_ síðar í máli mínu.
Ég hefi það mikla trú á þessu fyrir-
tæki að það mun standa af sér þá sam-
keppni sem upp kann að koma bæði inn-
anlands og utan með þessari breyttu skip-
an. Með þeim fullkomna og hagkvæma
flugflota sem reksturinn byggir á nú og
í náinni framtíð svo og þeirri miklu
reynslu sem félagið hefur yfir að ráða
er staða félagsins mjög sterk. En þessi
breytta staða skapar enn aukið aðhald
því leita verður ailra ráða til að ná sem
mestri hagkvæmni í rekstri. Samkeppnin
er harður húsbóndi. í reynd er líklegt að
ekki sé grundvöllur fyrir rekstri annars
íslensks flugfélags á millilandaleiðum.
Það hefur reynst svo jafnvel þótt um
einkarétt á einstökum flugleiðum hafi
verið að ræða.
Þegar þessi skipan mála hefði átt sér
stað yrðu úr sögunni allar ásakanir um
einokun þessa félags því að uppfylltum
tilteknum skilyrðum yrði þessi rekstur
frjáls. Staða félagsins að þessu leyti yrði
mun sterkari. Mikil hætta er á að allur
rekstur sem á einhvern hátt nýtur vernd-
ar eða forréttinda safni á sig óþarfa kostn-
aði og menn séu ekki jafnvel vakandi og
þar sem aðhald er sterkt í formi sam-
keppni. Ég tel ekki að þetta eigi við um
Flugleiðir nú, m.a. vegna þess að félagið
stendur í harðri samkeppni á Atlantshafs-
leiðum, en að öðru jöfnu er þessi hætta
ávallt fyrir hendi.
Eignaraðild
Þá langar mig til að fjalla lítillega um
eignaraðild að þessu félagi. Vissulega er
það fagnaðarefni að hluthöfum hefur
flölgað verulega. Einnig er það tímanna
tákn að lífeyrissjóðir skuli nú í vaxandi
mæli hafa gerst hluthafar í þessu félagi.
Það er heilbrigð þróun að þessir almenn-
ingssjóðir taki virkari þátt í atvinnulífi
þjóðarinnar með beinni eignaraðild að
hlutafélögum i atvinnurekstri. Tölur frá
Bretlandi sýna að eignaraðild stofnana
og lífeyrissjóða — og þá aðallega lífeyris-
sjóða nemur 63% af heildarhlutafjáreign
þar í landi. Sama tala um Bandaríkin
nemur 45%.
Ég hefi áður opinberlega varað við því
að sú staða skuli vera uppi hjá þessu
félagi að einn hluthafi skuli ráða liðlega
þriðjungi hlutafj ár og á ég hér við Eim-
skipafélag Islands. Nú er komin fram á
Alþingi þingsályktunartillaga sem gengur
í þá átt acLvið eign að þriðjungi hlutafjár
í hlutafélagi skuli viðkomandi eiganda
skylt að bjóða í allt hlutafé félagsins. Ég
hefi skýrt frá því að í Bretlandi eru þessi
mörk miðuð við 30%. Er litið svo á þar
í landi að 30% eignaraðild jafngildi fullum
yfirráðum í viðkomandi félagi. Þingsá-
íyktunartillagan gengur í sömu átt.
Opinberlega hefur orðið vart við gagn-
rýni á þessa miklu eignaraðild og þá m.a.
vegna þess að eigandinn hefur yfirburða
stöðu á vettvangi flutninga á sjó — en á
því sviði er talið, m.a. vegna erfiðleika
samkeppnisaðila til að fá hafnaraðstöðu
að samkeppni sé í reynd mjög takmörk-
uð. Menn segja því sem svo að það sé
„Hjá gömlu flugfélögunum
voru allir stjórnarmenn
kjörnir í einu til eins árs í
senn. Það fyrirkomulag
sem nú gildir hjá Flugleið-
um var tekið upp við sam-
eininguna og fordæmið var
Eimskipafélag íslands, en
þar hefur þetta fyrirkomu-
lag við stjórnarkjör verið
lengi við lýði. Þetta fyrir-
komulag er almennt ekki
viðhaft hjá öðrum hlutafé-
lögum hér á landi enda
má telja það ólýðræðis-
legt.“
ekki góður kostur að einn og sami aðilinn
ráði þeim tveim félögum á sviði sjó- og
loftflutninga, sem bæði hafa yfirburðaað-
stöðu gagnvart samkeppnisaðilum hér á
landi. Menn bera líka saman samkeppnis-
aðstöðu í flughöfnum annarsvegar og
hafnaraðstöðu vegna sjóflutninga hins-
vegar. Keflavíkurflugvöllur er opinn öllum
flugvélum sem þangað leita og Flugleið-
um er skylt að sjá um afgreiðslu allra
flugvéla hvort sem er í óreglubundnu flugi
eða reglubundnu. En er hægt að segja
sama um hafnaraðstöðu skipafélaga sem
hingað leita með reglubundna flutninga?
Eru það ekki verulegar hindranir í vegi?
Þær röksemdir hafa heyrst að Flugleið-
um sé nauðsynlegt að hafa sterkan bak-
hjarl ef á móti blási. Ég tel þær röksemd-
ir léttvægar, enda eru Flugleiðir það
sterkt félag i dag að jafnvel styrkleiki
Eimskipafélagsins myndi þar lítið duga
ef á reyndi. Svo er hitt að þess eru nokk-
ur dæmi að hlutafélög í eigu stórra fyrir-
tækja hér á landi hafa orðið gjaldþröta
þrátt fyrir eignaraðild þessa stóru fyrir-
tækja, stundum í fullri eign eða meiri-
hlutaeign. Þess eru jafnvel nýleg dæmi.
Þá tel ég ekki að Eimskipafélagið hafi
gegnt neinu sérstöku forystu- eða lykil-
hlutverki í stjórn þessa félags á undan-
gengnum árum í mótun framtíðarstefnu
eða ákvörðunum um meiriháttar mál. Mín
skoðun er sú að sú stefnumótun hafi oft
orðið til þrátt fyrir þau sterku ítök sem
Eimskipafélagið átti í stjórninni.
Rétt er að drepa á það hér að hags-
munaárekstrar kunna að vera til staðar
milli félaganna. Hotel Esja er í eigu Flug-
leiða. Það hótel er enn aðeins hálfbyggt.
Rekstur þess hefur verið mjög góður. Að
því kemur að fullbyggja verður hótelið.
Eflaust verður það góð fjárfesting því
kjarninn og lóðin er fyrir hendi. Eimskipa-
félagið er með áform um hótelbyggingu.
Menn geta velt því fyrir sér hvorir hags-
munir vegi þyngra þegar að ákvörðun
um fullbyggingu Hótels Esju kemur,
hagsmunir Flugleiða eða Eimskipafélags-
ins.
Mín niðurstaða er því sú að æskilegt
væri að Eimskipafélagið minnkaði veru-
iega eignarhlut sinn í félaginu. Ég held
að þessi mikla eignaraðild samrýmist
ekki kröfum okkar tíma u’m valddreif-
ingu. Þessi hlutabréfakaup félagsins hafa
verið góð fjárfesting, og því ekki að
dreifa þeim til hiuthafa Eimskipafélagsins
í samræmi við hlutafjáreign þeirra í því
félagi. Þeir eiga jú þessi hlutabréf í gegn-
um eign sína í hlutabréfum Eimskipafé-
lagsins og ættu að fá að njóta þeirra á
þennan hátt. Dæmi eru um slíkt erlendis
frá að almenningshlutafélag dreifi hluta-
bréfum í öðrum hlutafélögum beint til
eigenda sinna, þ.e. hluthafa í eigin fé-
lagi. En auðvitað breytast valdahlutföll
við slíkar aðgerðir og líklega mun slík
tillaga ekki litin jákvæðum augum.
Auðvitað er það svo að Eimskipafélags-
menn ráða öllu hjá Flugleiðum sem þeir
vilja. Menn þurfa ekki annað en líta á
samsetningu stjórnar tjl að fá sönnun
þess. í þessu litia þjóðfélagi okkar tel ég
ekki að þetta sé æskileg skipan mála.
Fyrirkomulag stjórnarkjörs
Það fyrirkomulag sem ríkir hjá þessu
félagi varðandi stjórnarkjör er ekki til
þess fallið að veita minni hluthöfunum
eðlilega möguleika til þess að hafa áhrif
á val stjórnarmanna. Fyrirkomulagið er
þannig eins og menn þekkja að annað
árið eru kosnir fimm menn til tveggja ára
og hitt árið fjórir menn einnig til tveggja
ára.
Ókostirnir við þetta fyrirkomulag eru
þeir að stærri hluthafar hafa mun meiri
möguleika til að ráða kjöri stjómarmanna
en minni hluthafar. Væru allir níu stjórn-
armenn kjörnir í einu þyrfti liðlega tíu
prósent atkvæða til að ná manni í stjóm.
Ef áðeins fjórir eru kjörnir, eins og á
næsta aðalfundi þarf 25% atkvæða til að
fá einn mann kjörinn.
Hjá gömlu flugfélögunum voru allir
stjórnarmenn kjömir í einu til eins árs í
senn. Það fyrirkomulag sem nú gildir hjá
Flugleiðum var tekið upp við sameining-
una og fordæmið var Eimskipafélag Is-
lands, en þar hefur þetta fyrirkomulag
við stjórnarkjör verið lengi við lýði. Þetta
fýrirkomulag er almennt ekki viðhaft hjá
öðrum hlutafélögum hér á landi enda má
telja það ólýðræðislegt.
Ég tel ekki að haldgóð rök séu fyrir
því að viðhalda þessu fyrirkomulagi við
kjör stjórnar hjá hlutafélögum. Talað er
um að slík skipting tryggi það að ekki
detti allir úr stjórn á sama tíma. I reynd
vitum við það að tiltölulega lítið er um
endurnýjun í stjórnum hlutafélaga eigi
sér stað — og hún mætti reyndar vera
meiri og tíðari. Mér dettur í hug að sú
bylting sem gerð var hjá Loftleiðum 1953
hefði ekki getað átt sér stað hefði þetta
fyrirkomulag verið við lýði hjá því félagi.
Óg þá hefði flugsagan orðið öll önnur og
við hugsanlega ekki samankomin hér í
dag á aðalfundi sterks félags, arftaka
gömlu flugfélaganna.
Mín skoðun er því sú að breyta eigi
þessu fyrirkomulagi og kjósa alla stjórn-
ina til eins árs í senn. E.t.v. væri eðlilegt
að löggjöf kæmi hér til vegna hagsmuna
minni hluthafa, enda er þetta atriði um-
deilt og fræðimenn eru ekki á einu máli
um lögmæti þess fýrirkomulags að skipta
kjöri stjórnar á tvö ár.
Eftir að ég tók pistil þennan saman
barst stjórn félagsins tillaga frá einum
hluthafa um breytingu á þessu ákvæði
samþykktana á þann veg að stjórnin yrði
öli kjörin til eins árs í senn. Síðar dró
þessi hluthafi tillögu sína til baka. Ég
hefí ákveðið að standa að siíkri tillögu.
Vinnulöggjöf
Mig langar næst til að drepa örfáum
orðum um vinnulöggjöf þá sem við búum
við, nú óbreytta frá liendi löggjafans á
sjötta tug ára. Stéttarfélögin hafa einka-
rétt á öllum störfum í viðkomandi grein
og vinnuveitendum er óheimilt að ráða
starfsmenn sem ekki eru meðlimir í við-
komandi stéttarfélagi. Því miður er það
svo að slík einkaréttindi hvort sem þau
eru fyrir hendi hjá ríkisvaldinu, atvinnu-
fyrirtækjum eða stéttarfélögum leiða af
sér misnotkun.
Sérstaklega er þessi misnotkun valds
áberandi þar sem viðkomandi stéttarfélag
hefur öll völd í atvinnurekstri sem við-
kvæmur er fyrir stöðvun og áhrif stöðvun-
ar hafa víðtæk áhrif um allt þjóðfélagið.
Nefna má flugmenn og mjólkurfræðinga
sem dæmi um slík stéttarfélög. Eru þess
mörg dæmi um að slíka misnotkun hafi
verið að ræða gagnvart þessu félagi og
forverum þess af hálfu stéttarfélaganna.
Komið hefur fyrir að landið hefur verið
samgöngulaust af þeim sökum.
Segja má að slík völd sem stéttarfélög-
in hafa hæfi ekki lengur þjóðfélagi nút-
ímans, Ótakmarkaður verkfallsréttur
kann að hafa átt rétt á sér fyrir meira
en hálfri öld hér á landi og getur verið
réttlætanlegur í vissum greinum, en ég
vil fullyrða að slíkur réttur gagnvart sam-
göngukerfi landsmanna er hrein fjar-
stæða eins og málum háttar í dag. Þess-
vegna ber brýna nauðsyn til að koma
málum svo fyrir að í viðkvæmum rekstri
eins og samgöngum, verði farnar aðrar
leiðir en verkfall þegar deilur eru uppi.
Bindandi gerðardómur af einhveiju tagi
hlýtur að vera betri kostur. Allt vald er
vandmeðfarið og óvægin forysta stéttar-
félaga getur gert slíkan skaða heilli at-
vinnugrein og þjóðfélaginu öllu, að við
slíkt verður ekki unað. Það er ekki viðun-
andi kostur að samgöngur milli íslands
og annarra landa rofni vegna misnotkuri-
ar slíkra valda.
Lífeyrissjóðir
Ég sagði áðan að fagna beri því að
lífeyrissjóðir hafi í vaxandi mæli orðið
hluthafar í Flugleiðum. Hér er um fjölda-
samtök að ræða sem ráða yfir miklu fjár-
magni og sem brýna nauðsyn ber til að
ávax^a svo vel sem unnt er. Lífeyrissjóð-
irnir þurfa hinsvegar að gæta sín vel að
því er sjálfstæði varðar gagnvart þeim
hlutafélögum sem þeir íjárfesta í.
í Bretlandi og Bandaríkjunum varð-
veita lífeyrissjóðir sjálfstæði sitt á þann
hátt að skipa ekki sjálfir menn úr sínum
röðum í stjórn hlutafélaga sem þeir hafa
fjárfest í. Með þessu vilja þeir forðast að
gerast ábyrgir um rekstur viðkomandi
fyrirtækis, hafa fullkomlega fijálsar
hendur um kaup og sölu hlutabréfa í
slíkum fyrirtækjum ef henta þurfi. Með
stjórnarsetu og ábyrgð verður ávallt erfið-
ara um slíkar ákvarðanir. í stað þess að
skipa eigin menn styðja lífeyrissjóðir
gjarnan stjórnarmenn til kjörs sem hæfír
þykja til stjómarsetu og hafa yfir að ráða
þekkingu og reynslu á breiðum gmndvelli.
Mér þótti rétt að benda á þetta atriði
hér þar sem lífeyrissjóðir em vaxandi fjár-
festar í hlutabréfum hér á landi — og um
leið að vara við því að þeir skipi í auknum
mæli eigin menn í stjómir hlutafélaga.
Hlutabréfamarkaður
Að lokum langar mig til að fara örfáum
orðum um íslenska hlutabréfamarkaðinn.
Segja má að þessi markaður sé á algjöru
fmmstigi — á bernskuskeiði. Hann er
vissulega ólíkur öðrum hlutabréfamörk-
uðum þar sem ég þekki til að því leyti að
á þessum markaði em litlar verðsveiflur.
Verð hlutabréfa sýnist aðallega fara upp
á við og það oft burtséð frá gangi mála
hjá þeim fyrirtækjum sem skráð eru á
markaðnum. Slíkt virðist mjög óraun-
sætt. Þá eru verð vissra hlutabréfa liklega
ekki skráð vegna eða með tilliti til afkomu
viðkomandi fyrirtækja.
Hlutföll eru afar mismunandi og erfitt
að átta sig á mati eða verði hlutabréfa
þeirra hlutafélaga sem skera sig úr að
þessu leyti. Er það eðlilegt að svokallað
VH hlutfall vissra hlutabréfa hér á landi
sé ailt að íjór- eða fimmfalt miðað við
verð hlutabréfa í sömu rekstrargreinum
á erlendum hlutabréfamörkuðum? Sá
gmnur læðist að manni að í slíkum tilfell-
um sýni skráð verð eftirsptirn sem ekki
er í samræmi við raunvemleg verðmæti
eða möguleika á afkomu, heldur stafi há
verð sem í boði em af áhuga manna á
að ná valdi yfir fyrirtækjum með kaupum
á hlutabréfum á þessum háu verðum.
Slíkt er ekki gott um ungan og vaxandi
hlutabréfamarkað. Segja má að slík starf-
semi jaðri við að vera skemmdarverk á
þessum unga og vanþróaða markaði.
Rétt er að taka fram að hér er ekki átt
við hlutabréf Flugleiða. Telja má að verð
á þeim hlutabréfum sé mjög eðliiegt.
Hér á þessum fundi verður borin fram
tillaga urn aukningu hlutafjár með útboði
nýrra hlutabréfa. Ég er eindreginn stuðn-
ingsmaður slíkrar tllögu og hefði viljað
ganga lengra en tillagan, þ.e. bjóða til
sölu 500 milljónir króna að nafnverði og
lagði ég fram tillögu þess efnis á síðasta
stjórnarfundi félagsins. Sú tillaga náði
ekki samþykki stjórnar. Það sjónarmið
að slík aukning skerti hlutfallslega eign-
arhlut einstakra hluthafa réði. Félagið
þarf á verulegri aukningu hlutafjár að
halda til að ná markmiðum þeim sem
stjórnin sjálf hefur sett með stefnuyfirlýs-
ingu sinni. Ég taldi að nú væri rétti
tíminn til sölu vegna hagstæðrar stöðu á
hlutabréfamarkaðnum og ganga ætti eins
langt og hægt væri. Það hlýtur að vera
betri kostur að eiga hlutabréf í sterku
félagi en veiku, og eignarhluti hvers og
eins á ekki að skipta máli nema þá annar-
leg sjónarmið ráði.
Lokaorð
Góðir hluthafar:
Ég ætla nú ekki að hafa þessar hugleið-
ingar mínar lengri. Ég hefi farið varnar-
orðum um viss mál, bent á atriði sem
betur mættu fara, og sem snerta þetta
félag, hluthafa þess og reyndar snerta
þau þjóðfélagið í heild. Mér gengur ekki
annað en gott til. Ég vil þessu félagi
vel, enda hefi ég komið mjög við sögu
við rekstur þess og uppbyggingu — svo
Og forvera þess um 38 ára skeið.
Að lokum vil ég færa starfsfólki öllu
þakkir fyrir ánægjulegt samstarf um leið
og ég óska þeim öllum velfarnaðar í
framtíðinni. Þá vil ég einnig þakka stjórn
félagsins gott samstarf, svo og forstjóra,
sem ég tel að hafi haldið vel á málum
félagsins. Einnig vil ég þakka hluthöfum
gott samstarf um langan aldur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurður Helgason, stjórnarformaður, í ræðustól á aðalfundinum. Sitjandi eru talið frá vinstri: Sigurður Helgason,
forstjóri, Indriði Pálsson, Grétar Br. Kristjánsson og Leifur Magnússon, fundarritari.
iTTTT