Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 43
MORGUMBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 43 Ragna Þorvarðar- dóttir - Minning Fædd 17. janúar 1904 Dáin 16. mars 1991 Ragna var síðasta eftirlifandi barn þeirra Þorvarðar Þorvarðar- sonar, útvegsbónda í Keflavík, og Margrétar Arinbjarnardóttur frá Innnri-Njarðvík. Systkini Rögnu, sem raunar hét fullu nafni Steinunn Ragna, voru þau Guðrún, sem gift var Arna Vilhjálmssyni frá Seyðisfirði í N-Múlasýslu, Arinbjörn, sem kvæntur var Ingibjörgu Pálsdóttur frá Stokkseyri, og Kristín, sem gift var Ólafi Helgasyni lækni í Reykja- vík. Önnur systkini Rögnu hafa lát- ist nýlega fædd, m.a. er systir henn- ar að nafni Steinunn Ragna skráð í kirkjubók Útskálasóknar á fyrsta ári árið 1899. Þorvarður Þorvarðarson, faðir Rögnu, var sonur Þorvarðar Helga- sonar, beykis í Keflavík, Helgason- ar, prentara í Viðey og víðar. Móðir Þorvarðar var Guðrún Högnadóttir úr Skorradal. Hún var fyrsta manneskjan, sem var grafin í gamla kirkjugarðinum í Keflavík. Móðir Rögnu, Margrét, var dóttir Arinbjarnar Ólafssonar, bónda og útgerðarmanns í Tjamarkoti, en allt það fólk var af Suðurnesja- mönnum komið í aldir, allt til Egils ríka Sveinbjörnssonar í Njarðvík, en hann var fæddur árið 1700. Kristín, móðir Margrétar var ættuð úr Kjós. Móðurforeldrar hennar voru Loftur Guðmundsson, hreppstjóri á Hálsi í Kjós, og Karit- as Oddsdóttir, prests á Reynisvöll- um. Ragna Þorvarðardóttir var tví- gift. Fyyri maður hennar var Arin- björn Ólafsson Arinbjarnarsonar, verslunarstjóra í Vestmannaeyjum og Borgarnesi, og voru þau systk- inabörn. Þau slitu samvistum eftir stutt hjónaband. Frá því hjónabandi er Ólafur Högni, er ættleiddur var af Agli Jónassyni í Njarðvík og konu hans, Sigurbjörgu Ögmunds- dóttur, en Ragna og Sigurbjörg voru systradætur. Síðari maður Rögnu var Björn Franzson kennari, tónlistarmaður og rithöfundur, gáfaður maður og hógvær. Björn Franzsson var norskur í föðurætt en móðurætt hans var úr Svarfaðardal. Þau giftu sig árið 1936 en Björn lést árið 1974. Sonur þeirra er Fróði, fram- kvæmdastjóri og fyrrverandi flug- stjóri. Hinrik G. Asgeirs- son frá Hnífsdal Fæddur 7. júlí 1937 Dáinn 11. febrúar 1991 Þá er einn vinurinn horfinn rann í gegnum hugann þegar mér barst fregnin um andlátið hans Hinna vinar míns. Það eru þó nokkur ár síðan ég ræddi síðast við Hinna en hann var samt svo ljóslifandi fýrir hugar- skoti mínu þegar fréttin barst. Við Hinni og Pétur áttum góðar stundir saman í Hnífsdal forðum og var Hinni oft hrókur alls fagnað- ar enda ætíð gott að koma á hjarta- hlýtt heimilið þar sem hann bjó með systur sinni og móður sem hann bar ætíð svo mikla umhyggju fyrir. Hinni var traustur og góðhjartað- ur enda oft valinn til félagsstarfa sem honum fórust vel úr hendi jafnt og önnur störf sem hann vann með mikilli samviskusemi og dugnaði. Ég votta Rannveigu móður hans, systkinum, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur og megi góður Guð blessa minninguna um góðan dreng. Ingi Lárusson Fyrsta þmg Landssam taka hj artasj úklinga LANDSSAMTOK hjartasjúkl- inga efna til síns fyrsta þings í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerð- inni) nk. föstudag og laugardag 22. og 23. mars. Þingið hefst kl. 17.00 á föstudag með þingsetningarræðu Sigurðar Helgasonar, formanns samtakanna. Þá mun Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra flytja ávarp. A sérstöku málþingi, sem um tvö hundruð manns munu sækja, flytur Þórður Harðarson, prófessor, erindi um kransæðasjúkdóma á undan- haldi, Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur, flytur erindi sem hún nefnir Islensk hollusta og Soffía S. Sigurðardóttir, yfirsjúkra- þjálfi, nefnir sitt erindi Endurhæf- ing fyrir alla hjartasjúklinga. Á föstudagskvöld hefjast þing- störfin, en fyrir þingið verða lögð mörg veigamikil hagsmuna- og vel- ferðarmál er snerta hjartasjúklinga. Þingstörfin halda áfram laugardag og lýkur þinginu síðdegis. í Landssamtökum hjartasjúkl- inga, sem stofnuð voru 8. okt. 1983, eru nú 10 félög með 1900 félags- mönnum. m .iorism®® Meim en þú geturímyndað þér! Ragna dvaldist mörg síðustu ár ævinnar á heimili Fróða, sonar síns, Veghúsum 25, Reykjavík. Var mjög kært með þeim og gagnkvæm um- hyggja milli þeirra. Fyrstu búskaparár sín dvaldist Ragna í Vestmannaeyjum. Þar tók hún þátt í félagsmálum, í starfi leik- félagsins og hún var í stjórn kvenfé- lagsins Líkn í Eyjum. Eftir að hún giftist Birni Franz- syni bjuggu þau fyrsc í Reykjavík og var Ragna þá alþingisskrifari í u.þ.b. 10 ár. Síðan áttu þau heima í Svíþjóð. Ragna vann þar hjá sænska samvinnusambandinu (Ko- operativa Forbundet), en jafnframt þeirri vinnu svo og heimilisstörfum lærði hún bókband. Ragna var frá- bærlega vel vinnandi í öllu því er hún tók sér fyrir hendur og sívinn- andi alla sína löngu ævi. Eftir að Ragná og Björn komu frá Svíþjóð, þá hóf hún skrifstofu- störf við rekstur Þorvarðar Árna- sonar, systursonar síns, og vann þar afar vel um átján ára skeið. Ég man Rögnu móðursystur sem mjög fallega unga konu. Hár henn- ar var mikið og fagurt og gat hún hulið sig í því á æskuárum. Ragna var trygglynd kona. Hún var fátæk af veraldlegum auði en ótrúlega gjafmild. Við systurbörn hennar á Seyðisfirði biðum ævin- lega með óþreyju eftir jólagjöfunum frá frænku okkar. Persónulega á ég henni margt að þakka. Ég gleymi ekki er hún gaf mér peninga þegar ég var auralítill í skóla, ótrú- leg gjöf miðað við hennar efni. Árið 1936 réð hún mig á vertíð suður í Njarðvíkum og þá vann ég mér inn peninga í fyrsta sinn á ævinni, því áður hafði ég verið þijár vertíðir á Hornafirði en ekki haft fyrir fæði. Ragna var vel greind og hafði ákveðnar skoðanir. Ég man hve fast hún stóð með Ólafi Friðriks- syni í pólitík. Hún var alla tíð mjög róttæk í skoðunum og hélt fast á sínu. Ég minnist þess að í sendibréf- um hennar til móður minnar voru gjarnan skilaboð til föður míns í gamni og alvöru, þar sem hann var varaður við framsóknar- og Jónas- armennskunni, sem hann væri hald- inn. Róttækar skoðanir breyttu því ekki að Ragna var trúuð mann- eskja og sótti örugglega styrk frá trú sinni í lífsbaráttu, sem ekki var ætíð leikur einn. Frændur, vinir og samferðamenn kveðja þessa merku konu, með þakklæti og virðingu. Hún hvílist nú eftir langan dag og strangan. Vilhjálmur Árnason í DAG í SKEIFUNNI 1 1 OPN wm OPNUNAR- FRUMSÝNING: „RISK IT" frá Santa Cruz og USELESS WOODEN TOYS" frá New Deal HJOLABRETTABUÐIN SKEIFUNNI 11 (kjallara), sími 679890 Opnum i dag með nýfar vörur frá: Pacer, Santa Cruz, New Deal, H- Street, Life, Small Room, World Industries, Blind, Real, S.M.A., Planet Earth, Blockhead, Alva, o.fl. o.fl. y&zéfwJSrjm HJOLABRETTADEILD SKEIFUNNI 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.