Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 41 Kveðjuorð: Margrét Jónatans- dóttir Líndal Fædd 2. september 1917 Dáin 3. mars 1991 Okkur hjónunum varð það svo sannarlega mikið áfall að frétta af andláti Margrétar. Það er sárt að vita til þess að við sjáum hana ekki meir í lifenda lífi. Margrét, þessi ljúfa, velgefna manneskja sem var viss punktur í tilverunni. Við sjáum hana ekki oftar meðal okkar. Þetta er ótrú- legt. Við höfum aldrei hugsað um þetta. Við höfum alltaf talið að Bergur og Margrét væru jafn sjálf- sögð og við í þessu lífi. Er það eigingirni? Við vitum að lífið tekur enda hér á jörð, en við höfum sjálfsagt aldrei hugsað til þess hvert okkar verður fyrst yfir móðuna miklu. Kannski hefur það verið vegna þess að Margrét var fremst okkar allra í góðu lífemi í lifenda lífi. Margrét Jónatansdóttir Líndal var fædd á Holtastöðum, Langa- dal, A-Húnavatnssýslu. Hún var dóttir hjónanna Jónatans Jósafats- sonar Líndals og Guðríðar Sig- urðardóttur Líndal frá Lækjamóti. Margrét ólst upp á Holtastöðum sem óskadóttir með eldri albróður sínum, Jósafat, fóstursystur, Sig- ríði Stefánsdóttur frá Smyrla- bergi, en hún var tekin í fóstur á Holtastaðaheimilið mjög ung, og hálfsystkinum sínum, Haraldi' Holta, óðalsbónda á Holtastöðum, og Kristínu Hjördísi, hjúkruna- .rfræðingi. Holti og Hjördís voru börn Jónatans frá seinna hjóna- bandi hans með Soffíu. Ég veit að þau systkinin áttu góða æsku á Holtastöðum. Holtastaðaheimilið var stórbrotið menningarheimili. Guðríður húsfreyja var velmennt- uð, húsmæðrakennari og mjög tónelsk. Jónatan var menntaður frá búfræðiskóla í Noregi. Það má nærri geta hvort þessi ungu hjón væru ekki eftirsóknarverð fyrir ungt fólk á þessum stöðum. Það varð því svo að á Holtastöðum hjá ungu hjónunum, Jónatan og Guðríði, var jafnan mannmargt. Ég minnist Margrétar Jónat- ansdóttur Líndal á Holtastöðum fyrst er ég sá hana. Hún var sérs- taklega falleg og vel gefin ung stúlka, allra uppáhald í sveitinni, tónelsk, hagmælt, ljúflynd, og vildi ávallt gera gott úr öllu, ef eitthvað fór úrskeiðis. Mér hlýnar um hjart- arætur þegar ég minnist þessara kosta Margrétar. Síðar áttum við hjónin eftir að kynnast Margréti og Bergi, manni hennar, miklu betur undir öðrum kringumstæð- um. Margrét giftist Bergi Vigfús- syni frá Geirlundi á Síðu. Hjóna- band þeirra var farsælt og gaman að heimsækja þau í Hafnarfjörð, í Flensborg á fyrri árum og síðar á Hringbrautina. Þau voru höfð- ingjar heim að sækja og eins og þau ættu í manni hvert bein. Margrét og Bergur eignuðust þijú mannvænleg börn. Þau eru: Þor- geir, f. 8. nóvember 1946, vél- tæknifræðingur, Guðríður Halla, f. 20. apríl 1948, kennari, og Ás- laug Edda, f. 9. nóvember 1950, cand.mag. í náttúrufræði. Margrét og Bergur voru mjög áhugasöm um útiveru og ferðalög. Þau ferðuðust mikið utanlands og innan, en ísland var þejrra ferða- land fyrst og síðast. Ég er viss um að andlát Margrétar bar að með þeim hætti sem hún hefði helst kosið, uppi í Bláfjöllum á gönguskíðum með Bergi manni sínum. Það var nokkuð sérstakt, að á síðastliðnu ári áttum við hjónin meiri kynni við Margréti og fjöl- skyldu hennar heldur en oft áður. Þær stundir verða okkur ógley- manlegar. Við Erla þökkum Margréti og ætlað honum verk að vinna hjá sér. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hann hjá okkur þessi ár og geymum minninguna um góðan dreng. Megi algóður guð styrkja okkur öll í þessari miklu sorg, sérstaklega móður hans og systur, en þau þijú hafa haldist í hendur í gegnum lífið. Við vitum að Jóni Gísla líður núna vel og það er huggun harmi gegn. Fari hann í friði og hafi hann þökk fyrir allt og allt. Amma og afi á Vallarbarði. Mig setti hljóða er ég heyrði andlát elskulegs frænda míns, Jóns Gísla. í gegnum hugan streyma minningarnar allt frá þvííhann var lítill og ljóshærður hnokki sem ég passaði. Frá þeim tíma er svo margs að minnast. Góðu stundirnar sem við áttum saman mun ég alla tíð geyma í huga mér. En nú er hann allur, Jón Gísli minn, aðeins 19 ára gamall. Það er erfitt að sætta sig við að kveðja hann svona ungan í hinsta sinn, en það er þó huggun að vita að nú er hann í Guðs höndum. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Dóra Og hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öid- um lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Úr Spámanninum.) Til að mynda trausta keðju þarf góða hlekki og í henni eru elsku vinkona mín, Margrét Jónsdóttir, og Sigurður Gíslason. Þau eignuð- ust saman tvö böm. í dag erum við saman komin til að stíga þau erfiðu spor að fylgja syni þeirra til grafar. Hann var skírður nafninu Jón Gísli eftir öfum sínum báðum. Eftir eiga þau yndis- lega dóttur, Seselíu Guðrúnu, og eitt barnabarn sem hún á. En Magga og Siggi slitu samvistir fyr- ir nokkrum árum, en alltaf hefur vinátta okkar haldist í hátt nær þrjá áratugi. Við höfum fylgst með uppvexti barna okkar beggja og deilt saman bæði gleði og sorgum. Við munum minnast Jóns Gísla; fallegum, ljóshærðum, tápmiklum og fjörugum dreng. Megi hinar góðu hliðar hans vera yfirsterkari í minningunni. Það er alltaf sárt að horfa á eftir ungu fólki í blóma lífsins, en þeir sem guðirnir elska deyja ungir og við höfum þá trú, að Guð hafi ætlað Jóni Gísla mikilvægt starf á öðru tilverustigi. Og við vitum það að hann hefur fengið góða heimkomu og tekið hefur verið vel á móti hon- um. Á svona stundu erum við svo lítil og orð mega sín lítils, og erfitt er að sjá á bak honum, en látum góðu minningarnar um elsku Jón Gísla lifa með okkur sterkar og bjartar um ókomin ár. Elsku Magga mín, Siggi, Seselía og aðrir ástvinir, megi Guð almátt- ugur styrkja ykkur og hugga á þessari erfiðu stund lífs ykkar. Megi elsku Jón Gísla líða vel og Guð blessi hann og varðveiti. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. (V. Briem.) Jóna, Steini og börn. Jónatansdóttir Líndal fyrir öll þau góðu ár sem við höfum átt með henni og fjölskyldu hennar. Við biðjum þess að góður guð styrki Berg og börnin í sorg þeirra sem við vitum að er mikil. Erla og Hörður Valdimarsson PÁSKATILBOÐ Hornsófar m/áklæði 5 sæta, 2 h 2, kr. 81.500,- stgr. 6 sæta, 2 h 3, kr. 85.000,- stgr. Einnig nýjar sendingar af sófasettum á hagstæðu verði. Ármúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75 : LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 FRUMSYHIK: 1 - *■*!^ Fjárhættuspilari ^ sem treystir engum. Kona sem fórnaði öllu. Og ástríðan sem leiddi þau saman í hættulegustu borg heimsins. ROBERT REDFORD • LENA OLIN a SYDNEY PÖLLACK film H 'A'V-A-N A Sýnd kl. 5 og 9 í A-sal og kl. 11 í B-sal. Hækkað verð. Bönnuð börnum yngri en 14 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.