Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAPIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991
322
Þetta eru afleiðingarnar af
því að farið er að slá
fimmtíukallinn.
HÖGNI HRKKKVÍSl
„fcetrA SETU? HAFT 5K(?ÍTMAf? tlU&AZVElZKAUl&.''
Að hafa vit fyrir öðrum
■"wmmuiL í'im
ÍMTUDAGUR 14. MARZ 199T
Að skilja Hávamá]
eftir Gunnlaug
Þórðarson
Hér í blaði 10. febrúar sl. birtist
enn greinarstúfur eftir Hörð Pálsson
bakara, sem óhjákvæmilegt er að
víkja örfáum orðum að. Fyrst er til
less að taka hve dapurlegt það er
ð Hávamálum virðist vera lítið sinnt
skólum landsins, þegar það kemur
ljós að menn á miðjum aldri skuli
ekki skijja inntak þeirrar speki, sem
þeim felst, sem sé að mælt er þar
gegn ofneyslu áfengis, en með
ábyrgri neyslu þess, svo sem ég hef
ient á. Verra er þó þegar einustu
svörin eru útúrsnúningur og farið
með staðleysur m.a. í tölum. Verst
er þó þegar gripið er til þess ráðs f
röksemdafátæktinni að reyna að ata
menn auri og uppnefna líkt og Hörð-
ur Pálsson gerði o-acmvnri. nregti ein-_
rniiadi
„Auðvitað er það virð-
ingarvert hjá mönnum,
sem finna veikleika
sinn gagnvart áfengi og
forðast það, en að vilja
endilega hafa vit fyrir
öðrum er fásinna.“
mitt gegn því, sem skrif mín hafa
fyrst og fremst beinst og okkur Hörð
Pálsson bakara hefur greint á. Þá
er þess og að gæta að í Umferðar-
ráði eiga menn sæti, sem telja lög-
regluaðgerðir vera sáluhjálparatriði
og mæna á þær, sbr. t.d. nú sætisóla-
herferð lögreglunnar. Slíkur hugs-
unarháttur er varhugaverður, ekki
Gunnlaugur Þórðarson
Gamall málvinur minn, dr. Gunn-
laugur Þórðarson, átti greinarkom
í Morgunblaðinu 14. mars sl. Ég
sleppi því nú að ræða um takmark-
aðan skilning samtímans á speki
Hávamála en dvel við þessi orð
doktorsins:
„Að vilja endilega hafa vit fyrir
öðrum er fásinna.“
Sú fásinna kemur víða fram í því
forsjárgjama mannfélagi sem við
búum í. Víða þarf málvinur minn
að koma í baráttunni gegn þessari
fásinnu.
Þau hljóta að ergja hann öll þessi
umferðarljós sem látin eru punta
upp á gatnamót víðs vegar um borg-
ina. Ég nefni nú ekki bílbeltin sem
nú em lögþvinguð. Alls staðar ger-
ir hún sig breiða þessi fásinna að
ætla að hafa vit fyrir öðrum.
En hún kemur miklu víðar við
sögu þessi fásinna. Stundum erum
við orðin svo samdauna þessari
áráttu að við tökum ekki eftir ofrík-
inu. Hvað er t.d. almenn skóla-
skylda annað en gerræði þeirrar
fásinnu að hafa vit fyrir öðrum og
setja þeim lífsreglur.
Svona er þetta þjóðfélag okkar.
Það er óralangt frá fijálsræði nátt-
úrubarna sem eru óþvinguð af boð-
um og bönnum.
Fyrst ég er farinn að fjalla um
þennan góðkunningja minn langar
mig að gefa honum litla bendingu.
í Mbl. 1. febr. sl. virðist hann telja
það mótsögn að 1983 hafi ég kallað
Jónas Hallgrímsson „ógæfumann“
sem dó „drykkjumannsdauða" en
nú kalli ég hann „ágætt skáld“.
Hér er ekki um neina mótsögn
að ræða. Og það er alls ekki eins-
dæmi að atgjörvismenn hafí drukk-
ið sér til skaða. Ég gæti nefnt
bæði skáld, vísindamenn og stjórn-
málaskörunga því til sönnunar. Hér
nefni ég aðeins Kristján Jónsson
Fjallaskáld. Hann dó drykkju-
mannsdauða 27 ára. Hvar finnum
við skáld sem betur hafði ort á
þeim aldri? Hvað var Einar Bene-
diktsson búinn að yrkja 1891, Matt-
hías Jochumsson 1862, svo að
nefndir séu tveir þeirra sem bera
af venjulegum skáldum?
Allt bendir til þess að Kristján
Jónsson hefði orðið eitt mesta skáld
íslands ef líf og kraftar hefðu enst
honum.
H.Kr.
Þessir hringdu ...
Þakkir
Elsa og Auður höfðu samband:
„Við viljum koma á framfæri
þakklæti til sælgætisgerðarinnar
Mónu fyrír hönd öldrunardeildar
B-álmu Borgarspítalans. Við þökk-
um sælgætisgerðinni Mónu snögg
og hlý viðbrögð við beiðni okkar
um að gefa páskaegg í bingóvinn-
inga, til að gleðja gamla fólkið.
Við leituðum fyrst til annars sæl-
gætisframleiðanda sem sá sér ekki
fært að verða við beiðni okkar.
Enginn er svikinn af Mónupáska-
eggjum, þau eru bæði falleg og
góð. Bestu kveðjur til starfsfólksins
í Mónu.“
Taska
Svört handtaska fannst við Lok-
astíg fyrir nokkru. Upplýsingar í
síma 10840.
Myndavél
Myndavél fannst við Sléttuveg á
mánudag. Upplýsingar í síma
83388 eftir kl. 18.
Leiðinlegt rugl
Guðbjörg hringdi:
„Ég vil lýsa vanþóknun minni á
íslensku stuttmyndinni SSL 25 sem
sýnd var í sjónvarpinu 17. mars.
Til hvers er yerið að sýna svona
leiðindarugl? Er ekki nóg til af
rugluðu og geðveiku fólki á meðal
okkar, þarf endilega meira af slíku?
Svona sýningar hafa slæm áhrif á
börn og unglinga. Er ekki hægt
að ráða fólk með heilbrigða skyn-
semi til að stjórna sjónvarpsdag-
skránni?"
Úr
Silfuriitað Seiko kvenúr tapaðist
16. febrúar á Reykjavíkursvæðinu.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 26191.
Gullhringur
Gullhringur með þremur litlum
steinum, merktur upphafsstöfum,
fannst við Laugaveg. Upplýsingar
í síma 37401.
Gleraugu
Gleraugu í skinnhulstri voru skil-
in eftir í versluninni Antikhúsinu
við Hlemm (Þverholti 17) fyrir hálf-
um mánuði og getur eigandinn vitj-
að þeirra þar.
Hjól
Dökkblátt og svart fjallahjól, 18
gíra af tegundinni Murray, var tek-
ið úr læstri hjólageymslu við Fálka-
götu 11 hinn 14. mars. Vinsamleg-
ast hringið í síma 22378 ef sést
hefur til hjólsins eða það fundist.
Yíkveiji skrifar
Landsmönnum hlýtur að hafa
ofboðið ástandið á Alþingi
síðustu dagana fyrir þingrof. Þetta
er stofnunin sem setur lögin og því
mætti ætla að þar væru hlutimir í
röð og reglu. En annað kom á dag-
inn. Það virtist ríkja upplausnar-
ástand. Þingmenn vilja að virðing
Alþingis aukist. Það gerist ekki ef
þingmenn sjálfir ástunda svona
vinnubrögð.
XXX
örf herferð er farin af stað.
Nú á að góma þá ökumenn
sem aka yfír á rauðu ljósi. í þessum
dálkum hefur margoft verið bent á
að þessi tegund brota hefur farið
hraðvaxandi. Víkveiji vonar svo
sannarlega að herferðin beri árang-
ur.
xxx
Víkveija hefur borizt eftirfar-
andi bréf:
Tilefni þessa bréfs er kynning
þín 13. mars á nýyrðinu dreifræði
en því er ætlað að vera þýðing á
enska hugtakinu „subsidiarity" sem
kemur fyrir í EB-umræðunni. Ég
tel að í þýðingunni felist allt önnur
merkin en í hugtakinu sem þýða
skal. Dreifræði gefur til kynna kerfi
þar sem vald er varanlega dreift til
eininga sem áður voru lægra sett-
ar. Hingað til hafa önnur orð verið
notuð til að tákna þá merkingu. í
stjórnmálafræði er talað um fjöl-
ræði eða margræði (pluralism) og
valddreifíngu (decentralization). Þá
hefur í stjórnunarkennslu við H.í.
um árabil verið notað orðið dreif-
stýring (decentralization) sem and-
heiti við miðstýringu (centralizat-
ion) (sjá íslensk-ensk viðskipta-
orðabók 1989 og Ensk-íslenska við-
skiptaorðabók 1990).
Með „subsidiarity" (rakið til latn-
eska orðsins subsidium: stuðningur,
aðstoð, hjálp) er verið að tjá á ensku
þá meginreglu að „(Evrópu)banda-
lagið eigi einungis að fást við þau
verkefni, sem er árangursríkara að
leysa á sameiginlegum vettvangi
heldur en í hveiju aðildaríki fyrir
sig“, eins og þú orðar það vel.
Hugsunin er að sýna fram á að
yfirstjórn EB sé ekki valdaþyrst
heldur aðildarríkjunum einungis til
aðstoðar við að uppfylla markmið
bandalagsins. Heiðurinn af því að
hafa mótað stoðregluna á M. Lam-
oureux, hinn snjalli aðstoðarmaður
M. Delors forseta framkvæmda-
stjórnar EB (The Economist, bls.
30, 3. mars 1990).
Til greina kæmi að þýða orðið
„subsidiarity" sem stuðningsregla,
hjálparregla að stoðregla sem mér
þætti sýnu best. Mætti taka svo til
orða að verkefnaval yfirstjórnar EB
ráðist af stoðreglunni.
Hér er ekki verið að tala um eitt-
hvert -ræði heldur ákvarðanareglu
sem leiðir ekki til dreifræðis innan
EB heldur hægir í hæsta lagi á
miðræðinu sem oft er kvartað yfir.
Enda var reglan samin í þeim til-
gangi. Þýðingin sem þú minnist á
gæti gefið alranga mynd af stjórn-
kerfi EB. Svona geta hugtök verið
hættuleg!
Þórir Einarsson,
Viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla íslands.