Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 22
 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 Könnun á verði og gæðum uppþvottalagar: Sápa 6- 39% af innihaldi Erfítt fyrir neytendur að meta teng-sl verðs og gæða NEYTENDUR hér á landi geta valið á milli a.m.k. 37 tegunda af uppþvottalegi i 53 mismunandi umbúðum. Merkingarnar á umbúð- unum gefa enga vísbendingu um sápuinnihaldið í leginum. Þvi standa neytendur berskjaldaðir þegar þeir reyna að gera raunhæf- an verðsamanburð á uppþvottalegi. Niðurstöðurnar á rannsókn- inni á uppþvottalegi gefa tilefni til þess að gerðar verði kröfur um að á umbúðunum komi m.a. fram hvaða sápumagn sé í viðkom- andi þvottalegi. Verðlagsstofnun hefur á liðnum árum gert nokkrar kannanir þar sem kannað hefur verið efnisinni- hald vöru. Má t.d. nefna könnun á málningu og kjötvörum. Kann- anir hafa leitt í ljós að stundum er gæðum áfátt og innihaldsmerk- ingu ábótavant og er nú unnið að setningu ákveðinna staðla um innihald og merkingu á unnum kjötvörum. Verðlagsstofnun hefur nú í samvinnu við Neytendasamtökin gert könnun á þvottaefnum. Var Iðntæknistofnun íslands ráðin til að rannsaka sápuinnihald og aðra eiginleika efnanna. Niðurstöður rannsóknar á upp- þvottalegi er birt í 3. tbl. Verð- könnunar Verðlagsstofnunar frá þessu ári en niðurstöður rann- sókna á þvottadufti verða birtar innan tíðar. Tildrög rannsóknarinnar eru m.a. þau að almennir neytendur eiga erfítt með 'að meta gæði þvottaefna og hefur því verið hald- ið fram að þvottaeiginleikar sumra þvottaefna séu takmarkaðir. Er uppþvottalögur ekki bara uppþvottalögur? Þær 37 tegundir af uppþvotta- legi sem eru á markaðnum í 53 mismunandi umbúðum eru mjög misjafnar að gæðum. Sápuinni- haldið í uppþvottaleginum er allt frá því að vera 6% af rúm- máli Iagarins upp í 39%. Almennir framleiðslustaðlar gera ráð fyrir sápu sem nemur 10-40% af rúmmálinu en u.þ.b. 10 tegundir á íslenskum markaði innihalda sápu sem er minna en 10% af rúmmáli í uppþvottalegi. Einfaldur verðsamanburður gefur ekki vísbendingu um raunverulegt verð sápunnar Þegar borið er saman verð á hveiju prósenti af sápuefni í upp- þvottalegi (sem er eini raunhæfi verðsamanburðurinn) kemur m.a. í ljós að lögur sem við einfaldan samanburð er sá ódýrasti ú mark- aðnum í almennum neytendaum- búðum er í raun 10. ódýrasti upp- þvottalögurinn. Sá sem í raun er ódýrastur er með einföldum sam- anburði 5. ódýrasti uppþvottalög- urinn. Ódýrasti lögurinn er Today’s washing up liquid og kostar 5,0 kr. á % af sápuefni. Dýrasti lögur- inn í almennum neytendaumbúð- um er Hreins sítrónu sem kostar 16,3 kr. á % af sápuefni sem er 226% hærra verð en lségsta verðið. Er innlendur uppþvottalögur samkeppnisfær í verði? Þrátt fyrir vissa fjarlægðar- vernd innlendrar framleiðslu vegna flutningskostnaðar og 4% jöfnunargjald á kostnaðarverð innflutts uppþvottalagar er ódýr- asti íslenski lögurinn sá 14. ódýrasti af 39 gerðum sem eru á markaðnum í almennum neytend- aumbúðum. í stórum brúsum (u.þ.b. 4 lítra) er innlendur uppþvottalögur 4. ódýrasti lögurinn þegar vegið er saman verð og sápuinnihald. Þykkur uppþvottalögur þarf ekki að vera góður uppþvottalögur Sumir framleiðendur setja óvirk efni t.d. salt til að þykkja upp- þvottalöginn. Dæmi er um að þykkingarefni sem allt að 18% af þurrefnum í uppþvottalegi. Að gefa upp sýrustig á uppþvottalegi er ekki annað en auglýsingabrella Sex framleiðendur gáfu upp sýru- stig á uppþvottalegi. í nær öllum tilvikum var uppgefið sýrustig víðsQarri mældu sýrustigi. Að mati sérfræðinga hefur það ekkert hagnýtt gildi að gefa upp sýrustig á uppþvottalegi. Uppþvottalögur í algengum neytendaumbúðum Uppgefið magn (ml) Mælt magn (ml) Þurrefni Sápuefni % % Verð kr/á einlngu (mlðverð) Verð kr/á líter (mælt) Verð kr/á % sápuefni Today’s Washing Up Liquid 750 765 1.9,0 17,9 69 90,2 5,0 Ajax Nya disk 675 675 32,0 31,5 112 165,9 5,3 Prox 1 Itr 1000 22,5 22,0 119 119,0 5,4 Green force washing up liquid 1 Itr 1050 22,6 21,9 149 141,9 6,5 Lux Lemon 500 515 42,0 39,0 135 262,1 6,7 Life Style Lemon 750 750 20,9 19,5 99 132,0 6,8 Life Style 750 760 20,6 19,4 103 135,5 7,0 tex-i Lemon (450 gr) 440 464 20,3 20,2 67 144,4 7,2 Sparkle Washing Up Liquid 500 525 25,5 25,1 101 192,4 7,7 Crown crest lemon 1 Itr 1050 7,1 6,6 55 52,4 7,9 Fairy liquid Mildgreen 500 515 37,7 33,6 139 270,0 8,0 Lux liquid 1 Itr 1000 27,8 26,9 225 225,0 8,4 Vel Diskmedel, Lemon Lime 675 700 19,0 18,9 122 174,3 9,2 Vex m/eplailmi 700 685 20,6 20,3 129 188,3 9,3 Vel Extra Mild 675 690 19,3 19,0 128 185,5 9,8 Sparr með sítrónu 700 715 13,1 12,5 88 123,1 9,9 Hreinol sítrónu 500 515 18,5 17,7 91 176,7 10,0 Hreinol grænt 500 515 18,4 17,5 92 178,6 10,2 Formula 77 Lemon 1000 1000 9,2 9,1 94 94,0 10,3 Concentr. Shine Liquid 1 Itr 1050 6,5 6,3 69 65,7 10,4 Extra-Sitrónu 580 • 595 12,7 12,7 79 132,8 10,5 LuxLiquid 600 600 27,8 26,9 169 282,7 10,5 Vex m/sítrónuilmi (660 gr) 640 650 18,3 18,0 123 189,2 10,5 texi Ny m/protein 600 650 15,6 15,6 111 170,8 11,0 Formula 77 1000 1040 8,7 8,7 98 98,0 11,3 Þvol, grænt (505 gr) 488 495 19,6 19,5 109 220,2 11,3 Brugsen Mini risk opvask 500 515 27,2 26,4 154 299,0 11,3 Þvol (650 gr) 628 650 20,5 19,3 . 143 220,0 11,4 FK uppþvottalögur 700 720 64 88,9 11,4 Pvol (505 gr) 488 495 20,5 19,3 109 220,2 11,4 Primo grænn (580 gr) 570 590 11,4 10,7 71 120,3 11,5 Mildi uppþvottal. 480 495 20,6 19,8 113 228,3 11,5 texi Ny m/eddike 600 630 15,1 15,1 111 176,2 11,7 Palmolive 500 515 19,0 19,0 118 229,1 12,0 Fezza 1 Itr 1000 7,2 5,9 76 76,0 12,9 Prik Citronopvask T 750 760 9,8 9,6 96 126,3 13,1 Gité neutral 600 615 16,9 16,5 138 224,4 13,6 tex-i protein (450 gr) 436 450 14,2 14,0 86 191,1 13,7 Hreins sitrónu 750 750 9,7 9,3 113 150,7 16,3 Þegar litið er á verð miðað við sápumagn er dýrasti lögurinn „Hreins sítrónu" 3,3 sinnum dýrari en „Today’s washing up liquid“ sem er ódýrasti lögurinn sem kannaður var. Uppþvottalögur í stærri umbúðum Uppgefið magn (ml) Mælt magn (ml) Þurrefni Sápuefni % % Verð kr/á einingu (miðverð) Verð kr/á Ifter (mælt) Verð kr/á % sápuefni Vex m/sítrónuilmi (ca. 3800g) 3690 ml. 3720 | 18.3 18.0 377 101,3 5,6 Hreinol sítrónu 3,8 Itr. 3850 •8.5 17.7 384 99,7 5,6 Vex m/eptailmi 2 Itr. 2000 20,6 20,3 246 123,0 6,1 Extra-Sítrónu 3,8 Itr. 3830 12,7 12,7 308 80,4 6,3 Extra-Sítrónu 2 Itr. 2010 12,7 12.7 170 85,0 6,7 Vex m/sítrónuilmi (ca. 2020 g) 1960 ml. 2000 18.3 • ' 18.0 242 121,0 6,7 Þvol 3,8 Itr. 3800 20,5 19,3 508 133,7 6,9 Hreinol sítrónu 2 Itr. 2000 18,5 17,7 249 124,5 7,0 Hreinol grænt 2 Itr. 2000 1.8,4 17,5 247 123,5 7,1 Þvol 2 Itr. 2000 20,5 19,3 288 144,0 7,5 Nopa Citron opvask 2 Itr. 2000 12,6 12,4 193 96,0 7,7 FK uppþvottalögur 2 Itr. 1900 7,8 7,8 139 73,2 9,4 Formula 77 2000 ml 2010 . 8.7 8,7 163 81,5 9,4 Hreins sítrónu 2 Itr. 1940 9,7 ,9.3 201 103,6 11,1 Finnsk Kvikmyndavika: JÓLASVEINAR, EINN OG ÁTTA... Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó - Finnsk kvik- myndavika: Kúrekar frá Leningrad á ferð í Bandaríkjunum — Leningrad Cowboys Go America Leikstjóri og handritshöfund- ur Aki Kaurismáki. Aðalleik- endur Matti Pellonpáá, Kari Váánáne, Nicky Tesco. Finn- land 1989. Leningrad Cowboys Go Amer- ica stendur næstum undir fyndn- asta nafni á kvikmynd um langa hríð. Nú er Aki kominn á slóðir vinar síns og lærimeistara, Jims Jarmusch (sem fer meira að segja með lítið hlutverk bflasala í myndinni), þar sem hann heldur um flatneskjur og fátækrahverfí þeirrar niðurníddu Ameríku sem hefur tæpast sést á tjaldinu nema í myndum Jarmusch. Segir hér af „hljómleikaferð” svo slæmrar rokkhljómsveitar - sem myndin dregur nafn sitt af - að hún er talin sú versta í heimi, en þessir hæfileikasnauðu átt- menningar halda til Ameríku ásamt umbanum Vladimir (Matti P.), því þeir hafa heyrt að Kan- inn gleypi við hvaða óþverra sem er. „ ... swallow any kind of shit“, eins og segir í fleygum textanum! En Ameríski draumurinn dag- ar uppi á óþrifabúlum, slömm- hverfum, eyðiströndum og út- kjálkum draumalandsins og end- ar niður í Mexíkó. Aki hefur sennilega aldrei ver- ið pönkaðri né fyndnari, það er ekki hægt að lýsa þeim áhrifum sem þessi snargeggjaða absúrd- gamanmynd hefur á mann. Sjón er sögu ríkari. Hún er vissulega ekki fyrir alla en aðdáendum Akis er hún hreinasta veisla. Þeim mun örugglega fjölga vegna þessarar kvikmyndahát- íðar og hefði myndin örugglega staðið undir sér á almennum sýningum. Hljómsveitin er sam- ansafn heldur ótótlegra ung- menna sem eru leiknir af full- komnum skilningi af hressum náungum með skopskynið í lagi. Bestur af öllum er Matti P., sem hér fer með hlutverk leiðtogans, andstæðu tugthússlimsins í Dolly og elskhuga hennar. Þó ekki sé langt í hann. Þeir sem hafa gam- an að fáránleikanum, listilega framreiddum, mega ekki missa af henni þessari. Sjón er sögu ríkari og Aki engum líkur. Sýningar í dag:Amazon, Kú- rekar frá Leningrad á ferð í Bandaríkjunum. LÚÐALÍF Finnsk kvikmyndavika í Há- skólabíói: Dolly og elskhugi hennar - Rápsy ja Dolly Leikstjóri Matti IjSs. Aðalleik- endur Matti Pellonpáá, Raija Paalanen, Pertti Sveholm. Finn- land, 1990. Finnskir kvikmyndagerðarmenn hafa greinilega ofuráhuga á lífi í botnfallinu og persónum sem skera sig úr sléttgreiddu mannhafinu. Kynlegir kvistir sjálfsagt í útrým- ingarhættu þar sem annars staðar. Allar myndimar á hinni forvitni- legu og vel þegnu kvikmyndaviku þeirra fjalla að meira og minna leyti um undirmálsfólk að undan- skilinni bamamyndinni Pési og III- usia. Og flestir kannast við efnivið finnskra sjónvarpsmynda. Það má vera að þetta sé landlægt tlskufyr- irbrigði, en þá hefur það staðið lengi. Og leikstjórar séu hinir mestu sérvitringar. En umfjöllun- arefnið, þessa lítils megandi auðnu- leysingja og brennivínsslugsara, er einkar kærkomin tilbreyting frá iðnaðinum — í viku tíma. Dolly og elskhugi hennar segir frá miðaldra smáglæpamanni og vesalingi sem flækist í umkomu- leysi í mannlífsdreggjunum, ný- sloppinn úr tugthúsinu. Reynir að finna fótfestu í félagsskap gamals kunningja úr glæpabransanum, sem nú rekur klámverslun og ólög- leglegan innflutning á sovéskum málverkum. Meginhaldreipið verð- ur þó vínsvelgurinn Dolly, bosma- .mikill, roskinn kvenmaður sem dreymir löngum um sitt ljúfa líf í heimsborginni París. Hvar hún starfaði í blóma lífsins sem fata- fella m.m. Eins og smákrimminn hafi ekki nóg á sinni könnu þá er hann hundeltur af lögreglunni sem reynir að veiða uppúr honum vitn- eskju um málverkasmyglið. Fyrst og fremst grátbrosleg lýs- ing á guðsvoluðum aðalpersónun- um sem eru snilldarlega leiknar af Matta og Raiju. Gæfuleysið fellur að síðum þeirra, eins og ort var um frægan, íslenskan ólánsmann. Umhverfið er með eindæmum óhijálegt en kvikmyndagerðar- mennirnir ná sér oftar en ekki á flug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.