Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 44
t MÖR'GUNBLAÐIÐ * FÖSTUBAGUH* 22 J íMARZ1 l§ð 1 '44 Minning: Guðríður G. Bang Fædd 1. maí 1912 Dáin 16. mars 1991 Ferjan nemur staðar við hafnar- garðinn. Þar er margmenni, ungir og aldnir. Þeir fullorðnu eru í óða- önn að títmda og borga tollinn, og bömin eru með gullin sín. En hver fer næstur, hver fer nú í sína hinztu för með feijunni yfir fljótið til lands- ins fyrirheitna? Því ræður líkaböng. Ómurinn frá henni berst yfir mann- þröngina, og hver á sinn hljóm, sem okkur er ekki ætlað að greina fyrr en okkar tími er kominn. Gamalt máltæki segir: „Ungur má en gam- all skal.“ Þetta eru algild sannindi. Nú hefur lagt upp í sína hinztu för öldruð vinkona mín, Guðríður Guðmundsdóttir Bang. Hún var kölluð til fetjunnar þann 16. þessa mánaðar, hún hafði verið lasburða lengi. Guðríður, eða Dídí eins og við vinir hennar kölluðum hana, var fædd hér í Reykjavík þann 1. maí 1912, dóttir hjónanna Svanlaugar Benediktsdóttur og Guðmundar Sigurðssonar klæðskera. Hún missti móður sína 5 ára gömul, þá í stórum systkinahópi. Var hún skömmu síðar tekin í fóstur af sæmdarhjónunum Kristínu og Axel Meinholt. Ólst hún upp hjá þeim og kostuðu þau hana til mennta og bjó hún heima hjá þeim þar til hún gifti sig, en hún gekk að eiga Karl Oluf Bang þann 15. október 1938. Ég veit að Dídí hefur verið glæsi- leg ung stúlka með sitt milda bros og fallegu framkomu, og víst er um það að margir sveinarnir hafa litið hana hýru auga, en hún átti völina, og hún valdi rétt. Ég kynntist Óla Bang, eins og við vinir hans kölluðum hann, pg Dídí fyrst snemma árs 1944. Ég hafði þá orðið svo hamingjusamur að kynnast og fella hug til hálfsyst- ur hans, Selmu Kaldalóns, og fórum við í heimsókn til þeirra. Þau tóku okkur opnum örmum, eins og ætíð síðar. Þau voru þá búin að eignast tvo fallega drengi, sem hafa orðið þeim stoð og stytta. Við Dídí áttum eitt Sameiginlegt, við bundumst fjölskylduböndum Kaldalónsfjölskyldunni, Margrethe og Sigvalda Kaldalóns, lækni í Grindavík. Dídí giftist, eins og áður er getið, Karli Oluf Bang, syni Margrethe og uppeldissyni Sigvalda Kaldalóns, og ég giftist Selmu dótt- ur þeirra. Þetta var okkur báðum mikið gæfuspor. Tengdaforeldrar okkar voru okkur elskuleg, og hefur aldrei borið skugga á þau fjöl- skyldubönd. Karl Oluf var elstur þriggja bræðra og Selma eina dótt- irin, þeirra barna er upp komust. Lífshlaup Óla og Dídíar hefur verið gæfuríkt. Þau eignuðust syn- ina Erling Bang, kvæntan Dagnýju Karlsdóttur og eiga þau þijá syni, og Guðmund Bang, kvæntan Gerði Guðjónsdóttur og eiga þau þtjár dætur. Óli og Dídí voru samhent og stuttu hvort annað, og alltaf var ánægjulegt að heimsækja þau. Undanfarin nokkuð mörg ár bjuggu þau í þjónustuíbúð á Dalbraut 21. Þar fór vel um þau. Nokkra síðustu mánuðina var Dídí hjúkrunarsjúkl- ingur, og þá kom best í ljós, hve vel Óli gætti hennar, nótt sem dag. Þegar hún gat ekki svalað þorsta sínum, þá kom hann, og þegar hún gat ekki gengið óstudd, þá kom hann og var lampi fóta hennar. í starfi mínu hefi ég kynnst mörgum öldruðum sjúkum, en ég hefí hvergi séð eins mikla natni og nærgætni eins og Óli sýndi Dídí, og var hún á heimili þeirra allt til þess hún ájbti hálfan mánuð ólifað, en einnig ber að geta þess og þakka að starfsfólk í þjónustudeildinni, bæði hjúkrunarfólk og aðrir, veittu þeim frábæra aðstoð. Dídí kunni að meta nærfætni og kærleika manns síns, og þakkaði hún það oft á meðan hún gat tjáð sig, og eina ósk hafði hún oft borið fram, og hún var sú, að hún yrði burtkölluð á undan honum, því að hún vildi fá tækifæri til að búa honum stað, og nú hefur henni orð- ið að ósk sinni. Hún var kaþólskrar trúar, trúin var hennar hjartans mál, og trúði hún staðfastlega á þá upprisu sem kristin trú boðar. Ég þakka Dídí langa og ánægju- lega samfylgd, sem aldrei bar skugga á. Við Selma áttum margar gleðistundir á heimili þeirra. Það vil ég nú þakka. Ég votta Óla mági mínum, sonum hans og tengda- dætrum og barnabörnum innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Jón Gunnlaugsson Hún bar það hlýja, holla þel, sem hverfur ekki úr minning. (Einar Benediktsson) Mér flaug þetta í hug, er ég tók mér penna í hönd til að minnast með örfáum orðum æskuvinkonu minnar, Guðríðar Bang (Dídí). Kynni okkar hófust er ég settist í Landakotsskóla, nýkomin frá Dan- mörku, en þar liggja mín bernsku- spor. Við urðum strax mjög nánar og tengdi kaþólska trúin okkur saman. Ég minnist sérstaklega und- irbúnings fyrstu altarisgöngunnar; en það er meira mál en fermingin í kaþólskum sið. í heila viku vorum við ungmennin öll, burtséð frá aldri, i kristindómsfræðslu frá morgni til kvölds. Gleði og græskulaust gam- an var einnig viðhaft. Dídí var vel af guði gerð, hún var æringi í leik og gáskafull, auk þess afar listræn. Við vorum óað- skiljanlegar á æskuárunum; uns við um svipað leyti giftum okkur, hún Karl Oluf Bang, en ég Þórði Guð- johnsen. Heimili hennar í Reykjavík en mitt á Húsavík. Samt rofnaði vináttan ekki. Þegar ég 23 árum síðar kom aftur til Reykjavíkur, þá orðin ekkja, fann ég hve vinátta okkar var djúpstæð og fölskvalaus. Heimili Óla og Dídíar stóð mér ætíð opið og á ég þeim hjónum margt gott upp að unna. Sönn vin- átta er gulli betri. Ég kveð kæra vinkonu með klökkum huga. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður Guðbrandsdóttir Frú Guðríður G. Bang er látin eftir þungbær veikindi á síðustu þremur árum, sérlega á því síðasta. Guðríður var fædd 1. maí 1912. Hún var dóttir hjónanna Guðmund- ar Sigurðssonar, klæðskera, og Svanlaugar Benediktsdóttur. Guð- ríður var sex ára gömul í miðjum átta barna hópi, þegar móðir þeirra dó, 1918. Svanlaug þótti bæði mik- ilhæf og góð kona. Sagt var að hún stjórnaði verkstæðinu af mesta myndarskap, ef maður hennar var vant við látinn. Þau hjón voru efn- uð, ríkti þar glaðværð og rausn. Hjónin ráku umsvifamikla klæðaverslun. Guðmundur klæð- skeri hafði marga lærlinga, bæði karla og konur. Þekktastur þeirra síðar var Andrés Andrésson, klæð- skeri, sem margir Reykvíkingar muna enn. Nærri má geta að mikil sorg ríkti á heimilinu, þegar þessi góða móðir og kjölfesta heimilisins var dáin. Fljótlega kom í ljós, að Guðmund- ur gat ekki sinnt til fullnustu bæði börnunum og verkstæðinu. Þijár móðursystur barnanna voru í bæn- um. Þær tóku saman ráð sín og buðu Guðmundi að fóstra fyrir hann sitt barnið hver. Þannig atvikaðist það að Guðríður litla ólst upp hjá Meinholtshjónunum, Kristínu og Axel Meinholt, sem var danskur. Hann var lærður húsgagnabólstr- ari. Guðríður hefur alla tíð verið sér- lega viðkvæm og fíngerð, átt erfítt með að horfa á veikindi, eða jafn- vel að koma inn í sjúkrahús. Nokk- uð af því kann að mega rekja til þess, er hún mætti sorginni svo snemma, móðurmissinum. Auk þess varð það erfitt fyrir barnið fyrst í stað, að hverfa frá stóra barnahópn- um, sem hafði verið glaðvær á meðan móðir þeirra lifði, og koma svo á barnlaust heimili, þar sem enginn var til að leika sér við. Litla stúlkan saknaði þess líka, að brúð- urnar hennar urðu eftir. Líklega hefur hún ekki haft orð á því. Hún fékk víst engar í staðinn. Húsbónd- inn gerði skarpan greinarmun á því sem var þarft og því sem hann taldi óþarft. Auðvitað þótti hjónunum vænt um að fá litlu stúlkuna. Þau voru henni mjög góð. En allt var þar i fastari skorðum en hún hafði vanist áður. Guðmundur klæðskeri varð kaþ- ólskur eftir konumissinn. Hann vildi því að yngri böm sín yrðu kaþólsk. Ein af systrum Guðríðar varð nunna. Hún varð skólastjóri barna- skólans í Landakoti. Hún hét Svan- laug, en nunnunafn hennar var Klementía. Guðríður litla gekk í bamaskóla hjá nunnunum í Landa- koti. Það gerðu líka mörg böm efna- manna í Reykjavík. Sá skóli þótti sérlega góður. Síðar gekk Guðríður í Verslunarskólann og lauk þaðan prófi. Því til viðbótar fékk hún sér- staka tíma í ensku. Meinholtshjónin kostuðu hana líka til náms í píanó- leik og gáfu henni vandað píanó. Slík menntun til bókar var engan veginn sjálfsögð á þeirri tíð, þótt um greinda unglinga væri að ræða. Svo var Guðríður send á hússtjórn- arskóla í Danmörku, sem fósturfor- eldrar hennar kostuðu. Hún kom svo strax heim að því námi loknu og var hjá fósturforeldrum sínum. Hún var mikið með þeim. Hún vann hjá þeim í búðinni, þau ráku snyrti- og gjafavömverslun á Laugavegi 5, þar sem þau bjuggu. Og unga stúlkan þjónaði þeim hjónum á alla lund. Guðríður var alla tíð dálítið hlé- dræg, átti ekki marga vini, en var afar trygg og vinaföst. Hún var mikið gefin fyrir handavinnu. Hún hafði líka gaman af að teikna og mála. Hún lærði að mála á postul- ín. Hún gerði mikið af því. Guðríður var orðin 26 ára göm- ul, þegar hún hitti ungan verslunar- mann, sem náði hug hennar og hjarta, Karl Óluf Bang. Hann var aldanskur, en var stjúpsonur Sig- valda læknis Kaldalóns, tónskálds, og uppalinn að mestu í Ármúla í Djúpi. Hann hafði stundað sjó frá Æðey um tíma. En síðar lauk hann prófi frá Verslunarskóla íslands. Hann vann um tíma hjá kaupfélag- inu á ísafirði. Talað var um á ísafirði að Karl Ó. Bang, væri mjög góður starfsmaður og mikið snyrti- menni og prúðmenni. Hann heldur þeim eiginleikum enn. Einhvern tíma hafði hann á þeim árum látið í ljós undrun sína yfir því, að sendi- sveinninn, hjá kaupfélaginu, hefði gengið í hjónaband. — „Maður sem hefur lægri laun- en ég,“ sagði Karl. Viðmælandinn svaraði: „Ef þú ætl- ar að bíða með að kvænast þangað til þú ert orðinn ríkur, verðurðu lík- lega nokkuð gamall, þegar að því kemur.“ Karl var orðinn rúmlega þrítugur, þegar hann áleit, að hann gæti boðið konu sinni forsvaranlegt heimili. Hann var þá sölumaður hjá Jóhanni Ólafssyni og co. Hann gekk að eiga ungfrú Guð- ríði Guðmundsdóttur 15. október 1938. Þau voru gefin saman í Kristskirkju. Til er falleg brúðar- mynd af þeim hjónum. Brúðurin í hvítum síðum brúðarkjól með hvítt sítt slör og blómasveig, fríð og ham- ingjusöm ung stúlka. Hún hafði falleg dökkblá augu og þétt dökk- jarpt bylgjað hár. K. Ó. Bang segir um konu sína, að hún hafi verið myndarleg, smekkleg og lagt sig fram um að hafa heimili sitt alltaf hreint og snorturt, þótt ekki væri um auð að ræða. En skortur var þar aldrei. Húsmóðirin hafði líka vanist því, að vel væri farið með alla hluti og kaup látið endast. Hjónin höfðu oft góð ráð, þegar fram liðu stundir. Meðal annars varð hann snemma bíleigandi, sem var fremur fátítt í þá daga. Mun Karl Óli hafa verið ósínkur og haft gaman af að fara með konu og böm í sumarferðir, sem heldur var þá sjaldgæft að menn gerðu. Hjón- in eignuðust fyrsta barn sitt, Erl- ing, 1. október 1939. Næsti sonur fæddist 16. júní 1941, skírður Guð- mundur Ámi. Og þriðji sonurinn fæddist 15. nóvember 1945, hlaut nafnið Karl Finnur. Hann veiktist og dó á fyrsta ári. Frú Guðríður tók veikindi og dauða litla drengsins mjög nærri sér. Hún veiktist eftir að þau misstu hann, svo nærri henni gekk sorgin og hugsunin um þján- ingarnar sem hann leið. Litli drengurinn var jarðsettur 20. september 1946. Þegar fram liðu stundir tók móðir hans að geta sinnt daglegum störfum. Sorgin kyrrðist smátt og smátt, en aldrei var hann þeim gleymdur, „drengur- inn litli sem dó“. (E.K.) Synirnir tveir sem komust upp voru foreldrum sínum til gleði. Erl- ing lærði húsgagnasmiði, tók meist- arapróf í þeirri grein. Hann setti upp húsgagnaverslun og teppa- verslun um tíma með föður sínum. Guðmundur Árni var kostaður til Englands að læra ensku, en til 'Danmerkur og Svíþjóðar að læra fiskeldi og laxeldi. Hann rekur lax- eldisstöð. Hann kunni sjálfur vel til verks og hefur gengið vel. Þau hjón Karl Óli og frú Guðríð- ur áttu góða daga saman á sínum starfsárum. Hann lagði gjörva hönd á margt, m.a. rak hann verslun. Eftir að synir þeirra komust upp fór hann margar verslunarferðir til útlanda. Og tók þá alltaf konu sína með. Þau áttu eitt af þessum fallegu Reykjavíkurheimilum. Þar voru fagurlega málaðir postulínsvasar, hlutir, sem hún málaði sjálf. Og fögur handavinna hennar prýddi líka heimilið. En þegar Karl var að verða áttræður seldi hann húsið og þau fluttu í litla íbúð á Dalbraut 21. Rétt eftir það fékk hann vott af kransæðastíflu. Og næsta ár varð + HARALDUR GUÐMUNDSSON, Faxabraut 20, Keflavík, lést í Borgarspítalanum 21. mars. Erla Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær faðir okkar, JÓNAS GUNNLAUGSSON, Ánahiíð 6, Borgarnesi, áðurá Hvolsveili, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 20. mars. Börn hins látna. + Jarðarför bróður okkar, fósturbróður og mágs, MEYVANTS RÖGNVALDSSONAR, Lindargötu 18, Siglufirði, fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 23. mars kl. 14.00. Jóhann Rögnvaldsson, Erna Rósmundsdóttir, Aðalheiður Rögnvaldsdóttir, Gottskálk Rögnvaldsson, Unnur Jónsdóttir, Aðalbjörn Rögnvaldsson, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Bjarni Árnason. ' ' + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR J. SVEINSSON loftskeytamaður, Dunhaga13, andaðist á Hrafnistu aðfaranótt 21. mars. Sigurbjörg Steindórsdóttir, Steindór I. Ólafsson, Hulda G. Johansen María Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JARMILA V. FRIÐRIKSDÓTTIR, lést á heimili sinu miðvikudaginn 20. mars. Ægir Ólafsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður mínn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR GUÐBJARTSSON bóndi, Hjarðarfelli, verður jarðsunginn frá Fáskrúðarbakkakirkju á morgun, laugardag- inn 23. mars, kl. 14.00. Bílferð verður frá BSÍ kl. 10.30. Ásthildur Teitsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.