Morgunblaðið - 22.03.1991, Side 38

Morgunblaðið - 22.03.1991, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 38 Myndin er af Skutulsfirði: Tungudal og Holtahverfi. Byggingar flugvallarins á Isafirði, en hæst trónir svokallaður Kubbur, fjallið milli Dagverðardals og Engidals. Sandhrúgan er sigtaður sandur í malbik flugvallarins i sumar. A nýársdag 1991 eftir Jens íKaldalóni Foldin skartaði sfnum fegursta feldi, fannhvítri mjöllinni sem yfirbreiðslu, að hvergi sást í dökka díla um þessi áramót, rétt eins og hún vildi fela sig fyrir allri armæðu, umstangi og ósköp- um sem á ganga í fari mannkind- arinnar í hátíðarumstanginu öllu, og þeim veraldarumsvifum sem ábúendur hennar toga og teygja endalaust á milli sín. Götuljósadýrðin speglaðist í lognkyrrum pollinum hér á Isafírði. Höfuðskip byggðarlags- ins, togaramir, í skipulegum röð- um bundin við hafnargarðinn, skreytt ljósaseríum stafna á milli, tilkomumikil og fögur sjón. Skips- hafnir þeirra í mildri kyrrð jólanna á heimilum sínum, í mildustu kyrrð tilvem sinnar, vitandi í sælu sinni, að þessi fögru fley fluttu að landi hér þá dým lífs- björg, sem allir vita að er hom- steinn tilveru allrar lífsbjargar, landi sínu og þjóð til handa. Én það ef ekki síður lúmskt, sem minni bátarnir hér allir að landi béra, enda tilvera byggð- anna tilkomuminni ef þeirra nyti ekki við. Áramótabrennurnar og bjarm- ar hinna voldugu loftsóla, sem í öllu sínu veldi lýstu upp loftin blá, ásamt með blikandi flugeld- um og skrautijósum, settu þá ekki síður svip sinn á tilvemna, að sem í skugga skammdegisins lýstu hér upp fjörðinn, sem á blik- andi sumarkveldi að kvöldsólin geislar hér milli fjallanna í unaði og kyrrð daganna. En þá inn var sest á gamlárs- kvöld til að horfa á áramótas- kaupið verður manni lengi í minn- um höfð sú aumkunarlegasta gólftuska, sem með eindæmum lokaði fyrir unað allan, að þeirri hörmungarsögu er ekki nokkur leið að lýsa svo sem vert væri, eða maður leggur sig ekki niður við það. Það er svo langt, langt frá því að þetta geti talist boðlegt til ásýndar nokkmm manni í vol- æði sínu og vitleysugangi, að mann undrar það að slíkt og því- líkt skuli nokkur maður leyfa sér að bjóða þjóðinni uppá, í skjóli þess, að til skemmtunar teljast megi, og hugsa sér allan þann mannsöfnuð og milljónir, sem í þetta er sóað, það er alveg hroða- legt. En svo brosti nýársdagurinn við í brosmildu sakleysi sínu, sem nýfdæddur hvítvoðungur, með alla sína lífsgátu óráðna í farteski sínu um þá 365 daga sem fram- undan em. Allir vona að blíðum bjarma strái á vegferð hvers og eins, — og sem okkar elskulegi þjóðhöfðingi birtist á skjánum í sínu ljúfasta brosi með leiðsögn í dýmm skrúða — þeim til handa sem nokkuð virðast misstíga vilja þær römmustu rúnir sem reistar verið hafa í það djúpstæða sálar- „Það er svo langt, langt frá því að þetta geti talist boðlegt til ásýnd- ar nokkrum manni í volæði sínu og vitleysu- gangi, að mann undrar það að slíkt og þvílíkt skuli nokkur maður leyfa sér að bjóða þjóð- inni uppá, í skjóli þess, að til skemmtunar telj- ast megi, og hugsa sér allan þann mannsöfnuð og milljónir, sem í þetta er sóað, það er alveg hroðalegt.“ mynstur, sem lengst af blundað í þeirra huga — sem frelsinu unna um dýrmætustu perlu tilvemnnar. Svo kemur hér gáta ársins, Kaldur er kominn þó af kvennakyni, kærleiksrikur jafnan er við sína syni, og kann sér ósköp vel að velja góða vini. Ekki frýs hann úti þó í hörkufrosti, fríður mjög og marga hefur góða kosti, hlýr og glaður venjulega við mér brosti. Hvað heitir maðurinn? Höfundur er bóndi og fréttaritari Morgunblaösins. Þakkarbréf til Jóhannesar R. Snorrasonar eftir Þórarin Lárusson Kæri Jóhannes. Þegar ég var ungur drengur að alast upp suður í Skeijafírði fýrir u.þ.b. 40 ámm (f. 1940), fylgdumst við krakkarnir mikið með flugvélun- um, — ólumst upp við dyninn frá þeim og við dáðum þá, sem stjórn- uðu þeim, — þeir vom hetjur í okk- ar augum, og þótt við sæum aldrei þessar hetjur loftsins, nefndum við ætíð nöfn þeirra í lotningarfullri aðdáun. Ekki man ég betur en einn þessai'a manna hafí verið Jóhannes R. Snorrason (í minningunni man ég þó ekki eftir errinu). Þótt þessir ágætu menn, hafí með ámnum færst nokkuð niður úr háloftunum og nálgast vort mannlega plan, hefur samt ætíð örlað nokkuð á þessu dálæti mínu á ykkur. Hefur mér oft komið til hugar að þið hljótið að nota ykkur aðstöðuna þarna uppi til að öðlast meiri víðsýni í fyllstu merkingu orðsins en aðrir menn. Þegar ég las grein þína, „Hættu- legur áróður", sem birtist í Morgun- blaðinu 13. febrúar sl., fannst mér þetta eiga svo sannarlega við rök að styðjast, því að svona skrifa ekki aðrir en víðsýnar hetjur nú á dögum, þegar hver silkihúfan upp af annarri hér heima, virðist tilbúin til að nota fullvéldið, ávöxt alda- langrar baráttu forfeðra okkar, sém skiptimynt fyrir mola af hlaðborð- um giragra miðstýringarherra í Brassel, þar sem ríkustu þjóðir Evrópu eru að sníða hinni nýju heimsvaldastefnu sinni stakk. Haf þú þökk fyrir að varpa þessu sterka vonarljósi út í svartnættið. Nú vil ég gerast svo djarfur að nota tækifærið og spyija þig álits á öðm máli, sem þó er náskylt hinu fyrrnefnda. Hér er átt við hina margumtöluðu byggðastefnu, sem í eðli sínu stendur og fellur með því að við fullnýtum náttúruauðlind- ir okkar sjálf af gætni og kunn- áttu, svo sem kostur er, í þeim til- HUGLEIÐING A FOSTU eftir Frans van Hooff Skiptar skoðanir em um það, hvort Jónas hafí verið til eða hvort sagan um hann sé tilbúningur. Eitt er þó víst: hann er mikill spámað- ur, sem kenndi gyðingum á sínum tíma mikið svo og okkur nú á dög- um. Drottinn sagði við Jónas: „Far þú til Níníve og prédika þar móti henni, því að vonska þeirra er upp- stigin fyrir auglit mitt.“ Vonska þeirra var mikii. Níníve var höfuð- borg Assýríu, þess lands sem hafði oftsinnis gert árás á ísrael, her- leitt, brytjað niður, og útrýmt svo grimmilega að norðurríkið, sem var samansett úr tíu kynkvíslum Isra- els, var ekki lengur til eftir þessar árásir. Norðurríkið var horfíð. Jónas átti að fara og prédika: „Að fjömtíu dögum liðnum skal Níníve verða í eyði lögð.“ En Jónas gerði það ekki. Hvers vegna? Svar- ið er að finna í enda sögunnar, þar sem Jónas segir við Guð: „Ég vissi að þú myndir fyrirgefa og bjarga borginni, ef hún gerði iðrun.“ En það vildi Jónas ekki. Hann vildi að refsing kæmi fram. Þess vegna fór hann ekki austur til Níníve, heldur vestur til Tarsis. Hann fór á sjó, langt í burtu, þar sem hann hélt að Guð síns lands gæti ekki lengur séð hann. Hann fór niður í bátinn, þar sem dimmt var. Hann hélt að hann væri þár enn betur hulinn fyrir augum Guðs síns. En Guð sá hann samt. Hann sýndi að hann er skapari himins og jarðar, lands og sjávar. Hann varpaði miklum stormi á sjóinn. Skipverjar urðu hræddir og hét hver á sinn Guð með heitum bænum. Jónas svaf vært. Gyðingar héldu að þeir væm betri en heiðingj- ar. En hér sjáum við að heiðingjar fara með bæn, en Jónas ekki. Skipveijar köstuðu hlutum, hveijum þessi ógæfa væri að kenna. Hlutur Jónasar kom upp. Þeir spurðu: „Hvaðan kemur þú?“ Jónas svaraði: „Ég er Hebrei og dýrka Guð aiheimsins. Kastið mér í sjó- inn, og mun þá hafíð kyrrt verða fyrir ykkur.“ Skipveijar kölluðu til Drottins, og köstuðu Jónasi í sjó- inn. Varð hafíð þá kyrrt. Skipveijar óttuðust Drottin harla mjög og færðu honum sláturfóm. Gyðingar héldu að Guð myndi aðeins hjálpa þeim sjálfum, hinu útvalda fólki. En hér kemur glöggt í ljós að hann bjargar einnig heið- ingjum. En Guð bjargaði jafnvel Jónasi, hinum óhlýðna spámanni, með því að láta stórfisk gleypa hann alveg. Eftir þijá daga bauð Drottinn fisk- inum að spúa Jónasi upp á þurrt land. Aftur kom orð Drottins til Jónas- ar. Nú hlýddi Jónas, fór til Níníve og prédikaði: „Að fjömtíu dögum liðnum skal Níníve verða í eyði lögð.“ Konungurinn stóð upp úr hásæti sínu og huldi hærusekk. Allur lýðurinn hrópaði til Guðs og iét hver og einh af sinni vondu breytni. En þegar Guð sá þetta, lét hann refsingu sína ekki koma fram. Áður hafði annar spámaður, Jer- emías, prédikað í Jerúsalem og hvatt konunginn Jójakim að gera iðrun en Jójakim gjörði það ekki, heldur reyndi að taka Jeremías höndum. Þess vegna kom refsingin fram og Jerúsalem var í eyði lögð. Gyðingar héldu að þeir væru betri en heiðingjar, en hérna bendir allt á að heiðingjar breyti miklu betur en gyðingar. Jónas var mjög óánægður og bað: „Guð, ég vissi að þú ert mis- kunnsamur og líknsamur Guð, þol- inmóður og gæskuríkur. Þú hefur lofað að eyðileggja borgina. Gerðu það. Þeir verðskulda það. Þetta er vont fólk. Brenndu alla borgina. En það var svo heitt héma, í brennandi sólskininu.“ En Guð hjálpaði sínum óánægða spámanni aftur og lét á undursamlegan hátt vaxa tré til að veita honum skugga. Daginn eftir sendi Guð orm, sem stakk tréð, svo að það visnaði. En Jónas sagði við Guð: „Mér er betra að deyja en lifa í þessum óþolandi hita.“ En Guð spurði: „Er það rétt að reiðast svo vegna trésins?“ Hann svaraði: „Já, það er rétt.“ En Drott- inn sagði: „Þig tekur sárt til trés- ins. Skyldi mig ekki taka sárt til Níníve, hinnar miklu borgar, þar sem búa hundrað og tuttugu þús- undir bama og fjöldi skepna?“ Læmm af þessu: Ef Guð hótar refsingu, er það alltaf háð því skil- yrði að þið gerið ekki iðrun. Guð langar að bjarga öllum. Hann getur notað okkur öll þrátt fyrir alla galla okkar, eins og hann notaði þennan óhlýðna Jónas til að bjarga bæði skipveijunum og hinni miklu borg Níníve. Jónas er tákn Jesú: Hann sagði: „Kastið mér í sjóinn, og mun þá hafíð kyrrt verða fyrir ykkur.“ Seinna myndi Kaifas segja um Jesú: „Það er betra að einn maður deyi fyrir lýðinn, en að öll þjóðin tortím- ist.“ Guð langar að bjarga öllum’ vondum sem góðum, ef þeir aðeins vilja gera iðrun, því að hann er miskunnsamur. Höfundur er kaþólskur prestur í Karmelítaklaustrinu í Hafnarfirði. Þórarinn Lárusson „Hér ber hæst að ein- stakir landshlutar fái í hendur verulega óskertari hlut af eigin aflafé og vald til þess að verja því að eigin ósk.“ gangi að vera okkur nógir í bráð og lengd fá sem flestum sviðum. Orð ráðamanna, sem bæði hafa verið mörg og fjálgleg, hafa hingað til reynst dauð og ómerk, enda at- hafnir, ef einhveijar hafa verið, oftar en ekki, gengið þvert á líkleg- an árangur, sem rri.a. lýsir sér í geigvænlegum fólksflótta suður. Til að vinna gegn þessari óheilla- þróun hefur verið við lýði þverpólit- ísk byggðahreyfíng, sem Útvörður nefnist og hefur gefíð út samnefnt blað, auk ritisins „Byggðamál á Norðurlöndunum" á sl. ári, en þess- ar ritsmíðar sendi ég þér sérstak- lega. Það er auðvitað til of mikils mælst að þú lesir þessi tilskrif spjalda milli. Það þarf þó ekki lengi að glugga í þau til að í ljós komi röksemdafærsla hreyfíngarinnar fyrir nauðsyn þess að komið verði á ákveðnum stjórnkerfísbreytingum í landinu, sem helst geti tryggt nauðsynlega stefnubreytingu í þró- un byggðar í landinu, m.a. með því að fara í smiðju til hinna Norður- landanna. Hér ber hæst að einstakir lands- hlutar fái í hendur vemlega óskert- ari hlut af eigin aflafé og vald til þess að veija því að eigin ósk fýrir tilstilli þar til kjörinna fulltrúa heima fyrir. Þá verður, með stór- auknu vægi persónukjörs, að minnka vald einstakra stjómmála- flokka og embættismanna. Margt fleira mætti nefna, en mig langar til að inna þig álits á þessu fyrst, enda em þetta hin stóru málin. Með bestu þökk og virðingu. Höfundur er tilraunastjóri á Skriðuklaustri. ---------------------- ■ LA UGARDA GSKAFFI Kvennalistans verður laugardag- inn 23. mars á Laugavegi 17, 2. hæð, kl. 17.00. Dagný Kristjáns- dóttir bókmenntafræðingur ræðir um tímahugtakið. Heimspekingar og skáld hafa velt tímahugtakinu fýrir sér um aldaraðir og í seinni tíð hafa feministar líka velt fyrir sér hvort sú umræða þurfi ekki að taka mið af kynjunum. Þær hafa spurt hvort konur og karlar upplifi tímann á sama hátt og hvort ríkj- andi tímaskilningur á Vesturlönd- um henti konum. Hvernig myndu konur ákvarða tímann ef þær réðu tíma .sínum sjálfar? _ -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.