Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 Opið bréf til forseta Sovétríkjanna, hr. Mikaels Gorbatsjovs frá Hannesi Þorsteinssyni Þegar félagi Jósef Stalín setti Finna í skuldafangelsi. 1. kafli. Liðin er rúmlega hálf öld síðan Jósef Djugasvili Stalín fyrirskipaði hina fólskulegu árás á smáríkið Finnland, sem forlögin illu heilli fyrir Finnland, sköpuðu sameigin- leg landamæri með Rússlandi að austan. Jósef Stalín réttlætti þessa árás með þeirri staðhæfíngu, að þetta litla, friðsama ríki hafí undirbúið innrás í risaveldið í austri, sem hafði þá á að skipa a.m.k. 40-50 sinnum meiri mannafla, auk gnægðar fullkominna hergagna. Finnar voru alls ekki undir þessa árás búnir, hergögn takmörkuð, auk þess sem hin yfirlýsta stefna var friður, en ekki stríð. Finnar brugðust hart við eins og öllum er kunnugt. Eftir nokkurra ára þóf tókst Rússum að yfírbuga hina hugprúðu þjóð og í kjölfar þess fylgdu svo friðarsamningar, þar sem Rússar neyttu yfírburða styrks, enda létu þeir kné fylgja kviði og þröngvuðu upp á Finna einskonar nauðasamningum, sem var Finnum algerlega um megn að standa við, eins og síðar verður rakið. Þessir samningar voru svo um marga hluti merkilegir og kannski þá einna helst fyrir það, að þetta mun vera í fyrsta skipti í stríðssögu heimsins, sem sá aðilinn, sem enga ábyrgð bar á stríðinu, er kúgaður til þess að borga árásaraðilanum stríðsskaðabætur. Þessir nauðungarsamningar voru tvíþættir: 1. Finnar voru kúgaðir til þess að láta af hendi við Rússa dýrmæt landsvæði, sem voru: a) Karelen eða Víborgsvæðið, þar sem bjuggu 450.000 manns, sem Finnar urðu að útvega lífsskilyrði annars staðar. Þetta landsvæði hafði að geyma auðugar kopamá- mur m.a. (Fyrir stríðið unnu Finnar kopar úr jörðu, sem nam 2-3% af framleiðslu heimsins.) b) Múrmansk og Kólaskaga, sem voru einu íslausu hafnirnar við Hvítahaf (íshafíð). c) Porkala-svæði, vestan við Helsingfors, þar sem aðaljárnbraut- in til Vestur-Finnlands lá. d) Hangö-skagann, þar sem Rússar settu upp flotastöð. Porkala- svæðinu og Hangö-skaganum ski- luðu Rússar þó aftur síðar. En þar var skilin eftir „sviðin jörð“, eins og annars staðar, sem Rauði herinn fór um. eftir Gísla Þór Sigurþórsson og Hákon Óskarsson Eins og alþjóð veit leyfðu háskól- amenntaðir ríkisstarfsmenn (BHMR) sér að sækja rétt sinn til að semja um kaup sitt og kjör með verkfalli vorið 1989. Kjaradeilunni lauk með undirskrift kjarasamn- ings, sem Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra kallaði tímamóta- samning. Rúmlega ári síðar var þessi kjarasamningur orðinn hættu- legt plagg, svo hættulegt að neyðar- réttur ríkisstjórnarinnar var notað- ur til þess að koma lögum yfír samning sem ríkisstjórnin hafði lagt blessun sína yfir vorið 1989. 2. Með ofurefli liðs og gnægð hergagna tókst svo Rússum að sigra hinn fámenna og hrausta her Finna og var þá sest að samninga- borði og samkvæmt þeim samn- ingi, sem raunar má kalla hreinan nauðungarsamning, voru Finnar kúgaðir til þess að greiða Rússum í stríðsskaðabætur, hvorki meira né minna en 300.000.000 gulldoll- ara, skv. gengi skráðu 1938. Þessir samningar báru dagsetninguna 19. september 1944 og voru undirskrif- aðir í París. Mun þetta sennilega vera í fyrsta skipti í allri mannkyns- sögunni, sem þjóð, sem ráðist er á að fyrra bragði og af tilefnislausu, er kúguð til þess að greiða árásar- aðilanum, (hér Rússum), stríðssk- aðabætur. Greiðslan skyldi innt af hendi á næstu 6 árum, með jöfnum mánað- argreiðslum, 50.000.000 gulldollara á ári. Greiðslubyrðinni var svo raðað niður á 72 greiðslutímabil, sem þýddi í framkvæmdinni ca. 4.000.000 gulldollara á mánuði. En þetta var nú bara fyrri hálf- leikurinn, vegna þess að allt verðlag á heimsmarkaði hafði hækkað veru- lega frá 1938 til 1944, þegar samn- ingamir voru undirritaðir. Til þess að tryggja skilvísa greiðslu Finna voru tilskildir 5% straffvextir á mánuði eða sem svar- ar 60% vöxtum á árs grundvelli. Þessar greiðslur skyldu Finnar inna af hendi í vélum allskonar, skipum, rafmagnsköplum o.s.frv. eða allt í svokölluðum kapital-vörum. Það kom brátt í ljós, að 50 millj- óna gulldollara greiðslur á ári voru Finnum algerlega ofviða. Og þetta viðurkenndu Rússar. Afleiðingin varð svo sú að sest var að samn- ingaborði að nýju og voru þá heild- argreiðslumar lækkaðar um 73,5 millj. gulldollara. Eftir stóðu svo 226,5 milljónir gulldollara sem reyndist æði dtjúgt miðað við alls- herjar verðhækkanir á heimsmark- aði og er þá reiknað með verðlags- þróun til hækkunar, gengisbreyt- ingum o.fl. atriðum, sem ekki verða tíunduð hér. Um sama leyti var svo greiðslu- tíminn lengdur um 2 ár, eða raunar 2 'A ár, þannig að lokagreiðsla skyldi fara fram árið 1952. Framreiknuð var upphæðin 226,5 millj. gulldollarar orðin á því herrans ári 1952 406,5 millj. gull- dollara og hafði þá hækkað um ca. 180 millj. gulldollara. í reyndinni reiknaðist Finnum svo til, að endan- legar greiðslur að meðtöldum refsi- vöxtum og allskonar dýrtíðarviðbót- um yrðu allt að 500.000.000 — í bókstöfum — fímmhundruð milljón- E_nn er komið vor, kosningavor, og Ólafur Ragnar Grímsson kallað- ur í viðtal hjá fréttastofu Ríkisút- varpsins mánudaginn 11. mars. Til- efnið er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið sér nýjan formann. Fjár- málaráðherrann telur óveðursblikur á lofti þar sem „... hörðustu hægri öflin í Sjálfstæðisflokknum voru kjarninn í liði Davíðs á þessum fundi.“ Þessari hættu verður best afstýrt með því að félagshyggjufólk og vinstrimenn bretti upp ermarnar og sameinist gegn þessari vá, að sögn fjármálaráðherrans. Ólafur Ragnar Grímsson telur sjálfan sig vera einn af þessum vinstrimönnum??!!? „... við sem ber- um hag launafólks og almennings í þessu landi fyrir bijósti", segir ir gulldollarar. Gengi á gulldollar við lok greiðslutímabilsins á miðju ári 1952 var: 1 gulldollar: 1,693123. Þetta verða því US $ 846.561.500. Lengra verður dæminu ekki haldið hér, en áhugamenn gætu gert sér til gamans að framreikna þessa uphæð og færa til núvirðis. Og víst er, að það verða margföld fjárlög íslenska ríkisins í dag. Við afhendingu skaðabótanna reyndust Rússar svo einstaklega smásmugulegir og komu sífellt með nýjar og nýjar kröfur, sem Finnam- ir neyddust til að fallast á. Á greiðslutímanum starfaði 5. herdeild Rússanna af fullum mætti með kommúnista í broddi fylkingar og efndi til verkfalla og allskonar tregðubragða, til þess að tefja skaðabótagreiðslumar. En svo var ráð fyrir gert í heildarsamningnum, að Finnar skyldu greiða refsivexti 5% per. mán. eða 60% á ársgrund- velli. Hinsvegar var Finnum heimilt að greiða eftir vild fyrirfram, skv. samningi, sem oft kom fyrir, en fyrir það fengu Finnar engar rent- ur. En Finnamir stóðu fyrir sínu, eins og fýrr hefír verið getið, og greiddu allar sínar skuldir fyrir gjalddaga. En þetta var ekki eins- dæmi, því Finnar urðu allra þjóða fyrstir til þess að greiða stríðsskuld- ir sínar eftir styijöldina 1914-1918. Svo má skjóta því hér inn, að marg- ar aðrar þjóðir greiddu stríðsskuldir sínar eftir fyrra stríðið seint og illa, og enn aðrar þjóðir greiddu lítið eða ekkert af sínum stríðsskuldum. Annar hlutur hefír nánast aldrei heyrst ræddur á opinberum vett- vangi, hvers vegna Rússar gengu svona hart að Finnum með stríðssk- aðabæturnar. Fæstir hafa sennilega hugsað þá hugsun til enda, og það- an af færri fengið rétt svar. En finnska þjóðin vissi frá upphafi hvert Rússarnir stefndu. Skoðun Finna var þessi: Rússarnir hafa alls ekki gert ráð fyrir að Finnarnir gætu staðið við skuldbindingar sín- ar og greitt stríðsskaðabæturnar. Þeir ætluðust til þess að Finnarnir keyrðu í strand, gæfust upp. Með 60% refsivöxtum af ógreiddum skuldum, jafnvel í nokkur ár, gátu Rússarnir hægt og hljóðlega tekið Finnland og finnsku þjóðina upp í skuld og hvað skyldu svo utanað- komandi vera að brúka munn, ef Finnarnir yrðu fundnir sekir um að standa ekki við gerða samninga. Það lætur að líkum að fjárhagur finnsku þjóðarinnar var gersamlega í rúst eftir þessar hrikalegu blóðtök- ur. Heima fyrir var allt sparað sem hægt var að spara. Fólkið gekk í „Hlýtur það ekki að verða versta martröð samninganefndar BHMR ef Ólafur situr enn í stóli fjármálaráð- herra í haust?“ Ólafur í viðtalinu. Hvernig á launafólk og almenn- ingur að geta treyst því að Ólafur komi til með að verða fær um að leiða baráttuna gegn hægri ógninni ógurlegu, þegar hann getur ekki einu sinni varið hag félaga í BHMR, sem þiggja laun sín hjá ríkinu þar sem hann er innsti koppur í búri. Hannes Þorsteinsson „Með 60% refsivöxtum af ógreiddum skuldum, jafnvel í nokkur ár, gátu Rússarnir hægt og hljóðlega tekið Finn- land og finnsku þjóðina upp í skuld og hvað skyldu svo utanaðkom- andi vera að brúka munn, ef Finnarnir yrðu fundnir sekir um að standa ekki við gerða samninga.“ sömu fötunum ár eftir ár. Nauðsyn- leg húsgögn og heimilistæki voru ekki keypt. Skattlagningin var yfír- þyrmandi. Innlendur lánamarkaður var þaninn til þess ýtrasta. Erlend- ar skuldir hrönnuðust upp. Og þeg- ar allt var um það bil að sigla í strand skipaði hinn snjalli og ást- sæli Paasikivi forseti fjáröflunar- nefnd. Sendi hana upp til Rovaniemi og skyldi hún sitja þar að störfum þar til úrræði hefðu fundist. Nefnd- in kom heim að loknum störfum og úrræði hennar voru þessi: Nýr eignarskattur skyldi lagður á hvem einstakling og hvert fyrir- tæki, sem nam hvorki meira né minna en 25%. Allar eignir fyrir- tækja og einstaklinga skyldu metn- ar til skatts. Þar skyldi ekkert und- anskilið. Bækur, húsgögn, bús- áhöld, húseignir, bátar, skip og raunar allt, sem metið varð til eign- ar í einhveiju formi, skyldi tekið með. Finnamir vissu mæta vel hvað var í húfi og samþykktu skattlagn- inguna. Eftir því sem bezt er vitað hefír aldrei verið gefið upp, um hve háa upphæð hefír hér verið að ræða og var það óneitanlega myndarlega gert af þjóð, sem aldrei hefir kvart- að yfir neinu eða kveiknað sér yfir- leitt. Sagan mun svo dæma þessa hluti eins og aðra, þegar hæfilega langt er um liðið. En ekki myndi þeim, er hér heldur á penna, koma það á óvart, þótt þetta fyrirbæri yrði talið Hlýtur það ekki að.verða versta martröð samninganefndar BHMR ef Ólafur situr enn í stóli fjármála- ráðherra í haust? Forystusauður félagshyggjunnar á Islandi sem ríður um héruð og boðar frelsi og lýðræði en heima fyrir treður Ólafur á lýðræðislegum rétti starfsmanna sinna til að semja um kjör sín sem fijálsir menn! Er þá ekki betra að hafa Davíð sem fjármálaráðherra, sem „sækir sér stuðning meðal hörðustu hægri afla Sjálfstæðisflokksins". Félagar í BHMR vita þá hvar þeir hafa yfir- boðara sinn. Höfundar eru kcnnarar við Menntaskólann við Sund. meðal mestu undra heimsins í fyll- ingu tímans. Því aðeins eru þessi mál rifjuð hér upp, þar sem Rússar hafa nú uppi alla tilburði til þess að kúga Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen, á svipaðan hátt og Finnland forðum. Það verð- ur að stemma stigu við slíku. Það verður að sýna Sovétmönnum fram á, svo að ekki verði um villst, að kúgun tilheyrir liðnum tíma. Kalda stríðinu er nú að slota og það má ekki lífga við í dauðateygjunum. Nýi tíminn stefnir að efnahagssam- vinnu og aðstoð til þeirra er minna mega sín. Hér dugir ekkert minna en að skera upp heröi og skapa svo öflugt almenningsálit gegn Sovét- mönnum, að þeir reyni ekki kúgun- arleiðina. Hér er verðugt verkefni að vinna og það gefur augaleið, að Samein- uðu þjóðirnar verða að skipa sér í forystuhlutverkið. En það eru fleiri, sem verða að leggja hönd á plóg- inn. Allar alþjóðastofnanir verða að spila með. Rauði krossinn, Evrópu- ráðið, Efnahagsbandalag x Evrópu, EFTA, Varsjárbandalagið, Atlants- hafsbandalagið, Norðurlandaráð, kirkjan, islam, Þjóðarráð Afríku og öll alþjóðleg fyrirtæki, allir alþjóð- legir bankar, peningastofnanir — já, öll félög, hveiju nafni, sem nefn- ast, meira að segja hver vitiborinn maður, hvar sem hann finnst á jarð- arkringlunni verður að nota krafta sína og áhrif máli þessu til stuðn- ings. Síðast en ekki síst beini ég hér með orðum mínum til hins virta og geðþekka Sovétleiðtoga, hr. Mika- els Gorbatsjovs. 2. kafli Háttvirti forseti Sovétríkjanna, hr. Mikael Gorbatsjov: Þér standið nú á hátindi frægðar yðar, með allt hið volduga Sovétveldi að baki yðar. Þér vitið mæta vel, að Sov- étríkin hafa hvorki lagalegan né siðferðilegan rétt til þess að halda Eystrasaltsríkjunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, innan vé- banda sinna. Þér vitið líka mæta vel, eins og raunar allur heimurinn, að foring- inn, Adolf Hitler, færði svarbróður sínum, generalissimo Jósef D. Stal- ín, þessi smáríki á silfurfati, í morg- ungjöf, þegar þeir pörupiltar dund- uðu við það á góðri stundu, að skipta Evrópu milli sín og restinni af heiminum í áhrifasvæði hvors um sig. Allir vita, að hvorugur þessara aðila, gefandinn, Der Fuhrer og þiggjandinn, félagi Jósef D. Stalín, töldust þá og ekki síður síðar, til þeirra, sem teljast sérlega trúverð- ugir. Því var jafnvel haldið fram, alit til ársins 1945, að Adolf Hitler væri einhver versti skúrkur, sem mannkynssagan getur um. Já, jafn- vel verri en þeir Attila Húnakon- ungur og Gengis Kahn til samans, en blóði drifin slóð þeirra beggja um Evrópu m.a. er öllum kunn. Hins vegar var svarabróðirinn, Jós- ef Djugasvili Stalín, ennþá í náð- inni, jafnvel allt til ársins 1956, þegar forveri yðar í leiðtogastöðu Sovétríkjanna, hr. Nikita Krustsjov, afhjúpaði goðið á 20. ársþingi rúss- neska kommúnistaflokksins 1956. Hann taldi að Jósef Stalín væri langt frá að vera goðumlíkur eða réttlátur, eins og trúað hafði verið um allan heim. Jósef Stalín væri ekkert annað en hrikalegur kúgari, bijálaður og fjöldamorðingi, sem hefði á samviskunni ekki minna en líf ca. 40 millj. Sovétborgara, frá byijun byltingarinnar 1917 til loka styijaldarinnar síðari, 1945. Inni- falið í þessari tölu var: Fallnir og týndir í sjálfri byltingunni 1917- 1918. Hungurdauðir í kjölfar bylt- ingarinnar 1921 og 1922. Fallnir í hungursneyðinni miklu 1932 og hreinsaðir burt, um og eftir sýndar- réttarhöldin 1936, yfir Bucharin og her. Buríhreinsaðir 1937, þegar Rauði herinn var afhausaður svo rækilega, að sárafáir og kunnáttu- litlir menn voru eftir, þegar styrj- öldin braust úr 1939. Fallnir og týndir í styijöldinni 1939-1945. Ótaldar eru svo milljónir stríðs- invalída, sem margir hveijir eru á lífí enn í dag. Herra Sovétleiðtogi: í dag stand- Davíð og „hörðustu hægri öflin“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.