Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 40
40 HQEGUWMí)Ií) .FÖSTUDAGUE,22. MAJRZ 1991 Minning: Else Figved í dag verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju frú Else Figved, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 15. mars. sl. Else var af norsk- um ættum, fædd í Stavanger hinn 27. júlí 1901. Hún var dóttir kaup- mannshjónanná Marie og Andreas. Figved sem fluttust til Eskifjarðar árið 1904. Þar ólst Else upp ásamt þremur systkinum, þeim Lene, Ágústu Maríu og Jens, sem seinna varð einn af aðalstofnendum KRON. Haustið 1918 ætlaði Else að heQa nám við Menntaskólann í Reykjavík en frostaveturinn mikli setti strik í reikninginn. Árið eftir hélt Else til Stavanger og stundaði þar nám við verslunarskóla í einn vetur. Árið 1923 giftist Else Eiríki Bjamasyni verslunarmanni. Þau stofnuðu heimili á Eskifírði og eign- uðust tvær dætur, þær Höllu og Þórunni Maríu (Eddu). Áríð 1948 fluttust þau hjónin til Rey cjavíkur og bjuggu lengst af í Sporða- grunni. Eiríkur lést árið 1977. Ég var svo lánsöm að kynnast Else þegar ég fór að búa með dótt- ursyni hennar, Eiríki, og varð hún mér mín önnur amma. Þær voru ófáar heimsóknimar til ömmu í Ljósheimum fyrstu búskaparárin. Amman, eins og ég kallaði hana alltaf, var ákaflega minnisgóð og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja frá liðnum tíma. Hún hafði líka alltaf jafn mikinn áhuga á okk- ur og því sem við vorum að gera. Else var mikil kvenréttindakona og var mjög ánægð með að nú til dags gætu konur menntað sig til jafns við karlmenn og stundað þau störf sem hugur þeirra stóð til. Mér er minnisstætt eitt sinn er við Else ræddum kosningarétt kvenna í gamla daga. Else sagði mér að f þá daga hefði það nú ekki tíðkast að konur hefðu skoðun á pólitík. Það hefði einfaldlega verið gengið út frá því sem vísu að konumar kysu sama flokk og eiginmaðurinn. Eftir smá þogn bætti Else síðan við: „Já, en það vissi nú aldrei neinn hvar maður setti krossinn." Else var sterkur persónuleiki, viljasterk og bráðgáfuð. Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu árin komu þessir eiginleikar fram og unnu henni hylli þeirra sem hana önnuð- ust. Síðustu árin dvaldi Else á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Þar leið henni vel og fyrir hönd aðstandenda vil ég þakka starfsfólki Skjóls góða umönnun. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Else fýrir allt það sem hún var mér. Við sem áttum hana að erum ríkari fyrir bragðið. Sigríður Sigurjónsdóttir Else Andrea Figved fæddist í Stavangi-i í Noregi 27. júli 1901. Þriggja ára að aldri, árið 1904, fluttist hún með foreldrum sínum, Marie og Andreasi Figved kaup- manni, og yngri systur til Eskifjarð- ar. Á síðasta ársfjórðungi 19. aldar og fram yfír aldamót námu Norð- menn land á Austfjörðum í ríkum mæli. Þá voru vesturfarir Austfírð- inga tíðar á sama tíma og fjórð- ungnum barst nýtt blóð frá ætt- landinu forna, Noregi. Margir innflytjendanna voru at- orkufólk sem flutti nýjar hugmynd- ir og ný atvinnutækifæri með sér og stuðlaði þannig ásamt innfædd- um að blómlegu skeiði á Austfjörð- um um þó nokkurt árabil. Marie og Andreas Figved voru í hópi land- nemanna nýju. Hann gerðist fljótt athafnamaður á Eskifirði, gerði út smábáta og setti á stofn verslun. í fyrstu fékk hann einkum Norðmenn til liðs við sig og sótti aðföng til átthaganna, flutti t.d. inn nokkur einingahús frá Noregi, svo að dæmi sé tekið. Fjölskyldan tók ástfóstri við hin nýju heimkynni, óx og dafnaði. Auk Else eignuðust Marie og Andreas þrjú böm: Lenu (fædd 1903) nuddkonu. Hún er ekkja Hreins Pálssonar (dáinn 1976) söngvara og fyrrum forstjóra Olíu- verslunar Islands. Jens (fæddur 1907, dáinn 1945) fyrrum kaupfé- lagsstjóra KRON. Hann átti Önnu Margréti Halldórsdóttur ýdáin 1973) en þau slitu samvistir. Seinni kona hans var Guðrún Laxdal. Augustu Marie (fædd 1912) hús- móður. Hún er ekkja Arnljóts Dav- íðssonar (dáinn 1980) sem lengst af var bókari hjá Olíuverslun Is- lands. Else óx úr grasi í öruggu skjóli efnaðara foreldra og tók til hend- inni við ýmis störf eins og þá var títt um börn. Hún varð fljótt vinnu- söm, en hugur hennar stóð þó helst til bóknáms. Hún hafði ásamt Rík- harði Beck og Gunnari Árnasyni (síðar presti á Skútustöðum) búið sig undir að hefja nám við Lærða skólann í Reykjavík haustið 1918. Vegna spönsku veikinnar var baga- legt að fá húsnæði í höfuðborginni og venti Else því sínu kvæði í kross og settist á skólabekk í verslunar- skóla í Stavangri. Að námi loknu árið 1922 lá leið hennar aftur heim til Eskiljarðar. Þar tókust skjótt ástir með henni og Eiríki Bjarnasyni sem þá var nýkominn frá verslunarskólanámi í Kaupmannahöfn. Eiríkur var sonur hjónanna Þór- unnar Eiríksdóttur frá Vattarnesi við Reyðarfjörð og Bjama Sigurðs- sonar fyrrum skólastjóra á Eskifirði en síðar skrifstofustjóra Varðarfé- lagsins í Reykjavík. Bjarni lést 1958 og er sjálfsagt mörgum Reykvík- ingum minnisstæður af götum borgarinnar fyrir glæsilega vallar- sýn. Else og Eiríkur staðfestu ráð sitt 6. október 1923. Eiríkur vann um hríð við verslun tengdaföður síns en gerðist síðar umboðsmaður fær- eysks útgerðarfélags og gerði út færeyskar skútur frá Eskififði á stríðsámnum. Eirikur var flokks- bundinn sjálfstæðismaður og var umsvifamikill félagsmálamaður í heimabyggð sinni. Heimili þeirra Else varð sannkallaður griðastaður margra, bæði innlendra og er- lendra, og ekki einungis þeirra sem löðuðust að Eiríki vegna umsvifa hans heldur og frændgarðsins alls sem ósjaldan naut aðhlynningar þeirra. Bæði voru þau einstakir öðlingar, gestrisni og öllum viður- gerningi þeirra var við brugðið. Else stóð vakin og sofín við hlið bónda síns og var fyrirmunað að draga fólk í dilka, jafnvel þó um harðsvíraða íhaldsmenn væri að ræða. Sjálf var hún á öndverðum meiði við bónda sinn í stjórnmála- skoðunum, — og fór ekki dult með. Hún var holl í húsmóðurstarfinu; hafði eina kú í fjósi, hænsni, rækt- aði matjörtagarðinn sinn, saumaði og sýslaði frá morgni til miðaftans. Hún tók til hendinni við fiskvinnu eða verslunarstörf ef því var að skipta. Hún sótti sér afþreyingu í heimsbókmenntirnar og var liðtæk í leiklistinni. En á stundum mátti heyra á tali hennar að hún saknaði þess eilítið að hafa ekki „gengið menntaveginn" svokallaða. Þeim Else og Eiríki varð tveggja dætra auðið. Þær eru: Halla, f. 1924, og Þórunn María (Edda), fædd 1927. Halla er gift Steingrími Þórðar- syni fyrrum bókara hjá Alþýðu- bankanum. Þeirra börn eru: Eirík- ur, kvæntur Sigríði Siguijónsdótt- ur, Þórður, sambýliskona hans er Guðbjörg Éysteinsdóttir og yngst er dóttirin Élsa Albína. Þórunn María er gjaldkeri hjá Kassagerð Reykjavíkur. Hún var gift Emil Hjartarsyni kaupmanni. Þau slitu samvistir. Dóttir Þórunnar og Brynjólfs Sandholts yfírdýra- læknis er Elsa. Elsa giftist Trausta Þorgrímssyni. Þau slitu samvistir. Barnabarnabörnin eru fimm. Ég, undirrituð, er ein úr hópi frændgarðsins sem ílentist hjá Else föðursystur og Eiríki í nokkur ár. Nánar tiltekið var ég hjá þeim á árunum 1941-1945 á meðan for- eldrar mínir dvöldust í Vestur- heimi. Þau og dætumar Halla og Edda reyndust mér sem bestu for- eldrar og systur þessi ár og raunar allar götur síðan. Þá nutu og eigin- maður minn og börnin okkar elsku- semi þeirra. í huga mínum verður Eskifjai'ðarkapítulinn með sínu stórbrotna mannlífi og athafnafrelsi barnsins ávallt ein tærasta perla bernskuminninganna. Árið 1948 fluttust Else og Eirík- ur búferlum til Reykjavíkur að áeggjan Sigurðar rafvirkjameistara bróður Eiríks til að taka þátt í at- vinnurekstri með honum. Dæturnar höfðu hleypt heimdraganum og horfur voru á að þær yrðu langdvöl- um í höfuðborginni. Síðar vann Ei- ríkur hjá Ríkisendurskoðun og þeg- ar lögbundnum starfsdegi hans var lokið hóf hann störf hjá Kassagerð Reykjavíkur og vann þar fram til dánardægurs á 83. aldursári. Hann lést 8. september 1977. Mig grunar að Else hafí aldrei fest almennilega rætur í Reykjavík. Mannfélagið á Eskifírði og tengslin við náttúruna þar voru henni of hugleikin til að svo mætti verða. Þegar bamabömin komu til sög- unnar og fjölskyldan hafði fest kaup á sumarbústað í Mosfellsdal fór hún að una hag sínum betur. Eins varð heimili þeirra Eiríks á Sporðagrunni um þær mundir svipað athvarf stór- fjölskyldunnar og heimilið á Eski- fírði forðum. Dóttirin Þórunn og barnabarnið Elsa, augasteinn afa og ömmu, bjuggu á heimilinu við mikið ástríki. Sumarið 1981 er Else stóð á átt- ræðu hugðist hún heimsækja átt- hagana á Eskifirði í hinsta sinni en örlögin tóku i taumana daginn fyrir fyrirhugaða brottför. Hún varð fyr- ir alvarlegu umferðarslysi. Henni var ekki hugað' líf lengi á eftir en með ótrúlegri seiglu komst hún aft- ur á stjá og var nú til skiptis í umsjá dætra sinna sem önnuðust hana af einstakri ósérhlífni. Fyrir' um það bil fimm áram fór síðan verulega að halla undan fæ,ti. Hún átti við mikla vanheilsu að stríða en lét engan bilbug á sér finna. Síðustu árin var hún á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Þar naut hún góðs atlætis starfsfólksins og kunni vel að meta. Else fékk hægt andlát að morgni 15. mars á nítugasta aldursári. Að leiðarlokum vil ég fyrir mína hönd og barna minna þakka Elsu ömmu fyrir samfylgdina. Gjöful og greind kona er gengin á vit feðra sinna. Veri hún kært kvödd. Unnur María Figved Jón Gísli Sigurðs- son — Minning Fæddur 28. nóvember 1971 Dáinn 16. mars 1991 Með örfáum -orðum langar mig til að minnast ungs frænda mins sem nýlega lést með sviplegum hætti. Jón Gísli Sigurðsson var fæddur 28. nóvember 1971 í Reykjavík, sonur hjónanna Margrétar Jóns- dóttur og Sigurðar Gíslasonar. Hann var eldra bam þeirra, yngri er Seselía Guðrún, fædd 1973. Þeg- ar Jón Gísli var 5 ára flutti fjölskyld- " an til Svíþjóðar og bjó þar til ársins 1986. Á þeim tíma breyttust fjöl- skylduhagir, þar sem foreldrarnir slitu samvistir. Ekki bjó Jón Gísli óslitið í Svíþjóð þessi ár, því þegar hann var 10-11 ára gamall var hann hér á landi um eins árs skeið hjá afa sínum og ömmu í Garðabæ, Jóni Einarssyni, bróður mínum, og konu hans, Guðrúnu Valberg. Mig grunar að bróðir minn og mágkona hafí giaðst mjög þegar Magga flutti alkomin til íslands með bömin. Mér er minnisstæð fermingarveislan sem þau héldu á heimili sínu, systkinunum til heið- urs, en þau höfðu fermst um vorið í Svíþjóð. Jón Gísli hafði breyst mikið þau ár sem ég hafði ekki séð hann. Hann var alltaf laglegur lítill dreng- ur, en þama var hann orðinn hár og myndarlegur ungur maður. Hann er mér einnig mjög minnis- gtæður þegar hann kom á heimili mitt fyrir 3 áram með ömmu sinni og afa til að gleðjast með mér á 60 ára afmæli mínu. Ég gladdist veralega yfír því að fá svona geðug- an og myndarlegan frænda í heim- sókn. Samband mitt við þennan frænda minn var ekki mikið. Ég hitti hann ekki oft, en ég vissi alltaf af honum. Handleiðsla Ég finn það vel, hve mér fallhætt er; ég fótviss er ei því miður. En alltaf er vakað yfir mér og einhver mig jafnan styður. 0g yfir blómvöll sem eyðihjam er ég leíddur sem lítið bam, lítið bam. Það oft sem hollvinar handtak er ég hlýtt og öruggt finni, þó hann sé, vinurinn, hulinn mér, og hverfí því oft úr minni. Og rökin hans hafa reynst mér trygg. Hans handleiðslu með þökkum þigg, þökkum þigg. Ég reyni að gera sem get ég best og greiða mér sjálfur veginn. En ekkert betur fær hugann hresst, þá hretviðram er ég sleginn, en vissan að máttug, hulin hönd mun leiðbeina mér að lífsins strönd, lífsins strönd. Nú ævinnar glaður geng ég braut, og gijót mig ei lengur sænr. Hver einasta gleði, hver einasta þraut mér einhverja blessun færir. Ég stend ekki einn... Mér er einhver við hlið. Hann leiðir mig sífellt í sólskinið, sólskinið. (Grétar Fells.) Með þessu fallega ljóði kveð ég Jón Gísla og bið þess að góður Guð leiði hann á ókunnum stigum. Elsku Magga, Seselía, Siggi og þið öll sem nú eigið um sárt að binda, við Páll og fjölskyldurnar sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ásta Einarsdóttir Okkur langar til að kveðja ungan sonarson og frænda, Jón Gísla Sig- urðsson, með þessu ljóði Stefáns frá Hvítadal: Nú líður óðum . á lokaþáttinn. Mér er örðugt og þungt um andardráttinn. Hið ytra virðist í engu breytt, en sært er hjartað og sál mín þreytt. Þið auðn og myrkur, þið í mig náið, því iampinn er tæmdur og Ijósið dáið. Það er vetur í landi og veðragnýr, og sál mína næðir og svefninn flýr. Ó láttu Drottinn, þitt Ijós mér skína, og sendu frið inn í sálu mína. Ó vertu mér, Drottinn, í dauða hlíf. Ég bið ekki framar um bata og líf. Er vorið heilsar með vatnaniðinn og blómaangan og bemsku-friðinn og hádegissóiin í heiði skín, mig héðan kveddu og heim til þín. Ó láttu það koma með ljós og angan og blóm í fangi og bros um vangann og dagliljum varpa á dauðans stig og setjast hjá mér og svæfa mig. Guð geymi góðan dreng og blessi minningpr hans. Innilegar samúðarkveðjur til for- eldranna og annarra náinna ást- vina. Amma, föðursystkini og fjölskyldur þeirra. Okkur langar að minnast elsku þrengsins okkar, fyrsta barna- barnsins. Jón Gísli var hann skírð- ur, í höfuðið á öfum sínum í báðar ættir. Foreldrar hans eru Margrét Ind- iana Jónsdóttir og Sigurður Arthur Gíslason. Auk hans eiga þau eina dóttur Seselíu Guðrúnu. Strax komabarn kom hann á heimili okkar smátíma. Hann var fljótt athafnasamur, alltaf á fleygi- ferð. Um fímm ára flytur hann með foreldrum sínum til Svíþjóðar en hann kunni aldrei við sig þar. Þó ungur væri þráði hann ísland. Hann kom til baka um eins árs skeið og var þá um tíma hjá okkur, en átti erfítt með íslenskuna í skóla svo hann kaus að fara aftur til Svíþjóð- ar. Foreldrar hans skildu í Svíþjóð og Sigurður fiutti þá til íslands aftur. Jón Gísli hélt alltaf góðu sam- bandi við pabba sinn í gegnum árin. Eftir að þau mæðgin koma svo alkomin heim, þá var hann hjá okk- ur meira og minna. Hann var mjög handlaginn og gat búið til og lagað flest sem hann reyndi við. Tímunum saman gat hann dundað úti í bílsk- úrnum á Hagaflötinni. Hann var mjög blíður í sér og bæði böm og dýr hændust að honum. En lífíð er harður skóli og hann var búinn að ganga í gegnum margt á sínu stutta æviskeiði. Síðustu árin kaus hann að standa á eigin fótum og það þarf herkju í það. Hann bjó hjá ungum hjónum sem reyndust hon- um vel og vildu allt fyrir hann gera. Við viljum færa þeim innilegar þakkir fyrir. Þar undi hann sér vel. Það er erfítt að hugsa til þess að hann sé horfrnn úr þessu lífí en oft hefur verið sagt að þeir sem guðirn- ir elski deyi ungir. Nú hefur guð kallað hann til sín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.