Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 24
24 MOKGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR W. 'ltótk ’í991 Aðalsalur Þjóðleikhússins í gær. Nú eru aðeins einar svalir í salnum en þær voru tvær. Leiksalurinn, 2. hæð og 3. hæð eru nær fullbúnar eftir enduropnun en jarð- hæðin er óklár. Kristinn Hallsson söngvari, Edda Guð- mundsdóttir, eiginkona forsætisráðherra og Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra. Morgunblaðið/KGA Þjóðleikhúsið opnað á ný; Fögnum opnun húss- ins, hanu’aborgar ís- lenskrar menningar - sagði Árni Johnsen, formaður byggingarnefndar Iðnaðarmenn voru enn að störfum í Þjóðleikhúsinu í gær. „VIÐ FÖGNUM opnun Þjóðleikhússins, hamraborgar íslenskrar þjóðmenningar," sagði Árni Johnsen, formaður byggingamefndar Þjóðleikhússins, meðal annars í ávarpi sinu þegar flutt var hátíðar- dagskrá í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi í tilefni af opnun hússins eftir viðgerðir og breytingar. Ávörp fluttu einnig Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri. Þá var hátíðarsýning á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi en leikritið verður fmmsýnt á morgun, laugardag. Hátíðardagskráin í Þjóðleikhús- inu hófst klukkan 19.30. Lúðra- sveit Reykjavíkur lék fyrir gesti, Þjóðleikhúskórinn söng, leikaramir Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfmnsson lásu upp og Kristján .Jóhapnsson óperusöngvari söng við undirleik Jónasar Ingimundarson- ar. Endurbygging hófst er sýn- ingum á Endurbyggingu lauk Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagði í ávarpi sínu að endurbygging Þjóðieikhússins hefði hafíst fyrir um það bil einu ári, þegar sýningum á Endurbygg- ingu, leikriti Vaelav Havels, forseta Tékksólvakíu, lauk í Þjóðleikhús- inu. „Þjóðleikhúsið er musteri íslenskrar menningar og staðfest- ing á því að íslensk þjóð sé full- veðja. Frá og með þessari hátíðar- sýningu á Pétri Gaut höfum við nýtt og betra Þjóðleikhús. Hins vegar er endurbyggingu hússins ekki lokið,“ sagði menntamálaráð- herra. Hann sagði að margir hefðu ef- ast um að hægt væri að ljúka þess- um fyrsta áfanga endurbyggingar- innar á einu ári. „Það hefur aftur á móti tekist og meðal annars má þakka það frábæru starfí Áma Johnsen, formanns byggingar- nefndarinnar," sagði Svavar. Hann sagði að kostnaður við fyrsta áfangann væri um 500 milljónir króna. Hins vegar væru þessar endurbætur ekkert annað en til- raun til að vinna upp margra ára vanrækslusyndir. „Um leið er gengið þannig frá húsinu að það verður betra leikhús en áður og óhætt er að segja að almenn ánægja ríki meðal leikhús- fólks með húsið eins og það er nú. Það er lítið breytt en bætt,“ sagði Svavar Gestsson. Hann sagði að halda yrði áfram og ljúka verkinu á komandi mánuðum og misserum. Hátíð I hugum þeirra sem Þjóðleikhúsinu unna „í dag er hátíð í hugum okkar, sem Þjóðleikhúsinu unnum," sagði Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri. Gísli sagði að Ieikhús væri ekki bygging, heldur fólkið, sem þar starfaði, en byggingin væri um- gjörðin, aðstaðan. „Því miður var þessari byggingu ekki sinnt sem skyldi um langt árabil og því var þörf svo kostnaðarsamra viðgerða, sem nú hafa farið fram að hluta," sagði Gísli. Hann sagði að það hefði kostað mikla elju og fyrirhöfn að ná þessu markmiði og ef til vill segi það allt sem segja þurfi að á fjárlögum ársins 1983 hafi 200 þúsund krónum verið veitt til við- halds og viðgerða á Þjóðleikhúsinu. „í dag hefur draumurinn ræst en framtíðardraumurinn er að við- gerðum á húsinu ljúki á allra næstu árum og að innan þessara veggja megi leiklistin blómstra um langt árabil,“ sagði Gísli Alfreðsson. Ámi Johnsen sagði að rúmlega fjórar milljónir gesta hefðu sótt Þjóðleikhúsið á 40 árum, eða 100 þúsund gestir á ári. „Þjóðleikhúsið er eitt af mikil- vægustu menningarankerum ís- lendinga og það er mikið fagnaðar- efni þegar húsið er opnað á ný eftir gagngerar endurbætur og endurreisn. Þann skugga ber þó á Gísli Alfreðsson þjóðleikhús- stjóri. Árni Johnsen formaður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins. að ekki hefur verið tryggt fjármagn til samfelldrar vinnu við að ljúka verkinu en undanbragðalaust þarf að fylgja því eftir svo musteri Thalíu í þágu íslenskrar tungu og íslenskrar sérstöðu í menningu þjóðanna verði með þeirri reisn og þeim sóma, sem eðlilegt er fyrir leikhúsgesti og starfsfólk Þjóðleik- hússins," sagði Ámi Johnsen. Hann sagði að árið 1985 hefði Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipað nefnd til að undirbúa endurreisn Þjóðleik- hússins en húsið hefði þá notið minna en lágmarks viðhalds frá Svavar Gestsson menntamála- ráðherra. Róbert Arnfinnsson leikari les Ijóðið Öll veröldin er leiksvið. því það var opnað fyrir 40 árum. Eftirmaður Sverris, Birgir ísleifur Gunnarsson, hefði einnig tekið verkefnið föstum tökum. „Þegar Svavar Gestsson menntamálaráð- herra tók við embætti var komið að því að skipa byggingamefnd. Svavar hefur síðan fylgt málinu fast og ákveðið eftir og nú er lokið fyrri lotu í fyrsta áfanga endur- reisnar Þjóðleikhússins." Framkvæmdin ótrúlega erfið Árni sagði að framkvæmd þessa verks hefði verið ótrúlega erfið. Annars vegar vegna þess að allt innra kerfi Þjóðleikhússins væri mjög flókið og tæknivætt og hins vegar vegna mikils tilfinningaflæð- is úr ýmsum áttum í þjóðfélaginu um eðli og réttmæti endurbóta og endurreisnar. „Það er vel að slíkur áhugi er fyrir Þjóðleikhúsinu, sem mannvirki og lifandi stofnun, en þegar til átti að taka varð bygg- inganefndin að velja á milli þess að endurbyggja leikhúsið í átt til þess að verða eins konar minja- safn, eða til þess að verða hvetj- andi og aðlaðandi leikhús með kröf- um fyrir nútíma tækni og viðhorf þar sem horft væri til framtíðar," sagði Árni. Hann sagði að síðari kosturinn hefði verið valinn en stefnan mörk- uð í anda hússins og í samræmi við handbragð Guðjóns Samúels- sonar arkitekts hússins. Ámi sagði að húsameistari og hans menn hefðu unnið verkið af mikilli alúð og natni. „Leikhúsið er eins og lifandi vera, sem þolir ekki nema takmark- að öndunarhlé. Leiksalurinn, 2. hæð og 3. hæð eru nær fullbúnar eftir enduropnun, en jarðhæðin er óklár, svo og tæknikerfi, ýmsir þættir tæknibúnaðar, svo sem loft- ræstikerfí, lyfta fyrir hreyfihaml- aða og þá sem eigá erfitt með að fara um stiga, en allir hljóta að skilja að þessu verki verður að ljúka úr því að farið var af stað,“ sagði Árni. í byggingarnefndinni eiga sæti Skúli Guðmundsson, Helga Hjör- var, Sveinbjörn Óskarsson, Runólf- ur Birgir Leifsson, Ásmundur Ás- mundsson, sem tók við af Guðna A. Jóhannessyni og Ámi Johnsen, sem tók við formennsku í nefndinni af Skúla Guðmundssyni á fyrra falli framkvæmda. Verkefnisstjóri í upphafí var Gunnar St. Ólafsson en Gunnar Torfason tók við því starfí skömmu eftir að fram- kvæmdir hófust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.