Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 26
T26 MORGUNBLAÐiÐ iFÖSTOÐAGUK 22.1 MAKZ( >1991 Vaclav Havel í heimsókn hjá NATO: Mikilvægnr áfangi í samskiptum við Mið- og Austur-Evrópu Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MANFRED Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), fagnaði Vaclav Havel, forseta sambandslýðveldis Tékka og Slóvaka, við komu hins síðarnefnda til höfuðstöðva NATO í Brussel í gær. Wörner sagði að heimsóknin markaði tímamót i sam- skiptum ríkjanna í Vestur-Evrópu við ríkin í Mið- og Austur-Evr- ópu. Hann sagði það vel við hæfi að Havel, sem alla tíð hefði verið ódeigur baráttumaður fyrir frelsi og mannréttindum, hefði orðið fyrstur til að taka í útrétta hönd NATO-ríkjanna og heimsækja Atlantshafsráðið. Hann væri fyrir margra hluta sakir tákn nýrra tíma í Mið- og Austur-Evrópu. í yfirlýsingu sem Manfred Wöm- er birti fyrir hönd Atlantshafsráðs- ins er vísað til niðurstaðna leiðtoga- fundar NATO í London í fyrra en þá ákváðu leiðtogar NATO að bjóða leiðtogum ríkjanna í Mið- og Aust- ur-Evrópu að heimsækja höf- uðstöðvar NATO og ávarpa Atl- antshafsráðið. I yfirlýsingunni seg- ir að NATO fagni þeim breytingum í lýðræðisátt sem orðið hafa og lýst er fullum stuðningi við þær. Bent er á að öryggi allra Evró- puríkja sé tengt innbyrðis og það verði best tryggt í gegnum NATO, enn frekari samvinnu Evrópuríkja og innan viðræðnanna um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). Því er heitið að aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að treysta sambandið við Tékkóslóvakíu með samskiptum og samstarfí á sem flestum sviðum. Joao de Deus Pin- heiro, utanríkisráðherra Portúgals og heiðursforseti Atlantshafsráðs- ins ávarpaði Havel sérstaklega og bauð hann fyrir hönd ráðherranna velkominn til höfuðstöðvanna. Hann sagði að allir stæðu í þakkar- skuld við frumheija Atlantshafs- bandalagsins, en þeirra frumkvæði mætti þakka lengsta friðartímabil í sögu Evrópu. NATO myndi um langa framtíð vera einn af mikil- vægustu homsteinum friðar og frelsis í álfunni. í ávarpi sínu lagi William H. Taft IV, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, áherslu á mikilvægi sameiginlegra mark- miða NATO, lýðræði, réttarríki og frelsi einstaklingsins. Hann sagði að stjórnvöld í Washington deildu áhyggjum Havels vegna þeirra þjóða sem byggju við fátækt og óöryggi og þeirrar misskiptingar sem grundvallaðist á því. Það væri ásetningur þeirra að aðstoða við að byggja upp Evrópu sem byði öllum jafna möguleika á að njóta ávaxta meira öryggis og velmegun- ar. Taft sagði að vinna yrði að bættum samskiptum með sem margvíslegustum hætti. Með tví- hliða samskiptum gætu NATO-rík- in hvatt til stjórnarfarslegra endur- bóta innan þeirra ríkja sem áhuga hafa á breyttum stjórnarháttum. Mikilvægt væri að nota til fulls þá möguleika sem samstarfíð innan RÖSE gæfí og virkja sömuleiðis þær stofnanir sem eru fyrir innan Evrópu, s.s. Evrópuráðið og efna- hagsstofnanir eins og OECD. Þá hefðu Bandaríkjamenn velþóknun á nánari samvinnu ríkjanna við Evrópubandalagaið. Taft lagði áherslu á að hvetja ætti til aukins samstarfs ríkjanna í Mið- og Aust- ur-Evrópu innbyrðis og góður árangur hefði náðst í samstarfi Póllands, Tékkóslóvakíu og Ung- vetjalands. Síðast en ekki síst lagði Taft áherslu á að innan NATO yrði unnið á allan hátt að auknu samstarfí og bættum samskiptum bæði á stjómmálasviðinu og einnig í upplýsingamálum og umhverfis- vemd innan vísinda- og rannsókna- samstarfs NATO. Taft sagði að heimsókn Havels væri staðfesting þess að Atlants- hafsráðið styddi að fullu viðleítni nýju lýðræðisríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu í nafni frelsis og langvarandi friðar í Evrópu. Sonur Clapt- ons hrapar til bana Gítarsnillingurinn Eric Clapton og bamsmóðir hans Lorry Delsanto urðu fyrir áfalli í fyrrakvöld er fímm ára gamall sonur þeirra Con- nor hrapaði til bana út um glugga á 53. hæð Galleria-skýjakljúfsins á Manhattan í New York. Hreingerningarkona var að störfum í íbúð- inni, sem er efst í byggingunni, og hafði skilið eftir rifu á glugga- num til að lofta út. Drengurinn hljóp um í íbúðinni og hrasaði skyndi- lega rétt við gluggann með þeim afleiðingum að hann féll út um hann og hrapaði niður á fjögurra hæða byggingu við hlið skýjakljúfs- ins, sem er við austanvert 57. stræti. Á myndinni má sjá skýjakljúf- inn og bygginguna við hlið hans. Á innfelldu myndinni flytja sjúkra- flutningamenn lík unga piltsins á brott. Kúbanskur orrustuflug- maður flýr til Flórída Miami. Reuter. KÚBANSKUR 38 ára gamall orrustuflugmaður lenti MIG-27 þotu sinni í bandarískri flota- stöð í Key West á Flórída í Bandaríkjunum í fyrradag og bað þar um pólitískt hæli. Er þetta fyrsti flóttinn frá Kúbu í rúmlega 21 ár þar .sem notuð er sovésk orrustuþota, eða frá því Eduardo Guerra Jimenez flýði á MIG-17 þotu í október 1969. At- burður af þessu tagi er því talinn hafa mikið áróðursgildi fyrir Bandaríkjamenn. í maí 1987 flýði hins vegar einn- ar stjörnu herforingi, Rafael del Pino Diaz, með konu sinni og þremur börnum til Key West á eins hreyfils Cessna-flugvél í eigu Kúbuhers. Er hann flýði var hann næstæðsti yfirmaður varnarmála- ráðuneytisins í Havana og fyrrum yfirmaður flughersins. Hið eina sem bandaríska varnarmálaráðuneytið vildi segja í gær um flóttann var að flugmað- urinn hefði verið tekinn í „venju- bundnar yfírheyrslur". Kúbanskir útlagar í Miami full- yrtu að maðurinn hlyti að hafa verið háttsettur í kúbanska flug- hernum, aðrir hefðu ekki aðgang að flugvél af því tagi sem hann flýði á til Flórída. ERLENT Þjóðaratkvæðagreidslan í Sovétríkjunum: Æðsta ráðið ályktar að niður- staðan hafi leiðbeiningargildi Harðlínumenn vilja knýja lýðveldin sem ekki tóku þátt til að hlíta niðurstöðunni Moskvu. Reuter. ÆÐSTA ráð Sovétríkjanna sam þykkti ályktun í gær um að nið- urstaða þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar sl. sunnudag hefði leið- beiningargildi fyrir sovésk stjórnvöld. Þar með var felld tillaga Anatólíjs Lúkjanovs, for- seta Æðsta ráðsins, um að niður- staðan.fengi lagalega bindandi gildi fyrir öll Sovétríkin. Opinber úrslit í þjóðaratkvæða- greiðslunni um nýskipan Sovétríkj- anna voru tilkynnt í gær. Sam- kvæmt þeim voru 76% kjósenda fylgjandi tillögu stjórnvalda þarað- lútandi um að Sovétríkin yrðu end- Persaflóastyijöldin: Leyniþjónusta Banda- ríkjahers gagnrýnd London. The Daily Telegraph. NÚ er unnið að endurskipulagningu leyniþjónustu bandariska hersins eftir reynslu Persaflóadeilunnar. Leyniþjónustan er gagn- rýnd fyrir að hafa vanmetið fjölda íraskra Scud-flauga, ofmetið fjölda íraskra hermanna i Kúveit og spáð ranglega fyrir um það hversu snögglega írakar myndu ráðast inn í Kúveit. Einnig hefur komið á daginn að bandaríski herinn hafði rangar hugmyndir um varnarstyrk Iraka og möguleika þeirra til að beita efnavopnum. Varnarmálasérfræð- ingar sem áður töluðu um 540.000 íraska hermenn í Kúveit segja nú að talan 300.000 hefði verið nær sanni. Bandaríkjamenn virðast einnig hafa haldið að Irakar ættu tíu sinnum færri Scud-flaugar en raun bar vitni. Norman Schwarz- kopf, yfírmaður herafla banda- manna, er sagður hafa reiðst yfír þessu á fyrstu dögum stríðsins er hann lét svo ummælt á að annað- hvort væru upplýsingarnar stór- lega ónákvæmar eða þá að flug- menn sínir væru lygarar. Til eru þeir sem gagnrýna upp- lýsingaöflun bandaríska varnar- málaráðuneytisins á þeim forsend- um að leyniþjónusturnar séu of margar. Það leiði til tvíverknaðar, árangurslausrar samkeppni, þess að legið sé á upplýsingum og sum svið gleymist. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur hafíð samningu frumvarps sem ætlað er að knýja varnarmála- ráðuneytið til að standa við loforð um að endurbæta upplýsingaöfl- un. Ennfremur hefur komið fram sú gagnrýni að það hafí tekið of langan tíma fyrir upplýsingar, sem aflað var með gervihnöttum, að berast til herforingja á jörðu niðri. urnýjað samband fullvalda sósíal- ískra lýðvelda þar sem mannrétt- indi skyldu virt. Kjörsókn var 80% en stjómvöld í fímm lýðveldum af fímmtán auk Litháens tóku ekki þátt í kosningunum. Lýðveldin eru Eistland, Lettland, Litháen, Arm- eníaj Georgía og Moldova. „Úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar sanna enn einu sinni að það er ósk þjóða þessa lands að búa saman í einu ríki,“ sagði Vladímír Orlov, formaður kjörstjórnar, á fundi Æðsta ráðs Sovétríkjanna í gær. Hann sagði að úrslitin væru einhveijum breytingum undirorpin því talningu væri ekki að fullu lok- ið. Þingið ræddi í gær ályktun um úrslitin. Strax heyrðust raddir um harkalegar aðgerðir gagnvart lýð- veldunum sem ekki tóku þátt. „í ályktun okkar ættum við að lýsa athæfi [þessara lýðvelda] andstætt stjómarskránni. En það er ekki nóg. Við ættum að kalla leiðtoga þeirra til ábyrgðar," sagði Galína Fomenko, þingmaður frá Úkraínu. „Kannski við ættum að leyfa einu lýðveldi að segja skilið við Sovétríkin, en við ættum fyrst að fá fram raunverulegan vilja fólks- ins, og hann fæst e.t.v. ekki fram nema neyðarlög hafi verið sett á,“ sagði Jevgeníj Nemtsev frá Suður- Rússlandi. Júríj Boldírev, sem telsttil harðl- ínumanna í Æðsta ráðinu, sagðist vænta þess að Sovétstjórnin léti kné fylgja kviði í Sovétlýðveldun- um sem ekki tóku þátt. Það kom fram í máli Orlovs að fylgi við tillögu stjórnvalda hefði verið mjög mismunandi eftir kjör- dæmum. í Mið-Asíulýðveldunum var fylgið um og yfir 90%. í Moskvu hins vegar greiddu 50,2% atkvæði með tillögu stjómvalda, og einungis 44% í Kiev. Einnig var andstaða mikil í Leníngrad og 52% voru á móti í Oktjabr, heimahéraði Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta. Júrí Prokofiev, leiðtogi komm- únistaflokks Moskvuborgar, sagði að úrslitin í borginni væru sigur. Hann væri að vísu naumur og mætti um kenna hnignandi lífs- kjörum. Áður hefði borgin notið alls hins besta sem fáanlegt var í Sovétríkjunum en nú yrði hvert hérað að sjá um sig sjálft og kæmi það niður á höfuðborginni. Opinber úrslit kvæðágreiðslunni: Kjörsókn „Já“. þjóðarat- Rússland 75% 71% Úkraína 83% 70% Hvítarússland 83% 83% Úzbekistan 95% 93,7% Kazakhstan 89% 94% Azerbajdzhan 75% 93% Kirgísía 93% 95% Tadzhikistan 94% 96% Túrkmenistan 97,7% 98%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.