Morgunblaðið - 07.04.1991, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.04.1991, Qupperneq 6
6 FRETTIR/INNLENT MORG0NBLAÐIÐ SUNNUDAGUR'7. APRÍL 1991 Ætla mér að nema sönginn til fuUnustu - segir Tómas Tómasson sem syngur Sparafucile í Rigoletto í HLUTVERKI leigumorðingjans Sparafucile í Rigoletto eftir Gius- eppe Verdi, sem Islenska óperan hefur sýnt í vetur, er ungnur óperusöngvari sem ekki hefur sést á sviði áður, Tómas Tómas- son. Hann hefur sungið með óperukórnum í hálft annað ár en stundar söngnám hjá Elísabetu Erlingsdóttur í Tónlistarskólanum í Reykjavík. „Ég byijaði að syngja með kór Menntaskólans við Hamrahlíð þegar ég var í námi þar. Á þeim tíma vaknaði áhugi minn á söngn- um og ég ákvað að læra meira þó að í upphafi hafi ég ekki haft í hyggju að helga mig söngnum. Það má í raun segja að þetta hafi gerst smátt og smátt,“ sagði Tómas, í samtali við Morgunblað- ið. Tómas hefur verið í Óperukórn- um frá því haustið 1989. „Sem kórmeðlimur var ég fenginn til að æfa þetta einsöngshlutverk í Rigoletto. Það var mjög spenn- andi að fá að taka þátt í þessu. Ég æfði hlutverkið á tiltölulega afslöppuðum forsendum af því að það stóð aldrei beinlínis til að ég myndi syngja það á sýningum, heldur einungis til að æfíngar gætu gengið upp með öðrum ein- söngvurum. Kannski var það ástæðan fyrir því að ég náði góð- um tökum á því og gat sungið það á síðustu æfingum nógu sannfær- andi til þess að Garðar Cortes ákvað að ég ætti að fá að spreyta mig á sýningum," sagði Tómas. Sýningum á Rigoletto lýkur um næstu helgi en fyrirhugað e'r að Tómas Tómasson óperusöngvari Tómas syngi einsöng á tónleikum í Kristskirkju sem haldnir verða í lok þessa mánaðar og eru æfíngar þegar hafnar. „Hlutverkið í Rigo- letto hefur orðið til þess að mér hefur verið treyst til að syngja verk eftir Haydn, Nelsonmessu, með söngsveitinni Fílharmóníu í lok apríl í einsöngshlutverki með þremur öðrum einsöngvurum. Það verður frumraun mín sem ein- söngvara á tónleikum með kór og hljómsveit," sagði Tómas. „Ég hef ekki velt því mikið fyr- ir mér hvað ég muni gera að lo- knu náminu í Tónlistarskólanum en það kemur ýmislegt til greina. Ég er núna að vinna að sjöunda stiginu en að loknum átta stigum er hægt að bæta við sig tveimur árum og taka einsöngvarapróf eða fara í háskóla erlendis, í einka- skóla eða til einkakennara.Ég veit ekki hvað verður fyrir valinu hjá mér en það er þó ljóst að söngnám- inu ætla ég að ljúka,“ sagði Tóm- as að lokum. Óskammfeilinn kosningavíxill - segir fjármálaráðherra um úthlutun á hafnafé ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, mótmælir þeirri túlkun Sighvats Björgvinssonar, formanns fjárveitinganefndar Alþingis, sem fram kom í Morgunblaðinu í gær, að fjármálaráðu- neytið hafi lagt blessun sína yfir tillögur fjárveitinganefndar um úthlutun hundrað milljóna króna til hafnaframkvæmda. Hann seg- ir úthlutun nefndarinnar vera óskammfeilinn kosningavíxil full- trúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Ólafur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að fjármálaráðu- neytið hefði ákveðið að gera ekki athugasemdir við tillögur sam- gönguráðuneytisins. „Við reiknuð- um með því að fjárveitinganefnd myndi einnig fallast á þær, sér- staklega vegna þess að samgöngu- ráðuneytið skipti ekki allri upp- hæðinni og það var þá akveðin fjárhæð eftir sem fjárveitinga- nefnd gat ákveðið hvað ætti að gera við. Ég kann því þess vegna illa að Sighvatur Björgvinsson sé að reyna að gera fjármálaráðu- neytið samábyrgt fyrir þessu hneyksli sem gerðist í undirnefnd fj árveitinganefndar. “ Ólafur sagði fulltrúa Sjálfstæð- isflokks, Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks í fjárveitinganefnd hafa sett sjálfa sig í undirnefnd til þess að skipta þessum hafna- peningum. Þeir hafí tekið inn þrjá staði og það segi sína sögu að staðirnir séu í kjördæmum þeirra sjálfra, Pálma Jónssonar, Alex- anders Stefánssonar og Sighvats Björgvinssonar. „Að’ taka Blönduós inn í þetta er hámark óskammfeilninnar," sagði Ólafur og hann sagði jafn- framt að þessi byijunarupphæð á Blönduósi, 16 milljónir, þýði ávís- un upp á 200 til 300 milljónir í viðbót. „Hún hefur það í för með sér að ef halda á áfram með Blönduósshöfnina fá aðrar hafnir á Norðurlandi vestra nánast ekki neitt á næstu árum.“ -----*-*-*---- Nafn ferm- ingarbarns misritaðist Meðal fermingarbarna í Lang- holtskirkju í dag, sunnudaginn 7. apríl klukkan 13:30, er Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir, Álfheimum 38, en nafn hennar misritaðist í Morgunblaðinu í gær. Skýrsla Goldman Sachs: > ____________ Olafur Ragn- ar hefur mis- skilið málið - segirJónSig- urðsson JÓN Sigurðsson iðnaðarráð- herra segir að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hafi misskilið skýrslu alþjóðlega fjár- mögnunarfyrirtækisins Gold- man Sachs, ef hann lesi út úr henni að Persaflóastríðið hafi ekki haft áhrif á alþjóðlega fjár- magnsmarkaði nema í tæpa viku, og því ekki verið nein fyrir- staða í fjármögnun álvers á Keil- isnesi. „Persaflóastríðið, með öðru sem gerst hafði á fjármagnsmarkaði, hefur tafið þetta mál. Þar dugir ekki fyrir Ólaf Ragnar Grímsson að vitna í fyrirtæki eins og Gold- man Sachs,“ sagði Jón Sigurðsson. „Það sem Goldman Sachs hefur verið að segja fjármálaráðherra er að Persaflóastríðið hafí ekki tor- veldað fjármögnun fyrirtækja með fullkominni ríkisábyrgð. Og það liggur auðvitað í hlutarins eðli, að við þær aðstæður sem ríkt hafa, hafa fjármagnsmarkaðirnir fælst áhættulán til fyrirtækja og þar með léttist róðurinn fyrir opinbera aðila. Auðvitað er það rétt, að á fullkomn- um markaði er yfirleitt hægt að fjármagna hvers konar fyrirtæki ef menn eru tilbúnir að borga hvaða vexti sem er. En það eru menn að sjálfsögðu ekki. Ég held að Ólafur Ragnar sé þarna að rugla saman málum eða hafi ekki lagt rétt út af texta Goldman Sachs,“ sagði iðnaðarráðherra. Fjármálaráðherra fjallaði um skýrslu Goldman Sachs á fram- boðsfundi í vikunni og sagði þar að iðnaðarráðherra hefði verið með fyrirslátt þegar hann kenndi Persa- flóastríðinu um tafir á samningum um álversbyggingu. Þyrluvakt lækna: Fljúgandi gjörgæsla sem bjargaði 21 manni í fyrra ÞYRLUSVEIT lækna hefur starfað í fimm ár. í henni eru sjö lækn- ar; fimm karlar og tvær konur. Sveitin var 102 sinnum kölluð út á síðasta ári og eru það-20% fleiri útköll en árið 1989. Sveitin er vel búin tækjum, nokkurskonar fljúgandi gjörgæsla og þau fimm ár sem hún hefur starfað hefur sjúklingur aldrei látist í flutningum hjá henni. Flugsveit lækna, talið frá vinstri. Arnaldur Valgarðsson, Svein- björn Brandsson, Gunnar Guðjónsson, Alma Möller, Helga Magn- úsdóttir. Á myndina vantar Gunnar Brynjólf Gunnarsson og Þor- vald Ingvarsson. Læknamir Alma Möller og Helga Magnúsdóttir eru einu kon- urnar í þyrlusveitinni, Alma hefur starfað þar í tæpt ár og Helga í tvo mánuði. Þeim bar saman um að starfíð væri skemmtilegt og veitti vissa tilbreytingu frá hefð- bundnu starfi lækna á sjúkrahús- um. „Það er alltaf gott að gera gagn og geta nýtt það sem maður hefur lært. Félagsskapurinn er skemmtilegur og svo ferðast mað- ur tölvert um landið og það er gaman að skoða landið úr þeirri hæð sem þyrlan flýgur í,“ segir Alma. En hvers vegna gengu stúlkurnar til liðs við sveitina? „Ætli það hafi ekki verið áhugi á flugi og björgunarstarfí al- rnennt," segir Helga. „Strákarnir, sem ég hafði unnið með og voru í sveitinni, spurðu hvort ég vildi ekki vera með,“ segir Alma, sem varð fyrst kvenna til að ganga í sveitina. „Ég hélt fyrst að maður þyrfti að hafa krafta í kögglum til að geta þetta en þeir sann- færðu mig um að svo væri ekki þannig að ég bauð mig fram og var ráðin,“ segir hún. Þær sögðu að hvorki þýddi fyr- ir flugveika né sjóveika að vera í þessu starfi því oft væri frekar leiðinlegt veður þegar farið væri til aðstoðar. Einnig væri útilokað að vera lofthræddur. „Ég er reyndar mjög sjóveik og stundum flugveik, en það er eins og þetta hverfi þegar mikið er um að vera,“ segir Helga. Áður en læknir hefur störf í þyrlusveitinni fær hann ákveðna grunnþjálfun í að síga úr þyrlunni við fjölbreyttar aðstæður og síðan eru vikulegar æfingar auk þess sem læknarnir fara með Land- helgisgæslunni út á land í tengsl- um við Slysavarnaskóla SVFI. Þær Alma og Helga voru sam- mála um að það væri í rauninni sáraeinfalt að síga. „Maður gerir ekkert annað en hanga,“ segir Helga. „Mér finnst gaman að síga. Þetta er ekkert óþægilegt og maður hangir ekki í lausu lofti eins og einhveijir kunna að halda, því við erum í sérstökum sigbux- um og sitjum í þeim. Við treystum flugmanni þyrlunnar og þeim sem sér um að láta okkur síga fyllilega og það eru eiginlega þeir sem sjá um þetta. Þegar sigið er í skip er líka sett lína niður í skipið þannig að áhöfnin tekur þátt í að koma okkur um borð,“ segir Alma. Þyrlusveitin er vel búin tækj- um. „Við höfum helstu lyf og tæki um borð þannig að unnt er að veita sérhæfða læknismeðferð og hægt að viðhafa náið eftirlit með sjúklingi á leiðinni,“ segja þær Alma og Helga. Alma bætti síðan við: „Við erum eiginlega eins og fljúgandi gjörgæsla." Þær sögðu að vinnuaðstaða um borð væri erfið vegna þess að þyrlan væri ekki stærri en raun ber vitni. Vonandi stæði það til bóta með nýrri og stærri þyrlu. Á síðasta ári voru læknar sveit- arinnar 102 sinnum kallaðir út með þyrlunni og eru það 20% fleiri útköll en árið 1989. Hvert útkall er metið sérstaklega og var talið að læknir hefði verið nauðsynleg- ur eða þýðingarmikill í 72 af út- köllunum. Þyrlusveitin aðstoðaði 130 ein- staklinga á síðasta ári og er talið að 21 mannslífi hafi þá verið bjargað með TF-SIF. í þau fimm ár sem sveitin hefur starfað hefur sjúklingur aldrei látist á meðan verið er að flytja hann á spítala. Flest útköll eru að kvöldi eða nóttu, eða 72% og því telja lækn- ar ljóst að þyrluvaktin þurfí að starfa allan sólarhringinn eins og raunin er. Læknarnir standa sínar venjulegu vaktir á spítölunum en þegar þeir eru á þyrluvakt eru þeir í þannig störfum að þeir geta fengið sig lausa án fyrirvara. Aðstoðar þyrlusveitarinnar er oftast óskað af læknum vegna veikinda eða slysa en samt hefur beiðnum þeirra fækkað um 30% frá síðasta ári. Skipstjórar biðja oft um aðstoð þyrlusveitarinnar, björgunarsveitir og lögregla einn- ig og mjög hefur færst í vöxt að hinn almenni borgari biðji um aðstoð. Ætli þyrlulæknum sé ekki oft færð blóm og annað sem þakklæt- isvottur fyrir vel unnin störf? „Jú, það hefur komið fyrir,“ segja þær stöllur. Þær segjast oftast fylgjast með líðan þeirra sem þær hafi tekið þátt í að flytja. „Manni finnst einhvern veginn að maður eigi svolítið í því fólki sem maður hefur flutt, sérstaklega þegar það hefur verið mikið veikt,“ segir Alma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.