Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 10
 HEILAGUR SANNIEKUR EÐA ALLT í PLATI ( Er yfirleitt mark takandi á skoöanakönnunam og að hvað miklu leyti er heim bá að treysta? eftir Ólof Þ. Stephensen „RAUNVERULEIKINN er heimsálfa sem við förum sjaldan til nú orðið og fólk er réttilega ekkert of hrifið af henni, og því er skoðanakönnun- in orðin að einhvers konar æðri raunveruleika, eða með öðrum orðum, hún er orðin að sannleika. Skoðanakönnunin er þing sem situr stöðugt og gegnir því hlutverki að framleiða sannleika, segjum lýðræðislegasta sannleika sem um getur.“ Svo farast rithöfundinum Milan Kundera orð um skoðanakannanir í bók sinni, Ódauðleikanum. Ekki er víst að allir vilji stilla skoðanakönnunum á þennan skáldlega stall, en víst er að sumir virðast nánast trúa þeim sem heilögum sannleika. Aðrir stimpla þær sem spámennsku og fúsk og segja ekkert mark á þeim takandi. Skoðanakannanir um fylgi flokkanna eru ævinlega fylgifiskur kosn- inga, sem nú standa rétt einu sinni fyrir dyrum. Nýjar niðurstöður birt- ast á nokkurra daga fresti og þar ætti væntanlega að vera að finna vísbendingar um árangur flokkanna-1 kosningabaráttunni og væntanleg kosningaúrslit - eða hvað? Er eitthvað að marka skoðanakannanir eða ekki? Gerð skoðanakannana er ákveðin vísindi og margir fræðimenn eru spreng- lærðir í faginu. Til eru viðurkenndar reglur um framkvæmd kannana, sem þarf að fylgja, eigi niðurstaðan að verða marktæk. Alls konar spum- ingakannanir eru notaðar sem vísind- alegt mælitæki, einkum í félagsvís- indum; stjórnmálafræði, félagsfræði, fjölmiðlafræði og sálfræði, svo dæmi séu nefnd. Kannanir eru líka notaðar giikið við markaðsrannsóknir nú til dags. Ýmis fyrirtæki hér á landi gera kannanir. Þau, sem einkum gera stjórnmálakannanir, sem hér eru aðalviðfangsefnið, _eru Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands, Skáís (Skoðanakannanir á íslandi) og Dag- blaðið Vísir. Auk Félagsvísindastofn- unar og Skáíss eru Hagvangur, Gall- up á Islandi og íslenzkar markaðs- rannsóknir með opinbert starfsleyfi. Einn af sérfræðingum íslendinga um skoðanakannanir er dr. Þorlákur Karlsson, lektor í aðferðafræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Hann er sálfræðingur að mennt, með aðferða- og tölfræði sem aukagrein. Hann er jafnframt starfandi formað- ur í nefnd menntamálaráðherra, sem skipuð var til að fjalla um hvort nauðsynlegt væri að setja lög eða reglur um framkvæmd og birtingu kannana. Dr. Þorlákur var spurður hvort eitthvað væri að marka skoð- anakannanir. Mismarktækar eftir aðferðum og úrtaksstærð „Það er mismikið mark á þeim takandi. Það fer eftir þvS hvemig staðið er að þeim og hvað úrtakið erstórt." — Hvað þarf að gera til þess að skoðanakönnun sé sæmilega mark- tæk? „Þrennt skiptir mestu máli. í fyrsta lagi að úrtakið sé tekið úr hópi allra, sem á að alhæfa um, og að það sé um leið tilviljunarúrtak. Það þýðir að allir hafa jafna mögu- leika á að lenda í úrtakinu. í annan stað þarf stærð úrtaks að vera sæmileg. Allar kannanir, sem eitthvert mark á að taka á, þyrftu að ná til um 1.000-1.500 manna. í þessu sambandi skiptir líka máli hversu miklum mun má búast við. Ef til dæmis á aðeins að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkur landsins, nægir kannski að hafa 200 manna úrtak. Ef hins veg- ar á að greina á milli fylgis Alþýðu- bandalags, Kvennalista og Alþýðu- flokks, sem eru á svipuðu reiki, þá veitir ekki af 1.000-1.500 manna úrtaki. Það skiptir í raun ekki máli hvort tekið er úrtak hjá 250 þúsunda manna þjóð eða 250 milljóna manna þjóð, úrtakið getur verið álíka stórt áreiðanleikans vegna, svo framar- lega sem þessari úrtaksstærð er náð. Það sem skiptir máli er hversu eins- leitar þjóðimar eru. Mismunandi fylgi flokka milli landshluta á íslandi gefur ákveðna vísbendingu um að þjóðin sé dálítið misleit. Þá þarf sæmilega marga í hveiju kjördæmi, jafnvel þótt kjördæmin séu lítil, til þess að sjá hvemig fylgið dreifist. Ef skoða á 600 manna úrtak eftir kjördæmum og jafnvel með tilliti til kynja líka, þá eru fylgishópar til dæmis í Vestfjarðakjördæmi orðnir mjög fámennir. Þegar niðurstöður em birtar, á að sjálfsögðu líka að birta fjöldatölur, en ekki aðeins pró- sentutölur. Fylgi eins flokks í Vest- fjarðakjördæmi getur samanstaðið af einum manni. Hátt hlutfall óákveðinna veldur skekkju í þriðja lagi skiptir miklu máli að ná niður brottfalli, með öðmm orðum að ná svömm frá sem allra flestum af þeim, sem lenda í upphaflega úr- takinu. Menn gera alltof lítið úr hætt- unni, sem brottfall felur í sér. Það skiptir máli hvort brottfallið er 20% eða 40%, því að það má reikna með mun meiri skekkju í könnun, þar sem brottfallið er mikið. í stjómmála- könnunum á þetta sérstaklega við. Ef ekki næst í fólk í fyrstu atrennu verður að gera fleiri tilraunír og hringja helzt bæði um helgi og virka daga. Ef eingöngu er hringt um helgi er hætta á að ekki náist í þá, sem stunda útiveru eða vinna um helgar. Þessir hópar geta haft önnur viðhorf en þeir, sem næst í. Segjum að við höfum 800 manna úrtak og næðum ekki í 300. Þá er ekki nóg að bæta bara við 300 manna varaúrtaki, eins og sumir aðilar gera, því að sá hópur bætir ekki upp skekkjuna. Hin tegundin af brottfalli er þegar menn eru óákveðnir. Sumir segja sem svo að 30-40% manna séu óákveðnir og þeirra könnun sýni bara stöðuna eins og hún sé á þeim tíma. Á því hefur hins vegar enginn áhuga, heldur því hvemig kosninga- úrslitin verða. Þá munu-30-40% kjós- enda ekki standa í kjörklefanum og halda áfram að verða óákveðnir, heldur verða þeir að ákveða sig. Þess vegna verðum við að leita allra leiða til að fá svör, til dæmis með því að spyija framhaldsspuminga. Það hefur verið sýnt fram á að þeir, sem segjast óákveðnir í könnunum, hafa yfirleitt önnur viðhorf en þeir, sem segjast ákveðnir, skiptast öðm vísi milli flokkanna. Það fyrsta sem ég skoða, þegar ég sé niðurstöður kannana er þess vegna brottfallið. Ef hlutfall óákveðinna er hátt, tek ég minna mark á könnuninni." Skoðanakönnunarfyrirtæki standa sig misvel — Hvemig hafa þau fyrirtæki, sem gera skoðanakannanir, staðið sig við að uppfylla þessi skilyrði? „Misjafnlega. Égerekki kunnugur öllum smáatriðum og þekki misvel til þessara fyrirtækja. Mér sýnist hins vegar að Gallup, Hagvangur, íslenzkar markaðsrannsóknir og Fé- lagsvísindastofnun fari eftir ýtrastu kröfum hvað varðar stærð úrtaks og hvemig það er tekið. Þegar úrtak er valið, skiptir máli að hafa réttan þýðislista, sem er sá heildarlisti, sem úrtakið er valið af. DV og Skáís taka úrtakið ekki úr þjóðskrá heldur úr símnúmeraskrá. Það, sem gerir síma- skrárúrtak verra en þjóðskrárúrtak, er í fyrsta lagi að það eru ekki allir með síma, sem kannski veldur ekki mikilli skekkju vegna þess hvað þeir eru fáir. í öðra lagi hafa þeir, sem era í mannmörgum fjölskyldum, minni möguleika á að komast í úrtak- ið en þeir, sem búa einir, vegna þess að fleiri era um einn síma. Ef þeir, sem era í mannmörgum fjölskyldum, hafa að jafnaði önnur viðhorf en ein- býlingar er komin skekkja. Hjá DV og Skáís er úrtaksstærðin heldur ekki næg að mínu mati, nema í síð- ustu könnun fyrir kosningar hjá DV, þar sem úrtakið er stækkað í 1.200 manns." — Hvað með úrvinnslu og birtingu niðurstaðna? Er þar einhvers staðar pottur brotinn? „Þar er ýmislegt sem þau fyrir- tæki, sem hafa staðið sig betur í þessum efnum, ættu að huga betur að en þau hafa gert. Aðalmarkmið þessara kannana er að segja til um hvemig skoðanir eða viðhorf þorra fólks era. Þá taka menn 1.000 eða 1.500 manna úrtak og ætla að al- hæfa yfir á þorra fólks út frá þvl. Það er gert með ákveðnum fyrir- vara, ákveðnum iíkindum á að heild- in sé eins og úrtakið. Því stærra sem úrtakið er, þeim mun líklegra er að niðurstöðurnar eigi við um kjósendur í heild. Niðurstöður þeirra aðila, sem taka stærri úrtök, era marktækari og þeir ættu því að gera grein fyrir svokölluðum vikmörkum eða skekkj- umörkum. Með því er til dæmis átt við á hvaða bili líklegt sé að fylgi flokks sé ef öll þjóðin væri skoðuð. Þar með gæti fjölmiðlafólk og jafn- vel almenningur gert greinarmun á betri könnunum og verri. Það ætti að nægja að benda á að þegar úrtak er ekki nema 500 manns er skekkjan meiri en ef um 1.000 manna úrtak er að ræða, kannski allt frá 3% þegar um lítið fylgi er að ræða og upp í 4-4,5%. Þetta þýð- ir að ef Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 50% fylgi í könnun með litlu úrtaki, er aðeins hægt að segja með nokkurri vissu að fylgi hans sé á bilinu 46-54% meðal þjóðarinnar. Með birtingu skekkjumarka mætti bæði sýna fram á muninn milli þeirra aðila, sem gera kannanir, og venja fólk við að meta niðurstöðurnar." Ómarktækar breytingar fá stórpólitíska þýðingu f ljósi þessarra orða dr. Þorláks má velta fyrir sér hvort fjölmiðlar blási um of út smávægilegar breyt- ingar á fylgi flokka frá einni könnun til annarrar, sem ef til vill era innan skekkjumarka. Hér ætti að nægja að tilfæra tvö nýleg dæmi. Hinn 25. marz síðastliðinn er eftir- farandi fimm dálka fyrirsögn á for- síðu DV: „Skoðanakönnun DV um helgina: Ríkisstjómin er aftur komin í minnihluta". Þegar litið er á niður- stöður könnunarinnar, breytist fylgi ríkisstjórnarinnar um 3,4% frá síð- ustu könnun blaðsins, sem er innan skekkjumarka miðað við úrtakið, sem var 600 manns. Þegar litið er á mun stjómarsinna og stjómarandstæð- inga í könnun DV, er hann aðeins 2%. Fylgjandi stjóminni segjast 39,2% en andvígir 41,2%. Munurinn er með öðram orðum innan skekkju- marka. DV tekur reyndar fram í lok umfjöllunar um niðurstöður könnun- arinnar á bls. 4 þennan sama dag að skekkjumörk í svona könnunum séu 3-4%, en eftir stendur uppsláttur- inn á forsíðunni, sem ekki stenzt gagnvart fræðunum. í raun er ekki hægt að fullyrða meira í þessu tilviki en að fylkingar stjómarsinna og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.