Morgunblaðið - 07.04.1991, Page 12

Morgunblaðið - 07.04.1991, Page 12
 stjórnarandstæðinga eru af svipaðri stærð. í leiðara Alþýðublaðsins 26. marz síðastliðinn, daginn eftir að könnun DV birtist, er fjallað um formanns- skipti í Sjálfstæðisflokknum. í lok leiðarans segin „Kjósendur skynja hins vegar hina vaxandi hörku. DV birti í gær fyrstu skoðanakönnun um fylgi flokkanna eftir að nýr formaður tók við Sjálfstæðisflokknum. Flokk- urinn hefur farið niður um 2%. Það segir sína sögu. Kjósendur fagna ekki nýjum formanni." Miðað við fylgi Sjálfstæðisflokks- ins í DV-könnuninni og stærð úrtaks- ins eru skekkjumörkin í þessu tilviki 4%. Þarna tekur Alþýðublaðið því tveggja prósenta mun, sem er langt innan skekkjumarka, og gefur hon- um mikla pólitíska þýðingu. Þess má reyndar geta að Félagsvísinda- stofnun birti nokkrum dögum síðar niðurstöður könnunar, þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn bætti við sig fylgi - líka innan skekkjumarka - en um það kom ekki leiðari í Alþýðublaðinu. Fáfræði orsök stóryrða Hvað segir dr. Þorlákur um túlk- anir af þessu tagi? „Maður hefur svo sem séð menn koma með miklar kenningar þegar breytingar upp á eitt eða tvö prósent hafa verið á fylgi flokks milli kann- ana, sem má búast við af hendingu. Það þarf ekki að þýða neina breyt- ingu á skoðunum fólks. Það, hvað fólk veit lítið um bakgrunn kannana, held ég að sé ástæðan fyrir því að margir taka svo stórt upp í sig að segja að það sé ekkert að marka kannanir, eða þá hið gagnstæða, að Morgunblaðið/KGA Dr. Þorlákur Karlsson. þeir taka þær of bókstaflega. Hvort tveggja er hættulegt og við myndum áreiðanlega losna við hvort tveggja ef við upplýstum fólk betur um það hvað kannanir þýða, hvemig á að meta þær og túlka." Þótt dr. Þorláki þyki nauðsynlegt að upplýsa fólk betur um skoðana- kannanir, virðist ekki öllum, sem um þær fjalla, fínnast að á því þurfí að halda. Nýlega bauð endurmenntun- amefnd Háskólans upp á námskeið í túlkun á niðurstöðum skoðanakann- ana fyrir fjölmiðlafólk. Þegar leitað var upplýsinga hjá Háskólanum um þátttöku fjölmiðlamanna í námskeið- inu var skemmst frá því að segja að enginn mætti. Margrét S. Bjöms- dóttir, endurmenntunarstjóri, sagði að slíkt væri mjög óvenjulegt, vegna þess að yfirleitt væru endurmenntun- amámskeiðin vel sótt. Dr. Þorlákur var spurður hvað hann teldi að fjöl- miðlamenn gætu gert til að koma niðurstöðum skoðanakannana skýrar frá sér. „Það á við bæði um lesendur, stjómmálamenn og fjölmiðlamenn að taka niðurstöður of bókstaflega. Það, sem fjölmiðlamenn geta gert til að lesa í niðurstöður kannana af meira viti, er að skoða alltaf megin- hættumar; stærð úrtaksins og brott- fallið. Þetta er nokkuð, sem allir geta áttað sig á.“ Sá sem vikst undan reglunum ber höfðinu við stein Þorlákur tekur undir það að gerð skoðanakannana byggi á ákveðnum vísindum og eigi því að fylgja settum reglum. „Menn hafa mismunandi skoðanir á vísindum, en í þessu efni er allgott samþykki um þau atriði sem mestu máli skipta; hvaða reglum og aðferðum eigi að beita. Sá, sem víkst undan því að fylgja nokkrum grannatriðum er að lemja höfðinu við steininn ef hann ætlar að segja að menn geti gert skoðanakannanir eftir eigin höfði. Ég held að ástæðan fyrir því að menn fylgja ekki þessum fáu grand- vallarreglum sé í sumum tilfellum sú að þeir vita ekki betur, en ég er viss um að í mörgum tilfellum er það til dæmis að þeir vilja sleppa við tölv- unefnd, sem mörgum þykir hvimleið vegna strangra reglna. í öðru lagi er þetta fjárhagslegs eðlis. Það er dýrara að taka stærra úrtak og það kostar líka meira að taka þjóðskrár- úrtak en símaskrárúrtak." Tölvunefndin, sem Þorlákur talar um, er starfrækt á vegum dómsmála- SJÁ SÍÐU 14 KONNUN GALLUP FYRIR RIKISSJONVARPIÐ: Stærsta stjömmálakönnun hérlendis GALLUP á íslandi hefur fram að þessu ekki gert stjórnmálakannanir til birtingar. Nú verður þar hins vegar breyting á; Ríkissjónvarpið hefur samið við Gallup um að gera könnun á fylgi flokkanna með um 6.500 manna upphaflegu úrtaki. Að sögn Ólafs Amar Haraldsson- ar, framkvæmdastjóra Gallup, verður upphaflegt úrtak um 850 manns í hveiju kjördæmi, tilvilj- unarúrtak úr þjóðskrá. Aðferðimar era með svipuðu sniði og hjá Félags- vísindastofnun. Niðurstöðumar verða svo birtar í kosningakynning- um Ríkissjónvarpsins fyrir viðkom- andi kjördæmi. Ólafur Öm segir að með þessu eigi að ná veralega niður skekkju- mörkum í hveiju kjördæmi fyrir sig, og niðurstöðumar eigi því að verða mun marktækari fyrir hvert kjör- dæmi heldur en þegar t.d. 1.000 manna úrtak er brotið niður eftir kjördæmum. „Þetta er umfangsmesta stjórn- málakönnun, sem hefur verið gerð hérlendis," sagði Ólafur. „Við skul- um hins vegar átta okkur á því að fylgið er að breytast. Kosningabar- áttan er mjög stutt að þessu sinni og það má búast við að fylgissveifl- ur verði á skemmri tíma en oft áð- ur. Sömuleiðis má líta svo á að einn af ákvörðunarþáttum hjá almenningi sé einmitt þessir sjónvarpsþættir, sem eru í hveiju kjördæmi, en þar eru niðurstöður könnunarinnar birt- ar.“ í könnun Gallup verður fleira kannað en fylgi flokkanna, tii dæm- is verður spurt hver kjósendur telji að verði helztu viðfangsefni stjóm- málamanna f kjördæmi sínu. Gallup hefur gert nokkrar kann- anir á fylgi stjómmálaflokka, en ekki birt niðurstöður, heldur hefur það eingöngu verið í rannsóknar- skyni. „Við vildum vera vissir um að þegar við færam út í þetta, yrði það vel gert,“ sagði Ólafur. Félaqsvísindastofnun Háskóla Islands Wi FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN Háskóla íslands tekur vanalega 1.500 manna tilviljun- arúrtak útþjóðskrá, að sögn Stefáns Ólafsson- ar, forstöðumanns stofnunarinnar. „Til að draga úr brottfalli reynum við yfirleitt að láta könnunina standa í nokkra daga og ná bæði yfir helgi og virka daga. Við leggjum mikla vinnu í að ná í fólk. Ef við náum ekki sam- bandi í fyrstu tilraun, gerum við síendurteknar tilraunir. Almenna reglan er sú að hætta ekki tilraunum fyrr en við höfum svarendahóp, sem endurspeglar þjóðina á viðunandi hátt. Við teljum okkur örugg með það þegar svörunar- hlutfailið er komið yfir 70%, þ.e. um 1050 manns. Síðan tryggjum við að kynin, aldurs- hópar og einstök byggðarlög á landsbyggðinni eigi fulltrúa í svarendahópnum f sömu hlutföli- um og er hjá þjóðinni allri. Við birtum óvissu- mörk langoftast í skýrslum um niðurstöður skoðanakannana. Til þess að fækka óákveðnum svarendum í stjómmálakönnunum göngum við á fólk og spyijum á þijá vegu. í fyrsta lagi er spurt hvað menn myndu kjósa, ef kosið væri á morg- un. Þeir sem svara „veit ekki“ við þeirri spum- ingu, frá viðbótarspumingu um hvaða flokk sé líklegast að þeir kjósi. Þeir, sem enn segj- ast ekki vita, fá þriðju spuminguna um hvort þeir telji líklegra að þeir kjósi Sjálfstæðisflokk- inn eða einhvem hinna. Ástæða þess að við geram þetta, er að við tókum eftir að þegar hlutfall óráðinna er n\jög hátt, verður kerfis- bundin skekkja í niðurstöðum kannana. Fylgi Sjálfstæðisflokksins varð kerfisbundið mjög ýkt. Við athuguðum til dæmis hvað þeir óá- kveðnu kusu síðast, og þeir reyndust hafa kosið aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn í meira mæli en þeir, sem tóku afstöðu.11 Stefán telur útilokað að setja reglur um framkvæmd kannana, þar sem notaðar séu ólíkar aðferðir við gerð kannana. „Þær eru misjafnlega dýrar í framkvæmd og ef settar væru reglur um framkvæmdina er verið að banna mönnum að gera hlutina á hátt, sem kannski er ódýr, en viðunandi. Ég held að þetta sé óþarft aðallega af þeirri ástæðu að markaðurinn lærir smám saman hveijir gera skoðanakannanir vel og hveijir illa. Það er þegar komið fram að sumir, sem framkvæma kannanir, gera það verr en aðrir.“ Stefán segir að ef til vill megi setja reglur um að könnunaraðilar setji niðurstöður sínar fram á ákveðinn hátt, en hins vegar sé hvim- leitt fyrir fjölmiðla að þurfa að fylgja slíkum reglum út í æsar og birta t.d. langar lýsingar á því hvemig könnun sé framkvæmd. „Ég er hins vegar mjög hlynntur því að settar verði siðareglur að fijálsu framkvæði þeirra aðila, sem að þessu standa, ef hægt er að ná sam- stöðu um það,“ sagði Stefán. Daablaóió Vísir m HJÁ Dagblaðinu Vísi er úrtak skoðana- kannana yfírleitt 600 manns, að sögn Hauks Helgasonar aðstoðarritstjóra, sem hefur um- sjón með skoðanakönnunum blaðsins. Þegar nær dregur kosningum hefur úrtakið tíðum verið stækkað í t.d. 1.200 manns. Úrtakið er valið eftir ákveðnum reglum úr símaskrá og þess gætt að jafnmargar konur og karlar séu í úrtakinu og að jöfn skipting sé milli höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar. Ef ekki næst í alla úr hinu upphaflega 600 manna úrtaki er hringt í ný númer þar til tölunni 600 er náð. Að mínu mati þarf ekki stærra úrtak en það, sem við höfum verið með, til að ná full- nægjandi niðurstöðu og þar vísa ég til reynsl- unnar. íslendingar eru það einsleitir að síma- könnun af því tagi, sem DV gerir, er algerlega fullnægjandi þegar úrtakinu er ekki skipt frek- ar niður, til dæmis eftir aldurshópum." Haukur segir að í seinni tíð hafí DV yfír- leitt birt óvissumörk þegar fjallað hafí verið um niðurstöður skoðanakannana. Haukur var spurður álits á hugmyndum um reglur um framkvæmd og birtingu skoðana- kannana. „Reynslan hefur að mínum dómi sýnt að engin ástæða sé til að setja slíkar regl- ur. Ákveðin reynsla er komin á skoðanakann- anir hér, þær hafa gefizt vel, verið heiðarlegar og útkoma þeirra það góð að ég tel ekki ástæðu til að setja frekari reglur um það. Gallup gamli sagði á sínum tíma að það væra góðar skoðana- kannanir ef ekki munaði meira en einu eða tveimur prósentustigum að meðaltali á könn- un, sem væri gerð viku fyrir kosningar, og úrslitum kosninganna. Við höfum reynzt vera innan þeirra marka. Reynslan hefur sýnt að yfirleitt koma DV-kannanirnar bezt út, betur en kannanir þar sem úrtakið er tekið með flókn- ari aðferðum. Ég vil til dæmis nefna að fyrir borgarstjómarkosningamar í fyrra kom DV- könnunin langbezt út, betur en könnun háskól- amanna." Aðspurður um hugmyndir um samtök skoð- anakönnuða og siðareglur þeirra á meðal sagð- ist Haukur ekki telja eitthvert valdboð að ofan æskilegt í þeim efnum. „Samkvæmt reynsl- unni er engin augljós þörf á slíkum samtökum. Það væri hins vegar sjálfsagt að líta á það ef einhver telur ástæðu til," sagði hann. SKAIS m BRAGI Jósepsson, forstöðumaður Skáíss (Skoðanakannana á íslandi), segir að úrtak fyrir stjómmálakannanir sé tekið úr tölvuskrá yfir öll símanúmer á landinu, að undanskildum númerum stofnana ög fyrirtækja. „Stærð úr- taksins er 750-850 símanúmer. Ef ekki næst samband við tiltekið símanúmer er reynt síðar og aftur, allt að fjórum sinnum. Að jafnaði næst samband við um 80% þeirra símanúmera sem eru í úrtakinu, 600-700 manns. Yfirleitt svara færri karlar en konur. Sama er að sega um yngsta aldurshópinn. Þar er svörun gjaman hlutfallslega dræmari en í hin- um aldurshópunum. Til þess að jafna þetta hlutfall í samræmi við raunveraleg hlutfóll þýðisins, þ.e. þess hluta þjóðarinnar, sem úr- takið er tekið úr, er gerð tölfræðileg Ieiðrétt- ing. Með hliðsjón af framansögðu yrði vægi karla aukið og sömuleiðis vægi yngsta aldurs- hópsins." Bragi kýs að kalla þá úrtaksaðferð, sem Skáís beitir, svæðis-lagskipt handahófsúrtak. Hlutfallsleg skipting úrtaksins sé ákveðin í samræmi við ijjölda kjósenda í hveiju kjördæmi. Bragi segir að til greina hafi komið þegar Skáís hóf að gera stjórhmálakannanir fyrir um áratug, að taka þjóðskrárúrtak. „Niðurstaða okkar var hins vegar sú, að vegna fámennis þjóðarinnar væri óæskilegt að framkvæma pólitískar skoðanakannanir eftir persónu- bundnu úrtaki. Af þeim ástæðum völdum við þá aðferð, sem við beitum," segir Bragi. Hann segir að þrátt fyrir viðhorfsbreytingu gagnvart skoðanakönnunum og stjómmála- flokkum, telji hann óæskilegt eða a.m.k. ótíma- bært að taka persónubundið úrtak í pólitískum skoðanakönnunum. „Um aðrar skoðanakann- anir, þar sem ekki er um að ræða viðkvæm eða persónuleg máiefni einstaklinga, gegnir öðru máli. Úrtak einstaklinga, til dæmis eftir þjóðskrá, hefur vissulega ýmsa augljósa kosti fram yfir úrtak símanúmera. Stærsti kosturinn við slík úrtök er að mínu mati fólginn í þeirri aðferðafræðilegu og tölfræðilegu stöðlun, sem aðferðin hefur réttilega áunnið sér á alþjóðleg- um og fræðilegum vettvangi." Bragi segir að í síðustu könnun Skáís hafi verið gerðar nokkrar breytingar á spurninga- formi með það fyrir augum að lækka hlutfall óákveðinna. Þeir, sem ekki hafi tekið afstöðu til þess, hvaða stjórnmálaflokk þeir myndu kjósa, hafi verið spurðir aftur, með hliðsjón af afstöðu sinni til ríkisstjómarinnar. Með þessu hafi hlutfall óákveðinna farið úr um 25% í 15%. Bragi segir að áformað sé að halda þessu áfram. Spurt var um afstöðu Braga til hugsanlegr- ar laga- eða reglusetningar um skoðanakann- anir. „Mér fínnst slíkt ekki mjög knýjandi. Ég held að yfirleitt standi ábyrgir aðilar að gerð kannana, sem hafa mikla þekkingu og lærdóm á þessu sviði. Ég óttast þess vegna ekki að framkvæmd kannana sé í ólestri. Hins vegar held ég að þegar menn séu tilbúnir að setjast niður í friði og ræða um að koma á siðaregl- um, þá sé það æskilegt."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.