Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRIL 1991 Þprbjörn Árnason Ekkert er sjálfsagt lengur FJÖLSKYLDAN kom suður og hélt að hún þyrfti að kveðja Þorbjörn Arnason þar sem hann lá á Borgarspítalanum eftir hjartaáfall. En ófeigum verður ekki í hel komið eins og gamla fólkið sagði, og fjórum mánuðum eftir að hafa staðið við dauð- ans dyr stormar Þorbjörn um holt og hæðir umhverfis Reykja- lund og blæs ekki úr nös. Eg var heppinn,“ segir Þor- bjöm, „því inargir hafa ekki staðið upp aftur eftir slík áföll. iiig var vel á mig kominn líkam- lega þegar jii'Híi gerðist, og er |iað sennilegn ástæðan fyrir því að enn hefur ekti verið flaggað í hálfa stöng fvrir mér!“ Þorbjörn er ekki nema fjörutíu og tveggja ára gamall, hár og grannur og lítur ekki í fljótu bragði út fyrir að vera hjarta- sjúklingur. En tilfelli hans, er kannski dæmigert fyrir duttl- unga hjartans. Hann segir að eitthvað muni vera um hjarta- sjúkdóma í ætt sinni, en hugsan- lega hafi streita og svefnleysi ráðið miklu um hvernig fór. „Flestir íslendingar vinna mikið og mjög margir við skrifborð þar sem hreyfingarleysi og streita fylgjast að. Menn bæta oft enda- laust við sig vinnu eins og ég gerði þar til það fer að ganga á svefninn. Ég sofnaði til dæmis oftast strax en átti það til að vakna aftur eftir tvo til þijá tíma. Marg- ir þykjast ekki muna drauma, en slæmir draumar eru oft vís- bending um að menn nái ekki að slaka á. Sjö til átta tíma svefn er nauð- synlegur, og ef menn ná honum ekki með eðlilegum hætti, þá er ekkert niðurlægjandi að taka inn lyf til að ijúfa þann vítahring sem menn komast í þegar þeir sofa lítið sem ekkert. Ég var tregur til að viðurkenna þetta og reyndi að þreyta mig svo ég sofnaði strax, en andlega þreyt- an er oft verri en sú líkamlega og getur endað með hjartaáfalli eins og hjá mér.“ Þorbjörn hefur alltaf synt mik- ið, æfði reyndar sund sem dreng- ur, og einnig gengið og verið talsvert úti. Telur hann það hafi bjargað því að ekki fór verr. Hann hafði ætíð borðað það sem hann langaði í, þótti feitt kjöt og smjör gott en fannst græn- meti vera hið mesta kanínufóð- ur. Hann byijaði að reykja þrít- ugur þegar hann fór í bæjar- stjórn, og reykti um sex til átta vindla á dag. Og félagsmála- störfum og löngum fundarsetum fylgdu ekki aðeins vindlamir, heldur einnig kaffiþambið, oft margar könnur á dag. Þorbjörn var í þijú kjörtímabil í bæjarstjóm Sauðárkróks, þar af tvö kjörtímabil forseti bæjar- stjórnar, og var auk þess í fullu starfi, fyrst sem fulltrúi bæjarfó- geta og síðar sem framkvæmda- stjóri Loðskinns hf. Hann var nýbúinn að opna lögmannsskrif- stofu og ætlaði að fará að „praktisera" þegar ósköpin dundu yfir í lok október á síð- asta^ ári. „Ég var fyrir sunnan með skjólstæðingi mínum að ganga frá tryggingarmáli og urðum við að gista eina nótt í Reykjavík. Um miðja nótt fékk ég mikinn verk yfir bijóstið, og þurfti að kasta upp. Ég áleit þetta vera flensu og aðhafðist því ekkert. Lét bara líða yfír mig af og til og kastaði upp á milli. Um morg- uninn héldum við af stað norður, en urðum að snúa við í Mosfells- bæ því ég var orðinn það veikur.“ Á Borgarspítalanum var síðan morfíni dælt í Þorbjörn, en hann segir að ekki hafi slegið á verk- ina við það fyrr en um kvöldið. Eiginkona Þorbjörns og tvö yngri bömin, ásamt öldruðum föður hans komu suður, og elsti sonur- inn sem stundar nám í Háskólan- um hraðaði sér á fund föður síns. Kveðjustundin var þó sem betur fer ekki runnin upp. En hvernig líður fólki sem stendur við dauðans dyr? „Mér var ekki brugðið meðan á þessu stóð,“ segir Þorbjörn, „ég héTlsan HÖNDLUD ÁNÝ var svo veikur að mér var orðið sama þótt ég dræpist, skildi held- ur ekki hvað var að gerast. Ég var í lyfjameðferð og rannsókn- um í þijár vikur, og áttaði mig ekki á í hvaða hættu ég hafði verið fyrr en ég var kominn heim. Ég trúi ekki öðru en að venju- legt fólk verði hrætt undir svip- uðum kringumstæðum, þótt allt- af séu til vissar undantekningar. Maðurinn er í eðli sínu hræddur við að tapa lífinu. En þótt menn haldi lífinu þá geta þeir orðið ósjálfbjarga það sem eftir er. Þetta er ekki síður áfall fyrir íjölskylduna, börnin óttast að verða föðurlaus og ég veit að a.m.k. yngsti sonur minn var mjög hræddur. Mér leið líka illa því mér fannst ég vera að bregð- ast þeim. Ég vissi að þau vöktu yfír mér, og ég þorði varla að taka inn sprengitöflumar því þá héldu þau að ég væri að fá ann- að áfall. Það er því mjög mikil- vægt að hafa fræðsludag fyrir þá nánustu hér á Reykjalundi svo þeir geti séð þá endurþjálfun sem hjartasjúklingar fara í.“ Ég spyr Þorbjörn hvort hann haldi að viðhorf manna breytist eftir lífsreynslu sem þessa? „Það er enginn vafi á því. Auðvitað eru til menn sem eru að eðlisfari lokaðir og leyfa sér ekki þann munað að kíkja í kringum sig og finna ánægjuna í því að vera bara til. Það er afar slæmt, því það er mikilvægt að fólk hafi ánægju af daglegum störfum sínum. En mér finnst ofboðslega gaman að vera til, aldrei verið eins gaman og núna! Ég tek heldur engu sem sjálf- sögðum hlut lengur.“ Þorbjörn segir að ekki sé hægt að meta dvölina á Reykjalundi í krónutölum, en það sé víst að endurhæfing sem þessi spari ís- lendingum tugi milljóna króna sem annars færu í lyf og sjúkra- hússvist. „Mér fínnst að læknar úti á landi eigi að sjá til þess að hjartasjúklingar eigi þess kost að koma hingað í endurhæfingu. í götunni heima hafa fimm menn fengið hjartaáfall og tveir þeirra dóu tiltölulega ungir af þeim sökum. Nágranni minn í næsta húsi fékk svipað áfall og ég, en hefur ekki átt kost á end- urhæfingu, líklega af því hann Morgunblaðið/Kristján Arngrímsson veiktist ekki í Reykjavík eins og ég. Mér finnst það ábyrgðarhluti lækna heima að hafa ekki sent hann hingað. Hættan er miklu raunverulegri fyrir honum en mér, því hann hefur ekki lagt á sig erfiði undir ströngu eftirliti og veit ekki eins og ég hvað hann má leyfa sér. En ég tel það ekki of seint fyrir hann að fara núna.“ Ég spyr Þorbjöm hvað taki við eftir dvölina hér, og hann segist auðvitað ætla að opna lög- mannsskrifstofuna aftur strax á mánudaginn! „Mér fínnst ég ekki verr á vegi staddur en ég var, kannski betur. Ég hef byggt upp líkam- legt og andlegt þrek og þekki nú betur takmörk mín. Það var í raun mesta áfallið að ég, Þorbjörn, skyldi verða fyrir þessu. Ég sem alltaf var svo hraustur! Aldrei orðið mis- dægurt. En ég hef nú jafnað mig á því og það er endurhæfingunni hér á Reykjalundi að þakka. Ég tel þessa stofnun vera á heims- mælikvarða og það er mikið ör- yggi fyrir hjartasjúklinga að vita af henni og geta leitað sér endur- hæfingar hjá öllu þessu frábæra fólki sem hér starfar.“ Erla Marlcusdóttir Lífsviðhorf breytt í FISKIGALLANUM en þó svuntulaus, fór Erla Markúsdóttir frá Þorlákshöfn með sjúkrabíl til Reykjavíkur í febrúar fyrir ári. Hún hafði verið að lyfta bakka I fiskvinnslunni þegar hún fékk sáran verk yfir brjóstið og fram í handlegg. Hún hélt að þetta væri vöðva- bólga og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist, en þegar verkur- inn kom í annað sinn vissi hún að eitthvað varð að gera í málinu. Eg væri ekki hissa þótt þær færu að skila sér inn físk- vinnslukonurnar, allar undirlagðar af vöðvabólgu og streitu eftir bón- usvinnuna," segir Erla. Sjálf fer hún líklega ekki í fiskvinnslu á næstunni, þótt hún hafí tekið ótrú- legum framförum þennan tíma sem hún hefur verið á Reykjalundi. Erla komst heim með aðstoð manns síns, sónar og tengdadóttur sem unnu á sama stað. „Héraðs- læknirinn brást fljótt við að vanda, svo og björgunarsveitin á staðnum og var ég flutt á bíl þeirra sem oft hefur sannað gildi sitt, á Borg- arspítalann í Reykjavík. Ekki var ég búin að vera nema hálfan mán- uð heima er ég fékk annað hjarta- kast. Þá fór ég í hjartaþræðingu og í framhaldi af því í blástur, en þá eru þröngar æðar þvingaðar út. Þegar ég kom heim mátti ég ekkert gera, varð að láta þjóna mér. í júní fór ég á Heilsuhælið í Hveragerði og styrktist mikið. Síð- an var ég heima þar til ég fór á Reykjalund, og það var alveg nýtt fyrir útivinnandi húsmóður að mæla götumar!" Erla er sjálfsagt ein af fáum sem ekki varð hrædd þegar hún fékk hjartaáfallið, ef til vill vegna þess að móðir hennar fékk hjartaáfall 48 ára gömul, og er nú að verða 86 ára. „Það var lærdómsríkt hvemig hún brást við vanda sínum og síðan faðir minn, en hann lést úr þessum sjúkdómi 83 ára að aldri. Eg hélt áður að fólk væri alltaf hrætt þeg- ar það gengi með þennan sjúkdóm, en veit núna að það þarf ekki að vera hræddara en úti á götu í umferðinni." Erla er gift og á fímm börn á aldrinum 16 til 26 ára. Hún segist vel skilja tilfínningar aðstandenda. „Ég var sjálf miklu hræddari sem aðstandandi en sem þolandi, og því finnst mér mikilvægt að nánustu ættingjar fái að dvelja einn dag á Reykjalundi og fylgjast með.“ Erlu fínnst það mjög ánægjulegt að nú skuli vera hægt að fram- kvæma hjartaaðgerðir hér heima, og enn ánægjulegra að íslendingar skuli eiga svo fullkomna endurhæf- ingarstöð sem Reykjalundur er. „Hinn mannlegi þáttur vill gleym- ast í þessu þjóðfélagi. Það er alltaf verið að spara pg litlu fé varið til fyrirbyggjandi aðgerða og endur- hæfínga í heilbrigðismálum. En það er miklu dýrara fyrir þjóðfélagið að vera með ósjálfbjarga sjúklinga sem þurfa á stöðugri hjúkrun að halda, en að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft." Þ að er góð tilfinning að líta til baka, frá því ég þurfti að láta færa mig til í rúminu og þar til núna þegar ég get tekið þátt í leikfími og göngum," segir Erla. „Þegar ég byijaði í endurhæfingunni var ég uppgefín eftir daginn. Var öft- ust í göngunni, en svo fór ég að færast framar! Ég hef verið að læra hér að tak- ast á við lífíð, veit núna til dæmis Morgunblaðið/KGA hvað ég má reyna á mig og hvað ber að forðast í mataræði. Það er líka ómetanlegt að kynnast fólki sem á við svipuð vandamál að stríða." Erla reykti ekki en borðaði allan venjulegan mat. Hún hafði ekki stundað neinar íþróttir, enda kannski búin að fá nóg eftir vinnu- daginn og sofnaði oftast yfír sjón- varpinu á kvöldin. Hún vann í fiski í bónus fullan vinnudag og tók svo við heimilinu þegar heim var kom- ið. Yfirleitt svaf Erla vel á næturn- ar ef verkur í vinstri handlegg hélt ekki fyrir henni vöku. Erla var lengi búin að þjást af gigt og vöðvabólgu sem voru afleiðingar bónus- vinnunnar. Ég spyr hana hvað taki nú við þegar hún útskrifast af Reykja- lundi og hún segir að það sé fátt um að velja, lítið sé um atvinnu í Þorlákshöfn annað en fiskvinnu. „Nú þarf ég að takast á við þann vanda, en ég kann betur að meta það sem ég get í dag, en það sem ég gat áður en ég veiktist,“ ségir hún. Erla segir að lífsviðhorf breytist mikið eftir reynslu sem þessa. „Ég hef haft nógan tíma til að hugsa síðustu vikumar, en hvort ég hef komist að niðurstöðu er önnur saga. Fjölskyldulíf á íslandi er að verða erfítt mál. Vinnuálagið er svo mikið að enginn tími er fyrir böm- in og það er of seint að kenna bömunum sínum eitt og annað þegar þau eru að fara að heiman. Aldrei er heldur tími til að hitta það fólk sem mann langar til. Mannleg samskipti, þessi stóri þáttur lífsins, eru að rofna í þessum hraða og þessu ranga mati á lífs- gæðum. Verðmætamat er brenglað og við verðum fórnarlömb, ég og þú. Við tökum ákveðnar skuldbind- ingar, síðan hækka vextir, kaup- máttur launa minnkar og við verð- um að vinna enn meira. Svo bilar heilsan, og hér hef ég feugið allan þann tíma sem ég átti að nota til að hvíla mig, í einum stórum skammti. Ég ætla að nýta mér það sem ég hef lært hér á Reykjalundi. Auðvítað ætla ég að ganga úti og hugsa vel um mig, en ég á góðan mann, góð börn, tengdabörn og barnabörn, og ætla fyrst og fremst að njóta þeirra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.