Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ BUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991 VERTU SÆLL, YASSER ARAFAT... Verða Palestínumenn kvaddir um leið? MÖRGUM sinnum hefur Arafat, formaður PLO, yfirhers- höfðingi alls herafla palestínska byltingarhersins og for- seti væntanlegs Palestínuríkis, verið „afskrifaður" og talinn af dögum, ef ekki í bókstaflegri merkingu, þá a.m.k. í pólitískum og hernaðarlegum skilningi. En þrautseigja hans í mótlæti og ótrúleg hæfni hans við að halda lífi og klóra sig aftur upp á bakkann er farin að valda því, að sumir telja hann hafa ekki færri líf en kötturinn, eða níu. Hæfileiki hans til að koma sér aftur í hið stjórnmálalega sviðsljós eftir hvern skellinn á fætur öðrum jafnast aðeins á við slembilukku hans eða hundaheppni, þegar reynt hef- ur verið að ráða hann af dögum. hann hefur sloppið ósár undan morðsveitum fyrrverandi samverkamanna, sprengj- utilræðum yfirlýstra andstæðinga og öðrum tegundum morðárása. En nú hefur hann að flestra mati hlotið langversta skellinn á skæruliðaævi sinni, og aldrei^hafa fleiri verið sammála um það, að héðan af eigi hann sér ekki viðreisnar von. Þetta virðist vera mat flestra, bæði andstæðinga og sam- herja. Ósigur Saddams Hússeins í Persaflóastríðinu var enn hroðalegra áfall fyrir Arafat vegna þess, að um talsvert skeið, allt fram að innrás íraka í Kúveit, hafði stjama hans sífellt farið hækkandi, og réttlætan- legar sigurvonir virtust loks blasa við eftir langan og æði skrykkjóttan feril, stundum skrautlegan. Fram að þessu hafa áföll Arafats oftast verið á sviði hemaðar og stjórnmála. Ábyrgðin af þeim hefur skollið á honum einum, þar eð hann hefur verið einráður um aðgerðir. Af sömu ástæðum hefur hann einnig hlotið heiðurinn, þegar vel hefur gengið. Hin miklu mistök hans nú felast í því, að í þetta skipti hlýðnaðist hann ekki æðsta boðorði sjálfs sín, frumreglunni, sem hann hefur byggt allt ævistarf sitt á: Það er að taka aldrei fyllilega afstöðu með einum flokki Araba gegn öðmm. Hann hef- ur gætt þess vandlega, að afstaða hans og PLO væri aidrei fullkomlega hrein með öðrum og móti hinum, og hefur þessi meginregla verið látin gilda, hvort sem um er að ræða arab- íska stjómmálaflokka, einstaklinga, valdhafa, byltingarmenn, ríki eða trúflokka. Hann hefur alltaf skilið eftir undankomuleið, svo að hann gæti náð sáttum við sigurvegara, hafi hann þótt styðja tapliðið of mik- ið. Þeir, sem ræða þessi mál nú, eru sammála um það, að þessi mistök hans að þessu sinni séu svo gífurleg og örlagarík, að þau hljóti að skyggja á allt annað á stríðsferli hans, og sennilega valdi þau falli hans, jafn- vel PLO líka, a.m.k. í núverandi mynd samtakanna. Þeir benda á, að Persaflóastríðið hafi ekki verið nein venjuleg deila milli Araba, heldur allt í senn: Stórfelld misgjörð eins Arabaríkis í garð annars, innrás, hemám og kúgun, borgarastyijöld, deilur milli annarra Arabaríkja, klofningur innbyrðis í hveiju Araba- ríki og að lokum styrjöld með þátt- töku Arabaríkja og annarra ríkja í öllum heimsálfum. Pólitískar og sið- ferðilegar afleiðingar slíkra stórvið- burða eru þegar orðnar miklar á al- þjóðavettvangi. Palestínumenn eru meðal þeirra, sem gagnrýna Yasser Arafat núna. Walid Khalidi, prófessor, hinn virti fræðimaður og andlegur lærifaðir PLO-forystunnar fram að þessu, skrifar: „Meginreglurnar, sem Sadd- am Hússein braut, era einmitt sömu reglur og málstaður okkar Palestínu- manna hefur sótt siðferðilegan styrk sinn til. PLO-samtökin áttu að lýsa yfir því opinberlega, oft og af fullum krafti, að þau væra andvíg innrás- inni í Kúveit og hlynnt undanhaldi írösku hermannanna ... Þarna bragð- ust PLO-samtökin. Þessi vanræksla hefur spillt stórlega áliti heimsins á PLO og dregið alvarlega úr pólitísku trausti manna á þeim.“ Bandaríkjamenn höfðu hvort eð var aldrei mikið álit á Arafat, og ekki hefur það aukizt nú. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, segir að PLO hafl „skemmt sjálf sig mjög veralega". Hann hefur gefíð mjög sterklega í skyn að ekk- ert sæti kunni að vera handa fulltrúa frá PLO, þegar að nýju verði hafízt handa við friðargerð í Miðaustur- löndum (Vestur-Asíu). Fregnir hafa borizt af því, að ríkis- stjórnir í Evrópu hafí kómizt að „óbirtu samkomulagi" um að hafa ekki meira saman við PLO að sælda. Alvarlegast fyrir Arafat er þó ef til vill það, að Árabar við Persaflóa sem hafa fram að þessu ausið ómældu fé í hann, segjast nú aldrei munu fyrirgefa honum. ÖII dagblöð á svæðinu keppast nú við að hæða hann og svívirða. Hér er vinsælt sýn- ishom: „Þessi aulalega hryggðar- mynd af mannvera, trúðurinn sorg- legi, fíflið álappalega, dragnast nú og skakklappast eins og feit mús frá einni giidra til annarrar, úr einun fjalakettinum í annan, frá snöru og í fjötur, úr kröggum til báginda, úr klúðri í klandur, og dröslar með sér sinni gömlu málstaðar-ómynd.“ Persaflóa-Arabar hafa nú þegar næstum alveg hætt að styrkja PLO fjárhagslega. Dagblaðið Sharq al- Áwsat í Saúdi-Arabíu fullyrðir, að „yfir tólf Arabaríki" hafi tekið hönd- uin saman og styðji tilraunir „nokk- urra framámanna í hópi Palestínu- Araba“ til að ýta Arafat og nánustu ráðgjöfum hans til hliðar og koma á fót nýrri forystu Palestínumanna, sem sé „gersamlega laus við öll tengsl" við Saddam Hússein. Aðrir Arabar era nú farnir að ganga enn Iengra og tæpa á því, sem hingað til hefur verið haft í hvísling- um: Af hveiju ættum við alltaf að þurfa að hafa áhyggjur af vandræð- um Palestínumanna? Era þeir nokk- uð sannir Arabar, eins og við? Eru þetta ekki bansettir „levantínar" í verstu merkingu þess orðs? Það er eitt af hinum „opinberu leyndarmál- um“ í Miðausturlöndum, að þótt Ar- abar hafi grátið mörgum reiðitáram á almannafæri vegna Palestínu- manna síðan árið 1948, fara þeir almennt miklu verr með þessa „frændur" sina eða „bræður" en Israelsmenn hafa nokkru sinni gert. Það er heldur ekkert leyndarmál að Arabar treysta ekki Palestínumönn- um. Þeir tejja þá eilífa vandræða- gemlinga, freka, ágenga og undirför- ula. Þeir séu með múhameðstrú á vörunum, en hugsunarháttur þeirra sé hálf-vestrænn og gagnsýrður af framandi stjórnmálakreddum. Bar- áttuaðferðir þeirra, launmorð, fjölda- dráp á saklausu fólki, mannrán o.s.frv. fæli Vesturlandabúa frá stuðningi og spilli fyrir sambúð þeirra við öll Arabaríki. Hinn gríð- armikli fjárstuðningur Arabaríkja við PLO er sagður hafa gert hreyfinguna moldríka, og alls konar sögur ganga um fjárfestingu Arafats og annarra í Sviss, Ítalíu, Mexíkó og Kaliforníu. Þá sé Arafat mjög óheppilegur for- -ingi, jafnvel þótt málstaðurinn kynni að vera góður. Hann sé ef til vill lævís refur og klókur á sinn hátt í heimi skæraliða og morðingja, en öllum heiðarlegum mönnum hljóti að standa stuggur af honum, eftir að hafa kynnzt honum, að svo miklu marki sem hann leyfír það. Rifjuð era upp ummæli diplómata, sem segj- ast aldrei vilja hitta hann aftur, og margra blaðamanna, sem segja það ein mestu vonbrjgðin á ferli sínum að hafa átt viðtal við hinn fræga mann, eftir að hafa eytt mörgum mánuðum í að ná fundi hans. Maður- inn virðist einóður á einu, þröngu sviði, er gersamlega tómur á öllum öðram sviðum. Og enn einu sinni hafi komið í ljós hin dularfulla tilhneig- ing hans til þess að enda í flokki þeirra, sem verða undir, eftir að hafa tvístigið um langa hríð og hugsað málið á sína vísu. Þetta sé hættuleg- ur eiginleiki hjá manni í hans stöðu. Nú sem oft áður deili hann skömm og svívirð- ingu með þeim, sem tapaði. ímyndanir hans um samstöðu Araba hafí að engu orðið í Pers- aflóastríðinu. Batnandi samband ísraels við alls konar ríki, allt frá Bandaríkjunum til Sýrlands, geti ekki talizt góð tíðindi fyrir PLO, sem nærist á illindum og sundrungu meðal þeirra. Meira að segja í Skandinavíu þverr samúð með PLO, en þar bætist við uppljóstran á máli, sem Norður- landabúum fínnst einkennilegt, en „levantínum“ þyk- ir eðlilegt. Hopur hálfruglaðra vinstrisinna í Dan- mörku, morknar leifar 1968- grúppu, breyttist í hættulegan hóp morðingja, mann- ræningja, bankaræningja og þjófa til þess að geta útvegað PLO vopn og peninga. Þeir höfðu gengið í hermdarverkaskóla í þjálfunarbúðum PLO í Austurlöndum. Ofan á allt þetta mótlæti bætast við blóðug og flókin átök innan sjálfr- ar forystu PLO, og er það svo sem ekki ný saga í samtökum af sama toga. Þessum nýjustu átökum er nýlokið í bili a.m.k. með kengúrurétt- arhöldum (sýndarréttarhöldum), uppkvaðningu dauðadóms og full- nægingu hans. Sá, sem tekinn var af lífí, var herforinginn Abú Múham- eð Zaarour, yfirmaður „Saad-Sayel- herdeildar" Fatan-skæruliðahreyf- ingarinnar, sem er undir beinni stjórn PLO og þar með Arafats. Þótt Ára- fat kunni að telja sig hafa leyst ein- hvern vanda sinn í bili með þessari aftöku, fer ekki hjá því, að slíkar aðfarir spilla fyrir áliti hans mjög víða. Margt hefur því gerzt Arafat mótdrægt á síðustu vikum og mán- uðuín. Vera kann því, að ummæli eins af fyrirrennurum Bakers geti átt við að þessu sinni. „Við kveðjum PLO“ (bye-bye PLO“) eða a.m.k. „bye-bye Yasser Arafat".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.