Morgunblaðið - 07.04.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 07.04.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR'7. APRÍL 1991 25 Það væri kaldhæðnislegt, ætti Kúveit eftir að verða Arafat hefndar- gyðja með refsivönd í hendi, því að í Kúveit var það, þar sem hann gerð- ist raunverulegur atvinnu-byltingar- maður. Hann fæddist í Kaíró árið 1929. Þar og í Jerúsalem átti hann lengstum heima framan af ævi. Árið 1958 hélt hann til Kúveit eftir að hafa lokið prófi í verkfræði við há- skólann í Kaíró. Arafat var einn í hópi margra Palestínumanna, hinna fyrstu, sem um þær mundir fóru að leita að vinnu og góðum launum í Kúveit. Á þessum tíma var ekki eins gott að búa í Kúveit og síðar varð. Landið var enn vanþróað og það þótti afskekkt og ömurlegt. Aftur á móti var það skyndilega orðið forríkt vegna ol- íunnar. Uppbygging var enn ekki hafin í furstadæminu, sem var þá undir brezkri vemd. Hann fékk vinnu sem staðar-undirverkfræðingur við sorpræsa- og skolpleiðslugerð Kú- veitborgar. Hann safnaði fé og stofn- aði síðan eigið byggingafyrirtæki. Síðar hefur hann haldið því fram, að hann hafi verið „vel á veg kominn með að verða milLjónamæringur". Athugun hefur sýnt, að þessi orð eru ósönn. Þau dugðu samt vel, þeg- ar verið var að búa til myndina af Arafat hinum dyggðumprýdda. Sjálf- ur virðist hann telja sparsemi sína og fjármálavit helztu dyggð sína. Hann bendir þráfaldlega á það, að þótt hann velti milljörðum sem for- maður PLO, lifi hann ákaflega spart sjálfur, eiginlega spartnesku einka- lífi. Að þessu leyti minnir hann á lí- femi manna eins og Mússólínis, Hitl- ers, Stalíns og Saddams Hússeins, en þeir þurftu heldur aldrei að borga neitt sjálfir, svo að þeir þurftu ekki að „eiga“ neitt. Og þrátt fyrir ótelj- andi sögusagnir um lostasambönd hans við pilta, og jafnvel kvenfólk, býr hann alltaf einn. Eins og margir skæmliðaforingjar segist hann vera „kvæntur byltingunni", Nyjustu ævisöguritarar Arafats segja, að margir drættir i skapgerð hans hafi þegar verið komnir í ljós á bernsku- og æskuárum hans, svo sem tilhneigingar til að ýkja og til að hafa leikræna tilburði í frammi við ólíklegustu tækifæri. Systir hans segir frá því, að í æsku hafi þörf hans fyrir að ráðskast með aðra, heizt að skipuleggja líf þeirra og starf, verið svo sterk, að helzt verði líkt við nauðhyggju. Þessar öfgar og ýkjur era dæmi- gerðar fyrir lundemi hans og falla vel að leikaraskapnum í eðli hans. Þegar hann var 26 ára gamall, fór hann á þing hins kommúníska heims- sambands stúdenta í Prag (HJS) og taldist þá bæði stúdent og sijórnmál- amaður. Þá þegar var hann farinn að kynna sig undir nafninu „hr. Pa- lestína" og hefur e.t.v. gert það meira í alvöra en gamni. Þarna vakti hann mikla athygli, bros og undran þegar hann dró upp svartköflótta höfuðdúkinn („kaffije") og vafði um höfuð sér. Hann hefur varla tekið klútinn niður síðan. Hinn ungi stúd- ent skildi, að þarna hafði hann eignazt skýrt og auðskilið tákn, sem festist í minni manna, auk þess sem dúkurinn huldi leiðindaskallabletti, sem vora famir að gera rof í hárið. Árið 1959 fór hann að gefa út tímaritið „Palestína okkar“ í Kúveit. Útgefandi ásamt honum var náinn vinur hans, Abú Jihad. Tímarítið var gróft í sniðum og hálf-subbulegt, og ekki kom það fyrir augu margra. Vinirnir tveir stofnuðu einnig fyrstu, leynilegu fímm manna neðanjarðars- elluna, en slíkar sellur urðu undir- stöður Fatah-skæruliðahreyfingar- innar. 1. janúar 1965 fór „Fedayeen" (þ.e. „þeir sem færa sjálfa sig að fóm“) fyrstu herför sína inn í ísrael með skyndiáhlaúpi inn í „glæpa- mannaríki zíonista". Hópurinn var lítt þjálfaður. Bæði skorti vopn og fé. Þessi árás var ekki síður ögrun við ríkisstjómir í löndum Araba en við Israel. Samkvæmt kenningunni og opinberum yfirlýsingum Araba- ríkisstjórna vora þær einnig með áætlanir um að fretsa Palestínu, en það átti að gerast með hefðbundnum hernaði og á hinum rétta tíma, þegar þeim bezt hentaði. Nasser Egypta- landsforseti varð öskureiður og kall- aði Fatah „glæpamannasamkundu samsærismanna, sem heimsveldis- sinnar og Cento-bandalagið hafa ungað út í herbúðum zíonista". Þessi árás og aðrar, sem á eftir fylgdu, höfðu vissulega áhrif, en áreiðanlega ekki þau, sem Arafat hafði vænzt. Fatah eignaðist auðvitað fyrsta „písl- arvottinn“ til notkunar í helgiritum hreyfíngarinnar eða áróðurspésum, en svo ólánlega vildi til, að hann féll ekki fýrir byssukúlum gyðinga heldur Jórdaníumanna. Eitt sinn var Arafat að flýja til baka úr einni her- förinni, þegar hann var svo óheppinn að lenda í klónum á sýrlenzkum her- mönnum. Þeir fluttu hann í fangelsi, þar sem hann var látinn dúsa um hríð. Ekki mun það hafa gert honum dvölina þar bærilegri, að hann frétti af orðrómi þess efnis (líklega sönn- um), að hinn nýi varnarmálaráðherra í Sýrlandi, Hafíz al-Assad (núverandi einvaldsforseti), væri að hugsa um að láta hengja "hann ásamt öllum félögum í Fatah, sem hann næði til. Að lokum lét hann þó leysa Arafat úr haldí og fleygja honum með óvirð- ulegum hætti út úr Sýrlandi. Þessir tilburðir Arafats fyrr á áram reyndust ísraelsmönnum haria hentugir. Tjón þeirra af þeim var Ift- ið, a.m.k. miðað við samúðina, sem þeir fengu víða um heim. Bezt þótti Israelsmönnum, að nú hafði Arafat útvegað þeim ástæðu, sem sumir mundu kalla fyr- irslátt eða yfír- varp, tíl þess að taka á sitt vald þau 23% af gömlu Palestínu, sem þeir náðu ekki í sjálfstæðis- stríði sínu, þ.e. austurhluta Jerú- salemsborgar, Júdeu og Samar- íu („Vesturbak- kann“) og Gaza. xSkæruliðar Ara- fats náðu aldrei nokkuiri fótfestu á hinum nýju, hemumdu svæðum, jafnvel eklri í kjölfar hinna hroðaiegu ósigra Arabarikjanna í innrásarstriði þeirra 1967, — hvað þá innan ísra- els sjálfs. Sagt er, að Arafat hafi sjálfur sloppið naumlega austur yfír Jórdáná í dularbúningi móður með bam í fangi. Hvort sem sagan ■ er sönn eða ekki, flaug hún víða og renndi enn stoðum undir það orð- spor, sem fór nú af honum í vaxandi mæli, að hann hefði yfírnáttúrulega hæfíleika tH að sleppa lífs úr hveijum háska. Eftir hina marglofsungnu orrastu við Karameh, þar sem fámennur flokkur skæraliða, lítt vopnum búinn, stóðst' áhlaup mun fjölmennari her- flokks ísraelsmanna, varð Fedayeen yndi og eftirlæti meðal Araba, eink- um hinna ungu. Sjálfboðaliðar flykktust nú hvaðanæva að, til þess að bjóða skæraliðahreyfingunni þjón- ustu sína, og Fatah varð ríki í rík- inu, innan Jórdaníuríkis. Arafat kom fram á sjómarsviðið sem „opinber talsmaður" hreyfíngarinnar, sem fram að þessu hafði verið írijög leyni- leg og algerlega ólögleg í öllum lönd- um Araba. Hússein konungur af Hassemíta- ætt í Jórdaníu var lítt hrifínn af því að sjá út um hallarglugga sinn alla þessa ungu „frelsisbaráttumenn" undir stjóm Arafats. Hann sá, hvem- ig fjölgaði í liði þeirra dag frá degi. Reyndir skæruliðar úr ijarlægum löndum komu til að kenna hinum ungu hermennskuna. „Frelsisbarátt- - umennimir“ urðu æ djarfari í fram- komu á torgum höfuðborgarinnar, Ammans, og almenningur virtist hafa þá í hávegum. Svo keyrði um þverbak, þegar þeir fóra ófeimnir að skýra frá því opinberlega, að þeir hygðust kollvarpa Hassemíta-kon- ungdæminu og koma á nýrri þjóðfé- lagsskipan í landinu undir byltingar- stjóm sjálfra þeirra. Konungur vissi, að hann gat reitt sig á stuðning hers- ins, sem hinn enski Glubb hafði þjálf- að á sínum tíma, og ættarhöfðingja bedúína-hirðingja. Hvoragum þess- ara aðilja dámaði fyrirgangurinn' í hinum nýkomnu. Þeim fannst þetta vera hættulegur og vopnaður skríll aðkomumanna í landi þeirra. Þeir fyrtust við, þegar skæruliðarnir köll- uðu þá „arabíska bræður“ sína. Þeir gátu ekki gert sér upp neitt „sam- arabískt" bræðraþel. Svo kom „svarti september" 1970. Hússein konungur þurfti ekki að eggja menn sína til framgöngu. Þeim fannst sér misboð- ið og voru fullir gremju og vanþókn- unar í garð Arafats og herliðs hans,' sem hafði troðið sér inn í land þeirra. Bedúínamir réðust til atlögu gegn skæraliðunum og gersigraðu þá. Þannig var það arabískur her, sem greiddi Arafat fyrsta þunga höggið í hemaðarmennsku hans og stjóm- málalífí. Eftir tíu daga orrahríð „meðal bræðra" dæmdu örlaganomimar Arafat til þess að flýja enn einu sinni á sinn sérstaka hátt. Það má virðast einkennilegt nú, í ljðsi síðari at- burða, að það var krónprinsinn af Kúveit, sheik-inn Saad Abdúlla, sem barg lífi hans. Hann hafði komið til Jórdaníu, til þess að reyna að ganga á milli stríðandi fýlkinga. Hann bauðst til að gerast meðalgöngumað- ur í samningaumleitunum um vopna- hlé, og samþykkti Arafat það. Þegar hann kom til fundar við Arafat, tókst ekki betur til en svo, að fundarstaður þeirra varð fyrir þéttu sprengju- kasti. Krónprinsinn sagði: „Við stöndum saman í þessu. Anriaðhvort verðum við báðir drepnir hér, eða við björgumst báðir héðan á lifí sam- an.“ Að svo mælti hlóð hann tignar- skikkjum og höfuðbúnaði ættar sinnar á Arafat og lét hann fara með sér sem einn úr fylgdarliði sínu undir hvítum griðafána. Jórdaníu- menn sáu ekki við þessu, og þannig tókst krónprinsinum í Kúveit að smygla Arafat með sér alla leið út úr landinu. Arafat hrökklaðist nú til Líban- ons. Þar sýndi hann meistaraleg handbrögð í klókindum sínum við að hagnýta sér ástandið í landinu til hins ýtrasta. íbúar landsins voru margklofnir þvers og krass eftir trú- arbrögðum, stjórnmálum og upp- rana. Ríkisstjómin sjálf var veik- burða. Arafat spilaði fagmannlega á þetta allt. Hann var allra vinur og engum trúr. Þann veg tókst honurn að koma sér upp sjálfstæðri vald- stöð, ríki í ríkinu, miklu öflugri en honum hafði tekizt í Jórdaniu. Hann tók að þokast frá upphaflegum víg- orðum um „byltingu til sigurs" og fór að boða „áfangakenningu". I henni fólst m.a., að „andspymu- hreyfíng Palestínumanna" myndi um sinn a.m.k. „leggja áherzlu á þau markmið, sem hægt er að ná nú þegar með pólitískum lausnum", án þess þó að gefa upp á bátinn hinn „sögulega" rétt sinn til allrar Palest- ínu. Nú fór sá tími í hönd, þegar Ara- fat hafði heppnina með sér á diplóm- atísku og pólitísku sviði. Árangurinn yfirskyggði allt, sem hann hafði reynt fyrir sér með hemaði og hrein- um hermdar- og hryðjuverkum. Á leiðtogafundi Araba í Rabat í Mar- okkó 1974 viðurkenndi Hússein kon- ungur, hinn gamli fjandmaður hans og keppinautur um hylli Araba, að PLO væri „hinn eini, löglegi mál- svari palestínsku þjóðarinnar“. Hálf- um mánuði síðar ávarpaði Arafat allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna, þegar það tók á „Palestínumálinu“ í fyrsta skipti af nokkurri alvöru síðan 1952. Hann var fyrstur allra leiðtoga „þjóðfrelsishreyfínga" til þess að I hljóta slíkan heiður. Hann gerði samt lítið til þess að koma fram eins og venjulegur þjóðhöfðingi. Fundarsalur Sameinuðu þjóðanna glumdi allur af fagnandi lófataki, þegar hann hafði lokið máli sínu. Hann brást þannig við fagnaðarlátunum, að hann hóf hnefa á loft í byltingarkveðjuskyni. ■ Við það drógust klæði hans til, svo að skein i leðrið í skammbyssuhylk- inu, sem hann hafði gyrt við lendar sér. Menn sögðu þó: Hann virðist samt vera nýrakaður og nýbaðaður, — og hulstrið var greinilega tómt. Þessum sigri fylgdi langt og leiðin- legt tímabil diplómatískrar stöðnunar í lífí hans. Það gekk hvorki né rak. Arafat virðist hafa ofmetnazt af völdum sínum og áhrifum í Líbanon. Reyndar var návist hans ein saman næg til þess að framkalla borgara- styijöld í Líbanon, eins og gerzt hafði í Jórdaníu. Fyrir einhvern klaufaskap fór að verða ljóst, að hann studdi suma meira en aðra, og þegar vinstri- sinnaðir múhameðstrúarmenn, sem þá vora skjólstæðingar hans, fóru með réttu að gera sér sigurvonir, var Assad Sýrlandsforseta nóg boðið. Forsetinn hætti skyndilega að styðja fyrri bandamenn sína og sendi sýr- lenzka herinn inn í Líbanon til þess að bjarga hinum hægrisinnuðu,’ kristnu falangistum frá útrýmingu. Fyrsta kafla borgarastríðsins lauk með hinu grimmdarlega umsátri um palestínsku flóttamannabúðimar í Tal al-Zaatar og falli þeirra. Nú,- þegar fokið virtist vera í hvert skjól fyrir Arafat, skutu nokkrir Araba- leiðtogar á skyndifundi í Riyadh, höfuðborg Saúdí-Arabíu. Það vora síðan Saúdí-Arabar og Kúveitar, sem sameiginlega björguðu Arafat undan árásum Sýrlendinga. Enn var' lífí hans borgið, og enn var það Kúveit- um_ að þakka. Árið 1982 var loks komið að ísra- elsmönnum að gera innrás í Líbanon. Þeir sátu um Beirút í þijá mánuði. Allan tímann leituðu þeir Arafats. Til þess notuðu þeir njósnara og háþróaðan tæknibúnað til að hlera ijarskipti. Flugvélar þeirra af gerð- inni F-15 vora notaðar eins og fljúg- andi morðfálkaflokkar til þess að leita bráðina uppi og drepa. Arafat svaf aldrei tvær nætur á sama stað; stundum hafðist hann við á bað- ströndinni eða í skemmtigörðum. Eitt sinn þóttust ísraelsmenn vissir um samastað Arafats. Leysistýrð loftþrýstingssprengja var send á íbúðablokk og lagði hana í rúst. 200 manns fórust, — en Arafat hafði farið út úr húsinu rétt áður. Hann slapp enn. Nú hafði Arafat misst valdstöð sína í Líbanon. Undirstaða hernaðar- máttar hans og stjómmálaáhrifa var hranin. Bardagamenn hans dreifðust nú um átta Arabaríki. Hann ákvað að setja höfuðbækistöðvar sínar nið- ur í Túnis. Þijú ár liðu, og það var eins og PLO yrði sífellt meira að óviðkom- andi auka-atriði í alþjóðamálum., Væri á annað borð brýn þörf á að leysa einhver vandamál á gamla Palestínu- svæðinu, virtist vera hægt að gera það án af- skipta PLO, eða jafnvel, að ekki væri hægt að leysa þau nema halda PLO utan við. Þá slapp Ara- fat enn lífs úr dauðans háska. Á árinu 1985 gerðu ísraels- menn árás á bækistöð hans á strönd- inni í Túnis. F-15-flugvélar þeirra grönduðu 73 mönnum. Arafat var ekki einn þeirra. Hann var síðar sagður hafa farið út að skokka, skömmu fyrir árásina. Stjómmálalegt gengi Arafats hélt áfram að lækka. Það sökk neðar en nokkru sinni, — og allt var það verk Araba, „bræðranna“. Á leiðtogafundi sínum í Amman í nóvember 1987 höfðu þjóðhöfðingjamir nú í fyrsta skipti sett eitthvað annað en Palest- ínumálið efst á dagskrá (styijöldina milli Iraks og írans). Margt benti til þess, að þeir væru orðnir meira en lítið leiðir á Arafat og PLO og ef til vill Palestínumálinu öllu. Ekki liðu þó nema nokkrar vikur, TEKST YASSER ARAFAT „HINUM ÓDREPANDIM, ENN EINUSINNIAÐ SLEPPA LIFANDI ÚR HÆTTULEGU KLANDRI, SENK HANN HEFUR SJÁLFUR KOMIÐ SÉR í? ENN HEFUR HANN VEÐJAÐ Á VITLAUSAN HESTÍ PÓLITÍSKU OG HERNAÐARLEGU BRÖLTI SÍNU, ENN HEFUR HANN SKIPAÐ SÉR í LIÐ ÞEIRRA, SEM TAPA, EFTIR ÓVISSU, JAPL OG JAML OG FUÐUR OG ÓUÓSAR YFIRLÝSINGAR. unz Ódræpur gamli var farinn að njóta hinnar sætustu af öllum sínum upprisum. Eins og fyrir kraftaverk byijaði „intifada", uppþot og upp- reisnir Palestínumanna á hemumdu svæðunum. Þegar heimsbyggðin sá börn etja kappi við hermenn í sjón- varpinu, fylltist hann skyndilega nýj- um eldmóði. Hann fannt, að nú gat' hann öðlazt mun sterkari aðstöðu, siðferðilega og stjómmálalega, en „vopnuð frelsisbarátta" hafði nokk- urn tíma getað fært honum. Gijót- kast bama og unglinga var greini- lega mun áhrifameira en skothríð fullorðinna hermanna úr sovézkum kalasnikov-rifflum. Á sérstökum Genfarfundi allsheijarþings Samein- uðu þjóðanna í desember 1988 sagði gamli seigur öllum heiminum án þess að blikna, að tveggja-ríkja-lausnin (sem felur í sér, að Palestínumenn gefa upp kröfur til 77% af upprana- lega „heimalandinu") væri einmitt sú ásættanlega lausn, sem hann hefði verið að hneigjast að öll þessi mörgu ár. Hann kvaðst nú „hafna hryðju- verkum", samþykkja ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna númer 242 og viðurkenna tilverarétt ísra- elsríkis. Sumum þótti þessi opinberan markmiða hans koma nokkuð seint, en Bandaríkjamenn tóku hann þegar á orðinu og hófu viðræður við PLO. Málsvari Arafats kallaði þessar við- ræður „vegabréf Palestínumanna til heimsins". En þessi lukka stóð ekki lengi, og Tobíasarnætumar vora liðnar, þegar Saddam réðst inn í Kúveit. Fram hjá því varð ekki gengið, að í augum Israelsmanna var leiðtogi PLO enn forhertur hryðjuverkamaður, og Bandaríkjastjóm átti ekki auðvelt með að andmæla þessu áliti hinna ákveðnu og þijózku skjólstæðinga sinna. Arafat varð fyrir meiri og meiri vonbrigðum með raunveralega samningsstöðu sína, eftir því sem lengra leið á. Til þess að styrkja stöðu sína, fór hann að halla sér æ meira að Iraksstjóm og leita stuðnings hjá henni. Hann sá, að hernaðarmáttur Iraka jókst stöðugt, og ekki síður hitt, að þeir urðu sífellt herskárri. Hjá Saddam Hússein taldi hann sig finna velvild, samúð, skilning og styrk. Því fór sem fór. Þegar Saddam réðst á Kúveit, hefur það e.t.v. verið siðferðilegt og stjórnmálalegt glap- ræði af Arafat að styðja hann, en það hefur sjálfsagt verið ákaflega örðugt fyrir hann að gera það ekki. Stórkostlegasta ávirðing hans í þessu máli öllu er líklega ekki stuðn- ingurinn einber, heldur öllu fremur það, hvemig hann bauð hann fram: Ákefðin, ofsinn og æsingurinn, svo að ekki sé talað um hið fullkomna traust á Saddam, sem lýsti sér í orð- um hans og gerðum. „Hann heldur út í þijú ár,“ fullyrti hann með furðu- legri blöndu af grannhyggni og sjálfsánægju aðeins viku áður en ósigur Saddams var alger orðinn. Arabar um heim allan lásu orð Ara- fats. Þeir hljóta nú að hugsa sitt af hveiju um höfund slíkra fjarstæðu- ummæla. Hann hefur sannarlega kynnzt hverfulleika og óútreiknan- legum og skjótum umskiptum í lífi manna og þjóða á ævi sinni, og því ætti hann vissulega að vita betur en svo að deila með öðram Palestínu- mönnum hinum óvenjulega hæfíleika þeirra til sjálfsblekkingar. Þessi hæf- ileiki hins venjulega Palestínumanns kann að vera afsakanlegur, en hann er þeim ekki til góðs. í stað þess að reyna að uppræta þennan þjóðarlöst, misnotar Árafat hann í eigin þágu, sjálfum sér og misheppnuðum að- gerðum sínum til tímabundinnar rétt- lætingar, sem getur auðveldlega leitt til langvinnrar ógæfu. Það er ekki aðeins, að hann sýnist vilja deila sjálfsblekkingarlystinni með þeim; hann gerir það, sem enn verra er; hann höfðar til hennar, gerir sér mat úr henni, ýtir undir hana, jafnvel hvetur til hennar. Þrá til sjálfsblekk- ingar og þörf á að kenna alltaf öðram um allt, sem miður fer, hefur aldrei leitt neina þjóð eða nokkurn mann út úr ógöngum og mun aldrei gera. Slík árátta er eingöngu leiðarhnoða á veginum innar og dýpra í dimman helli sjálfskaparvíta. (Grein þessi er að miklu leyti þýðing og endursögn á grein eftir David Hirst f „The Guardian", en einnig er stuðzt við grein eftir Lance Morrow í „Time“ og aðrar grein- ar í „Time“, „Newsweek", „The Economist“ og fleiri blöðum og tímaritum.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.