Morgunblaðið - 07.04.1991, Page 31

Morgunblaðið - 07.04.1991, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 7. APRIL 1991 31 ATVINNUAUGirS/NGAR Há sölulaun + bónus Bókaforlag óskar að ráða duglegt sölufólk. Borgar hæstu sölulaun + bónus. Upplýsingar í síma 689133 mánudag og þriðjudag frá kl. 9.00-13.00. Lagermenn Duglega lagermenn, karla og konur, vantar til framtíðarstarfa við vörumóttöku. Umsækj- endur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 678522 mánudaginn 8. apríl milli kl. 08 og 10.30. Skálatúnsheimilið Staða deildarstjóra viðhaldsdeildar er laus til umsóknar. Laun skv. kjarsamningi ríkis- starfsmanna. Starfið krefst reglusemi og stundvísi og að viðkomandi sé laghentur og geti gengið í flest störf sem snertir viðhald, bæði lausra muna og fasteigna. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, sími 666948. Rekstrarfræðingur - hjúkrunarfræðingur Hjón um þrítugt, rekstrarfræðingur frá Sam- vinnuháskólanum á Bifröst, og hjúkrunar- fræðingur óska eftir framtíðarstarfi á lands- byggðinni. Upplýsingar veita Sigurður og Anna í síma 93-51256. Verktakafyrirtæki óskar eftir að ráða starfskraft á skrifstofu fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að geta unnið öll almenn skrifstofustörf, haft einhverja reynslu eða þekkingu af bókhaldi og geta séð um launaútreikninga. Upplýsingar með nafni, aldri, menntun og starfsreynslu sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „V - 7832“ fyrir föstudaginn 12. apríl. Lagerstjóri Hagkaup óskar eftir að ráða lagerstjóra í verslun fyrirtækisins við Eiðistorg á Seltjarna- nesi. Starfið felur í sér umsjón með lager og vörumóttöku. Starfið er heilsdagsstarf. Nánari upplýsingar um starfið veitir verslun- arstjóri á staðnum (ekki í síma). HAGKAUP Sérkennarar - grunnskólakennarar Sérkennara og 2-3 grunnskólakennara vant- ar að Barnaskóla Húsavíkur næsta skólaár, m.a. til bekkjarkennslu í 7. og 8. bekk, tón- menntakennslu o.fl. Útvegum húsnæði, barnagæslu o.fl. Umsóknarfrestur er til 26. apríl. Nánari upplýsingar gefur Halldór Valdimars- son, skólastjóri, vs. 96-41660, hs. 96-41974. Skólanefnd Húsavíkur. Vélsmiðjur! Nemandi, sem lýkurfyrsta ári í skúlptúrdeild í Myndlistar- og handíðaskóla íslands í vor, óskar eftir sumarstarfi í smiðju. Hefur lokið logsuðunámskeiði. Upplýsingar á kvöldin í síma 14489 (Birna). Lögfræðingur með málflutningsréttindi og víðtæka starfs- reynslu, óskar eftir föstu starfi hjá stofnun eða fyrirtæki. Þeir, sem kunna að hafa áhuga, leggi inn til- boð á auglýsingadeild Mbl. merkt: „L- 1991 “. Verkstjóri Óskum að ráða verkstjóra við jarðvinnufram- kvæmdir og tengd störf. Uppiýsingar á skrifstofutíma í síma 622700. ÍSTAK Framreiðslumaður Óskum eftir framreiðslumanni frá 1. maí, sem getur starfað sjálfstætt. Upplýsingar gefur hótelstjóri á staðnum frá kl. 13.00-16.00 næstu daga. HOT£L UMV RAUÐARÁRSTIG 18 Sími 623350 Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar - starfsfólk Hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema vantar í fastar stöður og til sumarafleysinga á hjúkr- unardeildir og heilsugæslu. Ýmsar vaktir koma til greina. Sjúkraliðar óskast til starfa nú þegar í fastar stöður og til sumarafleys- inga. Starfsfólk vantar í hlutastörf til aðhlynn- ingar og ræstinga, vinnutími frá kl. 8-12. Upplýsingar veita (da í síma 35262 og Jónína í síma 689500. Verslunarstörf Hagkaup óskar eftir að ráða starfsmenn til eftirfarandi starfa: Lagerstörf Störf á sérvörulager, Skeifunni 15. Um er að ræða tvenns konar störf: Annars vegar almennt lagerstarf við vörumóttöku o.fl. og hins vegar störf við verðmerkingar. Störfin eru heilsdagsstörf. Nánari upplýsingar veitir lagerstjóri á staðn- um (ekki í síma). Afgreiðslustörf Starf við afgreiðslu á kassa í verslun Hag- kaups í Kjörgarði, Laugavegi 59. Um er að ræða hlutastarf eftir hádegi. Nánari upplýsingar um starfið veitir verslun- arstjóri á staðnum (ekki í síma). HAGKAUP Verkstæðismenn Vegna aukinna verkefna vantar nú þegar vana menn á verkstæði okkar. Umsóknir berist til Þórðar Pálssonar, sími 91-53999. Vinsamlegast endurnýjið fyrri umsóknir. 5 5 HAGVIRKI O KLETTUR Skútahrauni 2, 220 Hafnarfirði. Stígamót Laust er til umsóknar 75% starf hjá Stíga- mótum, miðstöð fyrir konur og börn, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Nauðsynlegt er að umsækjandi geti sinnt jöfnum höndum ráðgjöf fyrir þolendur kyn- ferðislegs ofbeldis, fræðslu og kynningu. Umsækjandi verður að geta unnið sjálfstætt og hafa reynslu og þekkingu á þessu sviði. Umsóknum ber að skila til Stígamóta, Vest- urgötu 3, 101 Reykjavík, fyrir 17. apríl. Verkstjóri Ós húseiningar hf. óska að ráða verkstjóra í röra- og helludeild fyrirtækisins. Frekari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 651444 milli kl. 10.00-12.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu í Suðurhrauni 2, Garðabæ. Umsóknarfrestur er til 13. apríl nk. Sérfræðingar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Akureyri og sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri óska eftir að ráða tvo sérfræðinga til kennslu og rannsóknastarfa. Viðkomandi munu gegna hálfri sérfræðings- stöðu á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Akureyri, og hálfri lektors- eða dósentstöðu við Háskólann á Akureyri. Umsækjendur þurfa að hafa meistara- eða doktorsgráðu á matvælasviði. Nánari upplýsingar veita Grímur Valdimars- son, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins í Reykjavík (s. 91-20240) og Jón Þórðar- son, deildarstjóri sjávarútvegsdeildar Há- skólans á Akureyri (s. 96-22855). Einkaritari Fyrirtækið er útflutningsfyrirtæki í miðborg Reykjavíkur. Starfinu, sem felst í almennum einkaritara- störfum og sérhæfðum verkefnum, fylgir mikil ábyrgð og gerir kröfur um sjálfstæð vinnubrögð. Mjög góð laun eru í boði. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi reýnslu sem stjórnunarritari, leikni í vélritun og rit- vinnslu og gott vald á ensku og einu norður- landamáli. Stúdentspróf eða sambærileg menntun skilyrði. Aðeins reyklausir umsækj- endur koma til greina. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og rádningaþjónusta Liósauki hf. Skólavörðustig la - I0l Reyr.javik - Simi 621355

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.