Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 Ajungilak sængin er fyllt með mjúkri Quallofil fyllingu, sem andar vel og má þvo við 60° C. 5 ára ábyrgð segir allt um gæðin. Gegn framvísun Ajungilak tilboðsins í Tilboðstíðindum færðu Ajungilak Quallofil draumasæng á aðeins 9320 kr. HEIMILISKAUP H F • HEIMIUSTÆKJADEILD FALKANS • Suðurlandsbraut 8 - sími 84670 Umboðsmenn um land allt. 3 góbar fermingar- gjafir rljlllHjÍhlk. draumasæng og koddar. GRUIIDIG rakvél. Með hleðslutæki og ferðaöskju. aðeins 5.180 kr. 14 tonimu litasjónvarp tilbúið beint inn í herbergi með fjarstýringu og inniloftneti. Mjög skörp myndgæði. Verð aðeins 26.990 kr. stgr. „Skipulegt kaos“ í kortaviðskiptum eftir Einar S. Einarsson Greiðslukortaviðskipti, en þó aðallega „fyrirtímann“, hafa orðið að hitamáli eina ferðina enn. Því er ekki úr vegi að varpa örlitlu ljósi á málið frá sjónarhóli þeirra sem ábyrgð bera á þessum við- skiptum. Máli þessu er síður en svo stefnt gegn kaupmönnum né heldur korthöfum, heldur er hér einungis um það að ræða að kom- ið verði á föstu og samræmdu skipulagi sem hentar okkar mark- aðsaðstæðum og innkaupavenjum neytanda. Það var að marggefnu tilefni og vegna ítrekaðra tilmæla frá Kaupmannasamtökum íslands og ýmsum stórmörkuðum utan þeirra, að brugðist var við þessum uppsafnaða vanda um síðir, og gefin út orðsending, þar sem gefið var í skyn að búast mætti við því að fylgt yrði fastar fram ákvæðum samstarfssamnings um upphaf og endi úttektartímabila í greiðslu- kortaviðskiptum. Flýting kortatímabila að frum- kvæði einstakra verslana, á ábyrgð kortafyrirtækjanna en ekki þeirra sjálfra, eins og haldíð hefur verið fram, hafa haft keðjuverk- andi áhrif, eins nýleg dæmi sanna. Æ lengra hefur verið gengið í þessum efnum. Þetta hefur leitt til mikils óróa á markaðnum og megnrar óánægju þeirra kaup- manna, sem fylgja vilja reglum. Margir korthafar kæra sig ekki Einar S. Einarsson „Það er mjög brýnt að „kortatímbil kaup- manna“ og „heimilda- tímabil korthafa“ fari saman, svo unnt sé að tryggja nauðsynlegt öryggi og eins það að öll viðskipti geti gengið eðlilega og ótruflað fyr- ir sig.“ heldur um þá óreglu sem af þessu hlýst og eins eru aðrir sem af misskilningi efna til innkaupa í þeirri góðu trú að nýtt úttekt- artímabil sé gengið i garð alls stað- ar. Sumir kaupmenn vita oft ekki á hvaða róli þeir eru reikningslega séð. Það sama gildir um korthafa fjárhagslega séð. Jafnt í viðskiptalífinu sem á leikvelli ber að halda ákveðnar reglur í heiðri. Þeir sem ekki virða leikreglur, þjófstarfa í keppni, dæma sig sjálfir úr leik. Að gera upphaf úttektartímabila greiðslu- korta að samkeppnisatriði kann ekki góðri lukku að stýra fyrir neinn til langframa. Hringlanda- háttur býður hættu heim. Með hliðsjón af því hve notkun greiðslukorta er orðin almenn, er engu að síður ljóst að sveiga þarf úttektartímabil þeirra betur að markaðsaðstæðum og innkaupa- venjum neytenda. Því hefur VISA í síðari tíð boðið þeim söluaðilum, sem tekið hafa upp rafræn korta- viðskipti (POSA) að gera sérstakt samkomulag um „föst frávik“ frá aðalsamningi um breytileg úttekt- artímabil. Meginregla þeirrar tilhöfungar 'er sú að betri tímabilaskipti (þ.e. 17. og 18.) upp á helgi eða lok- unadrdag, færist upphafsdagur úttektartímabils fram um tvo daga og hefst að jafnaði næsta fimmtu- dag á undan, en í desember þó viku fyrr. Því gefst þeim kaup- mönnum, sem það vilja, nú kostur á því að velja milli tveggja reglna: Reglu A: Almenns úttekt- artímabils 18.—17. næsta mán. Reglu B: Breytilegs tímabils sbr. eftirfarandi töflu: Apríl 1991 - Janúar 1992 FIM 18.4.91 _ 15.5.91 FIM 16.5.91 — 12.6.91 FIM 13.6.91 — 17.7.91 FIM 18.7.91 — 14.8.91 FIM 15.8.91 — 17.9.91 MIÐ 18.9.91 — 16.10.91 FIM 17.10.91 — 13.11.91 FIM 14.11.91 — 10.12.91 MIÐ 11.12.91 — 15.1.92 FIM 16.1.92 12.2.92 Komið hefur fram að kaup- mönnum þykir það mikil hvati til viðskipta að geta hafið ný úttekt- artímabil fyrir helgar en ekki á mánudegi, þegar svo ber undir. Þetta hentar líka mörgum korthöf- um vel. Hin nýja skipan leysir þennan vanda fyrir þá sem það kjósa. Þvi eru vonir við það bundnar að með þessu breytta fyrirkomu- lagi hafi verið fundin sú málamiðl- un í þessu máli, sem flestir söluað- ilar geta sætt sig við og treysta sér til að framfylgja. Hafa ber í huga í þessu sam- bandi nauðsyn þess að allar við- miðanir í kortakerfunum, bæði hvað heimildamörk og dagsetning- ar snertir, séu í samræmri við markaðinn. Með öðrum orðum, það er mjög brýnt að „kortatímbil kaupmanna" og „heimildatímabil korthafa“ fari saman, svo unnt sé að tryggja nauðsynlegt öryggi og eins það að öll viðskipti geti geng- ið eðlilega og ótruflað fyrir sig. Þær verslanir sem auglýsa opin- beiiega ný úttektartímabil í trássi við umsamdar reglur, geta hér eftir búist við því að á það verði litið sem frágangssök. Þess er þó vænst að allir sem þetta mál varðar verði sammála um það að best sé að hafa sam- ræmda reglu á hlutunum, skipu- lagt kaos í stað glundroða. Gleðilegt sumar. Ilöfundur er framkvæmdastjóri VISA á íslandi. ÁTT ÞÚ MUNI EÐA MYNDIR SEM TENGJAST SÖGU OG STARFI RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI? í sumar höldum við yfirlitssýningu um sögu Rauða krossins á íslandi og nú heitum við á alla sem kunna að eiga í fórum sínum muni eða myndir sem tengjast Rauða krossinum á íslandi að koma okkur til hjálpar svo sýningin geti orðið sem veglegust. Látið okkur vita sem fyrst ef þið getið lánað okkur sýningargripi eða ef þið getið bent okkur á hvar slíkir gripir kunni leynast. Hafið samband við Ólaf Oddsson eða Jóhann Pétur Jónsson á skrifstofu Rauða krossins að Rauðarárstíg 18, Reykjavík eða í síma 91-26722 alla virka daga frá kl. 9 til 17. + Rauði kross íslands Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími: 91-26722
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.