Morgunblaðið - 23.04.1991, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.04.1991, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 Kvennalistinn: Tilbúinn í stjórn sem hef- ur það að meginmarkmiði að hækka lægstu launin - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, oddviti Kvennalistans í Reykja- vík, segir að flokkurinn sé tilbú- inn að ganga til viðræðna við stjórnarflokkana um þátttöku í ríkisstjórn, sem hafi það að meg- inmarkmiði að bæta kjör hinna Iægstlaunuðu. Náist samkomulag um þetta muni Kvennalistinn ekki selja sig gegn samningum um álver náist fram viðunandi raforkuverð og mengunarvarnir; eða evrópskt efnahagssvæði, sé tryggt að þjóðarhagsmunum verði ekki fórnað. Kvennalistinn tapaði nokkru fylgi í alþingiskosningunum og ein- um þingmanni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði við Morgunblaðið, að kvennalistakonur hefðu ekki ver- ið ekki sáttar við úrslit kosning- anna. „Við höfðum fengið jákvæð viðbrögð og fundið fyrir miklum stuðningi og gerðum okkur vonir um að halda óbreyttum þingstyrk að minnsta kosti. Okkur þykir mjög miður að missa út góðar lands- Þorsteinn Pálsson: Viðunandi niður- staða fyrir Sjálf- stæðisflokkinn „FLOKKURINN nær sínu gamla meðalfylgi í þessum kosningum. Vafaiaust hafa það verið vonbrigði fyrir ýmsa að staðan skyldi ekki vera sterkari, eins og vísbendingar voru um, en ég held að þetta sé alveg viðunandi niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn," sagði Þorsteinn Pálsson, fyrsti þingmaður Sunnlendinga, í samtali við Morgunblaðið í gær. Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins: alltaf verið í þessari nálægð við meðaltalsfylgi flokksins í kosning- um. Við settum okkur það mark- mið að endurheimta þriðja þing- sætið og vissum að það yrði mjög erfitt vegna breyttra kosninga- reglna, en það tókst og við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Morgunblaðið/Júlíus Þingflokkur Samtaka um kvennalista á fundi, f.v.: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Vestfjörðum, Anna Ólafsdóttir Björnsson Reykjanesi, Kristín Einarsdóttir Reykjavík, Guðrún J. Halldórsdóttir varaþing- kona Reykjavík og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir með son sinn. Vilji þjóðarmnar að ríkissljóm- arsamstarfinu verði haldið áfram OLAFUR RAGNAR Grímsson formaður Alþýðubandalagsins segir að úrslit alþingiskosninganna boði tvímælalaust það, að þjóðin vilji að Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur haldi áfram ríkisstjórnarsamstarfi. Hann segir ástæðulausan ótta formanns Alþýðuflokksins, um að slík stjórn muni ekki tryggja framgang þeirra mála, sem Alþýðuflokkurinn leggur mesta áherslu Þorsteinn var spurður um hans mat á stöðunni nú í stjórnmálun- um. „Það náðist að vísu ekki að fella meirihluta stjómarflokkanna. Hins vegar hafa þeir að mínu mati ekki starfhæfan meirihluta og það væri því eðlilegast að þeir segðu af sér. Að öðru leyti er þetta auðvitað óráðið,“ sagði hann. „Það væri vitaskuld mjög öndvert við niðurstöður kosninganna að ríkis- stjórn yrði mynduð án þátttöku Sjálfstæðisflokksins." Hann sagði að miðað við niður- stöðuna á landsvísu séu úrslit á Suðurlandi mjög þokkaleg fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við höfum Þorsteinn Pálsson á. Alþýðubandalagið bætti við sig einum þingmanni í kosningunum og jók fylgi sitt um 1% á landsv- ísu. Ólafur Ragnar Grímsson sagð- ist, í samtali við Morgunblaðið á mánudag, fagna þessum úrslitum. „Flokkurinn kemur frá þessum kosningum sterkari og samhentari en hann hefur verið um langt ára- bil. Við bætum mest við okkur af stjómarflokkunum og eigum nú í fyrsta sinn síðan 1978 þingmenn í öllum kjördæmum landsins. Það er einnig athyglisvert að í helmingi kjördæmanna var fylgis- aukning Alþýðubandalagsins ýmist mest eða næstmest allra flokka. Fór t.d. fram úr fylgisaukn- ingu Sjálfstæðisflokksins á Suðurl- andi og Vesturiandi, og árangur formanns þingflokks okkar, Margrétar Frímannsdóttur, og nýs forustumanns okkar á Vesturl- andi, Jóhanns Ársælssonar, var mjög glæsilegur. Þessi niðúrstaða er líka mjög merkileg í ljósi þess að undanfarin misseri hafa verið tími þó nok- kurra erfiðleika hjá flokknum. En við höfum haldið okkar striki og unnið okkur út úr þeim erfiðleik- um. Forustumenn BHMR skoruðu t.d. á sína félaga að kjósa flokkinn ekki. Nokkrir einstaklingar gengu úr Alþýðubandalaginu til liðs við Alþýðuflokkinn, og töldu að þar væri framtíðarland að finna. Nið- urstaða kosninganna varð hins vegar sú, að Alþýðubandalagið bætti við sig þrisvar sinnum meira fylgi en Alþýðuflokkurinn, og þrátt fyrir erfið verkefni í ríkisstjórn og þennan andróður kemur flokkurinn sterkari út úr þessum kosningum en hann hefur verið í langan tíma. Þetta er mjög dýrmæt traustsyfir- lýsing fyrir framhaldið, því að við höfum lagt áherslu á að sýna ár- angur og tala mjög skýrt um það sem við viljum gera næst.“ Þegar Ólafur var spurður hvort hann liti svo á, að kosningaúrslitin sýndu að hann og stefnumál hans hefðu orðið ofaná í flokknum, sagðist hann telja þau traustsyfir- lýsingu við þá stefnu sem hann og félagar hans í flokknum hefðu sýnt í verki. Hann sagði einnig mikið af ungu fólki hefði komið til liðs við Alþýðubandalagið fyrir kosn- ingarnar og það væri staðfesting á að flokkurinn væri á réttri braut. Aðspurður sagðist Ólafur Ragnar ekki telja, að staðbundin mál hefðu haft áhrif á fylgi flokksins í ein- stökum kjördæmum. Um nýja ríkisstjórn sagði Ólafur Ragnar, að Alþýðubandalag, Al- þýðuflokkur og Framsóknarflokk- ur hefðu lagt upp í björgunarleið- angur 1988, síðar með aðstoð Borgaraflokksins. Þessi leiðangur hefði tekist einstaklega vel, þannig að ísland væri nú eitt það sið- menntaðasta í hagstjórn. „Það stóra gerist svo, að þessir þrir flokkar fá meirihluta í þing- inu. Þrátt fyrir dramatísk form- annsskipti í Sjálfstæðisflokknum fær hann verri útkomu nú en í 13 kosningum í sögu sinni. Þess vegna tel ég úrslitin tvímælalaust boða það, að þjóðin vilji að þessir þrír flokkar haldi áfram sínu farsæla verki. Til þess höfum við nægan þingstyrk, og til þess höfum við kjósendur sem eru um 5.000 fleiri en kjósendur Sjálfstæðisflokks og Kvennalista.“ Formaður Alþýðuflokksins hef- ur látið í ljós efasemdir um að slík stjóm geti sameinast um þau mál sem flokkur hans leggur mesta áherslu á, og bent þar á afstöðu Hjörleifs Guttormssonar í álmáli og Evrópumálum. Ólafur Ragnar sagðist telja þetta vera ástæðu- lausan ótta sem þjónaði engum tilgangi. „Við getum alltaf nefnt ein- hveija þingmenn hver hjá öðrum. Aðalatriðið er að þessir flokkar hafa skilað árangri og það er ekk- ert sem bendir til að þeir geti það ekki áfram. Þá hefur Kvennalistinn lýst áhuga sínum á að fylgja svip- aðri stefnu og við höfum verið að boða, þannig að hljómgrannur fyr- ir þau stefnumið sem við höfum fylgt, nær langt úr fyrir okkar raðir.“ — Þú hefur sagt að þú gætir tryggt að Alþýðubandalagið stæði við þær samþykktir sem ríkisstjórn gerði. Hvernig? „Staðreyndin er sú, að það hefur ekkert einasta stjórnarfrumvarp á síðustu áram strandað á þing- mönnum Alþýðubandalagsins og við vinnum heldur ekki þannig á nýju kjörtímabili." — Bráðabirgðalög á síðasta þingi fóru í gegn með hjásetu Al- þýðubandalagsmanns. Slík hjáseta dygði ekki stjórn með 32 þingmenn af 63. „Þar breytti Hjörleifur Gutt- ormsson afstöðu sem hann hafði áður lýst yfir. Og ég held að Hjör- leifur hafi tekið það skýrt fram í Ijölmiðlum um helgina að hann væri eindregið fylgjandi því að þessir flokkar héldu áfram sínú starfi.“ — Þannig að flokksaginn yrði ofan á í erfiðum málum? „Við höfum bara sýnt það, þess- ir flokkar, að við vinnum okkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.