Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 34

Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRIL 1991 35 ptntpmM&Mí Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími'691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Viðreisn nærtækust Tfelsta niðurstaða þingkosning- anna sl. laugardag er sú, að gomtu flokkarnir fjórir treysta stöðu sína, Borgaraflokkurinn er ekki lengur til og Kvennalistinn er að veikjast. Þegar á heildina er litið má búast við meiri stöðugleika í íslenskum stjóm- málum á næstu misserum en verið hefur. Ýmsir möguleikar virðast á stjómarmyndun og eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur bent á, er tveggja flokka stjórn kostur sem nú blasir við, og þá helst ný Viðreisn. Fleiri kosti mætti nefna, svo sem nú- verandi stjórnarflokka með aðild Kvennalista í stað hrunins Borgara- flokks. En eftir atlögu framsóknar- manna að Alþýðuflokknum og tilbún- um ásökunum um gagnrýnislausa að- ild að Evrópubandalaginu má ætla að Alþýðuflokksmönnum hijósi hugur við framlengingu slíks samstarfs. I kosn- ingabaráttunni talaði formaður Sjálf- stæðisflokksins sig frá haukunum í flokknum sem aðhyllast núverandi fiskveiðistefnu, og falla þau ummæli hans nær stefnu Alþýðuflokksins í sjávarútvegsmálum en sú harða af- staða sem t.a.m. hefur einkennt Fram- sóknarflokkinn. Bæði í málefnum um samstarf um efnahagssamvinnu í Evr- ópu og flestum öðrum málum er vel innangengt milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, sem jafnframt hafa sömu eða svipaða stefnu í þriðja stór- málinu, stóriðju og byggingu nýs ál- vers á Islandi. Agreiningur um síðast- talda málið í Alþýðubandalaginu er ekki vænlegur til mikilla afreka á því sviði. Yfirlýsing Kvennalistans um stjórnaraðild gegn því að hverfa frá andstöðu við stóriðju, er að vísu at- hyglisverð en ekki traustur grundvöll- ur í þeim átökum sem orðið gætu við núverandi aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn fékk góða kosningu, og endurheimti fyrri stöðu sína á vettvangi íslenskra stjómmála, þótt árangur flokksins hafi verið tölu- vert frá því, sem flestir flokksmenn gerðu sér vonir um. Segja má, að þrennt hafi ýtt undir vonir Sjálfstæðis- manna um stórsigur í þessum kosning- um. í fyrsta lagi mjög hagstæðar skoð- anakannanir misserum saman, í öðru lagi sú staðreynd, að vinstri stjórn hefur verið við völd í tvö og hálft ár og í þriðja iagi þær umræður, sem voru undanfari formannskjörs á síðasta landsfundi flokksins í byijun mars- mánaðar. Bilið milli skoðanakannana og kosn- ingaúrsiita er stundum býsna mikið. Raunar minnti Morgunblaðið á það í Reykjavíkurbréfi viku fyrir kosningar, að slíkar kannanir hefðu sýnt 50% fylgi flokksins í október 1979 en í desember hefði flokkurinn hlotið rúm- lega 35% atkvæða. Væntanlega verða þessi úrslit nú til þess, að Sjálfstæðis- menn byggi minna á skoðanakönnun- um í framtíðinni. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur tvívegis unnið stórsigur í kosningum þegar vinstri stjómir hafa verið við völd. I fyrra skiptið í borgar- stjómarkosningum vorið 1958, þegar flokkurinn fékk 10 borgarfulltrúa kjörna og í síðara skiptið í þingkosn- ingunum 1974, þegar flokkurinn fékk 42,7% atkvæða. Hins vegar sýndi reynsla flokksins í desemberkosningunum 1979, að óvinsælar vinstri stjórnir duga ekki alltaf til þess að tryggja flokknum stórsigur í kosningum. Vorið 1978 beið Sjálfstæðisflokkurinn mikinn ósigur í þingkosningum og þótt vinstri stjómin, sem hér sat frá sumri 1978 fram á haust 1979 sé einhver mesta endemis ríkisstjóm, sem hér hefur verið var niðurstaðan sú, að flokkurinn þurfti tvennar þingkosningar til þess að ná fyrri styrk. Kosningaósigur flokksins í þing- kosningunum 1987 var slíkur, að sennilega þarf Sjálfstæðisflokkurinn tvennar kosningar til þess að ná há- marksstyrkleika í kjölfar þeirra ófara. Hitt er umhugsunarefni fyrir Sjálf- stæðismenn hve mikill munur er á styrkleika flokksins eftir landshlutum. Flokkurinn er geysilega sterkur í Reykjavík en það er hins vegar stað- reynd, sem Sjálfstæðismenn verða að horfast í augu við, að veikleiki flokks- ins utan Reykjavíkur er of mikill og hlýtur að valda flokksmönnum þó nokkmm áhyggjum. Flokkurinn tapar hlutfallslega atkvæðum í öllum kjör- dæmum utan Reykjavíkur nema á Vestíjörðum, ef miðað er við kosning- arnar 1983, en árangur flokksins vestra var mjög góður, nálgast raunar stórsigurinn frá 1974. Sjálfstæðis- flokkurinn má ekki breytast úr lands- flokki í þéttbýlisflokk á suðvesturhorn- inu, hann á sögulegar rætur um allt iand. Alþýðubandalagið hefur styrkt stöðu sína, en er hins vegar langt frá því að hafa náð fyrri styrkleika, þegar flokkurinn hafði nær fimmtung at- kvæða í landinu. Það er umhugsunar- efni, að stjórnmálaflokkur, sem á sér fortíð á borð við Alþýðubandalagið skuli ná slíkum árangri. En auglýs- ingahönnun hans fyrir kosningar hef- ur skilað dágóðum árangri. Styrkur Alþýðuflokksins í kjölfar þessara kosninga er ekki síst fólginn í því, að flokkurinn er í lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. Hann er eðlilegasti samstarfsaðili Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn vegna málefna- legrar samstöðu um öli meginmál, en hefur það nánast í hendi sér, hvort hér verður mynduð svonefnd Viðreisn- arstjóm eða áfram verði vinstri stjóm með aðild Kvennalista. Með sama hætti og Sjálfstæðis- flokkurinn er veikur á landsbyggðinni er Framsóknarflokkurinn veikur í þéttbýlinu á suðvesturlandi. Sókn flokksins á því svæði virðist hafa stöðvast og hlýtur það að valda Fram- sóknarmönnum miklum áhyggjum. Styrkur flokksins í íslenskum stjórn- málum byggist nú sem fyrr á mismun- andi vægi atkvæða eftir kjördæmum. Nú standa forseti íslands og for- ystumenn stjómmálaflokkanna frammi fyrir því verkefni að mynda nýja ríkisstjóm. Það er áreiðanlega auðveldara verk en eftir kosningarnar 1987. Eigi málefnin að ráða blasir við samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks í ríkisstjórn. Þessir flokkar eiga samleið í álmálinu og eiga auðveldara en aðrir með að ná samstöðu um EFTA-EB-viðræður, eins og fyrr er nefnt. Auk þess er líklegra, að breyt- ing verði á fiskveiðistefnunni, ef slík stjórn yrði mynduð, en ef vinstri stjórnin sæti áfram - og væri það góðs viti. Öll rök hníga að því, að samstjórn þessara tveggja flokka geti tryggt nýtt framfaraskeið á íslandi. Áframhaldandi vinstri stjórn með æ styrkara miðstjómarvaldi leiðir óhjá- kvæmilega til stöðnunar, svo að ekki sé talað um málefnaágreining og ósamkomulag milli flokkanna. Mikil ábyrgð hvílir á forystumönnum Al- þýðuflokksins, að þeir sigli eftir mál- efnum og taki kóssinn samkvæmt stefnuskránni. Á kosninganóttina hófust deilur á miili formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um það, hvort Steingrímur Hermannsson ætti að biðjast lausnar þegar í stað eða ekki. Þetta er augljóslega lögfræðilegt álita- mál. Þegar um er að ræða slík álita- mál varðandi stjórnskipuleg málefni ber að fara þá leið, sem orkar ekki tvímælis. Forsætisráðherra ætti ekki að kalla yfir sig slíka gagnrýni, nóg er nú samt í íslenskum stjórnmálum. Auk þess er forseti í landinu og hefur það hlutverk .að mynáa ríkisstjórnir. Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Ræði fyrst við Alþýðu- flokk fái ég til þess umboð Göngum ekki á biðilsbuxunum á eftir Alþýðubandalaginu DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa vonast til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 26 þingmenn í alþingiskosningunum nú á laugardag og honum hafi orðið að ósk sinni. „Eg hefði gjarnan viljað að flokkurinn hefði fengið 40%, en upp á það vantar nú ekki nema 1,4%. Eg tel að þessi kosning hafi verið mjög öflug og góð fyrir okkur,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblað- ið í gær, þegar hann var spurð- ur hvort hann hefði ekki átt von á því að útkoma Sjálfstæðis- flokksins yrði betri en hún varð. Davíð segist fyrst munu leita eftir viðræðum við Alþýðu- flokkinn um stjórnarmyndun fái hann til þess umboð. Davíð seg- ir að samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags sé í augna- blikinu ólíklegt. „Við göngum ekki á biðilsbuxunum á eftir Alþýðubandalaginu," sagði Davíð. Davíð benti á að útkoma flokks- ins í kosningunum nú væri mjög svipuð og hún var 1983, en þá hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 38,7% en nú 38,6% fylgi. „Við fengum þó lakari útkomu í kjördæmum úti um allt land nú, en 1983, nema hérna í Reykjavík, í mínu kjördæmi, þar sem við unnum einn af okkar allra stærstu sigrum í þingkosningum til þessa,“ sagði Davíð. I þessum sam- anburði undanskildi Davíð þó Vest- fjarðakjördæmi, þar sem þar var einnig um klofningsframboð út frá Sjálfstæðisflokknum að ræða árið 1983. Davíð var spurður hver skýringin væri á því að Sjálfstæðisflokknum tókst ekki að ná sama kjörfylgi úti á landi nú og 1983: „Það er nú ekki svo gott að slá einhverju föstu um það, en þó má vera að þessi sérkennilega umræða Framsóknar- flokksins um Evrópumálin hafi haft meira að segja í dreifbýlinu en hér í þéttbýlinu,“ sagði Davíð. Davíð benti á að aðstæður í þjóð- félaginu hefðu verið ólíkar árið 1983 og nú. Fyrir átta árum hefði verðbólguhraði mælst um 130%, þegar kosið var, en nú væri verð- bólgan um 5%. „Þegar flokkurinn vann einn sinn stærsta sigur 1974, sem var stærsti sigur flokksins í 45 ár, þá var verið að reka herinn úr landi, þá var verðbólgan búin að fara úr 1% upp í 50% á þremur Tveir nýkjörnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Lára Margrét Ragn- arsdóttir og Vilhjálmur Egilsson, heilsast með virktum í þingflokks- herberginu í gær. Að baki þeim sjást alþingismennirnir Eggert Hauk- dal og Pálmi Jónsson. árum, kvarnast hafði úr stjórninni, ráðherra sagt af sér og hver uppá- koman hjá stjórninni á fætur ann- arri. Þá fengum við 42,7% fylgi og nú fáum við fjórum hundraðshlut- um lægra hlutfall, sem hlýtur að teljast mjög gott,“ sagði Davíð. - Voru þá óhóflegar væntingar hvað varðar útkomu flokksins í þessum kosningum? „Ég hef alltaf varað við óhófleg- um væntingum. Það er heilmikið átak að sveifla flokki úr 27% fylgi upp í 38%. Hér hefur verið tekið mið af fylgi Borgaraflokksins 1987, en við þann klofning kom fram að Borgaraflokkurinn fékk heilmikið fylgi annars staðar frá en frá sjálf- stæðisflokknum. Alþýðuflokkurinn var með um 30% fylgi í skoðana- könnunum árið 1987, áðuren Borg- araflokkurinn var stofnaður, en fékk svo 15% í kosningunum. Það er því fjarri öllu lagi að segja að aukið fylgi okkar nú, sé bara ein- hver bankabók frá Borgaraflokkn- um,“ sagði Davíð. Davíð var spurður hvort það hefði ekki verið afleikur hjá honum í sjón- varpinu í fyrrakvöld að segja að Morgunblaðið/Júlíus Eyjólfur Konráð Jónsson fagnar Sólveigu Pétursdóttur. Að baki þeim . er. Guðmundur Hallvarðsson, nýhjörinn alþingismaður. hann sæi ekkert athugavert við það að ef stjórnarflokkarnir þrír vildu mynda saman stjórn, að Steingrím- ur Hermannsson fengi til þess um- boð. Hann var spurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að formaður stærsta stjórnmálaflokksins og þess sem mestan kosningasigur vann, gerði kröl'u um að fá umboð til stjórnarmyndunar: „Nei, það tel ég ekki. Ef þessir þrír flokkar sem eftir eru í stjórninni sem enn situr, ákveða að vilja starfa saman áfram í ríkisstjórn og greina forseta ís- lands frá þeim vilja sínum, þá finnst mér sjálfsagt að sá sem leiðir þann hóp, fái til þess stjórnarmyndunar- heimild," sagði Davíð. Davíð var spurður hvort í þessu fælist ekki sú hætta fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að hann lokaðist úti í þessum viðræðum og ætti ekki möguleika á stjórnarþátttöku: „Ef það gerist að þessir þrír flokkar með 32 þingmenn segjast vilja reyna að mynda saman stjórn, þá gera þeir það. Steingrímur Her- mannsson hefur ekki leyfi til þess samkvæmt þeim stjórnskipunar- hefðum sem hér hafa gilt að sitja áfram án þess að biðjast lausnar. Stjórnin hefur ekki meirihluta í báðum deildum í þinginu nú og honum ber því að segja af sér. Það er ekki endilega krafá mín að ég fái heimild til þess að mynda ríkis- stjórn. Ég vil ekkert vera að fá slíka heimild, nema ég hafi trú á því að ég geti myndað ríkisstjórn.“ - Ertu þeirrar skoðunar að þú getir myndað ríkisstjórn? „Ef ég fæ umboð við þessar að- stæður, þá eru möguleikarnir til myndunar tveggja flokka ríkis- stjórnar svo margir að ég tel að það ætti að takast. Ég teldi við þannig kringumstæð- ur rétt að snúa mér til Alþýðu- flokksins. Það hefur jú komið fram í kosningabaráttunni, að varðandi flest meginmál er opin leið til þess að ná sáttum milli þessara tveggja flokka til að mynda hér fasta og örugga stjórn,“ sagði Davíð. Davíð sagðist ekki vilja vera með vangaveltur hvar hugsanlegir ásteytingarsteinar yrðu í stjórnar- myndunarviðræðum Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Hann vildi fremur leita þeirra atriða sem flokk- arnir gætu átt sátt og samleið um. „Málefnalega eigum við samleið varðandi Evrópumálin, einnig varð- andi álmál og stóriðju. Ég tel að við séum samstíga varðandi at- vinnumál. Við viljum breyta ríkis- fyrirtækjum í hlutafélög og einka- væða þau. Ég tel að það sé góður grundvöllur til þess að við getum náð sáttum um landbúnaðarmál. Talsmenn beggja flokka hafa lýst því yfir að þeir telja að taka þurfi í senn á vinnsluþáttum milliliðum og miðstýringu í landbúnaði, en ekki eingöngu á hagsmunum bónd- ans,“ sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins. Davíð var spurður hvort samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda- lags væri ekki út úr myndinni: „Eins og ég sagði, þá vildi ég fyrst leita eftir viðræðum við Alþýðuflokkinn, fengi ég stjórnarmyndunarumboð og af þeim sökum. vil ég ekki vera með neinar getgátur um hvernig viðræður við aðra flokka gætu þró- ast. Það verður að segjast eins og er að í augnablikinu er samstarf okkar við Alþýðubandalagið ekki líklegt. Alþýðubandalagið hefur kveðið mjög fast að orði, í þá veru að þeir nánast útiloki samstarf. Við höfum ekki tekið þannig til orða en við göngum ekki á biðilsbuxun- um á eftir Alþýðubandalaginu.“ „Ég tel alveg víst að Steingrímur segi af sér á næstu dögum. Hann hefur sagt að hann yrði ekki með með þessa þrásetu mjög lengi og ég vona að hann standi við það,“ sagði Davíð þegar hann kom af fundi Vigdísar Finnbogadóttur for- seta íslands laust fyrir kl. 16 í gær. Morgunblaðið/Júllus Davið Oddsson, formaður Sjalfstæðislokksins og Matthías Bjarnason, 1. þingmaður Vestfjarða, ræða málin á þingflokksfundi í gær. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Engín ástæða til afsagnar ef við höldum áfram samstarfi „ÞAÐ fyrsta sem ég gerði í gær var að ræða við fræðimenn í stjórnskipulagarétti, Eirík Tóm- asson og fleiri. Niðurstaða þeirra og mín er sú, að ef þessir þrír stjórnarflokkar vilja starfa áfram saman, þá eiga þeir að geta varið sig vantrausti," sagði Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra í samtali við Morg- unblaðið í gær, „og því er engin ástæða til þess að segja af sér, ef við ætlum að lialda samstarf- inu áfram.“ „Ef Ólafur Ragnar eða Jón Bald- vin segja við forsetann að þeir telji rétt að ég segi af mér, þá mun ég að sjálfsögðu gera það á stundinni. Ekki fer ég að sitja hér í óþökk þeirra. Ef þeir á hinn bóginn gera það ekki, þá vil ég ræða við þá um áframhaldandi stjórnarsamstarf, “ sagði Steingrímur upp úr hádegi í gær, en það var áður en formenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags gengu á fund forseta. Steingrímur var spurður hvort honum bæri ekki í raun að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, þar sem stjórnin hefði ekki þing- meirihluta í báðum deildum, sam- kvæmt því skipulagi Alþingis sem enn ríkir: „Stjórnarflokkarnir hafa meirihluta í Sameinuðu þingi og geta þannig varist vantrausti. Það er hins vegar víðs fjarri að ég ætli að sitja í óþökk og þijóskast við.“ Steingrímur var spurður hvort ekki væri þýðingarmikið að forsæt- isráðherra tæki ekkert það skref í stjórnskipun, sem orkað gæti tvímælis: „Auðvitað er það gríðar- lega þýðingarmikið og meðal ann- ars þess vegna ræddi ég við þá fræðimenn sem ég ræddi við. Þetta er því ekkert álitamál í mínum huga. Ef það væri það, þá horfði málið öðru vísi við. Þegar Ólafur Jóhannesson segir að það sé hefð fyrir því að segja af sér, þá segir hann ekki að það beri að gera strax morguninn eftir kosningarnar. Þannig að ég tel sjálfsagt að skoða áframhaldandi stjórnarsamstarf í örfáa daga,“ sagði Steingrímur. Steingrímur var spurður livort yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld, þess efnis að Kvenna- listinn myndi ekki láta afstöðu sína Steingrímur Hermannsson til álvers koma í veg fyrir stjórnar- samstarf við ríkjandi flokka, hefði ekki breytt myndinni: „Þetta var mjög merkileg yfirlýsing, sem ég fagna og hún sýnir að þær eru það sem ég kalla í raunpólitík. Vitanlega styrkir svona yfirlýsing okkar möguleika. En áður en rætt verður við þær þarf að liggja ljóst fyrir hvað Alþýðuflokkurinn vill. Ég tel að jákvæð afstaða Alþýðubanda- lagsins liggi nú þegar fyrir,“ sagði Steingrímur. Steingrímur var spurður hvort hann væri að hætta afskiptum af stjórnmálum, en hann sagði í sam- tali við DV í gær: „Ég hef ekki hugsað mér að ljúka mínum stjórn- málaferli með slíkum vinnubrögð- um,“ og var þar með að vísa til þess að ýjað hefði verið að því að hann hygði á þrásetu. „Ég er ekki á leiðinni út úr pólitík, þótt ein- hvern tíma komi að því. Ég átti við það að ég vil hafa alla enda vel hnýtta og fer nú ekki að ljúka mínum stjórnmálaferli með ein- hverri vitleysu." Framkvæmdastjórn Framsókn- arflokksins kom saman til fundar síðdegis í gær, og þingflokkurinn kemur saman til fundar kl. 14 í dag. Morgunblaðið/KGA Þingmenn unglinga greiða atkvæði, í forsetastóli er Þórunn Yr Elías- dóttir. Alþingi unglinga: Stúlkur meiri- hluti þingmamia Sextíu og þrír þingmenn sem valdir höfðu verið til setu á fyrsta Alþingi unglinga héldu fund í fundarsal löggjafarþingsins, Al- þingi íslendinga, í gær. Alþingi unglinga er ráðgefandi þing og samþykkti þingsályktunartillögu um málefni unglinga á lslandi. Alþingi unglinga er hluti af Lista- og menningarhátíð æskunnar sem haldin er þessa dagana. Til setu á þinginu voru valdir 63 unglingar úr 9 kjördæmum í Reykjavík. Kjör- dæmaskipan fór eftir skiptingu milli félagsmiðstöðva unglinga í borg- inni. Þingmenn skiptast ekki eftir flokkspólitískum línum. Fundar- haldið í gær dró dám af starfi Al- þingis en þó má geta þess að hlut- ur kvenna er nokkru meiri á Al- þingi unglinga, 35 þingmenn eru kvenkyns, en á nýkjörnu Alþingi eru 15 konur. Aðeins eitt mál var á dagskrá þingsins í gær, þingsályktunartil- laga um málefni unglinga. Þeim tilmælum var beint til löggjafar- samkundunar, Alþingis íslendinga, að auka áherslu á málefni unglinga og móta stefnu í þeim málum. Til- lagan hvetur til þess að sjálfstjórn grunnskólanna verði meiri og sér- kennsla og kennsla í valgreinum aukin. Til að ná þessum markmið- um verði að veita meiri fjármunum til skólanna. Efla verði heilbrigði grunnskólanema bæði með hollu og ódýru fæði í skólamötuneytum og auka hvers konar líkamsþjálfun og hreyfingu nemenda. Hvatt er til þess að komið verði á tímabundnum nemendaskiptum milli landshluta. í tillögunhi er einnig ályktað um umferðarmálefni m.a. er gert ráð fyrir því að umferðarfræðsla verði aukin í grunnskólanum og skal fræðslan í 8.-10. bekk miðast við akstur og umferð og enda með ökuprófi. Öll próf á vélknúin öku- tæki fyrir utan meirapróf, skulu miðast við 16 ára aldur. Tillagan gerir ráð fyrir því að nýliðar í urn- ferðinni verði á auðkenndum öku- tækjum og að í öllum ökutækjum verði „svartur kassi" sem mæli akstur yfir hámarkshraða. — Tillag- an tekur einnig mið af því að eitt- hvað mun draga úr viðbragðsflýti eldri ökumanna og er lagt til að fólk eldra en 50 ára verði að end- urnýja ökuskírteini sín á fimm ára fresti. Lögð er áhersla á að unglingar hafi meiri áhrif á verkefnaval í svo- nefndum vinnuskólum. Einnig er lagt til að tengja betur nám í vinnu- skólunum og sumai-vinnu unglinga með einhvers konar atvinnunámi. I þingsályktunartillögunni er einnig lagt til að unglingar fái ákveðinn persónuafslátt. Ef persónuafslátt- urinn nýtist unglingunum ekki, eiga foreldrar þeirra að ge.ta nýtt afslátt- inn. Lagt er til að 6% skattur á laun unglinga verði lagður niður. Ályktunin segir m.a: „Útrýma verður þeim frumskógi aldursvið- miðana sem nú eru í gildi.“ Lagt er til að unglingar teldust þeir vera sem náð hafa 13 ára aldri og eru yngri en 18 ára. Við átján ára ald- ur öðlist einstaklingar fjárræði, kosningarétt, rétt til að gifta sig og ennfremur rétt til að kaupa og nota áfengi. Tillagan gerir ráð fyrir því að efla tómstunda-, menningar- og íþróttastarf unglinga. M.a. er gert ráð fyrir að tjáning verði skyldufag í grunnskólum strax í 1. bekk. Auka skal fræðslu í skólum um vímuefnaneyslu og afleiðingar hennar, svo sem ofbeldi o.fl. Bæði fyrri og síðari umræða fór fram á fundinum í gær. Til máls tóku: Bryndís Asmundsdóttir (Frostaskjól), Hjálmar Edwardsson (Þróttheimar), Oddný Sturludóttir (Ársel), Benedikt Jóhann Bjarnason (Bústöðum), Kristín Björk Þor- valdsdóttir (Fjörgyn), Örvar Rúd- olfsson (Tónabær), Vignir S. Hall- dórsson (Fellahellir), Signý Vala Sveinsdóttir (Öldusel), Unnur Stef- ánsdóttir (Frostaskjól), Linda Rós Alfreðsdóttir (Fellahellir), Guðrún Elísabet Stefánsdóttir (Bústöðum), Inga Lára Gylfadóttir (Hólabrekku- skóla), Kári Sigurðsson (Öldusel), Eggert Gíslason (Ársel), Þóra Sig- urðardóttir (Fjörgyn), Stefán Ingi Stefánsson (Tónabær) og Klara Ósk Hallgrímsdóttir (Þróttheimar). Enginn ræðumanna mælti gegn til- lögunni en við atkvæðagreiðslu gerðu tveir þingmenn grein fyrir atkvæði sínu. Benedikt Jóhann Bjarnason (Bústaðir) og Gerhard Olsen (Ársel) voru andvígir „svört- um kössum" í bifreiðum og tak- mörkunum á gildistíma ökréttinda þeirra sem væru eldri en 50 ára. Þingmennirnir greiddu því ekki at- kvæði. Engar breytingartillögur komu fram og var tillagan samþykkt nieð 54 atkvæðum gegn 7 sem þings- ályktunartillaga Alþingis unglinga og fengin Guðrúnu Helgadóttur forseta sameinaðs þings Alþingis til frekari afgreiðslu. Að .svo búnu sleit Þórunn Yr Elíasdóttir þingfor- seti fundi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.