Morgunblaðið - 23.04.1991, Side 43

Morgunblaðið - 23.04.1991, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐTOÐM3UR 23. 'APRÍL lð91 Doktor í félagsfræði GUÐRÚN Kristinsdóttir lagði föstudginn 12. apríl sl. fram doktors- ritgerðina „Child Welfare and Professionalization" við háskólann í Umeá í Svíþjóð. Andmælandi við doktorsvörnina var Sune Sunes- son prófessor í félagsráðgjöf við háskólann í Lundi. Formannafundur Landssambands lögreglumanna: * Oviðunandi launakjör Ritgerðin fjallar um þróun barnaverndar og áhrif fagvæðing- ar á þetta svið félagsþjónustunn- ar. Barnaverndarstarf í Reykjavík og í fámennum íslenskum sveitar- félögum var rannsakað. Ýmsir vankantar, sem fram komu í þró- uðu barnaverndarstarfi, líktust erfiðleikum, er hafa komið fram í skandinavískum rannsóknum. Það virtist gilda bæði um barna- verndarstarf, sem unnið var af fagmönnum og leikmönnum, að börnum var ekki veitt nægileg athygli. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965 og kennaraprófi frá Kennar- askóla íslands ári síðar starfaði Guðrún Kristinsdóttir sem kenn- ari. 1973 lauk hún prófi í félagsr- áðgjöf frá Den Sociale Hojskole í Óðinsvéum. Guðrún starfaði um árabil í Reykjavík á ýmsum svið- um heilbrigðis- og félagsþjónustu, m.a. sem yfirmaður fjölskyldu- deildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar 1979 til árs- loka 1985, auk þess sem hún var stundakennari við Háskóla íslands frá árinu 1978. Kennsluárið 1987/88 gegndi Guðrún starfi kennslustjóra í félagsráðgjöf við Dr. Guðrún Kristinsdóttir Háskóla íslands. Hún stundar nú kennslu og rannsóknir við félags- ráðgjafardeild háskólans í Umeá. FUNDUR formanna aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna sem haldinn var á Grettisgötu 89, Reykjavík, 5. apríl 1991 ályktar eftirfarandi: Launakjör lögreglumanna eru óviðunandi og lítilsvirðandi fyrir fólk sem gegnir áhættusömu og ábyrgð- armiklu starfi. Þessa þróun í launa- málum má rekja bæði til launastefnu að undanförnu þar sem þjóðarsáttar- samningarnir hafa reynst haldlitlir og til mikils samdráttar í löggæslu. Launakjör stéttarinnar eru komin úr öllu samhengi við verðlag í landinu og til þess eins fallin að hrekja reynda og fullmenntaða lögreglumenn úr starfi einmitt þegar þörfin fyrir slíkt vinnuafl er mest, vegna breyttrar löggjafar. Harðlega er mótmælt þeirri lítils- virðingu sem lögreglumönnum er sýnd með því að dómsmálaráðuneytið og lögreglustjórar víða um land bijóta ákvæði nýrra laga um lögreglumenn sem komu til framkvæmda 1. júlí 1990 og eiga að tryggja menntun starfandi lögreglumanna. Fundurinn undrast það áhugaleysi sem stjórnmálamenn sýna málefnum löggæslunnar sem þó kostar ríkissjóð um tvo milljarða á ári eða um 10% ríkisútgjaldanna skv. nýjum upplýs- ingum frá fjármálaráðuneytinu. Af- lýsa varð fyrirhugaðri ráðstefnu LL um áhrif stjórnmálaflokka á löggæsl- una þar eð einungis þrír stjórnmála- flokkar sáu ástæðu til að tilkynna þátttöku. Mótmælt er harðlega þeirri stefnu stjórnvalda að efla ekki löggæsluna þegar almenn vá gengur yfir landið, sbr. óveðrið sem gekk yfír nú í vet- ur. Þá voru kvaddar til aðstoðar allar tiltækar björgunar- og hjáiparsveitir en lögregíumenn voru ekki kailaðir til starfa. TILKYNNINGAR Frá Alþingi íbúð f ræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 1. september 1991 til 31. ágúst 1992. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnotarétt af íbúðinni, sem er í St. Paulsgade 70 (ör- skammt frá Jónshúsi). Hún er þriggja her- bergja (80 fm), en auk þess hefur fræðimað- urinn vinnuherbergi í Jónshúsi. íbúðinni fylg- ir allur nauðsynlegur heimilisbúnaður og er hún látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni er að jafnaði þrír mánuðir en til greina kemur skemmri tími eða lengri eftir atvikum. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrifstofu Alþingis eigi síðar en 15. maí nk. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Ennfremur hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni. Tekið skal fram að úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn. Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráðinu í Kaupmannahöfn. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Aðalfundur Stýrimanna- félags íslands verður haldinn í Borgartúni 18 í kvöld, þriðju- daginn 23. apríl, kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagálögum. KVÓTI Kvóti Þorsk- ýsu- eða ufsakvóti óskast í skiptum fyrir 20 tonna kolakvóta. Einnig óskast ufsa- kvóti til leigu innan ársins. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „T 9353“, fyrir 26/4. Upplýsingar í síma 97-31143, (Friðrik eða Reynir). TILBOÐ - ÚTBOÐ Útboð - málun Tæknideild Granda hf. óskar eftir tilboðum í málun utanhúss á Fiskvinnsluhúsi fyrirtæk- isins við Grandagarð 8, Reykjavík. Tilboðsgögn verða afhent á skrifstofu Granda hf., Norðurgarði 101, frá og með þriðjudeginum 23. apríl. Tilboðin verða opnuð hjá Tæknideild Granda hf. á sama stað mánudaginn 6. maí kl. 11.00. Útboð Húsfélagið, Vesturbergi 94-102, Reykjavík, óskar eftir tilboði í viðhald húsanna við Vest- urberg 94-102. Helstu verkþættir eru: STO múrklæðning og einangrun, um 960 fm. Mála glugga, 1.470 m. Endursteypa .inngangsskýla 5 stk. Endurnýja rúður og opnanleg fög. Verklok 15. ágúst 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá al-mennt hf., Háteigsvegi 7, sími 22344 gegn 5000 kr. skilatryggingu og verða þau opnuð á sama stað mánudaginn 29. apríl kl. 14.00. sDfl-nDoœQQmö # Tilboð Til sölu húseign og bifreiðageymsla á Akranesi Kauptilboð óskast í Kirkjubraut 10, Akranesi. Stærð húseignarinnar er 338 rúmm. og bif- reiðageymslunnar 248, rúmm. Eignirnar verða til sýnis í samráði við Svan Geirdal, yfirlögregluþjón, Akranesi, (s. 93-11166). Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofan- greindum aðila og á skrifstofu vorri. Tilboð- um sé skilað til skrifstofu vorrar í Borgartúni 7, Reykjavíkfyrirkl. 11 .OOf.h. 29. apríl 1991. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS DORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK _ SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN F É L A G S S T A R F Árshátíð Sjálfstæðisfélögin i Rangárvallasýslu halda hina árlegu árshátíð sína á Hvoli, Hvolsvelli, síðasta vetrardag, 24. apríl nk., og hefst hún kl. 21.00. Meðal skemmtiatriða: Þorsteinn Pálsson, alþingismaður, flytur ávarp. Halli og Laddi skemmta. Guðmar og Rúnar leika fyrir dansi. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Venjubundnar veitingar. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin í Rangárvallasýslu. Rangárvallasýsla Aðalfundur Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvalla- sýslu, verður haldinn sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 25. apríl kl. 17.00 I Hellubiói. Hefðbundin aðalfundarstörf. Fjölnir, félag ungra sjálfstæðismanna i Rangárvallasýslu. FÉLAGSLÍF □ HELGAFELL 59914237 IVAf 2 □ HAMAR 59914237 - LOKAF. I.O.O.F. 8 = 1724247 = 7'h I I.O.O.F. Rb. 1 = 1404238 - 9.II. □ EDDA 59912347 - 1 Frl. Atkv. □ SINDRI 59912347 - LF. r1^ EU ÚTIVIST GRÓFINHI1 • REYKJAVÍK • &ÍMIAÍMSVARI 14606 Spennandi skíðaganga fyrir frískt fólk 25.-28. apríl. Gengið með viðleguútbúnað frá Húsafelli yfir Kaldadal á Þing- velli. Gist í tjöldum. Fararstjóri Óli Þór Hilmarsson. Húsafell og nágr. 25.-28. apríl. Farið í hellana í Hallmundarhrauni: Surtshelli og Stefánshelli. Gengið niður með Norðlingafljóti: Barnafoss og Hraunfossar. Gengið á Strút ef veður leyfir. Fróðleg og skemmtileg ferð. Fararstjóri Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Úlfljótsvatn 27.-28. apríl. Gengið um Grafn- ing: Úlfljótsvatnsfjall, Þingvalla- vatn, Skinnhúfuhöfði, en þetta er fallegt svæði sem býður upp á marga athyglisverða staöi. Stutt ferð á hagstæðu verði sem skilur mikið eftir. Fararstjóri Björn Finnsson. Áhugahópurum Ítalíuferð Rabbfundur með fararstjóra 24. april kl. 20.00 á skrifstofu Útivist- ar, Grófinni 1. Mætið á staðinn, kynnist hópnum og hafið áhrif á skipulagningu ferðarinnar. Aðalfundur Útivistar verður haldinn 29. april á Hall- veigarstöðum. Spennandi kosn- ing í kjarna og nefndir. Mikilvæg- ar lagabreytingar. Mætið og hafið áhrif á gang mála. Sjáumst! AD-KFUK Fundur i kvöld kl 20.30 í Langa- gerði 1. Biblíulestur i umsjá Katrinar Þ. Guðlaugsdóttur. Kaffi eftir fund. Allar konur velkomnar. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 - & 11798 -1953.' Þriðjudagur 23/4 kl. 20.30 Kvöldvaka um íslenska hraunhella ikvöld í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Einstakt tækifæri til að kynnast undraheimi íslenskrar náttúru neðanjarðar. Góð myndasýning og frásögn Björns Hróarssonar, jarðfræðings. Kaffiveitingar i hléi. Aðgangseyrir kr. 500 (kaffi og meðlæti innifalið). Allir vel- komnir, félagar sem aðrir. Sumrifagnaðí Landmannalaugum Skiðagönguferð 25.-28/4 Brottför á sumardaginn fyrsta kl. 8. Gengiðfrá Sigöldu. Kynnist Landmannalaugum i vetrarbún- ingi. Gist í upphituðu sæluhúsi Fi. Upplýs. og farm. á skrifst. Apríltilboð á eldri árbókum Til loka april verða sett af árbók- um Fí (1928-1990) seld með 50% staðgreiðsluafslætti. Ath. tilboðið gildir eingöngu ef allar bækurnar eru keyptar. Nánari upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3, símar 19533 og 11798. Fax 11765. Ferðafélag islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.