Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 53

Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 53 Gildi skógræktar eftir Stefán Gíslason Á síðasta ári stóð Skógræktar- félag Islands fyrir Landgræðslu- skógaátaki. Undir merkjum þessa átaks voru gróðursettar 1,3 millj- ónir tijáplantna víða um land, eða rúmlega 5 plöntur á hvert manns- barn í landinu. í framhaldi af þess- um góða árangri hefur verið ákveðið að halda áfram á sömu braut og efna til Landgræðslu- skógaátaks 1991. En hver er tilgangurinn með þessu öllu? Varla leiðir gróðursetn- ing tijáplantna til minnkandi verð- bólgu, aukins hagvaxtar eða hættra viðskiptakjara. Er þá nokk- uð á þessu að græða? Skilar þetta nokkrum hagnaði? Verðbólga, hagvöxtur, viðskip- takjör, gróði, hagnaður, öll þessi orð skipta okkur vissulega miklu máli, og góð efnahagsleg afkoma þjóðarinnar er ein af undirstöðum sjálfstæðis Islendinga. En leggjum við ekki stundum ofurkapp á, að allt sem við aðhöfumst ekili hagn- aði — og það strax? Hirðum við ekki minna um verndurnarsjónar- mið, góða umgengni um auðlindir jarðar og ræktun hins jákvæða í manninum sjálfum? Og hvað er hagnaður? Þegar talað er um hagnað, er nauðsynlegt að skoða hlutina í víðu samhengi. Það er ekki nóg að spyija um afkomu dagsins í dag. Það þarf líka að íhuga hvort góð afkoma í dag skerði afkomu- möguleika framtíðarinnar. Landgræðsluskógaátakið er dæmi um framtak, sem ekki er hægt að tapa á, framtak sem óhjá- kvæmilega skilar hagnaði. Litlu er til kostað, en þegar fram líða stundir njótum við afrakstursins. Við megum aldrei gleyma á hveiju líf okkar jarðarbúa byggist. Líf okkar byggist í einu og öllu á orkugeislum sólarinnar, sjálfu sól- arljósinu. Sólin veitir okkur alla þá orku sem við þurfum, þ. á m. orku til framleiðslu lífrænna efna, sem eru undirstaða alls lífs og hluti af því. Plöntur jarðar eru einu lífverurnar, sem geta nýtt sólarorku til framleiðslu lífrænna efna. Hráefni framleiðslunnar eru einkum vatn og koltvíildi, og úr- gangurinn fyrst og fremst súrefni. I kapphlaupi mannsins eftir stundarhagnaði hefur á stundum lítt verið sinnt um móður jörð. Lífræn efni eru brennd, til brennsl- unnar þarf súrefni, og meðal úr- gangsefna brunans er koltvíildi. Plöntur jarðar, þessar lifandi end- urvinnslustöðvar, hafa engan veg- inn náð að viðhalda fyrra jafn- vægi; hráefni iðnaðarins ganga til þurrðar, og magn koltvíildis í and- rúmsloftinu eykst, með tilheyrandi áhrifum á veðurfar og önnur lífs- skilyrði jarðarbúa. Vandamálið er ekki einungis það, að plönturnar hafi ekki undan í vinnu sinni, held- ur er þeim eytt jafnt og þétt til að rýma fyrir enn meiri brennslu. Færri plöntur þurfa þvi að glima við stærri verkefni en fyrr. ísboltar# Festingameistarar® W @ Heildsala — smásala SEX- KANTAR Allar gerðir, kúptir, undirsínkaöir, 10.9 og 12.9 Opíð frá 8-18 _______Lauflardana9-13 STRANDGATA75 HAFNARFJÖRÐUR 15 91-652965 „Nú eigum við þess kost að bæta landinu upp það sem tapast hefur á 1100 árum vegna ógæti- legrar umgengni, óblíðrar veðráttu og eldgosa.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um eyðingu regnskóga á Amazon- svæðinu í S-Ameríku. Enn halda menn þó áfram að fella skóginn. Regnskógarnir eru langstærstu koltvíildisneytendur og súrefnis- framleiðendur jarðar. Eyðing þeirra bitnar á öllum jarðarbúum, óháð fótafjölda, einkum vegna mikillar umframframleiðslu kolt- víildis, sem eyðing skóganna hefur í för með sér. Öll berum við vissa ábyrgð á þessari þróun, og okkur ber að gera það sem við getum til að viðhalda skógum jarðar. En eru ekki nokkrar litlar tijá- plöntur á hinu kalda íslandi aðeins dropi í hafið? Jú, vissulega, en án dropanna væri heldur ekkert haf. Með góðursetningu tijáplantna leggjum við því okkar að mörkum til að viðhalda lífsskilyrðum okkar á jörðinni. íslenskir landgræðsluskógar skila ekki aðeins hagnaði í súrefn- isbúskap jarðarinnar. Þeir auka einnig framleiðslugetu landsins og stuðla þannig að beinum þjóðhags- legum hagnaði. Þetta gerist m.a. með því, að skógarnir hefta uppfok og gróðureyðingu, binda jarðveg- inn fyrir aðrar plöntur og veita þeim skjól. Þessum plöntum breyta kindur og aðrir grasbítar í fyrsta flokks kjöt, e.t.v. það heilnæmasta í heimi. Þetta er auðlind sem ekki má vanmeta, og landgræðsluskóg- ar hjálpa okkur við að varðveita hana. Ekki má heldur gleyma út- liti landsins. Við tókum við þessu landi fyrii' rúmum 1100 árum, skógi vöxnu „milli íjalls og fjöru“. Nú eigum við þess kost að bæta landinu upp það sem tapast hefur á 1100 árum vegna ógætilegrar umgengni, óblíðrar veðráttu og eldgosa. Og hver veit nema hluti af landgræðsluskógunum verði líka nytjaskógar þegar fram líða stundir, skógar sem veita okkur byggingarefni og orku, í heimi þar sem hvort tveggja verður af skorn- um skammti. Landgræðsluskógar skila okkur hagnaði, hvernig svo sem við skil- greinum hagnað. Höfundur er sveitarstjóri á Hólnmvík. Hraðvirkar. Mjög lág bilanatíðni. Framleiddar í Bandaríkjunuin. SKRIFSTOFUVELAR sund hf NÝBÝLAVEGI16 n SÍMI 641222 -tækni og þjónustii á truustum grunni Fádæma góð ávöxtun hjá verð- bréfasjóðum Deutsche Bank Þú þarft ekki að troðast í öngþveitinu í kauphöllum erlendis til þess að njóta góðs af alþjóðlegum hluta- bréfamarkaði. Eurovesta Stærð 1. mars 1991: 17.4 milljarðar. Raunávöxtun fyrstu 3 mánuði ársins 6.97%. Þúsundir íslenskra króna Tiger fund Stærð 1. mars 1991: 5 milljarðar. Raunávöxtun fyrstu 3 mánuði ársins 19.3%. 2.8 17. des 10. jan Þúsundir fslenskra króna 11. feb 9. mar 18. apr Akkumula Stærð 1. rnars 1991: 7.1 milljarður. Raunávöxtun fyrstu 3 mánuði ársins 5.21%. 10. jan ll.feb Þúsundir fslenskra króna 9. mar 18. apr 11. feb 9. mar 18. apr Samsetning sjóða: | Hlutafé ~~j Skuldabréf H| Lausafé Gengi verðbréfasjóða í vörslu Deutsche Bank hefur hækkað stöðugt síðan fjölþjóðaherinn lét til skarar skríða í átökunum við Persa- flóa 17. janúar síðast- liðinn. Leitaðu nýrra tækifæra. Fáðu nánari upplýsingar og nýttu þér sérffæðiþjónustu Kaupþings til arðbærrar fjárfestingar á erlendum verðbréfamarkaði. KAUPÞING HF Kringlunni 5, stmi 689080

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.