Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 55

Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 55
MORGÍ'.VlÍLAÐI!) ÞRIÐJUtiAGÚR‘2l Á'RRÍL l'titil 55 IQiiaPlíid^MÍ FlNKAUMgaÐf/ilSLAM PMygj PKi X^l ÍJXX V* \\ Óhróðri gegn Gunnari Gunnarssyni hrundið eftirJón Val Jensson Ég vil þakka Franzisku Gunnars- dóttur stórfróðlega og tímabæra grein hennar í Morgunblaðinu fimmtudaginn 7. marz. Þar hreinsar hún mannorð afa síns, Gunnars Gunnarssonar rithöfundar, svo að ekki stendur steinn yfir steini af þeim lágkúrulega óhróðri, sem um hann hafði verið fluttur af íslenzk- um kommúnistum á liðnum áratug- um og hefur nú nýlega verið endur- vakinn í greina- og bókarskrifum eins samtíðarmanns okkar. Mér er raun að því að nafngreina þann unga og gjörvulega mann, sem illu heilli hefur staðið fyrir því að lepja upp áróðurslygar kommún- ista um „nazistískar" tilhneigingar Gunnars Gunnarssonar og reiðir rugl sitt fram á síðasta jólabóka- markaði. Ég get naumast trúað þessum unga manni til að vilja bein- línis gegn betri vitund sverta og ærumeiða þennan víðlesna rithöf- und okkar á meginlandinu. Hitt sýnist mér augljóst, eins og Franz- iska drepur á, að yfírlýst „fræði- mennska“ viðkomandi „rannsókn- arhöfundar" hafí brugðizt honum gersamlega í meðferð þessa efnis, að því er Gunnar snertir. Allir, sem þekkja til skáldsins Gunnars Gunnarssonar, vita, að þar fór andans stórmenni og göfuglynd sál, sem aldrei hefði getað sam- lagazt blóðugri mannhatursstefnu nazismans. Franziska rekur ekki aðeins, hvernig vinsældir Gunnars í Þýzkalandi stóðu föstum fótum löngu fyrir uppgang nazismans og hversu eðlilegt var því, að hann færi þangað margsinnis til upp- lestra úr verkum sínum og í fyrirles- traferðir. Hún sýnir jafnframt fram á, að þrátt fyrir eða öllu heldur vegna virðingar hans fyrir þýzkri menningu lét hann óspart í ljós andstöðu sína við ofbeldisstefnu nazista og hernaðarbrag. Árið 1936 ákvað hin fræga menntastofnun, Heidelberg-háskóli, að ileita Gunn- ari Gunnarssyni heiðursdoktors- nafnbót. En þegar Gunnar varð þess áskynja, skömmu fyrir afhend- ingardag nafnbótarinnar, að í veizl- uræðu nazistaforkólfs nokkurs var tilnefningin eignuð nazistaflokkn- um, þá gekk Gunnar úr veizlunni, hafnaði nafnbótinni og hélt úr landi. Það var aðeins eftir mikla eftir- gangsmuni háskólans, þar sem skáldið var fullvissað um, að þessi heiðursviðurkenning væri ósk há- skólans sjálfs og kæmi valdhöfum ekkert við, að hann féllst á að veita nafnbótinni viðtöku í janúar 1937. Við annað tækifæri sýndi Gunnar afstöðu sína greinilega með því að mótmæla harkalega hernaðarbrölti Þjóðverja upp í opið geðið á Hitler sjálfum á fundi þeirra 20. marz 1940. Það gerði hann „svo tæpi- tungulaust, að honum. var ráðlagt að forða sér umsvifalaust úr landi, bíða ekki svo mikið sem sólar- hring,“ þrátt fyrir mörg óleyst verk- efni, því að hann væri í hættu stadd- ur. Áð þeim ráðum fór Gunnar. Þetta var aðeins þrem vikum fyrir innrás Þjóðveija í Danmörk og Noreg, en Gunnar hafði lengi varað við þeirri ógn, sem Norðurlöndum stafaði af nálægum stórveldum, ekki sízt Þýzkalandi. Hann hvatti unga Dani til að ganga í samtökin Det unge Grænseværn, og sjálfur bauð hann sig fram í danska her- inn, eins og Franziska segir nánar frá. Grein Franzisku er merkileg, og ég hvet lesendur til að draga fram blaðið og lesa þessi skrif hennar í heild, því að þar er margt fróðlegt auk þess sem ég hef drepið svo lauslega á. Rök hennar virðast óyggjandi og þurftu nauðsynlega að koma fram, þar sem margir eru alls ófróðir um málið — t.a.m. hafði ég sjálfur ekki hugmynd um þann dóm, sem Þjóðviljinn hafði fengið fyrir sams konar óhróður og þann, sem hér var borinn fram gegn Gunnari. Tel ég mig þó sæmilega upplýstan. Grein Franzisku er því fyllilega tímabær, og fram hjá henni verður ekki gengið. — Við Arthúr Björgvin Bollason vil ég segja það eitt, að hann myndi vaxa mikið í augum mínum, ef hann bæri fram opinbera afsökunarbeiðni og leið- réttingu á skrifum sínum. Gunnar Gunnarsson var einn þeirra manna, sem vöruðu _við hinni rauðu ógn á sínum tíma. Ég minn- ist leiftrandi snilldar hans í stór- merkri grein í Félagsbréfi Almenna bókafélagsins frá árum áður, varð- andi hættuna sem manngildisstefnu Vesturlanda stafaði af uppgangi kommúnismans. Franziska víkur að þessari andstöðu hans við alræðis- stefnur í grein sinni og sendir þar íslenzkum marxistum verðskulduð skeyti. vegna stuðnings þeirra við grimmdarverk sovézka valdsins á liðnum áratugum og vegna óupp- gerðra mála af þeirra hálfu. Einnig þessi kafli í grein Franzisku var tímabær og þakkai’verður, ekki sízt með hliðsjón af því, að það voru íslenzkir kommúnistar. sem töldu sig þess umkomna að bera Gunnari Gunnars.syni á biýn, að hann væri hallur undir alræðisstefnu nazism- ans. (Um aðeins eitt málefni var ég Franzisku ósammála, þ.e. þegar hún víkur að verkum „svokallaðra kristinna manna“ og líkir þeim við ódæðisverk kommúnismans og leyf- ir sér þó jafnframt að telja kenn- ingu síðarnefndu stefnunnar já- kvæða, kallar hana jafnvel „kristni í öðrum umbúðum“. Þetta er allt of yfirborðskennd afgreiðsla á tveimur gerólíkum stefnum, sem hafa fullkomlega andstæðar for- sendur hvað varðar. heimsskoðun, lífssýn og siðferði; þessar stefnur hafa sýnt sig og sannað, hvor með sínum hætti, í gegnum tíðina, svo að allir geta borið saman ávextina. Manngildisstefna Vesturlanda- manna og staða mannréttinda í heiminum væri ekki eins og hún er án hinna afgerandi áhrifa kristin- „Þegar Gunnar varð þess áskynja, skömmu fyrir afhendingardag nafnbótarinnar, að í veizluræðu nazistafor- kólfs nokkurs var til- nefningin eignuð naz- istaflokknum, þá gekk Gunnar úr veizlunni, hafnaði nafnbótinni og hélt úr landi.“ Á heildina litið er grein Franzisku þörf áminning um stórvirki og and- legt hugrekki hins mikla mannvinar Gunnars Gunnarssonar. Megi hún verða sem flestum hvatning til að rækta þann dýrmæta bókmenntá- arf, sem hann hefur skilið eftir sig. dómsins 1 MUDDY FOX TÆKNI - hátœknibúnaður sem þolir.mikið álag. MUDDY FOX G/EÐI - yfir 2000 ánœgðir eigendur á íslandi. MUDDY FOX ENDING - œvilöng ábyrgð á stelli og gaffli. MUDDY FOX ÞJÓNUSTA - fullkomið verkstœði - regluleg stilling og skoðun án endurgjalds. MUDDYFOX KONUNGUR FJALLAHJÓLANNA Höfundur er guðfrædingur. TÆKNI GÆÐI ENDING ÞJÓNUSTA Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.