Morgunblaðið - 23.04.1991, Side 56

Morgunblaðið - 23.04.1991, Side 56
oMORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAjGORi 23;|APRÍLí 1891 56 Minning: Guðmundur B. Steinsson apótekari Guðmundur Brynjar Steinsson var lagður í faðm hjónanna Agnar Pétursdóttur og Steins Skarphéð- inssonar sem gjöf lífsins. Fyrir áttu þau dótturina Hlíf. Guðmund- ur kleif þroskastigann i faðmi for- eldra og systur. Síðar mætti hann, í leik og skóla, þeim sem hér senda kveðju sína. Bemskuárin á Siglufirði voru veganestið út í lífið, sem aldrei brást. Geymdar minningar, sem dvalið var styttra við á námsárum æðri skóla. Við eignuðumst lífs- förunauta, gjafir lífsins í okkar börnum og barnabörnum. Veikindi og ástvinamissir hafa sett mark á hópinn. Öll þessi ár fylgdumst við hvert með öðru. Hittumst í gleði og sorg. Systkinaþel sýnt hvert öðru án orða. Við náðum öll að verða fimmtug og áttum ljúfa samverustund áf því tilefni. Gildi slíkra augnablika lífs- göngunnar er dýrmætt. Vinakeðj- an styrktist enn meir, og var Guð- mundur sterkur hlekkur í þeirri keðju. Fyrsti hlekkur vinakeðjunn- ar er nú fluttur á æðra svið, og er hún þess vegna enn sterkari en fyrr. Þakklæti er okkur öllum efst í huga, nú er við kveðjum Guðmund um stundarsakir. Innilegar samúðarkveðjur send- um við eiginkonu, sonum og syst- ur, tengdaforeldrum og öðrum ástvinum hans. Bekkjarsystkinin úr Gagnfræðaskóla Siglufjarðar Kveðja frá Lyfjafræðinga- félagi Islands Á innan við einu ári hafa ís- lenskir lyfjafræðingar mátt horfa eftir þremur af skeleggustu for- ystumönnum sínum. Síðastliðið vor létust með stuttu milli bili þau Helga Vilhjálmsdóttir og Sverrir Magnússon. Þann' 15. apríl lést síðan Guðmundur Steinsson apó- tekari langt um aldur fram eftir skammvin veikindi. Glæsilegur ferill Guðmundar hófst þegar á námsárum hans. Hann útskrifað- ist sem lyfjafræðingur frá danska Lyfjafræðingaháskólanum vorið 1964 með hæstu einkunn í sínum árgangi og fékk fyrir það glæsileg vprðlaun. Guðmundur hóf störf hjá Pharmaco hf. strax að loknu námi og varð fljótlega framleiðslustjóri þar. Þegar lyflaþróunardeild var stofnuð hjá fyrirtækinu var hann ráðinn forstöðumaður hennar og hélt því starfi áfram þar til hann opnaði nýtt apótek í efra Breið- holti, Lyíjaberg, í maí 1985. Jafn- framt þessum störfum annaðist hann uppbyggingu og rekstur lyfjabúrs Borgarspítalans í 9 ár. Á fyrri hluta starfsævinnar nýttust starfskraftar Guðmundar þannig íslenskri lyíjaframleiðslu til heilla á mestu umbrotatímum í sögu hennar. Hann sýndi það líka strax og sannaði þegar hann hóf rekstur Lyfjabergs að störf að lyfjadreifingunni áttu ekki síður við hann. Rekstur Lyfjabergs hef- ur verið frá upphafi með miklum myndarbrag. Fyrstu árin í þröngu bráðbirgðahúsnæði, þar sem út- sjónarsemi og hagsýni Guðmundar nýttust til fullnustu. í júní 1988 flutti apótekið síðan í nýtt og glæs- ilegt húsnæði í Hraunbergi 4. Á þessum stutta tíma sem Guðmund- ar starfaði sem apótekari fór hann fyrir kollegum sínum með nýjung- um í apóteksrekstri m.a. með tölv- unotkun, innréttingum og í þjón- ustu við viðskiptavini. Það verður því erfitt fyrir okkur sem störfum að lyfjadreifíngu að vera án Guð- mundar á þeim umbrotatímum sem má reikna með að núna fari í hönd. Þrátt fyrir glæsilegan náms- og starfsferil, eru það þó störf Guð- mundar að félagsmálum lyfja- fræðinga sem eru efst í huga okk- ar lyfjafræðinga núna á þessari sorgarstundu. Guðmundur átti sæti i stjórn Lyfjafræðingafélags íslands 1965—1969 og formaður félagsins var hann 1976—1979. Einnig vann hann gífurlegt starf fyrir félagið með setu í fjölda nefnda á vegum þess. Þar má nefna t.d. samninganefnd og fræðslunefnd. Hann var líka full- trúi félagsins í ýmsum nefndum og ráðum skipuðum af m.a. heil- brigðisyfírvöldum og Háskóla ís- lands. Guðmundur var líka oft fulltrúi félagsins á alþjóðavett- vangi bæði á fundum Alþjóðasam- bands lyijafræðinga (FIP) og Nor- ræna lyfjafræðingasambandsins (NFU) og var hann formaður þess 1976—1977. Guðmundur var ötull við að skrifa um lyfjafræðileg málefni og liggja eftir hann nokkr- ar greinar í innlendum og erlend- um timaritum. Þó svo að Guðmundur starfaði minna í nefndum og stjórnum Lyíjafræðingafélagsins hin síð- ustu árin tók hann mjög virkan þátt í almennu starfi félagsins á félagsfundum, ráðstefnum og í fræðslustarfi og var ætíð reiðubú- inn að veita öðrum af reynslu sinni og þekkingu. Guðmundur tók líka mjög virkan þátt í störfum Apó- tekarafélags Islands eftir að hann varð apótekari og var m.a. formað- ur _þess á tímabili. I félagsstörfum Guðmundar komu allir hans bestu kostir í ljós. Hann var ákveðinn og fastur fyr- ir, en samt ávallt reiðubúinn til að hlusta á rök annarra. Rökfastur var hann einnig með afbrigðum og úrræðagóður. Hann var lyíja- fræðingur af lífí og sál og sló aldr- ei af faglegum kröfum hvorki til sín né annarra lyfjafræðinga. Eg kynntist Guðmundi strax er ég kom heim að loknu námi í árs- lok 1977. Þá var á tímabili mjög þröngt á vinnumarkaði okkar lyfj- afræðinga og fékk ég því ekki fast starf strax. Þessa mánuði reyndist Guðmundur mér frábær- lega og hafði hann allar klær úti mér til aðstoðar, hvenær sem var dagsins eða vikunnar. Fyrir þá aðstoð sem og önnur samskipti sem ég hef átt við hann síðar, stend ég í ævarandi þakkarskuld Harpa Matthías- dóttir - Minning Fædd 14. nóvember 1976 Dáin 15. apríl 1991 Þegar ég frétti af þessum sorg- Iega atburði sem kom fyrir þann 15. apríl sl., að vinkona mín væri látin, varð ég harmi slegin. Harpa var alveg ómetanleg vin- kona og hinsta ósk mín væri að hafa hana lengur. Harpa var mjög brosmild stúlka og kom öllum til þess að hlæja hvenær sem henni datt það í hug. Við Harpa fluttum til Hvera- gerðis á sama tíma árið 1987 og urðum við strax vinkonur og höf- um verið það síðan og ég þakka Guði fyrir þær stundir er ég fékk að deila með henni, því varla væri hægt að eiga betri vinkonu en hana, því hún hafði svo margt skemmtilegt í fari sínu sem mér og mörgum öðrum líkaði svo vel við. Harpa stundaði margt og hafði varla tíma til þess að vera í ró og næði heima hjá sér. Mikinn tíma lagði hún í eina sérstaka íþrótt og var það hestamennskan. Áttum við báðar hesta _og þurftum við að ganga langt inn í dal til þess að nálgast hestana. Er við fórum á hestbak varð hún svo glöð og fijáls og talaði svo mikið um hvað útsýnið væri fagurt. En nú geng ég þennan spöl ein, en ég veit að hún mun ætíð vera með mér, bæði í huga og djúpt í hjarta mínu. Ég bið algóðan Guð að styrkja fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum sem nú fara í hönd. Fari hún í Guðs friði. Berglind Harpa Sigurðardóttir Hún Harpa systir mín er dáin, við sem vorum næstum eins og tvíburar, fædd með stuttu milli- bili. Þegar mamma kom að segja mér frá þessu þá hélt ég að hjarta mitt myndi bresta, slíkur er harm- ur minn. Við vorum svo náin og miklir vinir. Minningarnar hrannast upp og dettur mér fyrst fhug fyrsti skóla- dagurinn okkar í ísaksskóla, þegar við fórum með mömmu í strætó, hún mátti alls ekki sitja nálægt okkur hvað þá horfa í átt til okk- ar, þá gátu nefnilega allir haldið að það væri verið að fylgja okkur, en það mátti enginn vita, þvi við vorum orðin svo stór. Margt bröl- luðum við nú saman sem mömmu þótti kannski ekki alltaf skynsam- legt, en hún gat þó samt alltaf Harpa var mikill dýravinur og átti hún einn hest sem átti hug hennar allan. Mikil var gleði okkar þegar við eignuðumst yngi’i bræð- ur okkar, þá Hilmar Pál og Vil- hjálm, og var Harpa mjög natin við þá og góð og eiga þeir nú um sárt að binda. Alltaf var Harpa mín glaðlynd, kát og gat komið öðrum í gott skap, en bein hafði hún í nefinu og það óð enginn yfír hana. Ekk- ert aumt mátti hún sjá þá kom hún til hjálpar, hvort sem það voru dýr eða menn. Hvíli hún í friði. Gilli Þegar okkur var tilkynntur sá sorglegi atburður, sem gerðist mánudaginn 15. apríl sl., að skóla- systir og vinkona okkar hafí fallið frá, urðum við öll harmi slegin. Harpa var okkur öllum mjög kær og þykir okkur sárt að hún sé ekki á meðal okkar lengur. Hún var alltaf hress og til í allt og var oftast brosandi og síhlæjandi. Þeg- ar eitthvað bjátaði á þá var hún alltaf að reyna^að hressa mann við og segja okkur að líta á björtu hliðarnar. Harpa fluttist hingað til Hvera- gerðis 1987. Eignaðist hún strax marga vini úr okkar hópi. Hún var mikið náttúrubarn og iðkaði skíða- og hestaíþróttina af miklu kappi. Sem dæmi um kimnigáfu hennar kallaði hún merina sína Cherios! Harpa var mjög aðlaðandi per- sónuleiki og var mjög myndarleg. Hún var dugleg og lagði ætíð hart að sér í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Þó hún hafí átt erfitt í námi til að byija með, náði hún sér fljótt á strik i gagnfræðaskóla. Aldrei lét hún álit annarra á sig fá og datt henni ýmislegt í hug, sem aðrir hefðu ekki þorað að gera. Elsku Matti, Kolla, Villi og systkini Hörpu. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Við biðj- um Guð að styrkja ykkur á þessum sorgartímum. Sagt er: „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Megi blessun fylgja Hörpu í ferðinni til birtunn- ar. Nemendur 8., 9. og 10. bekkja Grunnskólans í Hveragerði. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama; en orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr. (Úr Hávamálum.) Þegar dauðann ber að garði, verða fyrstu viðbrögð oft vantrú og reiði. Síðan hvolfist sorgin yfir og þeir heppnu geta grátið og fengið eðlilega útrás fyrir hana. Dauðinn er jú þróun í lífskeðjunni, við fæð- umst, lifum og deyjum síðan. En þegar ungt fólk, jafnvel börn, hverfa héðan til æðra lífs, getum við ekki sætt okkur við það og við- brögðin verða því sterkari og meiri. Jafnvel svo, að við gleymum því að hér á jörðu dveljum við aðeins um stundarsakir, í þeim tilgangi að öðlast þroska og vinna í þeim þátt- um sem takmarka okkur í þeirri viðleitni. Við vitum að Harpa er í góðum höndum þar sem hún er núna og við megum ekki láta sorg okkar og söknuð hamla og hefta för hennar til betra heims. Biðjum þess vegna fyrir henni og gefum henni styrk með því að hugsa til hennar með ástúð. Aðstandendum hennar öllum, sem eiga um sárt að binda, sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð gefi ykkur styrk til að skilja og sætta ykkur við það sem virðist vera óskiljanlegt í aug- um okkar, sem erum komin svo stutt á þroskabrautinni. Við verðum að trúa og treysta því að það sé tilgangur með dauðan- um, því ef við gerum það ekki þá væri enginn tilgangur með lífinu. við hann. Guðmundur Steinsson var gæfumaður í einkalífinu. Eftirlif- andi eiginkona hans er Erna Kristjánsdóttir aðstoðarlyfjafræð- ingur. Það var öllum ljóst að þau voru samhent og samrýmd hjón. Þau eignuðust tvo syni, Kristján Sigurð og Ólaf Stein, sem báðir feta í fótspor foreldranna hvað nám varðar. Ég sendi Ernu og sonunum mínar innilegustu samúðarkveðjur sem og fyrir hönd Lyijafræðinga- félags íslands. Finnbogi Rútur Hálfdan- arson, formaður Lyfja- fræðingafélags íslands. Með örfáum orðum langar okkur að kveðja samferðamann okkar, Guðmund Steinsson. Hann var ætt- aður frá Siglufirði. Foreldrar hans voru Steinn Skarphéðinsson, vél- stjóri og Ögn Pétursdóttir. Þau eru nú bæði látin. Eina systur átti hann, sem lifir bróður sinn. Guðmundur var afburðagóður námsmaður og hlaut fjölda viður- kenninga á námsárum sínum. Eftir- lifandi eiginkona hans er Erna Kristjánsdóttir. Eignuðust þau tvo mannvænlega syni, þá Kristján Sig- urð og Ólaf Stein. Báðir leggja þeir stund á lyfjafræði við Háskóla ís- lands. Við minnumst, með gleði, heim- sóknar Ernu og Guðmundar til okk- ar er- við bjuggum á Patreksfirði. Höfðum við þá látið venjulegan matarlauk í glas með vatni, þannig að laukurinn stóð upp úr, hann spíraði fallega og var okkur til ynd- isauka. Ekki var Guðmundur búinn að stoppa lengi fyrr er hann rak augun í þetta uppátæki okkar og sagði: „Nei, sjáðu þetta, Erna!“. Hann var eftirtektarsamur með aU brigðum, hafði auga fyrir hinu smáa og einfalda, sem þó gefur líf- inu gildi. Drottinn er hinn hirðir, mig mun ekkert _ bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvilast, leiðir mig að vðtnum, þar sem ég má næðist njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Mæja, Stefán, Atli, Sigga, Áslaug, Tóti, Agnes, Agúst, Súsý, Stefán Jarl, EUen, Matti Máni og Nessý amma. Þú hvarfst mér eins og lítið fagurt ljós, sem lítið sólarbros, er kom og fór, sem bliknað lauf, er blöðin fellir rós, sem blóm, er hylur kaldur vetrarsnjór. Þú komst og fórst sem óort æskuljóð, en eftir varð hin sára, Ijúfa þrá. (Margrét Jónsdóttir) Enn á ný fellur ungur Hvergerð- ingur frá í blóma lífsins. Berskjöld- uð stöndum við frammi fyrir örlög- unum. Haustið 1987 kom litil stúlka, Harpa Matthíasdóttir, í 11 ára bekk Barnaskólans í Hveragerði. Þessi bekkur var einkar hress, glaðvær og góður í umgengni, enda leið ekki langur tími þar til Harpa varð ein af hópnum. Harpa var skapmikil og stórlynd og oft gustaði i kringum hana. Ávallt var þó stutt í fallegt bros. Megi minningin um bjarta bro- sið hennar ylja okkur öllum um ókomin ár. Um leið og við þökkum Hörpu samfylgdina, biðjum við Guð að styrkja fjölskyldu hennar í þungri raun. Skólastjóri, kennarar og annað starfsfólk Grunn- skólans í Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.