Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 58
58 lyiORqy^BLAÐIÐ ÞRIÐjypApUR ,23. APRjL ,1991 t Bróðir okkar, ÞORSTEINIM EINARSSON bifvélavirki frá Bjarmalandi, Hamrahlíð 25, andaðist í Landspítalanum 21. apríl. Hólmfríður Einarsdóttir, Snorri Einarsson. t Systir mín, AUÐUR HELGA ÓSKARSDÓTTIR, Skúlagötu 40A, andaðist 22. apríl á Landspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Bent Scheving Thorsteinsson. t Eiginkona mín, HÓLMFRÍÐUR MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, Asparfelli 12, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 21. apríl. Útför auglýst síðar. Sigurður Runólfsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÓLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Baldursgötu 26, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum 21. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Pétur H. Karlsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Útför t HARÐAR JENS HARALDSSONAR, Laugarnesvegi 112, Reykjavik, fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 24. apríl nk. kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Slysa- varnafélag íslands. Brynhildur Jóhannsdóttir, Brynja Harðardóttir, Haraldúr Harðarson, Maríanna Halldórsdóttir. Faðir minn, t GUNNAR A. PALSSON hæstaréttarlögmaður, Blómvallagötu 13, andaðist í Landspítalanum i Reykjavík 15. apríl sl. Jarðarför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 26. apríl kl. 10.30. Kjartan Gunnarsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÓN GUÐNI GUÐMUNDSSON frá Hellissandi, lést á Hrafnistu 17. apríl. Minningarathöfn fer fram í Fella- og Hólakirkju, Asparfelli 8, miðvikudaginn 24. apríl kl. 15.00. Jarðsett verður frá Ingjaldshóli laugardaginn 27. apríl kl. 14.00. Rútuferð verður frá Hópferðamiðstöðinni, Bíldshöfða kl. 8.00 sama dag. Sigurjóna Daneliusdóttir, Birna Axelsdóttir, Guðmundur Gíslason,- Grétar Friðleifsson, Guðjóna Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI LOFTSSON frá Hörgslandi á Siðu, verður jarðsettur frá Fossvogskapellu föstudaginn 26. apríl nk. kl. 13.30. Þorsteinn Bjarnason, Þórhildur Sigurðardóttir Guðrún Bjarnadóttir, Ragnhildur Bjarnadóttir Hafstad, Kjell Hafstad, Þorbjörg Bjarnadóttir, Einar Bjarnason, Dóra Guðjónsdóttir, Anna Sigríður Bjarnadóttir, Árni Reynisson, Loftur Páll Bjarnason, Gyða Þórólfsdóttir, Hilmar Bjarnason, Hafdís ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Vilborg Ólafs- dóttir - Minning Fædd 20. júní 1912 Dáin 16. apríl 1991 Það var alltaf bjart yfir Vilborgu, hvernig sem á stóð fyrir henni. Hún var fríð sýnum, vel greind, broshýr, skapgóð, glaðlynd, og hafði gott skopskyn, án þess að leggja illa til nokkurs manns. Foreldrar hennar voru Ólafur Isleifsson skipstjóri, frá Arnarstöð- um í Flóa, og kona hans Stefanía Pálsdóttir frá Neðra-Dal í Biskups- tungum. Var Vilborg næstelst barna þeirra. Elstur var ísleifur skipstjóri, þá Svava húsmóðir, Ólaf- ur ísleifs og Guðmundur; tvö dóu á unga aldri. Tvítug giftist Vilborg Sigurði bróður mínum. Hugur hans hneigð- ist snemma að sjónum, eins og hann átti kyn til. Að loknu prófi frá Stýrimannaskólanum sigldi hann lengi á togurum, en að því kom að hann vildi sigla eigin skipi, og keypti, ásamt mági sínum, einn hinna svonefndu Svíþjóðarbáta. Gekk sú útgerð ekki að vonum, svo þeir losuðu sig við bátinn, þá skuld- lausir. Eftir það stundaði Sigurður ýmis konar vinnu í landi, en síðast var hann starfsmaður í endurskoð- unardeild Landsbanka íslands. Hjónaband þeirra Vilborgar og Sigurðar var farsælt. Börn þeirra eru Óiafur Stefán, lögfræðingur, nú sparisjóðsstjóri í Kópavogi, kona hans er María Steingrímsdóttir ljós- móðir, Þórður Örn, M.A. frá Edin- borgarháskóla, hans kona er séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir; Bryn- hildur, sem dó tveggja ára 1942; Brynhildur Ósk, hjúkrunarforstóri á Hrafnistu í Hafnarfirði, gift séra Sigurði H. Guðmundssyni. Sigurður dó um aldur fram á sextugsaldri. Vilborg undi illa iðju- leysinu á ekknaárunum og stundaði ýmiskonar störf, meðan heilsan leyfði, lengst af hjá Mjólkursamsöl- unni. Hennar yndi voru börnin og Blómastofa Fnöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og vai legsteina. !B S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMUVEGI48. SIMI76677 barnabörnin, sem öll eru hin mann- vænlegustu. Vilborg var ástsæl af vinum og frændfólki og verður minninghenn- ar því öll á einn veg. Óskar Þ. Þórðarson Oft verður mér af vana gengið hér sem von á því ég eigi, að gömul kvæði hlaupi móti mér á miðjum Laugavegi. Með vini mínum eitt sinn átti ég þar í æsku minni heima, og marga glaða minning þaðan bar, sem mér er ljúft að geyma. Þessar ljóðlínur úr kvæðinu Við Laugaveginn eftir Tómas Guð- mundsson koma upp í hugann, nú þegar við fylgjum ömmu okkar, Vilborgu Ólafsdóttur, til grafar. Hún var Reykvíkingur, fædd í Vesturbænum, en fluttist í barn- æsku með foreldrum sínum á Grett- isgötuna. í námunda við Laugaveg- inn bjó hún röskan helming ævi sinnar. Þangað fór hún oft í bæjar- ferðir, sér til ánægju, sérstaklega nú á efri árum. Amma var dugmikil o'g trygglynd kona, sem var þekkt fyrir að fara ekki ætíð troðnar slóðir. Hún hafði mikið dálæti á ljóðlist, las mikið og átti margar bækur. Við biðjum almáttugan Guð að geyma ömmu á Rauðalæk og von- um að hún og afi séu loksins sam- einuð á ný. Siggi og Bogga Kveðjuorð: Ragnheiður Guðmundsdóttir Hún amma mín er dáin! Þegar ég var sjö ára raskaðist jafnvægi tilveru minnar og þá var sannarlega gott að eiga ömmu. Ég bjó hjá henni í eitt ár og hún hafði mikil og góð áhrif á mig. í mínum huga er hún hin fullkomna amma, alltaf svo já- kvæði, hlý og góð. Og alltaf átti hún eitthvað gott að borða. Hennar líf snerist um að sinna öðrum, en þótt hún væri mikil hús- móðir var hún líka andans kona. Ávallt gat hún vitnað í viðeigandi kvæði eða málshátt. Hún hafði sínar föstu skoðanir á flestum málum. Ég man til dæmis greinilega þegar hún var að skýra út fyrir mér og fordæma sprengjuárásir Banda- ríkjamanna á Víetnam. Hún sá því vel bæði fyrir líkamlegum og and- legum þörfum mínum þetta ár. Kenndi mér að baka bara pönnu- kökur og hugsa jákvætt. Þegar afi dó var eins og amma vildi kveðja líka. Hún hafði ekki lengur neinn annan að hugsa um. Mér þykir leitt að hafa ekki getað verið meira hjá ömmu síðustu árin. Minningin lífir! Trausti Valdimarsson, Svíþjóð. t Faðir okkar og tengdafaðir, MAGNÚS H. JÓNSSON frá Bolungavík, síðast á Hrafnistu í Reykjavík, andaðist i Borgarspítalanum 20. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn. t Móðir mín og tengdamóðir, VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Aflagranda 40, áður Reynimel 65, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 21. apríl. Valdimar Kristinsson, Valborg Stefánsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR HJ. SIGURÐSSON, Hlíf 2, ísafirði, lést á Landspítalanum'20. apríl. Þorvaldína Jónasdóttir, Sigurður G. Sigurðsson, Brynjólfur Sigurðsson, Elín Sigurðardóttir, Þórarinn Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.