Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 67

Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 67
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐ3UDAGUR 23. APRÍL 1991 67 Einbeittir tónlistarmenn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Listahátíð æskunnar sett LISTAHÁTÍÐ æskunnar hófst með hátíðardagskrá í Borgar- leikhúsinu laugardaginn 20. apríl. Á hátíðinni sem stendur yfir til 28. apríl eru myndlista- sýningar, tónleikar, leikverk og danssýningar þar sem börn eru bæði flytjendur og skaparar. Þeir sem standa að hátíðinni eru Menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Hátíðin er nú í Reykjavík en verður næst hald- in í öðrum fræðsluumdæmi. Hátíðardagskráin hófst með ávarpi sem Snædís Eva Sigurðar- dóttir ,13 ára flutti. Þá fluttu nem- endur úr Hvassaleitisskóla tvö lög og börn úr Dansskóla Hermanns Ragnarsonar dönsuðu við lagið „Líf án lita“. Á eftir var leikin sónata og ung ljóðskáld fluttu ljóð úr Ljóðabók barnanna. Einnig var fluttur leikþáttur og Suzuki fiðlu- nemendur fluttu tónlistaratriði. Stúlkur úr Listdansskóla Þjóðleik- hússins dönsuðu og flutt var kirkju- sónata eftir Mozart. Hátíðardag- skránni lauk með því að nemendur úr Ölduselsskóla fluttu tvö atriði úr söngleiknum „Klístur“. Kynnar voru Sólveig Bessadóttir og Þorsteinn Ingi Kruger úr Álfta- mýraskóla. Borgarstjórn Reykjavíkur: FULLTRÚAR Nýs vettvangs í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu á borgarsljórnarfundi á fimmtudaginn frarn tillögu um að borgin færi að veita viðurkenningu þeim vínveitingahúsum, sem væru til fyrirmyndar og uppfylltu vel ákvæði um rekstur slíkra húsa. Skyldi leita til lögreglu um tilnefningar vegna þessara viðurkenninga. Til- lögunni var vísað frá og kom fram í máli borgarfulltrúa sjálfstæðis- manna, að þeir teldu það ekki í verkahring borgarinnar að veita vínveitingahúsum slíka viðurkenningu fyrir að fara eftir settum reglum um slíkan rekstur. Ólína Þorvarðardóttir flutti til- lögu Nýs vettvangs. í máli hennar komu fram áhyggjur af ofbeldi í borginni af völdum áfengisneyslu og af því að vínveitingahús færu fijálslega með reglur og ákvæði um vínsöluleyfi. Sagði hún að boð og bönn skiluðu oft ekki þeim árangri, sem til væri ætlast, en hins vegar gæti borgin, með jákvæðum að- gerðum, hvatt til þess að vínveiting- astaðir uppfylltu sem best tilskyldar kvaðir um vínsölu og veitingarekst- ur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar fram frávlsunartillögu við til- œíígr* (MYNDAMO') lögu Nýs vettvangs. Tillagan væri án efa vel meint og ástæða væri til að ijalla um þau mál, sem hún snerti, á vettvangi borgarinnar. Hins vegar væri hún að mörgu leyti byggð á misskilningi. Til dæmis væri það ekki í valdi borgaryfir- valda að fela lögreglu að tilnefna veitingahús til slíkrar viðurkenning- ar og yfir höfuð væri ástæðulaust að veita mönnum viðurkenningu fyrir það eitt að fara að settum reglum. Undir þetta tóku fleiri borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins. Júlíus Hafstein sagði þetta undarlegustu tillögu sem hann hefði séð í borgar- stjórn, nær væri að efla löggæslu til að stemma stigu við ofbeldi í miðborginni, Árni Sigfússon sagði að það ætti frekar að vera í verka- hring Sambands veitinga- og gisti- húsa að veita viðurkenningu af þessu tagi og Sveinn Andri Sveins- son sagði að bæta mætti ástandið í miðborginni um helgar með því að gefa afgreiðslutíma vínveitinga- staða fijálsan. Alfreð Þorsteinsson, Framsóknarflokki, tók undir þau orð, að tillagan væri á misskilningi Fjölbreytt dagskrá á Listahátíð æskunnar DAGSKRÁ Listahátíðar æskunnar verður með fjölbreyttu móti í dag, þriðjudaginn 23. apríl. Hér verða nokkrir dagskrárliðanna tald- ir upp. Fyrst er að geta þess að rit- smiðja verður fyrir börn í Norræna húsinu. Leiðbeinendur verða Ragn- heiður Gestsdóttir, Pétur Gunnars- son og Vilborg Davíðsdóttir. í andyri hússins er sýning 'Félags ís- lenskra bókaútgefenda. í húsinu verða sýndar kvikmyndir fyrir böm og unglinga. Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar tekur á móti börnum úr Hóla- hverfi í Gerðubergi milli klukkan 10.00 og 15.30. Þar verður einnig rekin listasmiðja.undir stjóm Arn- ars Inga. Klukkan 14.00 verður Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Guðrún Ágústsdóttir og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, koma til hátíðarinnar. Rætt um viðurkenningu veit- ingahúsa sem fara að reglum byggð og lýsti þeirri skoðun sinni, að koma þyrfti í veg fyrir hömlu- lausa fjölgun vínveitingahúsa. Vesturborg og Laugaseli. Á Púlsin- um hefjast tónleikar klukkan 17.00. Dagfinnur dýralæknir og GOR leika. Ríkislistasöfnin taka á móti börnum frá klukkan 9.00 til 16.00 og klukkan 16.00 sýna dansflokkar frá ballettskólum Guðbjargar Björgvinsdóttur, Eddu Scheving og Sign'ðar Ármann í Listasafni ís- lands. Böm frá Kramhúsinu sýna leikspuna í Listasafni Einars Jóns- sonar klukkan 10.30 og 14.30. Börn skoða sýninguna Reykjavík og nágrenni en á eftir verður farið kynning á blindraletri I Borgarbók- í gönguferð á slóðir Ásgríms þar asafninu í Gerðubergi og á sama sem hann málaði myndirnar á sýn- tíma verður opnuð myndlistarsýn- ingunni. Tímapantanir eru í síma ing í Menntamálaráðuneytinu. 621000. í Landsbókasafninu verður Danssýning nemenda úr Dansskóla Hermanns Ragnarssonar og tón- leikar nemenda Nýja tónlistarskól- ans hefjast á Ilótel Borg klukkan 14.30. Opið hús verður í nokkrum dans- skólum milli klukkan 17.00 og 19.00. Opið hús verður einnig í Myndlistarskóla Reykjavíkur (kynning klukkan 18.00), Álfta- mýraskóla (kynning á kvikmynda- gerð) og leikskólanum Holtaborg, sýning á handritum Stefáns Jóns- sonar og frummyndum Tryggva Magnússonar milli klukkan 9.00 og 19.00. Opið hús verður á barna- deild Landsspítalans og í Þjóðleik- húsinu verður sýning á teikningum eftir börn á 3. hæð milli klukkan 13.00 og 16.00. Klukkan 14.00 verður opnuð í Austurbæjai-skóla sýning á verð- launamyndum eftir nemendur skól- ans og japönsk börn. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUIMIMAR í REYKJAVÍK: Helg’in 19.-22. apríl. Um helgina gistu 26 manns fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík. Af þeim voru 5 færðir fyrir dómara og fengu sektir frá 5.000 kr. upp í 12.000 kr. Sá, sem hæstu sektina fékk, stóð fyrir uppþoti gegn lögreglu í Mosfellsbæ, veittist þannig gegn lögreglu og truflaði við skyldu- störf. Þeir sem lægri sektimar fengu, höfðu verið með ölvunar- læti á almannafæri og veist að lögreglu í starfi. Alls voru höfð afskipti af 75 aðilum vegna ölv- unar. Umferðin var glæfraleg þessa daga, sem aðra. Lögreglan stöðv- aði 64 fyrir of hraðan akstur og 12 fyrir ölvun við akstur. Árekstr- ar voru 31 og 3 umferðarslys. Nokkrir virðast enn ekki skilja tilgang umferðarljósa og stöðvaði lögreglan 5 bílstjóra, sem óku yfir gatnamót á rauðu ljósi. Önn- ur umferðarlagabrot voru 30. Nokkuð var um innbrot og þjófnaði þessa helgi. Tilkynnt inn- brot voru 11 og þjófnaðir 10. í fæstum tilvikum voru ferðirnar til fjár fyrir þjófana, en eftir standa tilgangslausar og kostnaðarsamar skemmdir á bif- reiðum, húsnæði og innrétting- um. Kosninganóttin var tiltölulega friðsöm og virðist sem fólk hafí tekið því rólega. Líkamsmeiðsl voru „einungis" tvö um helgina, bæði á eða við skemmtistaði. I Borgarvirkinu fékk maður bjór- könnu í höfuðið. Hann var fluttur á slysadeild. Þá var tveimur ekið á slysadeild eftir slagsmál utan við Yfir strikið aðfaranótt sunnu- dags. Kvartað var yfir akstri skelli- naðra á göngustígum í Breiðholti og Grafarvogi. Ekki ætti að þurfa að taka það fram, að slíkur akst- ur er með öllu bannaður. Naglabyssu ásamt verkfærum var stolið úr vinnuskúr við Eiðis- mýri. Slíkar 'byssur geta verið stórhættulegar í höndum óvita. Þátttakendur í Mozart-tónleikum í Bústaðakirkju. Orgelár Bústaðakirkju: Mozart-tónleikar í Bústaðakirkju TÓNLEIKAR verða haldnir í Bústaðakirkju þriðjudaginn 23. apríl 1991 kl. 20.30. Þessi tónleikaröð er hluti af orgelári Bústaðakirkju í tilefni kaupa kirkjunnar á nýju orgeli. Þessir tónleikar verða helgaðir Mozart. Flytjendur eru fjöldi hljóð- færaleikara og söngvara ásamt Kirkjukór Bústaðakirkju. Einsöngv- arar verða Ingibjörg Marteinsdóttir, Ingveldur Ólafsdóttir, Kristín Sig- tryggsdóttir, Stefanía Valgeirsdótt- ir, Einar Örn Einarsson og Eiríkur Hreinn Helgason. Af verkum sem flutt verða má nefna Conertaria kv 505 fyrir strengi, blásara og píanó, Laudate dominum, Missa Brevis og Sancta Maria ásamt hljóðfæra tónlist. Tónleikarnir eru skipulagðir af Guðna Þ. Guðmundssyni, organista Bústaðakirkju. Aðgangseyrir renn- ur til kaupa á nýju orgeli Bústaða- kirkju. Um þessa helgi verður haldið landsmót bjöllukóra í Bústaða- kirkju. Við guðsþjónustu í Bústaða- kirkju sunnudaginn 21. apríl munu allir bjöllukórar leika. (Fréttatilkyruiing)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.