Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B tvgnuHafeife STOFNAÐ 1913 107. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. MAI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Hart barist í Seoul Hörð átök brutust út milli lögreglu og mótmæl- enda víðs vegar um Seoul, höfuðborg Suður- Kóreu, í gær. Tugþúsundir manna fylgdust með því er námsmenn reyndu að bera líkkistu náms- manns, sem lögreglan hafði barið í hel, til mið- borgarinnar en lögreglan kom í veg fyrir það með því að reisa vegatálma og skjóta táragasi á mótmælendurna. A myndinni reynir námsmað- ur að draga í burtu vegatálma fyrir framan lögreglubíl, sem kviknað hefur í. Suður-Afríka: Winnie Mandela dæmd í fangelsi Jóhannesarborg. Keuter, The Daily Telegraph. RÉTTUR í Jóhannesarborg dæmdi í gær Winnie Mandela, eigin- konu blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, í sex ára fangelsi fyrir aðild að mannráni og að hafa verið í vitorði með lífvörðum síiium, sem misþyrmdu fjórum ungum blökkumönnum. Hún fær þó að fara frjáls ferða sinna gegn tryggingu þar til hæstiréttur lands- ins hefur úrskurðað í málinu. Lífverðir Winnie Mandela gengu í skrokk á ungmennunum fjórum á heimili Mandela í Soweto fyrir tveimur árum. Einn af fjórmenn- ingunum var myrtur og hefur for- ingi lífvarðanna verið dæmdur til hengingar fyrir morðið. Xoliswa Falati, forstöðumaður gistiheimilis á vegum kirkjunnar, sem var fundin sek um það sama og Mandela, var einnig dæmd í sex ára fangelsi. John Morgan, bílstjóri Mandela, fékk eins árs fangelsis- dóm, skilorðsbundinn í fímm ár. Dómarinn sagði að ekkert benti til þess að sakborningarnir iðruðust gerða sinna. „Refsingin verður að vera þannig að hún fullnægi rétt- lætiskennd almennings," sagði hann og bætti við að Winnie Mand- ela hefði misnotað völd sín og áhrif. Verjandi Mandela áfrýjaði dómn- um. Nelson Mandela, sem var ekki viðstaddur dómuppsögnina, kvaðst sannfærður um að kona hans væri saklaus af ákærunum og að hæsti- réttur landsins sýknaði hana. Hann sagði að dómurinn myndi ekki stefna viðræðum hans við stjórn- völd í hættu. Margir fréttaskýrendur óttast að fangelsisdómurinn kunni að kynda undir átökum milli fylgis- manna Afríska þjóðarráðsins, hreyfingar Mandela, og Inkatha- frelsisflokksins í byggðum blökku- manna I grennd við Jóhannesarborg. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Efasemdir um Evrópskt \ efnahagssvæði úr sögunni íslendingar höfnuðu óformlegu tilboði Evrópubandalagsins um sjávarútvegsmál Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JÓN BALDVIN Hannibalsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í Brussel í gær eftir ráðherrafund Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) að síðustu efasemdirn- ar um Evrópskt efnahagssvæði (EES) væru nú úr sögunni. Á fundinum náðist samkomulag um sameiginlegan dómstól fyrir EES þar sem sifja þrír EFTA-dómarar og fimm EB-dómarar. Enn eru þó ýmis málefni óafgreidd, þar á meðal tollfrjáls verslun með fiskafurðir. Hart var deilt á fundinum á mánudagskvöld og sagði Jón Baldvin að íslendingar hefðu verið tilbúnir til að neita að samþykkja lokayfirlýsingfuna ef ekki yrði í henni viðunandi grein um hagsmuni þeirra. sjávarútveg og þá sérstaklega úthlut- un á EB-veiðikvótum til spænska fiskveiðiflotans. Jón Baldvin kvaðst meta stöðuna svo að engan veginn væri útilokað að samningur um EES yrði staðfestur í Salzburg í júní. Það eina sem væri enn óljóst væri fjöldi þeirra ríkja sem kæmu til með að undirrita samninginn. Leiðtogar og ráðherrar aðildarríkja EFTA kæmu saman í Vínarborg í næstu viku og þar yrði farið rækilega yfir stöðu samninganna og mögulegar lausnir á þeim málum sem óafgreidd eru. Sjá fréttir á bls. 22-23, sameigin- lega yf irlýsingu ráðherra EB og EFTA á miðopnu og yfirlýsingu utanríkisráðherra á bls. 27. Reuter Mannskæð flóð Hundruð þúsunda manna hafa misst heimili sín og a.m.k. 200 manns farist í Bangladesh vegna flóða í kjölfar úrhellis undan- farna daga. Hér vaða ungir menn yfir garð mosku í norðaustur- hluta landsins. í óformlegu tilboði EB sem lagt var fram á fundinum var EFTA-ríkj- unum boðinn tollfrjáls aðgangur að mörkuðum EB fyrir allar sjávaraf- urðir gegn veiðiheimildum að jafn- gildi 30 þúsund tonna af þorski. Norðmenn og íslendingar voru sam- mála um að enginn umræðugrund- völlur fælist í tilboðinu og var það ekki rætt frekar. Jón Baldvin sagði á fréttamannafundi að ekki væri ósennilegt að fréttir um einhvers konar málamiðlun, sem m.a. fæli í sér viðurkenningu af hálfu íslend- inga og Norðmanna á því að tengja aðgang að mörkuðum aðgangi að fískimiðum, ættu rætur að rekja til þessara þreifinga EB. Jón Baldvin sagði að ráðherrafundurinn hefði að hluta til náð tilgangi sínum. Mörg erfið ágreiningsmál væru að mestu úr sögunni og í öðrum hefðu verið lagðar línur sem ættu að greiða fyr- ir framhaldi samningaviðræðnanna. Eftir stæðu mál sem vörðuðu aðgang EB að mörkuðum EFTA fyrir land- búnaðarvörur, kröfur um sérstakan þróunarsjóð á vegum EFTA fyrir rík- in í suðurhluta EB og greiðari að- gang fyrir sjávarafurðir inn á mark- aði EB. Jón Baldvin sagði að í loka- yfírlýsingunni væri skýrt kveðið á um að jafnvægi yrði að vera á milli þess sem ríkin legðu af mörkum og þess sem þau fengju í staðinn jafn- framt því sem árangur samninganna yrði í þvj'. samhengi metinn í heild. í sérstakri grein um sjávarútveg væri vísað til þessarar greinar. Jón Baldvin sagði að íslendingar væru reiðubúnir að ræða um greið- ari aðgang fyrir landbúnaðarvörur og framlög i þróunarsjóð ef ákvæðum þessara greina yrði fullnægt. Það væri misskilningur að Spánverjar ættu í deilum við íslendinga, Spán- verjar ættu í deilum við fram- kvæmdastjórn EB og önnur aðild- arríki bandalagsins. Annars vegar væri um að ræða efnahagslegt reikn- ingsdæmi og hins vegar óánægju með ákvæði aðildarsamnings um Samtök grænfriðunga: Ætla að trufla loðnuveiðar EF Alþjóðahafrannsóknaráðið minnkar ekki veiðikvóta í Barents- hafi ætla samtök grænfriðunga að skerast í leikinn og trufla veiðar togara og annarra fiskiskipa á svæðinu. Kemur þessi hót- un fram í fréttatilkynningu frá grænfriðungum, sem virðast hafa loðnuveiðarnar sérstaklega í huga. Jakob Magnússon, aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknastofnunar, segdr, að sér komi þessi tilkynning ekki á óvart. Það hafi bara verið tímaspursmál hvenær grænfrið- ungar beindu spjótum sínum að fiskveiðum á norðurslóðum. I fréttatilkynningunni segir, að leiðingum fyrir aðrar fisktegund- grænfriðungar hafi undir höndum myndbönd, sem sýni rányrkjuna í Barentshafi, og eftir Sjolle Niels- en, einum fulltrúa samtakanna, er haft, að Alþjóðahafrannsókna- ráðið muni líklega heimila fram- hald á loðnuveiðunum í sumar og haust þrátt fyrir, að stofninn hafi áður hrunið með skelfilegum af- ir, sjófugl og sel, sem hafi drepist f netjum í ætisleit. Segja þeir grænfriðungar, að verði loðnuveiðar leyfðar aftur í Barentshafi geti stofninn hrunið á ný með sömu afleiðingum og áður fyrir lífríkið og hundruð sjáv- arþorpa í Norður-Noregi. Jakob Magnússon á Hafrann- sóknastofnun sagði í viðtali við Morgunblaðið, að sér kæmi þetta ekki á óvart svo fáránlegt sem það væri enda hefði hann sjálfur spurt þeirrar spurningar hvenær kæmi að fiskinum hjá grænfrið- ungum. Hættan væri ávallt sú, að samtök af þessu tagi, sem annars berðust fyrir mörgum góð- um málum, til dæmis banni við losun kjarnorkuúrgangs í sjó, leiddust út í öfga. Hér væri um stórfyrirtæki að ræða, sem þarfn- aðist auglýsingar og hefði haft stórfé af auðtrúa fólki víða um heim, fólki, sem væri alið upp á malbikinu og þekkti lítið til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.