Morgunblaðið - 15.05.1991, Page 4

Morgunblaðið - 15.05.1991, Page 4
4 MÖRGUNBLÁÐIÐ MÍÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 Endumýjun innanlandsflota Flugleiða: Fjórða Fokker 50 flugvélin pöntuð FYRSTA Fokker 50 skrúfuþota Flugleiða kemur til landsins í mars á næsta ári, en félagið hefur gert leigusamning við Fokker- verksmiðjurnar með kauprétti um fjórar slíkar vélar. I fyrra var samið um þijár vélar en samningar um fjórðu vélina voru gerðir fyrir skömmu. Vélunum er ætlað að leysa Fokker F27-vélar félagsins af hólmi. Vélamar eyða 32% minna af eldsneyti á hvert sæti en eldri innanlandsflugvélar félagsins auk þess sem þær eru hljóðlátari. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða er leigu- samningurinn til tíu ára og hefur félagið þá kauprétt á vélunum. Ný Fokker 50 skrúfuþota kostar um 900 milljónir króna. Fyrsta vélin kemur í mars á næsta ári en allar verða þær komnar til landsins í maí á næsta ári. Vélamar verða í öðmm litum en millilandaflugfloti Flugleiða. Þær taka 50 farþega og hafa flug- drægi til Bretlands, Noregs, Sví- þjóðar, Danmerkur, Grænlands og Færeyja. Því verður hægt að nýta vélarnar til sérstakra verk- efna í millilandaflugi auk þess sem þær fljúga til áætlunarstaða inn- anlands. Fokker-verksmiðjurnar gerðu á sínum tíma tilraunir með Fokker 50 vélina á malarflugbrautinni á Egilsstöðum. Þjálfun flugmanna og tæknimanna á nýju vélamar hefst næsta haust. Fokker 50 vélar Flugleiða verða í öðrum litum en millilandaflugfloti félagsins. Vélarnar eru spar- neytnari og hljóðlátari en Fokker F27 vélarnar sem þær eiga að leysa af hólmi. VEÐUR Sakadómur Reykjavíkur: - 1 1 loEJ ■Wpí VEÐURHORFUR I DAG, 15. MAI YFIRLIT: Vestur af íslandi er 1038 mb hæð en um 500 km suðvest- ur af Hvarfi er 986 mb lægð sem þokast norður. Yfir landinu er hægfara lægðardrag, SPÁ: Sunnan og suðvestan kaldi eða stinningskaldi. Víðast rigning eða súld, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Hlýtt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Suðvestan- og vestan- átt. Skúrir sunnanlands og vestan, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Heldur kólnandi veður. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J0° Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrír * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hiti veður Akureyri 11 skýjað Reykjavik 6 rigning og súld Bergen 7 skúr á síð.klst. Helsinki 8 rigning Kaupmannahöfn 13 skýjað Narssarssuaq 7 rigning Nuuk 0 skýjað Osió 13 skúr Stokkhólmur 12 skúr Þórshöfn 8 skúrásíð.klst Algarve 22 heiðskirt Amsterdam 12 skýjað Barcelona 18 skýjað Berlín 13 rigning og súld Chicago 22 þokumöða Feneyjar 19 heíðfikirt Frankfurt 1S skýjað Glasgow 12 skýjað Hamborg 12 skýjað Las Palmas vantar London 14 skýjað LósAngeles 13 léttskýjað Lúxemborg 12 skýjað Madrfd 20 heiðskirt Mataga 22 heiðskírl Mallorca 21 skýjað Montreal 11 skýjað NewYork vantar Orlando vantar Paris 13 súld Röm 18 hélfskýjað Vín 19 léttskýjað Washington vantar Winnipeg 13 léttskýjað Dæmd í öryggjsgæslu vegna manndráps SAKADÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt 51 árs konu, sem varð sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Reykjavík með hnífi þann 17. febrúar síðastlið- inn, til að sæta öryggisgæslu þar sem sakhæfi hennar sé skert vegna geðheilsu hennar. Konan, sem áður sætti öryggis- gæslu frá 1975-1985 eftir að hafa orðið mannsbani, lagði hnífí í brjóst sambýlismanni sínum eftir deilur þeirra á milli. Maðurinn var látinn þegar lögreglu bar að, stuttu eftir atburðinn. í niðurstöðum dómsins, sem Guðjón St. Marteinsson sakadóm- ari kvað upp, segir að líklegt sé að koma hefði mátt í veg fyrir hinn voveiflega atburð ef lögreglan hefði sinnt fyrsta kalli ákærðu, en hún hafði hringt og beðið um að maðurinn yrði Ijarlægður af heim- ilinu. Hins vegar telur dómurinn viðbrögð lögreglu miðað við að- stæður ekki óeðlilegar, að senda ekki menn á staðinn strax og konan hringdi enda hafí hún oft hringt í lögreglu án þess að um raunverulega þörf hafí verið að ræða. Nær sé að draga þá ályktun að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hinn voveiflega atburð ef hún hefði notið þess heilsufarslega eft- irlits og búið við þær aðstæður, sem hún sýnilega þurfí. DauðsfaU á sjúkrahúsi rannsakað Rannsóknarlögregla ríkis- ins rannsakar nú hvað olli dauða 35 ára gamals manns, sem lést síðastliðinn laugar- dag á gjörgæsludeild Borg- arspítalans eftir að hafa gengist undir aðgerð á háis-, nef- og eyrnalækningadeild sjúkrahússins 6. þessa mán- aðar. Lögreglurannsókn hófst í fyrradag að frum- kvæði yfirlæknis deildarinn- ar. Eftir að aðgerð þeirri sem gerð var á manninum, og talin mun hættulítil að jafnaði, var lokið og hann hafði verið fluttur á gjörgæsludeild hófust blæð- ingar og komst maðurinn aldrei til meðvitundar og lést síðan nú á laugardag. Að sögn Sigur- bjöms Víðis Eggertssonar lög- reglufulltrúa er beðið eftir nið- urstöðum réttarkrufningar. Borgarráð: Lóð úthlutað fyrir fjöl- býlishús við Sléttuveg BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær, að út- hluta félaginu Sólvogi lóð til byggingar fjölbýlishúss fyrir aldraða við Sléttuveg. Úthlutun lóðarinnar var sam- þykkt með þremur atkvæðum borgarráðsmanna Sjálfstæðis- flokksins, en þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, og Sigrún Magnúsdóttir, Framsókn- arflokki, greiddu ekki atkvæði. Ámi Sigfússon og Katrín Fjeld- sted, Sjálfstæðisflokki, lögðu fram bókun vegna afgreiðslu málsins, þar sem þau lýsa þeirri skoðun sinni, að miðað við það mikla land- rými, sem Borgarspítalinn hafí á lóðinni sunnan Bústaðavegar og austan Háaleitisbrautar, muni þessa lóðarúthlutun ekki raska framtíðaráformum spítalans. Auk þess sé landið á lóðinni í óhent- ugri hæð miðað við aðrar bygging- ar spítalans. Sigrún Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, sem sat sem áheyrnarfulltrúi á fundinum, lögðu fram bókun, þar sem fram kemur, að þær telji óvar- legt að sneiða af framtíðarbygg- ingarlandi Borgarspítalans eins og gert sé með þessari lóðarúthlutun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.