Morgunblaðið - 15.05.1991, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 15.05.1991, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAI 1991 9 Hjartans þakklœti til allra sem glöddu mig á 80 ára afmœlinu, með gjöfum, blómum, skeyt- um og heimsóknum. Guð blessi ykkur öll. Margrét Pétursdóttir. Hverju eiga Þór og Björg von á í framtíb- inni? Hjónin Þór og Björg hafa verið áskrifendur að spariskírteinum ríkissjóðs í tvö ár og hefur hvort þeirra sparað 5.000 kr. á mánuði með þessum hætti. Ef þau halda áfram næstu 28 árin verða þau búin að safna 10.942.882 kr. fyrir utan verðbætur og miðað við sömu vexti og gilda í dag. 5.000 kr. 10.000 kr. 20.000 kr. á mánuöi á mánuöí - á mánuöi Mánaöarlegur 6,6% 6,6% 6,6% sparnaöur í: raunvextir raunvextir raunvextir 5 ár 354.419 708.838 1.417.675 10 ár 842.287 1.684.574 3.369.149 20 ár 2.438.285 4,876.569 9.753.139 30 ár 5.462.441 10.924.882 21.849.764 Kommar spyrja krata RÁÐHERRASÓSIALISTAR Alþýðu- bandalagsins eru ekki enn búnir að jafna sig á því að hafa þurft að yfirgefa ráð- herrastólana. Það mun sjálfsagt taka langan tíma. En þeir voru ekki lengi að finna sökudólginn. Það er Alþýðuflokkn- um að kenna að þeir urðu að hverfa frá kjötkötlunum. Klofningurinn Saga Alþýðuflokksins hefur lengi verið sam- tvinnuð sögu Alþýðu- bandalagsins (Sósíalista- flokksins, Kommúnista- flokksins). Jafnaðar- menn hafa allar götur síðan kommúnistar klufu flokkinn fyrir rúmum sextiu árum mátt sæta því að vera kallir stétta- svikarar, hækjur íhalds- ins, landssölumenn eða eitthvað eim verra. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að jafnaðarmenn hafa aldrei geta sætt sig við þá kúgunar- og hel- stefnu, sem kommúnistar (sósialistar, allaballar) hafa fylgt fram á þennan dag. Persónu- frelsið Hreyfing sósialista klofnaði í upphafi í tvær fylkingar vegna afstöð- umiar til frelsis einstakl- inganna, jafnaðarmcnn og kommúnista. Jafnað- armenn hafa aldrei getað sætt sig við að fólki væri fórnað fyrir kerfið, fyrir kúgunarkerfi miðstýr- ingarinnar. Persónu- frelsið hefur alla tíð skil- ið á milli jafnaðarmaima og kommúnista (alla- balla). Þessi klofningur varð einnig í ungri hreyf- ingu jafnaðarmanna á íslandi. Klofningsmenn, undir ýmsum nöfnum, hafa eytt ævinni í að ganga undir kúgunar- kerfi kommúnismamis eins og það hefur birtst í Sovétríkjunum og reyndar víðar. Þeir hafa verið fylgismenn Stalíns, Brézhnevs, Ulbrichts, Hoxa, Ho Chi Minhs, Maos og Kastrós. Enn þami dag í dag hafa for- ystumenn Alþýðubanda- lagsins ekki gert upp þessa fortíð shia. Hvað þá beðið Islendinga fyrir- gefningar á því að hafa ætlað að leiða kúgunar- kerfið yfir þá. Allsherjarárás Það var athyglisvert í ljósi sögunnar að lesa forystugrein Þjóðviljans í gær. Hún er rituð af Svavari Gestssyni, sem er enn sár yfir því að hafa neyðzt til að yfir- gefa ráðherrastólinn. F orustugreinin er ein allsheijarárás á Alþýðu- flokkhm fyrir að endur- nýja ekki samstarfið í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Svavar heldur enn í það hálmstrá, að ríkis- stjóm fráfarandi stjóm- arflokka hafi verið starf- hæf með aðeins 32 þing- sæta stuðningsliði. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því, að slík stjóra hefði verið undir hælnmn á Hjörleifi Gutt- ormssyni í álmálinu, samningum við Evrópu- rikin eða reyndar hvaða framfaramáli sem vera skal. Það á reyndar við aðra líka, því hvaða stjómarþinginaður sem vera skyldi hefði geta sett stjóminni stólinn fyr- ir dymar. En sem fyrr spyija ráðherrasósíalist- ar ckki um það, hvaða málum þeir geta komið fram, licldur hvort þeir geti yljað sér við kjötkatl- ana. Afturhvarf Forystugrehi Þjóðvi(j- ans er greinilegt aftur- hvarf til fyrri tíma, til tíma stalínismans. Fyrst ekki er hægt að nota Alþýðuflokkinn til að tryggja ráðherrasósíal- istunum stjórnarsetu þá em tínd fram gömul árásartilefni. Svavar rifj- ar meira að segja upp setningu gerðardóms- Iaga frá 1942, að ckki sé mimist á þá ósvhmu Al- þýðuflokksins að styðja varnarsamstarf vest- rænna ríkja. Þótt Svavar Gestsson átti sig ekki á því þá er forustugrein Þjóðvi(jans einmitt sönnun þess, að stórt bil er enn í dag á milli jafnaðarmanna og gömlu kommaklíkunnar í Alþýðubandalaginu, sem Svavar er einmitt fulltrúi fyrir. Það lið hef- ur alla tið verið svöm- ustu andstæðingar jafn- aðarmamia. Spurningar Það má (jóslega sjá af þessum spumingum, sem Þjóðviljinn beinir til jafn- aðarmanna í tilefni stjómarmyndunarinnar nú: 1. Af hveiju stóð Al- þýðuflokkurinn að setn- ingu gcrðardómslagaima 1942? 2. Af hveiju var Al- þýðuflokkurimi tregur til samstarfs í nýsköpunar- stjórninni þar sem aðeins inunaði einu atkvæði í miðstjórn Alþýðuflokks- ins? 3. Af hveiju stóð AI- þýðuflokkuriim að ákvörðunum um aðild íslands að NATO og hemámhiu 1951? 4. Af hveiju var Al- þýðuflokkurinn allra flokka tregastur til þess að færa landhelgina út i 12 sjómflur? 5. Af liveiju var Al- þýðuflokkuriim á móti útfærslu landhelginnar úr 12 sjómflum í 50 sjómflur og felldi tillögu um útfærsluna á alþingi vorið 1971? 6. Af hveiju neitaði Alþýðuflokkurimi að taka þátt í myndun vhistri stjómar sumarið 1974? 7. Af hveiju klauf Al- þýðuflokkurimi vinstri stjórnimi haustið 1979 og gerði bandalag við Sjálf- stæðisflokkinn? 8. Hvaða flokkur hefur setið lengst samfellt i stjóni með Sjálfstæðis- flokknum? 9. Af hveiju neitaði Alþýðuflokkurinn að gera tilraun til þess að mynda vinstri stjóm strax vorið 1987? 10. Og af hveiju rauf Alþýðuflokksforystan stjómarsamstarfið nú vorið 1991? Verðbætur, samkvæmt lánskjaravísttölu, bætast svo ofan á allar tölur. Hringdu eða komdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar um áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Þjónustumiðstöðin er fyrir fólkið t landinu. ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæb, sími 91- 626040 og Kringlunni, sími 91- 689797 SJÓÐUR 1 - VAXTARSJÓÐUR Sameinar eiginleika langtíma- og skammtímabréfa Það er sérkenni Sjóðs 1 að þegar liðið hafa fjögur mánaðarmót frá kaupum fellur innlausnargjald niður þrjá fyrstu virka daga hvers mánaðar. Sjóður 1 hentar því þeim sem vilja góða og örugga ávöxtun sparifjár en vilja líka geta gripið til þess á auðveldan hátt ef þörf krefur. Þessir kostir Sjóðs 1 - Vaxtarsjóðs hafa gert hann að 'vinsælasta verðbréfasjóði íslenska markaðsins. Verið velkomin í VIB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavtk. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.