Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991
Hagræðing í sjávar-
útvegi og iðnaður sem
hornsteinn hagvaxtar
eftir Jón Sigurðsson
Tvær greinar í Morgunblaðinu
hinn 4. apríl kalla þann, sem þetta
skrifar, til þess að láta til sín heyra.
Önnur er grein Þorsteins Más Bald-
vinssonar um hagræðingu í sjávar-
útvegi, en hin er grein Páls Kr.
Pálssonar um iðnað sem hornstein
hagvaxtar.
Báðar eru greinarnar skilmerki-
legar og vel úr garði gerðar á allan
veg, en ástæðan til, að þær verða
saman tilefni þessara skrifa er, að
báðar horfa þær fram hjá sama
grundvallaratriðinu, sem þjóðin hef-
ur þegar goldið dýru verði og mun
gera enn frekar á næstu árum, ef
ekki verður tekið tillit til þess.
Svo fyrst sé vikið að grein Þor-
steins Más, má taka undir öll meg-
inatriði þess, sem hann skrifar,
enda skrifar þar maður, sem veit
0DEXIQN
léttir ykkur störfin
og getur. Hann hefur leikið mikið
hlutverk í að gera undraverða hluti
í útgerð og fiskvinnslu hér á landi.
Sjávarútveginn, — hvort heldur sem
er vel rekna útgerð eða fiskvinnslu
verður að staðaldri að reka með
góðum hagnaði í þessu landi eins
og hann segir. Vel rekið iyrirtæki
í þessum greinum þarf að vera með
hagnað, sem er 14-20% af veltu,
þegar vel árar hvað varðar afla og
verðlag og í lakari árum má þessi
rekstur helst ekki fara niður fyrir
3-5% hagnað af veltu. Við það ætti
öll efnahagsstjórn að miðast og við
það þurfa sjómenn og fiskvinnslu-
fólk að sætta sig í kröfum sínum.
Hér er ekki átt við skussarekstur,
sem verður að leyfa að verða gjald-
þrota, heldur rekstur hinna sem
kunna til verka.
En hins vegar verður að gæta.
Þróun iðnaðar, bæði samkeppnis-
iðnaðar og ekki síður útflutnings-
iðnaðar þarf að vera hornsteinn
hagvaxtar eins og Páll Kr. bendir á
í sinni grein.'Og það gengi, sem
dugar vel reknu fyrirtæki í útvegi
og fiskvinnslu til að hafa 14-20%
hagnað af veltu í góðæri og 3-5%
hagnað í lægð, dugir ekki til að
iðnaðurinn sé nægilega öflugur. I
því liggur hluti af vanda þróunar
atvinnurekstrar á íslandi undanfar-
in ár og mun gera um ókomna tíð
að óbreyttu. Takist sú hagræðing
í sjávarútvegi, serp Þorsteinn Már
greinir möguleika til og bendir á,
að þegar er hafin sums staðar, er
alveg ljóst, að enn þrengir að í öðr-
um greinum en einföldustu magn-
vinnslu á fiski. Afkoma útgerðar
og fiskvinnslufyrirtækja mundi að
óbreyttu gengi verða óhæfilega
góð. Annað hvort eða hvort tveggja
mundi gerast, að starfsfólk í sjávar-
útvegi mundi með lögmætum eða
ólögmætum ráðum knýja fram kjör,
sem eru hærri en aðrar atvinnu-
greinar geta greitt eins og nýleg
Jón Sigurðsson
dæmi sanna og/eða gengi krónunn-
ar yrði látið hækka. Hvort sem
væri, drægi það allan lífsmátt úr
öðrum atvinnurekstri, sem flytur
vörur sínar til útlanda eða framleið-
ir í samkeppni við innflutning.
í .rauninni hefur þetta sama verið
að gerast undanfarna áratugi. Það
hefur verið rugl á atvinnurekstri í
landinu. Sjávarútveginum hefur
verið haldið við hormörkin lengst
af þessa tíma. Eðlilegum hlutföllum
gengis og launa í landinu hefur
ekki tekist að ná og þannig hafa
stjórnvöld og hagsmunasamtök í
rauninni sameinast um að koma í
veg fyrir, að öflugur iðnaður innan-
lands með góðan hagnað hefði burði
og jarðveg til að vera „homsteinn
hagvaxtar“.
Þetta má segja öðru vísi. Þrátt
fyrir þá staðreynd, að fiskiflotinn
sé 25-40% of stór miðað við fisk-
stofna og sóknargetu og fiskvinnsl-
ugetan að sama skapi of mikil,
hefur sjávarútveginum með gengis-
stefnunni verið haldið við einhvern
núllpunkt. Þessa sóun hefur þjóðin
í raun greitt í genginu og í endur-
tekinni og dýrri deyfilyfjagjöf til
einstakra fyrirtækja. Við þessar
aðstæður var ullariðnaðurinn sjálf-
dauður og öll viðleitni manna til að
búa til útflutningsiðnað um tæki í
útgerð og fiskvinnslu átti erfitt
uppdráttar. Meira að segja var þetta
hemiil á mannfreka fullvinnslu afla
hérlendis, sem allir þykjast þó vilja
styðja. Samkeppnisiðnaðurinn inn-
anlands skrimti, en ekkert umfram
það og ástæðan var einföld. Gengi
krónunnar var of hátt til að búa til
fijóan jarðveg fyrir þessar greinar
útflutnings- og samkeppnisiðnaðar.
Með öðrum orðum sagt er það
staðreynd, að þrátt fyrir gífurlega
sóun í sjávarútveginum, er fram-
leiðni hans svo mikil, að það gengi,
sem dugir honum, dugir ekki öðrum
útflutningsiðnaði.
Það er þess vegna sem gengis-
stefnuna verður að endurmeta og
ekki einungis með tilliti til hins
hefðbundna sjávarútvegs og fisk-
vinnslu, heldur einnig með hliðsjón
Þórsmörk - perla íslenskrar náttúru
APTON-smíðakerfið
leysir vandann
• Svörtstálrör
• Grá stálrör
• Krómuð stálrör
• Álrör - falleg áferð
• Allargerðirtengja
Við sníðum
niður eftir máli
r
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: Sölvhólsgötu 13
Sími (91)20680
eftir Benedikt
Gröndal
íslensk náttúra er bæði sérstök
og falleg en við megum ekki gleyma
hversu viðkvæm hún er. Þórsmörk
er ein af okkar perlum sem á síð-
ustu árum hefur orðið að einum
vinsælasta ferðamannastað lands-
ins í óbyggðum. Þessi mikli átroðn-
ingur hefur í för með sér ýmsa
óæskilega fylgifiska. Því hefur JC-
Reykjavík tekið að sér að kynna
bæði í blöðum og útvarpi vikuna
13.-18. maí það mikla starf sem
umsjónaraðilar Þórsmerkur vinna
til að Þórsmörk fái að halda sinni
fegurð. Einnig er það markmið okk-
ar í JC-Reykjavík að vekja fólk til
umhugsunar um íslenska náttúru
almennU Við verðum að gera okkur
það ljóst að það er ekki nóg að
stunda landgræðslu ef almenn virð-
ing fyrir náttúru landsins er ekki
til staðar. Náttúrufegurð er ekki
eitthvað sem hægt er að kaupa í
búð heldur verðum við að umgang-
ast hana með virðingu upp á hvern
einasta dag annars eigum við hættu
á að hún hverfi út í veður og vind.
En hvernig er þá ástandið í Þórs-
mörk þar sem þúsundir Islendinga
hittast á helstu ferðahelgum sum-
arsins. Það er augljóst að við þær
aðstæður sem þar eru núna og þá
umgengni sem landsmenn hafa gert
sig seka um hefur gróðurfar versn-
að til muna. Verður að stoppa þá
MORSE CONTROL
Stjórntæki fyrir vélarog gíra, spil o.fl. Stýrisvélar og stýri. Mikið úrval fyrirliggjandi.
Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Fyrir allar vélategundir og bátagerðir.
Hagstætt verð -
leitið upplýsinga.
VÉLASALAN H.F.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122
„Við skulum njóta nátt-
úru okkar en við skul-
um um leið muna að
brennum við grasflöt
eða brjótum við tré er
ekki sjálfgefið að nýr
gróður nái þar fótfestu
aftur.“
þróun áður en eyðileggingin verður
varanleg og óbætanleg.
Á vegum skógræktarfélaganna
sem annast Þórsmörk mun nú í
sumar verða gróðursettur fjöldinn
allur af tijáplöntum og mun meðal
annars norskur hópur koma til að
vinna þetta verk. En það eru önnur
mál í gangi þar, má t.d. nefna skipu-
lagningu gönguleiða, en takmarka
þarf óþarfa troðning á viðkvæmum
gróðrinum.
Mannfólkinu fylgir mikið sorp og
er losun sorps af svæðinu eitt þeirra
vandamála sem þarf að leysa. Þeg-
ar við komum út í náttúruna viljum
við gjarnan kveikja eld en þegar
3.000 manns safnast saman í
Húsadal og kveikja 300 elda hveija
helgina á fætur annarri er augljóst
að viðkvæmur gróðurinn þolir það
illa.
íslendingar, við skulum njóta
náttúru okkar en við skulum um
leið muna að brennum við grasflöt
eða bijótum við tré er ekki sjálfgef-
ið að nýr gróður nái þar fótfestu
aftur.
Höfundur er félagi í JC-Reykjavík.
I GARÐINUM BYRJA HJA 0KKUR
REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA
SÖLUFÉLAG
GARDYRKJUMANNA
SMIOJUVEGI 5. 200 KÓFVWDGUR. SÍMI 43211