Morgunblaðið - 15.05.1991, Side 16
VI
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVÍKUDAGUR 15. MAÍ 1991
Ævintýraferð til Suður-
Ameríku um páskana
eftir Friðrik
Hróbjartsson
Það var mikil ævintýraferð sem
farin var til Suður-Ameríku með
ferðaskrifstofunni Veröld á vegum
Heimsklúbbs Ingólfs.
Ingólfur Guðbrandsson var farar-
stjóri og hafði skipulagt og undir-
búið ferðina af sinni frábæru kunn-
áttu og kostgæfni.
Þegar við sáum þessa ferð aug-
lýsta vaknaði áhuginn og fórum við
á kynningarfundinn sem Ingólfur
hélt í tilefni ferðarinnar. Lýsingar
Ingólfs og myndir frá þessum slóð-
um drógu ekki úr áhuganum. Þó
komu upp svolitlar efasemdir um
að allt gæti verið svona fallegt óg
gott.
Það var haldið af stað úr garran-
um á Kefiavíkurflugvelli og flogið
til Lundúna. Þaðan var flogið með
breiðþotu í einum áfanga til Ríó de
Janeiro. Eftir stutt stopp var flogið
til Santiago í Chile sem var fyrsti
áfangastaðurinn í þessari stórkost-
legu ferð. í Chile dvöldumst við á
lúxushóteli sem heitir Carrera. Það
stendur í hjarta borgarinnar gegnt
forsetahöllinni. Má segja að Chile
hafi komið öllum á óvart með feg-
urð sinni og menningu. íbúar minna
helst á millistéttarfólk í Englandi;
yfirvegaðir og kurteisir. Einn dagur
var notaður í ferð til stærstu hafn-
arborgar Chile, Valparaíso. A þess-
ari leið er keyrt um frjósama dali
Chile þakta vínekrum og ávaxtatrj-
ám. Einn morguninn var farið í
verslanir í borginni og var hreint
ótrúlegt að uppgötva lúxusvörur á
algjöru lágmarksverði.
Frá Chile var flogið til Buenos
Aires í Argentínu. Argentína er
sérstök á sinn hátt með sínum óend-
anlegu sléttum og gróðri. Að koma
á argentínskan bóndabæ og borða
frábærar steikur sem matreiddar
eru undir berum himni á opnum
eldi er ógleymanleg upplifun. Einn-
ig að sjá kúreka suðursins leika list-
ir sínar á hestbaki og að fá for-_
smekkinn að tangó-dansinum. í
höfuðborginni Buenos Aires gistum
við á einu virðulegasta hóteli borg-
arinnar, Hótel Plaza, sem stendur
við eina aðalverslunargötuna. í
Buenos Aires eru stórkostleg lista-
verk á götum úti og 9. júlí-stræti
er talið stærsta breiðstræti verald-
ar. Að ógleymdum steikarveitinga-
stöðunum, tangósýningunum í Casa
Blanca, leður- og pelsabúðunum.
Við kvöddum þetta land með góðar
minningar og héldum til Brasilíu
að skoða Iguacu-fossana sem liggja
á Iandamærum Argentínu og Bras-
ilíu. Þessir fossar eru taldir vera
eitt mesta náttúruundur veraldar.
Þangað var komið um miðjan dag
og gist á lúxussveitahóteli og fólk
gat hvflst og farið í sólbað og sund
fram að kvöldi. >
Um morguninn var farið að foss-
unum og þeir skoðaðir af landi, lofti
og legi. Einnig var farið inn í frum-
„Það er óhætt að segja
að ferðin var mun ævin-
týralegri og skemmti-
legri en við bjuggumst
við og ákveðin lífsfyll-
ing að hafa kynnst þess-
um heimshluta á þenn-
an hátt.“
skóginn þar sem litadýrð gróðursins
og hljóð náttúrunnar gagntóku
mann.
Endastaðurinn var Ríó de Jan-
eiro. Þar dvöldum við á sjálfri
Copacabana-ströndinni á glæsihót-
elunum Copacabana Palaz og Rio
Palaz. Aðstaðan á þessum hótelum
er slík að með ólíkindum er. Öll
þjónusta og aðbúnaður er óaðfinn-
anlegt og þó að dvalið sé í hjarta
milljónaborgar er hægt að ganga
frá hótelinu yfir götuna á glæsi-
legustu baðströnd heims iðandi af
lífi. Er athyglisvert að sjá innfædda
njóta baðstrandarinnar í svo mikl-
um mæli. Skoðunarferðimar á Syk-
urtoppinn og Kroppinbak þar sem
Kristsstyttan, 40 metra há, gnæfír
yfír borginni eru ógleymanlegar.
Lífíð í Ríó er engu líkt, lífsgleðin
skín út úr fólki og allir eru Iéttir,
kátir og vingjarnlegir og þarf ekki
kamival til.
Þarna nutum við lífsins í nokkra
daga í sól og hita. Eitt kvöldið sáum
við samba-sýningu með bestu lista-
mönnum heims á þessu sviði. Lita-
dýrð og glæsileiki búninganna em
stórkostleg. í þessum dönsum er
saga og menning Brasilíu túlkuð á
sérstakan hátt.
Það er óhætt að segja að ferðin
var mun ævintýralegri og skemmti-
legri en við bjuggumst við og ákveð-
in lífsfylling að hafa kynnst þessum
heimshluta á þennan hátt.
Höfundur er forstjóri
Burstagerðarinnar hf.
Morgunblaðið/Sigurður Pétur Björnsson
í gamla sýslumannshúsinu, sem
upphaflega var hótel Húsavík,
er nú tekið til starfa gistiheimili.
Húsavík:
Gistiheímíli
í gamla sýslu-
mannshúsinu
GISTIHEIMILIÐ Árból hefur ver-
ið opnað í gamla sýslumannshús-
inu á Húsavík. Húsið, sem er timb-
urhús á tveimur hæðum með risi,
var reist 1903 úr tilsniðnu efni frá
Noregi. Það var byggt sem Hótel
Húsavík og rekið sem slíkt til
1924. Það var þekkt undir nafninu
Fensalir en 1924 varð húsið bú-
staður sýslumanns og aðsetur sýsl-
uskrifstofu en frá 1956 hefur það
verið íbúðarhús.
Eigendur neðri hæðarinnar, hjónin
Páll Þ. Jónsson og Dóra Vilhelms-
dóttir, hafa nú í samstarfi við ferða-
málafrömuðina Bjöm Sigurðsson,
sérleyfíshafa, og.Björn Hólmgríms-
son, umboðsmann Flugleiða, og fjöl-
skyldur þeirra, fest kaup á húsinu
öllu og ráðist í rekstur gistiheimilis.
Að sögn Páls Þ. Jónssonar hafa
þau ráðist í nokkrar endurbætur á
húsinu, einkum í því skyni að bæta
hreinlætisaðstöðu en lögð hefur verið
áhersla á að halda því sem næst
óbreyttri herbergjaskipan. í gisti-
heimilinu, sem staðsett er í skrúð-
garði bæjarins og við bakka Búðar-
ár, verða 9 herbergi.
Auk gistingar .stendur gestum
morgunverður til boða en reksturinn
mun fyrst og fremst hvfla á herðum
Dóru Vilhelmsdóttur. Páll kvaðst
bjartsýnn á reksturinn enda kvaðst
hann viss um að gestir kynnu að
meta umhverfið, garðinn og ána, auk
þess sem ferðaþjónusta ætti almennt
mikla vaxtarmöguleika á
Húsavíkursvæðinu.
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Á Hvannadalshnúki
eftir Njörð P. Njarð-
vík
Ég er einn af þeim sem hafa
mikið dálæti á þjóðgarðinum í
Skaftafelli, og ég reyni að komast
þangað á hveiju ári til að hljóta
blessun íslenskrar náttúrukyrrð-
ar. Hennar má að vísu njóta víð-
ar, en umhverfi Skaftafells talar
til mín á alveg sérstakan hátt.
Að standa á Glámu undir Krist-
ínartindum þar sem Skaftafell-
sjökull teygist fram og Hrútsfjall
og Hvannadalshnúkur blasa við,
er líkt og að vera þátttakandi í
helgiathöfn. Þessi skínandi bjarti
þegjandi óhagganleiki seilist djúpt
inn í manneskjuna og kallar þar
fram frið sem á sér fáar hliðstæð-
ur. Og yfir gnæfír jökultindurinn
sem ímynd hinnar eilífu fegurðar
ofar mannlegum takmörkunum.
Þar vil ég ekki þurfa að sjá jeppa
skreyttan áletrunum og fánum frá
bandarískum spilaframleiðendum.
Það fínnst mér helgispjöll, líkt og
að kasta skít inn í kirkju.
Skarn er hlutur
á skökkum stað
Því vík ég að þessu, að 30.
apríl síðastliðinn birti Morgun-
blaðið myndaopnu af þeim atburði
er menn drógu jeppa á spili og
upp á Hvannadalshnúk (þar er
kannski komin skýringin á áhuga
spilaframleiðenda?), og síðan hafa
birst heilsíðuauglýsingar hér í
blaðinu til að mikla þetta afrek.
Efasemdir um ágæti þessa uppá-
tækis hef ég engar séð, og
kannski er ég einn um þær. Ég
fæ nefnilega með engu móti skilið
hvaða nauðsyn beri til þess að
drösla bíl upp á hæsta tind lands-
ins, og allra síst þegar hann getur
ekki komist þangað af eigin
rammleik. Ég vona bara til Guðs
að þetta verði ekki upphafíð á
einhvers konar samkeppni um,
hveiju megi drösla upp á Öræfa-
jökul. Og sögnina að drösla nota
ég hér tvívegis af ásettu ráði, af
því að hún er samstofna við orðið
drasl. Skam er hlutur á skökkum
stað, stendur einhvers staðar, og
í mínum huga er allt skam uppi
á Hvannadalshnúki, sem gert er
af manna höndum, hveiju nafni
sem það nefnist.
Ég get vel skiiið að menn langi
til að standa á Hvannadalshnúki
og skyggnast yfir land sitt af
hæsta sjónarhóli. En slík löngun
er því aðeins gild að í henni felist
í senn virðing og auðmýkt. Lotn-
ing fyrir tign ósnortinnar náttúm
og lítillæti sem felst í því að skilja
stað sinn í þeirri náttúm. Að við
emm börn náttúmnnar en ekki
herrar. Öll framkoma okkar verð-
ur að einkennast af því viðhorfi.
Minnumst þes að austur í Himala-
yafjöllum hafa margir áhyggjur
af því að tíðir og fjölmennir Ieiðan-
grar séu að breyta þaki heimsins
í sorphauga.
Véladýrkun
Það mun vera evrópsk hugsun
(og evrópskur hroki) að maðurinn
sé herra náttúrunnar, og af henni
leiðir sú árátta að maðurinn þurfi
að hafa komið alls staðar. Ég
fyrir mitt leyti efast um að jörðin
hugsi eins, eftir reynslu hennar
af umgengni mannsins. Og ég
vildi óska að til væm mörg svæði
á jörðinni þar sem maðurinn hefði
aldrei stigið fæti. Vélamenning
mannsins er afneitun hans á yfir-
ráðum náttúmnnar og hefur haft
í för með sér þá skefjalausu rán-
yrkju sem fyrr eða síðar mun
valda endalokum mannsins, ef
hann snýr ekki þegar í stað við á
glötunarleið sinni.
í mínum huga er það eins kon-
ar nauðgun að þurfa að djöflast
á vélknúnum tækjum um allt.
Hvergi er lengur hægt að vera í
friði fyrir vélrænum ófreskjum
sem æða um öskrandi. Hafa les-
endur ekki orðið fyrir þeirri
reynslu þegar þeir leita sér hvíld-
ar í náttúmnni, að skyndilega
kveði við drynjandi hávaði og svo
birtist æðandi bílalest kappakst-
ursmanna? Þeir halda sig þó á
vegum, þótt ekki sé til fyrirmynd-
ar að sjá þá andskotast áfram á
slóðum sem ekki em ætlaðir til
hraðaksturs. Ég hef líka orðið
fyrir því, þegar ég dvaldist í tjaldi
í Þjórsárdal, að sex unglingsstrák-
ar spönuðu um á torfæmskellin-
öðrum og spændu upp gróðurinn
með tilheyrandi hávaða.
Hávaðinn já. Kunningi minn
sem á sumarbústað við Þingvalla-
vatn hefur sagt mér að suma
daga sé þar ólíft fyrir hávaða frá
fólki sem rassakastast um vatnið
á svokölluðum vatnsköttum. Og
skíðalöndin enduróma oftar en
ekki af freti frá vélsleðum. Og
þá vaknar spurning: sá sem leitar
á vit náttúmnnar til endumæring-
ar, hvíldar og kyrrðar, er hann
algerlega réttlaus og vamarlaus
fyrir hávaðaseggjum véladýrkun-
arinnar?
Tækið sem tilgangur
Ég kalla þetta véladýrkun, af
því að í mörgum tilvikum er ekki
hægt að sjá annan tilgang. Jepp-
ar, fjórhjól og vélsleðar geta verið
nytsamleg tæki til margra nota,
í sumum tilvikum meira að segja
einnig til náttúmskoðunar, þótt
þá verði að hafa einstaka gát. Það
er nefnilega sannast að segja orð-
in plága hversu oft er leitað að
fólki sem anar um óbyggðir án
tilhlýðilegs útbúnaðar og fyrir-
hyggju. Og þegar maður sér fólk
spana um hlíðar á vélsleðum (svo
að dæmi sé tekið) til þess eins
að keyra vélsleða, þegar tækið
sjálft er orðið tilgangurinn, þá er
eitthvað að. Þá vil ég segja að
hugarfarið sé orðið brenglað. Þá
fínnst mér hugsunin í raun þessi:
maðurinn þykist vera herra
náttúrunnar og það vill hann sýna
með vélknúnu tæki sínu, en um
leið er hann orðinn þræll véladýrk-
unar sinnar, dýrkunar hins dauða
hlutar, sem maðurinn heldur sig
hafa blásið lífi í.
í þessu ljósi sé ég þann dapur-
lega atburð, þegar hópur manna
fór á Vatnajökul til að draga jeppa
á spili upp á Hvannadalshnúk.
Til þess að komast upp á þennan
fagra hnúk þarf ekki vél. Á vit
hans má fara gangandi með innri
fögnuð í hjarta. Þess í stað dró
maðurinn þangað vélknúna sköp-
un sína sem komst ekki þangað
sjálf, — og hæsti tindur landsins
var krýndur bfl.
Höfundur er rithöfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóla íslands.