Morgunblaðið - 15.05.1991, Page 19

Morgunblaðið - 15.05.1991, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 Rúrek: Fimmtíu tónleikar á átta daga jasshátíð BLÁSIÐ verður til jasshátíðar 26. maí næstkomandi í höfuð- borginni og lýkur henni átta dögum síðar, eða 2. júní. Að hátiðinni, sem hefur hlotið nafn- ið Rúrek, stendur Jassdeild Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna og Ríkisútvarpið og nýtur hún fjárhagslegs stuðnings Reykjavíkurborgar. Um 50 tón- lcikar verða í höfuðborginni þessa viku, ýmist utanhúss eða innandyra. Þetta er annað árið í röð sem jasshátíð er haldin í Reykjavík, í fyrra voru hér Norrænir útvarps- jassdagar, og þeir þóttu heppnast svo vel að Ríkisútvarpið í samvinnu við Jassdeildina og Reykjavíkur- borg ákvað að efna til annarrar hátíðar núna. Meðan jassinn dunar í höfuðborginni verður haldið árs- þing Nordjazz hér á landi, en innan vébanda þess eru norrænu jasss- amböndin, og hafa Islendingar stuðning Nordjazz til hátíðarinnar. Á þess vegum koma fimmtán norr- ænir tónlistarmenn. Um 50 tónleikar verða haldnir á hátíðinni. Opnunarhátíðin verður í Utvarpshúsinu við Efstaleiti 26. maí kl. 17. Síðan rekur hvern við- burðinn annan en á veitingahúsun- um Djúpinu, Duus-húsi, Kringlu- kránni, Púlsinum og Tveimur vin- um verður jasstónlist alla hátíðar- dagana. Auk þess verða tónleikar á Hótel Borg flesta dagana. Hátíðardagana verður fjöldi nor- rænna gesta í borginni í tengslum við ársþing Nordjazz en þeir sem Sænski píanistinn og hljóm- sveitarstjórinn Per Husby. koma hingað gagngert til að leika á hátíðinni eru danski tenórsaxist- inn Bent Jædig, sem hefur um fjögurra áratuga skeið leikið í stór- sveit danska útvarpsins. Þetta er í annað sinn sem Jædig kemur hingað til lands, en nokkuð langt er um liðið frá því hann var hér síðast og þá lék hann meðal ann- ars með Gunnari Ormslev. Jædig leikur á fimm tónleikum með íslenskum kollegum. Þá kemur sænski trompetleikar- inn Ulf Adaker aftur til landsins, en hér lék hann síðast á tónleikum í Púlsinum í desember í fyrra. Þar fer einn af betri trompetleikurum Norðurlanda og setur hann vissan gæðastimpil á hátíðina. Auk þess að vera snjall tónlistarmaður lætur Bent Jædig. Ulf framgang jasstónlistar sig miklu varða og er hann formaður Samtaka norrænna jassleikara. Hann leikur sem fyrsti trompet- leikari í stórsveit sænska útvarps- ins. Hann kemur fram á þremur tónleikum með kvartett Sigurðar Flosasonar, sem gerði garðinn frægan í Belgíu á síðasta ári, en kvartettinn er skipaður Sigurði á saxafón, Þórði Högnasyni bassa, Kjartani Valdimarssyni píanó, og Matthíasi Hemstock trommur. Finnski klarinettuleikarinn Pentti Lasanen kemur hingað við þriðja mann og leikur meðal ann- ars með Árna Scheving víbrafón- leikara og fleiri íslendingum. Ein virtasta jasssöngkona Norð- urlanda, Karin Krog, syngur á tvennum' tónleikum með tríói JAZZ I REYKJAVIK Morgunblaðið/KGA Forsvarsmenn Rúrek frá vinstri: Guðmundur Emilsson RUV, Árni Scheving Jassdeild FÍH, Pétur Grétarsson RUV, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, Sigurður Flosason Jassdeild FÍH, og Friðrik Theódórsson Jassdeild FÍH. sænska píanistans Per Husby. Þau koma einnig fram á lokatónleikun- um í Borgarleikhúsinu 2. júlí ásamt 12 manna stórsveit undir stjórn Husby. í Danmörku er starfrækt hljóm- sveitin New Jungle Orkestra undir stjórn gítarleikarans Pierre Dörge og eiginkonu hans Irene Becker, sem einnig stjórnar New Jungle- kórnum. Tónlist þeirra er eins og nafnið bendir til undir áhrifum frá Suður-Ameríku. Hingað kemur angi af þessari sveit, New Jungle Trio, og leikur á tvennum tónleik- um. Auk þess kemur fram 14 sam- norræn stórsveit undir stjórn Dörges á lokatónleikunum í Borg- arleikhúsinu 2. júlí. Fyrir bræðingsunnendur verður skammt stórra högga á milli því haldnir verða 6-7 „fusion“-tónleik- ar víðsvegar um borgina með Súld, Gömmum og færeysku sveitinni Plúmm. Ógetið er framlags íslenskra jassmúsikanta á Rúrek en þeirra hlutur er mikill. Fyrstan skal nefna Viðar Alfreðsson trompetleikara sem lengi hefur verið besti jass- trompetisti landsins en hefur um nokkurra ára skeið starfað úti á landsbyggðinni við tónlistar- kennslu. Hann leikur á þremur tónleikum með Árna ísleifs, Rúna- ri Georgssyni, Kristjáni Magnús- syni og fleirum. Aðrir sem koma fram eru Ellen Kristjánsdóttir og Flokkur mannsins hennar, kvintett Finns Eydals og Carls Moller, Guðmundur Ingólfsson og félagar, Ari Einarsson og Hólm 4, Þórir Baldursson, Tríó Reynis Sigurðs- sonar, Tríó Björn Thoroddsen, Eðavarð Lárusson og hljómsveit, Sveiflusextettinn, Tómas R. Ein- arsson sextett, Sálarháski, Hljóm- sveitin Karnivala, Andrea Gylfa- dóttir og hljómsveit, Séxtett Olafs Gauks, Stórsveit Tónlistarskóla FÍH, Stórsveit Tónlistarskóla Selt- jarnarness og Edda Borg og hljóm- sveit. GuGu WOODEX VIÐARVÖRN FYRIR AUGAH WOODEX viðarvörnin frá Hygæa erfrábærlega endingargóð og áferðarfalleg auk þess sem hún fellur vel að íslenskum aðstæðum. Woodex fæst bæði sem grunn- og yfirborðsefni úr acryl- eða olíuefnum. WOODEX MULTITRÉGRUIMIVIUR er vatnsblendin grunnviðar- vörn á allt tréverk. Hann gengur vel inn í viðinn og eykur stöðugleika hans og endingu. WOODEX HYDRA er hálfþekjandi, vatnsblendin, lyktarlítil viðar- vörn með Ijósþolnum litarefnum sem nota má úti sem inni. FYRIR VIDINN WOODEX ACRYL er yfirborðsefni á allt tréverk. Það myndar þunna en seiga og mjög veðrunarþolna húð. WOODEX ACRYL þekur mjög vel og er létt að vinna með. WOODEXIIMTRA smýgur djúpt í viðinn og veitir góða vörn gegn fúa, sveppum og raka. Góð grunnvörn. WOODEX ULTRA er lituð en gagnsæ viðaravörn úr olíuefnum sem nota má innanhúss sem utan. Fæst í flestum málninga- og byggingavöruverslunum um allt land. SKAGFJORÐ B y 3 ö J fj 5 4 'J U Ji U 'J 1J i 'J Krisljón Ó. Skogfjörð hl. Umboðs- og heildverslun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.