Morgunblaðið - 15.05.1991, Page 20

Morgunblaðið - 15.05.1991, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 Einieikaraprófstónleikar: Hef gaman af þ ví að koma fram - segir Arinbjöm Árnason píanóleikari Arinbjörn Árnason píanðleikari lýkur síðari hluta einleikara- prófs frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með einleikaratónleikum í Islensku óperunni í kvöld. Arinbjörn mun á tónleikunum leika Tokkötu í D-dúr eftir J.S. Bach, Sónötu í C-dúr op. 53 (Wald- stein) eftir Beethoven, Sónötu nr. 3 í a-moll op. 28 eftir Prokof- íeff og Prelúdíu, kóral og fúgu eftir Cesar Franck. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Arinbjörn hóf nám í píanóleik hjá föður sínum, Árna Arinbjarn- arsyni tónlistarmanni, þegar hann var sex ára gamall. Hann fór síð- an í nám til Ragnars Bjömssonar í Nýja Tónlistarskólanum þegar hann var átta ára gamall. „Ragn- ar var minn aðalkennari í níu ár en þá lauk ég burtfararprófi frá Nýja Tónlistarskólanum. Að því loknu hóf ég nám í Tónlistarskó- lanum í Reykjavík, þar sem Halld- ór Haraldsson hefur verið kennari minn síðan, eða í þrjú ár,“ sagði Arinbjöm, í samtali við Morgun- blaðið. Arinbjöm tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð síðastliðið vor eftir þriggja ára nám en hefur í vetur einbeitt sér að náminu við Tónlistarskólann í Reykavík. Næsta haust hyggst hann fara í frekara tónlistamám hjá Philip Jenkins við Royal Scottish Academy of Music and Drama, í Glascow. „Fyrir tveimur vikum fór ég, ásamt öðrum nemanda Halldórs Haraldssonar fyrir hönd Tónlist- arskólans, til Skotlands þar sem við héldum tónleika í þessum háskóla. Jafnframt tókum við þátt í svokölluðum „master class,“ en það er námskeið þar sem nemendur spila fyrir til- tekna píanista og aðra nemend- ur. Píanistinn fer síðan í verkið og segir hveijum nemanda hvað betur megi fara. Ég spil- aði fyrir píanóleikara sem heit- ir John Lill og þetta gekk mjög vel,“ sagði Arinbjöm. Tónleikamir í kvöld eru ekki fyrstu einleikstónleikar Arin- bjamar. „Ég hélt opinbera tón- leika þegar ég lauk burtfararprófi frá Nýja Tónlistarskólanum fyrir þremur ámm. Það var mjög Arinbjörn Árnason píanóleikari góð reynsla. Jafnframt var það gott tækifæri að fá að spila með Sinfóníuhljómsveitinni í vetur þegar ég tók fyrri hluta einleikaraprófsins. Ég hef mjög gaman af því að koma fram og líður vel þegar ég spila fyrir aðra. Ég hlakka því til tónleikanna í kvö!d,“ sagði Ar- inbjörn. Árinbjörn sagðist æfa píanó- leik í sex til átta tíma á dag en auk þess leggur hann stund á hliðargreinar hljóðfæraleiks- ins, eins og hljómfræði, tón- heym, kontrapunkt og tónbók- menntir. „Mér líður vel í því sem ég er að fást við og stefni að því að sinna náminu vel og ná langt sem píanisti," sagði Arinbjöm að lokum. Tvöfalda trollið fiskar mjög vel Axel Jónsson á Haukafelli er byrjaður á humarvertíðinni „VIÐ erum með tvöfalda trollið undir núna og það gengur framúr skarandi vel. Það fiskar alveg tvöfalt, en koátnaður við að draga það er aðeins um 30% meiri en að vera með eitt. Báturinn dregur þetta mjög auðveldlega og líklega fer það ekki undan fyrr en kvótinn en búinn,“ segir Axel Jónssson, skistjóri á Haukafelli SF 111, sem nú hefur hafið humarveiðar. Axel segir sér lítist vel á vert- íðina. Reynar væri krabbinn heldur smár, en nokkuð væri af honum. „Þetta er ágætis kropp, reyndar kemur ekkert af fiski með nú, bara skötuselur“ segir Axel. Hann fékk leyfi til tilraunaveiða á humri síðastliðinn föstudag, nokkrum dögum fyrir upphaf vertíðar. „Við reyndum tvöfalda trollið okkar og það gekk alveg sérstaklega vel. Ég hef nú verið að undirbúa þenn- • an möguleika i ein þrjú ár, hef meðal annars kynnt mér þessar veiðar í Danmörku og árangurinn er mjög góður. Við reyndum líka stórt troll, sem þeir kalla „Super Gaflarann“, en það er hannað af Hampiðjunni og Netagerð Jóns Holbergssonar í Hafnarfirði. Það troll gaf okkur 230 kfló af heilum humri á sama tíma og Dröfnin, sem togaði við hliðina á okkur fékk 145 kíló í hefðbundið troll. Þetta stóra er með 300 feta höfuðlínu og við náðum alveg 38 metra opnum í það. Tvöfalda trollið skilar þó beztum árangri," segir Axel. _* Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við fjárreiður Heilsuhælis NLFI: Oeölileg’ tengsl Heilsuhælis og Náttúrulækningafélags RÍKISENDURSKOÐUN hefur skilað heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu skýrslu um starfsemi Heilsuhælis Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði. Ríkisendurskoðun kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu, að óeðlileg tengsl séu milli Heilsuhælisins og Náttúru- lækningafélagsins, að ýmislegt sé athugavert við reikningsskil og fjármál hælisins, að lyfjamál þar séu ekki í samræmi við lög lyfja- dreifingu og heilbrigðisþjónustu og launakjör og önnur starfskjör séu verulega hærri en á öðrum sjúkrahúsum. Telur ríkisendurskoð- un, að brýnt sé að taka málefni Heilsuhælisins til heildarendurskoðun- ar hið fyrsta. Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, segir að skýrslan verði tekin til gaumgæfilegrar athugunar hjá ráðuneytinu, en ekki liggi fyrir hver verði næstu skref af hálfu þess. Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, hélt í gær blaðamannafund, þar sem hann kynnti skýrslu Ríkisendur- skoðunar um rekstur Heilsuhælis Náttúrulækningafélagsins. Fram kom, að ráðuneytið hefði í desem- ber síðastliðnum farið fram á þessa athugun vegna athugasemda og ásakana, sem fram hefðu komið í erindi til ráðuneytisins frá Jóhann- esi Ágústssyni, stjómarmanni í Náttúrulækningafélaginu. Lík fannst við Steingríms- fjarðarheiði Björgunarsveitin á Hólmavík fann á sunnudag lík Hafsteins Hálfdánarsonar, 18 ára Reykvík- ings, við Steingrímsfjarðarheiði. Hans hafði verið saknað síðan 9. mars síðastliðinn er hann ásamt félaga sínum yfirgaf þar bíl í vonskuveðri. Lík piltsins fannst um það bil fjóra kílómetra í átt að byggð frá þeim stað er bíllinn var yfirgefinn. Lík félaga Hafsteins, Jóns Gísla Sigurðssonar, 19 ára, fannst 16. mars sl., tæpa 2 kflómetra frá bfln- JUPi.............. ingar á hælinu og á nýju-heilsu- í skýrslu Ríkisendurskoðunar koma fram margvíslegar athuga- semdir við rekstur Heilsuhælisins. Þar er í fyrsta lagi nefnt, að óeðli- leg tengsl séu milli hælisins og Náttúrulækningafélagsins, sem sé rekið sem sjálfseignarstofnun. Meðal annars sé um að ræða sam- eiginlegan framkvæmdastjóra og sameiginlega kennitölu. Þá annist Heilsuhælið ýmsa íjárhagslega fyr- irgreiðslu fyrir félagið. í annan stað er vikið að greiðslu sjúklinga fyrir veru á hælinu og sagt, að í samræmi við lög um breytta verkaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga hefði átt að fella nið- ur þátttöku sjúklinga í rekstrinum. Jafnframt er gerð athugasemd við að aukadaggjöld, það er að segja greiðslur sjúklinga, hafi aðallega verið notuð til fjárfestinga, en ekki í rekstur, eins og daggjöldum sé ætlað. í þriðja lagi segir, að reiknings- skil Heilsuhælisins, eins og þau hafi borist opinberum aðilum, hafi ekki verið í samræmi við reglugerð um starfsemi Daggjaldanefndar sjúkrahúsa. Aukadaggjöld sjúkl,- inga séu ekki talin með sem rekstr- artekjur, eins og ætti að gera í samræmi við reglugerðina, heldur renni í sérstakan „Heilsuhælis- sjóð“, sem notaður sé til uppbygg- hæli á Akureyri. Afskriftir hafi verið verulega ofreiknaðar og sama megi segja um viðhald og tækja- kaup. Heilsuhælið leigi húsnæði, sem ekki sé í samræmi við reglur Daggjaldanefndar, og auk þess séu rekstrartekjur vegna útleigu fast- eignar að Sogni og vegna reksturs heilsubúðar í Hveragerði ekki tald- ar til tekna í rekstrarreikningi. Fram kemur, að Náttúrulækn- ingafélagið selji Heilsuhælinu heitt og kalt vatn, en hér sé um að ræða orku, sem leyfi hafi verið veitt til að afla til eigin nota. Sagt er að rekstur bifreiða Heilsuhælisins og notkun starfs- manna á þeim sé óeðlileg. Sama máli gegni um bifreiðastyrki til starfsmanna. Launakjör og önnur starfskjör séu verulega hærri en á öðrum sjúkrahúsum. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki: Tilboð í bóknámshús Sauðárkróki. OPNUÐ hafa verið tilboð í bygg- skóla Norðurlands vestra á ingu bóknámshúss Fjölbrauta- Sauðárkróki. Tilboðin voru opn- uð á fundi sem haldinn var í Safnahúsinu í gær að viðstaddri skólanefnd fjölbrautaskólans, fulltrúum bjóðenda og allmörg- um gestum. Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum: Byggingafélagið Hlynur hf. tæplega 235 milljónir kr., Tré- smiðjan Borg hf. 246,6 milljónir kr., Friðrik Jónsson sf. 245,1 millj- ón og SH verktakar 288,7 milljón- ir kr. Lægsta tilboðið frá Byggingafé- laginu Hlyn hf. var 87,9% af kostn- aðaráætlun sem hljóðaði upp á 267,1 milljón kr. en hæsta tilboðið var 8% yfir áætlun. Kostnaðaráætlunin skiptist þannig að áætluð jarðvinna var 8,5 milljónir, burðarvirki 85,1 millj., lagnir 39,5 millj., raforkuvirki 18,5 millj. og frágangur inni 75,8 millj. frágangur úti 21,5 millj. og frá- gangur lóðar 17,8 milljónir kr. Það var Magnús Sigurjónsson framkvæmdastjóri Héraðsnefndar sem opnaði og kynnti tilboðin en síðan verða þau yfirfarin af Hér- aðsnefnd og samband haft við bjóðendur vegna framkvæmdar- innar og frávikstilboða sem fram komu. Miðað er við að fram- kvæmdir geti hafist nú þegar í vor en verklok miðast við að húsið verði komið í full not á árinu 1995 og að fullu frágengið ári síðar. - BB. Lyfjamál hælisins séu ekki í sam- ræmi við lög um lyfjadreifingu og lög um heilbrigðisþjónustu. Þannig séu sjúklingar látnir greiða lyf sín sjálfir og þar með að mestu á kostn- að sjúkratrygginga. Virðisaukaskattur sé ekki reikn- aður nema af hluta af skattskyldri starfsemi Heilsuhælisins og ýmsir aðrir þættir í rekstrinum orki tví- mælis, svo sem rekstur mötuneytis og rekstur garðyrkjustöðvar. Þá kemur að lokum fram, að Ríkisendurskoðun telji biýnt, að fram fari heildarendurskoðun á rekstri Heilsuhælisins í því skyni að ákveða framtíðarhlutverk þess og markmið í samræmi við núgild- andi heilbrigðislöggjöf. Jafnframt verði settar niður deilur milli lækna þar annars vegar og framkvæmda- stjóra og stjórnar hins vegar. Hjúkrunarfélag íslands: Vilborg Ingólfs- dóttir formaður VILBORG Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur landlæknis- embættisins, var í fyrradag kjörin nýr formaður Hjúkrunarfélags íslands. Vilborg hlaut 615 atkvæði, eða 54,14% greiddra atkvæða, en Olína Torfadóttir, hjúkrunarforstjóri á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, fékk 512 atkvæði, eða 45,07% greiddra atkvæða. Vilborg er fædd 3. júní 1948 og verður því 43 ára í næsta mán- uði. Hún lauk stúdentsprófi frá Méftntaskólánum í Reykjavík árið 1968, hjúknmarprófi frá Hjúkr- unarskóla íslands 1971, B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Há- skóla íslands 1977 og meistaragr- áðu í heilbrigðisfræðum frá Nor- ræna heilbrigðisháskólanum í Gautaborg 1990. Vilborg tekur við starfinu af Sigþrúði Ingimundardóttur sem verið hefur formaður félagsins frá 1982. Vilborg Ingólfsdóttir Á kjörskrá voru 2.031 og akvæði greiddu 1.136, eða 55,93%. Auðir seðlar voru 6 og ógildir 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.