Morgunblaðið - 15.05.1991, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.05.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAI 1991 23 Sviss: Betra að mögla nú um EES en seinna Zrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SVISSLENDINGAR gátu sætt sig við niðurstöðu ráðherrafund- ar Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um evrópska efnahagssvæð- ið (EES) í Brussel seint á mánu- dagskvöld og eru því eftir sem áður aðilar að samningaviðræð- unum. Á mánudag leit út fyrir að þeir yrðu ekki með í sameigin- legri yfirlýsingu ráðherranna eftir fundinn og færu sína leið. En Jean-Pascal Delamuraz, við- skiptaráðherra Sviss, sagði í samtali við svissneska útvarpið í gær að umræðunum hefði þokað í rétta átt. Hinum Evrópuríkjunum þóttu Svisslendingar vera ósamvinnuþýð- ir á fundinum. Delamuraz sagðist vita það en benti á að samningavið- ræður væru til þess að ijalla um flest í smáatriðum og það væri betra að mögla nú en þegar samningurinn er fullfrágenginn. Með þessum hætti sagðist hann vonast til að ná fram samningi sem Sviss gæti skrif- að undir og þjóðin samþykkt. í fréttum svissneskra dagblaða í gær leit út fyrir að Sviss myndi segja skilið við hin EFTA-ríkin í samningaviðræðunum. Svisslend- ingar hafa ýmsar séróskir, til dæm- is varðandi aðlögunarfrest áður en samþykktir ganga í gildi og umferð þungaflutningabifreiða, og eru mjög varkárir varðandi allt sem snertir sjálfstæði og sjálfstjórn þeirra. Ráðherra Lúxemborgar, sem var í forsæti á fundinum, lagði til að Sviss samþykkti samkomulag ráðherranna með almennum fyrir- vara. Svissneska blaðið Neue Zrcher Zeitung kallar það „kurteis- legt boð til Sviss um að hverfa frá viðræðunum með séróskir sínar“. -------------- Noregur: Bjartsýn á lausn Ósló. Frá Hclge Sörensen, fréttaritara Morgunblaðsins. „ÞAÐ hafa orðið þáttaskil í við- ræðunum um Evrópska efna- hagssvæðið," sagði Eldrid Norbö, viðskiptaráðherra Nor- egs, í Ósló í fyrrakvöld eftir kom- una frá Brussel. Norbö kvaðst viss um, að deilan um sjávarútvegsmálin leystist far- sællega og nefndi tvennt í því sam- bandi. Annars vegar, að milli Nor- egs og Evrópubandalagsins (EB) væri í gildi samningur um nýtingu fiskstofnanna, og hins vegar, að unnt væri að koma til móts við EB með tvíhliða samningum. Átti hún þá við hugsanleg framlög EFTA- ríkjanna í þróunarsjóð fyrir Suður- Evrópuríkin og kaup EFTA-ríkj- anna á landbúnaðarvörum þaðan. Staðfestur skilning- ur á sérstöðu Islands KJARTAN Jóhannsson, sendiherra íslands hjá Fríverslunarbandalagi Evrópu (EFTA), sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í sameigin- legri yfirlýsingu ráðherra EFTA og Evrópubandalagsins (EB) væri staðfestur skilningur á sérstöðu íslands í sjávarútvegsmálum. „Það miðaði verulega áleiðis í því að ná samkomulagi um ýmisleg at- riði eins og dómstól, þátttöku í nefnd- um, ákvarðanaferil og öryggisá- kvæði sem EFTA-löndin geta gripið til. Ennfremur um ýmis tæknileg atriði eins og aðlögunartíma og sam- vinnu á sviði tollamála og uppruna- reglur. Það þokaðist lítið í sjávarút- vegsmálum en það var staðfestur betur en áður skilningur á sérstöðu ÍQlnnH« u síicrdi Kiarfnn Hfinn Rncrdi að í kaflanum um sjávarútvegsmál í sameiginlegu yfirlýsingunni væri sérstaklega tekið fram að það yrði að vera heildarjafnvægi í samningn- um og það væri það orðfæri sem menn hefðu sérstaklega notað til að benda á að ísland mun samkvæmt EES-samningi veita tollfrjálsan að- gang m.a. fyrir iðnaðarvörur og að eðlilegt væri að á móti kæmi að markaðir EB væru opnir fýrir fiskaf- urðir. Ml’i.l .1.11,.. I — — Reuter Kosningasigri fagnað Sameinaði marx-lenínistaflokkurinn virðist hafa unnið mikinn sigur í fyrstu fijálsu kosningunum í Nepal í 32 ár. Miðar talningu að vísu hægt en í gær þegar fýrir lágu úrslit í 62 kjördæmum af 205 hafði stjórnarflokkurinn, Kongressflokkurinn, fengið 31 þingmann en marx-lenínistar og bandamenn þeirra 27. Hinir fjórir höfðu fallið í skaut tveimur konunghollum flokkum, sem báðir heita Þjóðlegi lýð- ræðisflokkurinn. Hér eru stuðningsmenn marx-lenínista í höfuðborg- inni, Kathmandu, að fagna kosningasigrinum. Svíþjóð: Strokufangar náðust Sænski dómsmálaráðherrann hefur fyr- irskipað opinbera rannsókn á flóttanum Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. LEITIN að strokuföngunum tveimur frá Kumla-fangelsinu fékk dramatískan endi í gærmorgun, þegar þeir náðust eftir að þeir höfðu klessukeyrt bíl sem þeir höfu tekið traustataki á flóttanum undan lögreglunni. Fyrst var palestínumaðurinn Marten Imandi tekinn og síðan Iean Ursut, sem er rúmenskur að uppruna, nokkr- um klukkustundum seinna. Fangarnir voru þá staddir fyrir utan bæinn Arboga sem er milli Vasterás og Orebro. Ursut skaut tveimur skotum að an frá því að þeir struku úr fang- lögreglunni þegar þeir félagar yfírgáfu bílinn. Imandi var gripinn svo til strax, en Ursut flýði inn í nærliggjandi skóg, þar sem hann gafst upp nokkrum tímum síðar, þegar lögregluhundur hafði bitið hann í lærið. Föngunum var ekið til Kumla- fangelsisins, sínum i hvorum bíln- um, undir eftirliti vopnaðra varða. Þeir höfðu iifað á vatni einu sam- elsinu og voru örmagna þegar þeir náðust. Fangarnir verða settir í algera einangrun í fangelsinu og þegar hefur verið hafist handa við að byggja yfir garðinn þar sem þeir voru í síðustu viku þegar þeir ákváðu að strjúka. Laila Freivalds dómsmálaráð- herra hefur farið fram á opinbera rannsókn í málinu. Viðbúnað- ur í Albaníu Vín. Reuter. ALBANSKI herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna óvissuástandsins í nágrannarík- inu Jugóslavíu, að sögn Ramiz Alia, forseta Albaníu. Hin opinbera fréttastofa Al- banlu, ATA, hafði eftir forsetanum að valdabaráttan milli stærstu lýð- veldanna í Júgóslavíu, Serbíu og Króatíu, væri „alvarleg ógnun við frið og stöðugleika á Balkanskaga og í álfunni allri“. „Albönsk stjómvöld hafa gert nauðsynlegar ráðstafanir og meðal annars sett herinn I viðbragðs- stöðu,“ sagði Alia þegar hann ávarpaði sendinefnd frá júgóslav- neska lýðveldinu Makedóníu á mánudag. Bush vill fá Gates tilCIA Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti útnefndi í gær Robert Gat- es, aðstoðaröryggisráðgjafa sinn, sem nýjan yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Ef Bandaríkjaþing sam- þykkir útnefninguna tekur Gat- es við af William Webster, sem lét'af störfum í síðustu viku. Bush kvaðst í gær hafa ráðfært sig við leiðtoga þingflokkanna og vera mjög ánægð- ur með undirtekt- irnar og sann- færður um, að öldungadeildin samþykkti Gates. Hann er heldur enginn nýgræð- ingur hjá CIA því að hann var einn af aðstoðaryfir- mönnum stofnunarinnar 1982-86 og veitti henni forstöðu um hríð eftir fráfall Williams Caseys. 1987 útnefndi Ronald Reagan, fyrrum forseti, Gates formlega í embættið en þegar þingið vildi fara að spyrja hann spjörunum úr um Iran- kontra-málið, sem þá var á döf- inni, ákvað Gates að draga sig S hlé. Robert Gates ESSEMM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.