Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991 Sigm’björn Leifur Bjarnason - Minning Fæddur 24. apríl 1954 Dáinn 2. maí 1991 I dag verður hann Leifur okkar kvaddur hinstu kveðju frá Selja- kirkju í Reykjavík. En hann lést aðfaranótt 2. maí sl. í hörmulegu slysi í Englandi þar sem hann var á leið til keppni í golfi með nokkrum félögum sínum. Aldrei finnum við eins fyrir vanmætti okkar eins og þegar við fáum slíka frétt. Við get- um ekki skilið tilganginn, þegar fólk í blóma lífsins er svo snögglega hrifíð burt frá ástvinum sínum og okkur finnst svo mikið eftir af dags- verkinu. En hann Leifur var maður sem tók daginn snemma. Hann var ekki nema tæplega 17 ára þegar hann og Elínborg konan hans hófu sinn búskap. Fyrstu árin bjuggu þau á efri hæðinni í húsi foreldra hans á Sogaveginum. En ótrúlega fljótt gátu þau byggt sína eigin íbúð í Fífuseli 12 og sýnir það best dugn- að þeirra svo ungra. Seinna stækk- uðu þau svo við sig og fluttu í rað- hús í Jöklaseli 13. Þau eignuðust fjögur böm, Svövu Björg, 20 ára, Evu, 14 ára, Sigurð Bjama, 11 ára, og Sigurbjörgu, 7 ára. Ég kynntist Leifí fyrst vorið 1970 þegar hann tengdist Hrísbrúarfjöl- skyldunni sem ég hafði einnig kom- ið inn í 3 árum áður. Hann var fljót- ur að kynnast okkur, alltaf kátur og hress og tilbúinn að hjálpa til ef einhver þurfti á að halda. Fljót- lega fór hann að taka þétt í hesta- mennsku með fjölskyldunni og minnist ég margra skemmtilegra stunda frá þeim tíma. Einkum úr Þingvallaferðum sem oft vom fam- ar einu sinni á ári. Nú síðustu árin hafði golfíð tekið huga hans frá hestamennskunni, en þar náði hann einnig góðum árangri, eins og í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, og vann þar til fjölda viðurkenninga og verðlauna. Leifur var rafvirki að mennt og var á samningi hjá Guðlaugi Helgasyni rafvirkjameist- ara. Var þeirra samvinna mjög náin og varð að vináttutengslum á milli þessara fjölskyldna. Nú um árabil hefur hann svo rekið eigið fyrir- tæki, Þétti hf., ásamt Jens Jens- syni. Má segja að þeir hafí verið nær óaðskiljanlegir vinir bæði í leik og starfí. Ég vil senda Jens og hans fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur og ósk um góðan bata, því hann meiddist illa í baki í þessu hörmulega slysi. Einnig vil ég votta aðstandendum Baldvins Ólafssonar, sem lést í þessu sama slysi, innilega samúð. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Hrísbrúarfjölskyldunnar þakka honum Leifí okkar samfylgdina og allt sem hann var okkur. Megi hann ganga á guðs vegum. Elsku Elínborg, Svava, Eva, Siggi og Sigurbjörg, megi góður guð styrkja ykkur og leiða í ykkar miklu sorg. Einnig vottum við systkinum hans og þeirra fjölskyld- um, tengdaforeldrum, tengdasystk- inum og fjöiskyldum þeirra og öllum vinum og vandamönnum okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll! Asgerður Gísladóttir Undarlegt er að vera saman og rifja upp minningar sem okkur eru ljúfar og kærar á þeim tíma sem við erum harmi slegin af þeirri sorg- arfregn sem við fengum þann 2. maí, að bróðir okkar og mágur hafí látist í hörmulegu bflslysi í Englandi 'ásamt kunningja sínum, þar sem þeir voru saman á ferða- lagi með vinum sínum og félögum. Leifur fæddist í Reykjavík 24. apríl 1954 og var því rétt orðinn 37 ára. Foreldrar hans, sem bæði eru látin, voru Sigurína Sigurbjörg Eyleifsdóttir, f. í Hólakoti, Miðnes- hreppi, og Bjami Sigurður Helga- son, f. í Reykjavík en alinn upp í Trostansfírði hjá móðurfólki sínu. Leifur var yngstur fjögurra systkina, en þau em Bjami, kvænt- ur Sigríði Ólafsdóttur, Tryggvi, kvæntur Kristjönu Guðmundsdótt- ur, og Margrét, gift Áma Finnboga- syni. Vom þau systkinin öll búsett í Seljahverfínu í Reykjavík. Leifur giftist 25. desember 1971, þá 17 ára að aldri, unnustu sinni, CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins r LANDSSMIÐJAN HF Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 —:-----i—:-----rxn—n—n—n—— Elínborgu Sigurðardóttur, f. 24. október 1953. Foreldrar hennar em Svava Ingimundardóttir og Sigurð- ur Jóhannsson. Leifur og Elínborg eignuðust fjögur börn. Elst þeirra er Svava Björg, f. 23. febrúar 1971, Eva, f. 27. apríl 1977, Sigurður Bjami, f. 11. aprfl 1980, og yngst er Sigur- björg, f. 28. desember 1983. Leifí var annt um fjölskyldu sína og bjó hann vel að henni. Leifur var dugnaðardrengur, hjálpsamur og úrræðagóður og nutum við systkinin öll góðs af. Hann var hamhleypa til verka og mjög sjálf- stæður og áræðinn. Leifur lærði rafíðn og varð rafvirkjameistari árið 1985, starfaði hann við iðn sína um hríð. Fljótt kom í ljós að útivera og útivinna hentaði honum betur en innivinna. Fyrir 11 ámm fór hann að vinna hjá Fagtúni hf., sem sérhæfði sig í þakréttingum og kynntist hann þar Jens Jenssyni. Þeir stofnuðu fyrirtækið Þétti hf. fyrir um það bil 9 ámm og unnu fyrir Fagtún hf. við góðan orðstír. Jens og Leifur voru sem bestu bræður. Ahugamál þeirra lágu mjög saman og vom fjölskyldur þeirra samrýndar. Þeir ferðuðust mikið saman bæði innanlands og utan. Var Jens með honum í hinni örlaga- ríku ferð. Við vottum honum og fjölskyldunni samúð okkar og vitum að hans missir er mikill. Þegar við hittumst 7. aprfl sl. hjá Leifí og Elínborgu í fermingu Evu var ákveðið að hafa fjölskyldu- helgi í sumar í sumarhúsi Bjama og Siggu í Grímsnesinu, en þar er smá golfvöllur og ætlaði Leifur þá að veita okkur tilsögn í þeirri íþrótt sem átti hug hans allan, golfínu. Hann var búinn að koma Bjama á bragðið og ætlaði að kanna árang- urinn. Leifur hafði mikinn áhuga á öku- tækjum og átti þar mikla samleið með Tryggva bróður sínum sem er bifvélavirki og var alltaf tilbúinn að hjálpa honum og leiðbeina með ráðgjöf og aðstoð. Leifur var ungur að árum þegar við mágkonur hans kynntumst hon- um. I okkar augum var hann alltaf sem litli bróðir, sem við unnum og dáðum. Hann vann hug okkar og hjarta með sínu glaða viðmóti og hlýju. Nú söknum við hans sárt. Það var Leifí mikil gæfa að eign- ast góða og trausta tengdaforeldra og tengdafjölskyldu, og var sam- band þeirra mikið og gott. Björgúlfí Lúðvíkssyni, fram- kvæmdastjóra Golfklúbbs Reykja- víkur, þökkum við veitta aðstoð. Við vottum aðstandendum Bald- vins Ólafssonar samúð okkar, og félögum þeirra góðs bata. Elsku Elínborg og böm, guð styrki ykkur í sorg og erfíðleikum. Kveðjustundin er komin og minn- ingar um góðan bróður og mág geymum við í hjarta okkar með hlýju og þakklæti. Bjarni, Sigríður, Tryggvi og Kristjana Kveðja frá Golfklúbbi Reykjavíkur Vorið er kylfíngum ávallt mikið tilhlökkunarefni. Margir þeirra hefja inniæfíngar fljótlega upp úr áramótum og aukinn fjöldi leitar til útlanda í þeim tilgangi að búa sig sem best undir leiktímabilið sem því miður er allt of stutt hér á landi. Átta félagar úr Golfklúbbi Reykjavíkur lögðu þánn 1. maí sl. í eina slíka ferð og var ferðinni heitið til Bude á Comwall-skaga á Þórður Jóns- son - Minning Þórður var fæddur í Reykjavík 6. ágúst 1924. Foreldrar hans vom Jón Ólafur Gunnlaugsson frá Kiðja- bergi í Grímsnesi, lengi stjómar- ráðsfulltrúi í Reykjavík, og seinni kona hans, Ingunn Þórðardóttir frá Ráðagerði á Seltjamamesi. Föður- foreldrar hans vom Gunnlaugur Þorsteinsson, bóndi og hreppstjóri á Kiðjabergi, og Soffía Skúladóttir frá Breiðabólsstað en móðurforeldr- ar vom Þórður Jónsson, sem bjó í Bakkakoti á Seltjamamesi, og Halldóra Ólafía Jónsdóttir, sem var systir Jóns Aðils, sagnfræðings. Var hann því af merku fólki kominn í báðar ættir. Þórður fór í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi vorið 1945. Meðal bekkjarsystkina hans vom Bergsteinn Jónsson, sagnfræðingur, Áífheiður Kjartans- dóttir, þýðandi, og Sigurður Briem Jónsson frá Vík í Mýrdal svo ein- hver séu nefnd. Vom stúdents- árgangar fámennari þá en nú og stofnaðist oft ævilöng vinátta milli bekkjarsystkina. Að loknu stúdentpsprófí settist Þórður í heimspekideild Háskóla íslands og lauk cand.mag. prófí í íslenskum fræðum vorið 1951. Átti það nám ágætlega við hann, einkum málfræði og saga, enda lauk hann ^SKIPAPLÖTUR - INNRÉTTINGAR PLÖTUR í LESTAR J|| f|k SERVANT PLÖTUR 3 I 11 I I SALERNISHÓLF l^f 1 * BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR ^ÁLAGER -NOfíSK HÁGÆÐA VARA AMB6BÍMSSDH ACO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 prófí með góðri einkunn. Hefði hann getað náð langt í fræðum þessum ef heilsan hefði ekki bilað. Á sumrin var Þórður langdvölum á Kiðjabergi og Bræðratungu, en þar bjó faðir minn og föðurbróðir hans, Skúli Gunnlaugsson. Var kært með þeim frændum enda báð- ir fróðleiksmenn og skrifuðust þeir á eftir að Þórður var hættur kaupa- mennsku. í bréfí, sem ég hef undir höndum, frá því í desember 1952, segir Þórður m.a.: „Ég er farinn að vinna sem sjálfboðaliði í Þjóð- skjalasafni, eins og tíðkast í Ríkis- skjalasafninu í Kaupmannahöfn. íslenskir stúdentar réðust svona líka í stjómarráðið danska, t.d. Bjarni, síðar amtmaður á Stapa, að ógleymdum Bjarna hinum, amt- manni og skáldi á Möðruvöllum, ef ég man rétt. Gat það — og getur enn verið hagkvæmt á margan hátt. í safninu hef ég séð margt gamalt og merkilegt: skinnbréf, skinnbæk- ur, kirkjubækur, m.a. frá Odda og Breiðabólsstað, bækur sýslumanna, m.a. Þorsteins frá Kiðjabergi, jarða- skjöl, manntalsskýrslur o.fl. Þá mun ég sjá á mánudaginn bréf sem þeir Þorsteinn og Gunnlaugur, afí minn, hafa skrifað Jóni forseta. Fyrst fór Barði, þjóðskjalavörður, með mig í gegnum allt safnið sem er að sprengja utan af sér húsakynnin en síðan hef ég starfað dag hvern frá 3. desember með dr. Bimi Kar- el Þórólfssyni.“ Þórður starfaði síðan nokkur misseri á Þjóðskjalasafninu en um þessar mundir fór að kenna hjá honum sjúkleika og varð hann brátt alls óvinnufær og þurfti hann að dvelja á stofnunum allt til æviloka. Síðast var hann í mörg ár á Dvalar- Suður-Englandi. Höfðu þeir undir- búið sig vel undir ferðina, sem var þeim mikið tilhlökkunarefni. Þeir komust aldrei alla leið. Á leiðinni, aðfaranótt 2. maí, lentu þeir í hörm- ulegu umferðarslysi, tveir þeirra fórust, Leifur og félagi hans, Bald- vin Ólafsson. Leifur var glæsilegur og einstak- lega hjálpsamur maður. Hann hafði mikið keppnisskap sem bitnaði þó ekki á öðrum heldur var keppinaut- um hans mikil hvatning. Hann var virkur meðlimur í Golfklúbbi Reykjavíkur og honum nægði ekki aðeins að leika golf, honum fannst tilheyra að koma við í golfskálanum fyrir og eftir leik eftir því sem tími vannst til til að njóta samvista við aðra meðlimi klúbbsins. Mætti það vera öðrum kylfíngum til fyrir- myndar þar sem íþróttin snýst ekki aðeins um leikinn sjálfan heldur um félagsskapinn í kringum hann. Leif- ur var ávallt reiðubúinn að starfa fyrir klúbbinn þegar á þurfti að halda. Er skemmst að minnast þeg- ar nýverið var byggður fyrri áfangi að nýbyggingu við Golfskálann í Grafarholti-en þá lögðu Leifur og Jens félagi hans fram mikla vinnu og sérfræðiþekkingu við lokafrá- gang án þess að til greina kæmi að taka greiðslu fyrir. Leifur var góður kylfíngur og vann til ýmissa verðlauna á þeim vettvangi. Ég hygg þó að upp úr standi þegar þeir félagarnir, Leifur og Jens Jens- son, sigruðu í opna GR mótinu 1987 en það er eitt stærsta golfmót sem haldið er hér á landi. Þeir félagarnir spiluðu ekki að- eins golf saman. Þeir ráku í níu ár saman fyrirtækið Þétti, svo sam- rýndir voru þeir. Gátu þeir sér gott orð sem fagmenn og bar aldrei skugga á samstarf þeirra. Leifur var aðeins 37 ára þegar hann lést. Hann lætur eftir sig eig- inkonu, Elínborgu Sigurðardóttur, og fjögur böm, Svövu Björgu, Evu, Sigurð og Sigurbjörgu. Þeim votta ég innilega samúð okkar klúbbfé- laganna, en eftir stendur minningin um góðan dreng. Guðmundur Björnsson, for- maður Golfklúbbs Reykjavíkur heimilinu Ási í Hveragerði. Þótt því væri svo varið að heilsu Þórðar, sem hér er lýst, liggur nokk- uð eftir hann í rituðu máli enda átti hann létt með að skrifa. Er það á víð og dreif í blöðum og tímarit- um. Eina bók þýddi hann úr norsku, Dómsmorð, eftir hinn kunna lög- fræðing J.B. Hjort. Eru þar frá- sagnir af þekktum málaferlum og leitast við að skýra hvers vegna menn kveða upp ranga dóma. Síðasta áratuginn var heilsa Þórðar betri en oft áður og hafði hann gaman af að bregða sér á hestbak og blanda geði við fólk. Hann var líka sflesandi og skrifaði eitt og annað sem til er í handriti. Um tíma hafði hann áhuga á að rita um sögu Skálholts en ekki veit ég hvað hann var kominn langt næð það verk. í síðasta mánuði fékk hann snert af lungnabólgu. Ágerðist hún svo að hann var fluttur á spítala og þar andaðist hann 7. maí sl. úr hjarta- slagi. Blessuð sé minning hans. Páll Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.