Morgunblaðið - 15.05.1991, Síða 46
46
KNATTSPYRNA
18áralands-
liðið í æf-
ingaferð
- til Austurríkis og
Tékkóslóvakíu
Landslið íslands í knattspymu,
skipað leikmönnum 18 ára og
yngri hélt í gær til Austurríkis og
Tékkóslóvakíu í æfingaferð, þar
sem leiknir verða 5-6 leiki. Ferðin
er hugsuð sem undirbúningur fyrir
leiki liðsins í Evrópukeppninni.
Fyrst verður leikið í Purgstall
fyrir utan Vínarborg, gegn heima-
mönnum 15. maí og er það til að
endurgjalda Austurríkismönnum
heimsókn þeirra hingað til lands
s.l. haust en þá sigraði íslenska lið-
ið 3:0 á Hvolsvelli.
Síðan verður haldið til Piestany
í Tékkóslóvakíu þar sem liðið tekur
þátt í sterku móti sem haldið er í
tilefni 80 ára afmælis tékkneska
knattspyrnusambandsins. í riðli
með íslenska liðinu eru Rúmenía,
Þýskaland, Grikkland og úrvalslið
Slóvakíu. I hinum riðlinum verða
Tékkóslóvakía, Tyrkland, Pólland
og Sovétríkin.
Hörður Helgason, þjálfari U-18
ára liðsins, hefur valið eftirtalda
leikmenn til fararinnar:
Markverðir: Eggert Sigmundsson, KA og
Friðrik Þorsteinsson, Fram.
Aðrir leikmenn: Arnar Arnarsson, Fram,
Auðunn Helgason, FH, Bjarki Bragason,
KA, Einar Baldvin Árnason, KR, Flóki
Halldórsson, KR, Hákon Sverrisson, UBK,
Helgi Sigurðsson, Víkingi, Kári Steinn
Reynisson, ÍA, Kári Sturluson, Fylki, Lúðvík
Arnarson, FH, Óskar Þorvaldsson, KR,
Pálmi Haraldsson, ÍA, Rútur Snorrason,
ÍBV, Sigurður Eyjólfsson, KR og Sturlaug-
ur Haraldsson, IA.
Fararstjórar verða; Helgi Þorvaldsson,
Ásgeir Ármannsson, Gylfi Orrason, Steinn
Haldórsson, Einar Jónsson, læknir og Hörð-
ur Helgason, þjálfari.
Stuðningsmanna-
klúbbur KSÍ:
Stofnfundur
íkvöld
Stofnfundur Stuðningsmanna-
klúbbs KSÍ verður haldinn í
kvöld, í fundarsal Úrvals-Útsýnar,
Álfabakka 16, kl. 17.15.
Meðal gesta verða Hörður Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýn-
ar, Eggert Magnússon, formaður KSÍ,
og Bo Johansson, landsliðsþjálfari,
sem mun fjalla um leik Manchester
United og Barcelona. Að því loknu
verður fylgst með leiknum í beinni
útsendingu frá Rotterdam.
FRAKKLAND
Basile Boli
var hetja
Marseille
Miðvörðurinn Basile Boli var
hetja Marseille þegar félagið
lagði Nantes, 2:1, í 8-liða úrslitum
frönsku bikarkeppninnar í gær-
kvöldi. Boli skoraði sigurmarkið í
framlenginu - skallaði knöttinn í
netið á 103 mín. eftir sendingu frá
Abedi Pele.
Paul Le Guen kom Nantes yfir,
1:0, á 76. mín., en aðeins Ijórum
mín. seinna var Jean-Pierre Papin,
sem var í strangri gæslu allan leik-
inn, búinn að jafna, 1:1, eftir send-
ingu frá Pele.
Mareille leikur í undanúrslitum
ásamt tveimur 2. deildarfélögum.
Rodez, sem vann Sochaux, 2:1, og
Gueugnon, sem vann Niort, 1:0.
Sigurvegarinn úr leik Cannes og
Mónakó er íjórða liðið í undanúrslit-
um.
MORGUNBLAÐIÐ IÞRO f f !R MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991
Aðeins tveir leikir á grasi?
hvort spilað verður á aðalvellinum Nýliðar Víðis og KR leika í
eða á efri vellinum. Garðinum, en óvíst er hvort spilað
Stjaman og Valur ieika í verður á grasi eða möl. Mölin er
Garðabæ. Grasvöllur Stjömunnar samt sennilegri á þessu stigi máls-
er ekki tilbúinn og verður því leik- ins.
ið á möl. Rætt hefur verið um að
skipta á heimavelli og leika á grasi Þá verður viðureign KA og ÍBV
að Hlíðarenda, en um það hefur á malarvelli KA.
ekki verið tekin ákvörðun.
Islandsmótið í knattspyrnu 1.
deild, Samskipadeildin, hefst á
mánudag, en þá fara allir fimm
leikirnir í 1. umferð fram. Sam-
kvæmt upplýsingum frá viðkoandi
félögum er Ijóst að tveir leikir
verða leiknir á grasi, tveir örugg-
lega á möl og miklar líkur eru á
þvi að fimmti leikurinn verði einn-
ig á möl.
íslandsmeistarar Fram taka á
móti nýliðum Breiðabliks. Leikur-
inn verður í Laugardal og er sett-
ur á Valbjarnarvöll.
FH mætir Vikingi í Kaplakrika
í opnunarleik mótsins og verður
leikið á grasi, en ekki er ljóst
KEILA
Minningarmót um
Bimu Þórðardótftur
Sunnudaginn 12. maí var haldið
í keilusalnum í Öskjuhlíð eitt
glæsilegasta og fjölmennasta keilu-
mót kvenna, frá upphafi. Var þetta
mót haldið til minningar um Birnu
Þórðardóttur, sem lést s.l. sumar,
en hún og eftirlifandi eiginmaður
hennar, Helgi G. Ingimundarson,
hafa verið í hópi bestu keilara lands-
ins um árabil. Sigurvegari mótsins
varð Sólveig Guðmundsdóttir og var
hún vel að sigrinum komin enda
hafði hún haft veg og vanda að því
að mótið yrði haldið. í öðru sæti
varð Hrönn Einarsdóttir, í þriðja
sæti Ingveldur Sævarsdóttir, í
fjórða sæti Steinunn Arnórsdóttir
og í fimmta varð Sigurlín Baldurs-
dóttir. Myndin af ofan sýnir sigur-
vegarana ásamt Helga G. Ingi-
mundarsyni og dótturdóttur hans,
Birnu, en þau séu um verðlaunaaf-
hendingu á mótinu.
(Fréttatilkynning)
1. deild
heitir
nú Sam-
skipa-
deild
Efsta lið deildarinnar
fær 500.000 kr. frá
Samskipum hf.
KNATTSPYRNUSAMBAND ís-
lands og samtök 1. deildarliða
í knattspyrnu annars vegar og
Samskip hf. hins vegar skrif-
uðu í gær undir samstarfs-
samning vegna 1. deildar-
keppni Islandsmótsins íknatt-
spyrnu 1991.1. deildarkeppnin
nefnist nú Samskipadeildin.
Ísamningnum segir m.a. að
Samskipum hf. er heimilt að
augiýsa 1. deildarkeppnina í sínu
nafni, svo og með merki KSÍ í
máli og myndum, og nýta þessa
keppni í auglýsingaskyni fyrir fyrir-
tækið á hvern þann hátt, sem
mætti gagnast því.
Samskip hf. greiða um 4-5 millj-
ónir til 1. deildar félaganna tíu, sem
skiptast milli þeirra eftir frammi-
stöðu þeirra í mótinu. Efsta liðið
fær 500 þúsund krónur og neðsta
liðið 300 þúsund krónur. Auk þess
mun Samskip hf. kynna deildina
með ýmsum hætti og verðlauna
meðal annars leikmann, þjálfara og
dómara mánaðarins.
Markmið samningsins er eftirfar-
andi:
1. Að auka áhuga, kynningu og
umfjöllun og þar með aðsókn að
leikjum íslandsmótsins.
2. Að Samskip hf. fái sem mesta
kynningu, umfjöllun og auglýsinga-
gildi í tengslum við samninginn.
ÞJÁLFARAR, fyrirliðar og
formenn 1. deildarliðanna
spá KR íslandsmeistara-
titlinum í knattspyrnu f
sumar. 29 af 30 seðlum
skiluðu sér og var því
mest hægt að fá 290 stig,
en útkoman varð þessi:
1. KR..................268
2. Fram................249
3. Valur...............243
4. Víkingur............174
5. ÍBV.................156
6. FH..................139
7. Stjarnan............133
8. Breiðablik...........97
9. KA...................88
10. Víðir................48
NBA-DEILDIN
Marfc Aguirre
var óstöðvandi
Þessi orð nægðu, því að Aguirre
setti allt á fulit og skoraði grimmt,
þar af 18 af 22 stigum á kafla í
seinni hálfleik. „Það var sama
hvaða leikmann ég lét Aguirre til
höfuðs - við réðum ekkert við
hann,“ sagði Chris Ford, þjálfari
Boston. Kevin McHale skoraði
mest fyrir Boston, eða 28 stig.
Dennis Ridman hjá Pistons var
útnefndi besti varnarmaður
NBA-deildarinnar annað árið í röð
og fékk hann viðurkenningu fyrir
leikinn.
Detroit Pistons lagði Boston
aðvelli, 104:97, ífjórða leik
liðanna í úrslitakeppni NBA í
fyrrinótt. Liðin eru jöfn, 2:2, eftir
■■■■■■ fjóra leiki. Isiah
Frá Thomas gat ekki
Gunnari ieikið með meist-
Valgeirssyni
i Bancinríkjunum
Aguirre fór á kostum og skoraði
34 stig Pistons.
Við þurfum á stigum frá þér
að halda í kvöld,“ sagði Chuck
Daly, þjáifari Pistons við Aguirre,
sem er fyr/um skotvél Dallas.
araliðinu vegna
meiðsla, en Mark
Morgunblaðið/KGA
Frá undirskrift samningsins. Frá vinstri: Stefán Eiríksson, fulltrúi Sam-
skipa, Eggert Magnússon, formaður KSÍ og Halldór B. Jónsson, formaður 1.
deildarfélaga.
KARFA / URVALSDEILDIN
Áttaaf tíu
þjáKurum
endurrádnir
KR og Þór einu liðin sem eiga eftir að ráða
Atta af tíu þjálfurum úrvals-
deildarinnar í körfuknattleik
hafa verið endurráðnir. Aðeins tvö
félög eiga eftir að ráða þjálfara
fyrir næsta vetur, KR og Þór.
Líklegt er að Páll Kolbeinsson verði
áfram þjálfari KR, en ekki hefur
verið tekin ákvörðun, og Þórsarar
leita að erlendum þjálfara.
Milan Rozanek verður áfram
þjálfari Tindastóls og fær Val Ingi-
mundarson til liðs við sig. Valur
heldur þó áfram að leika með liðinu
og Ivan Jonas sömuleiðis. Pétur
Guðmundsson fer frá félaginu en
gert er ráð fyrir því að Einar Einars-
son leiki áfram á Sauðárkróki.
Jón Kr. Gíslason heldur áfram
sem þjálfari ÍBK, enda gerði hann
tveggja ára samning í fyrra. Liðið
hyggst ekki halda Tairone Thornton
og gert er ráð að Jón fari út sjálfur
og svipist um eftir bandarískum
leikmanni.
Glenn Thomas verður áfram hjá
Haukum, Gunnar Þorvarðarson hjá
Grindavík, Vladímír Obúkov hjá
Val, Hreinn Þorkelsson þjálfar
Snæfell og Birgir Mikaelsson verður
áfram þjálfari nýliða Skallagríms.
Aðeins þtjú félög gera ráð fyrir
því að nota sömu erlendu leikmenn
næsta vetur. Tindastóll hefur samið
við Ivan Jonas og Njarðvík við
Rondey Robinson. Þá hafa
Grindvíkingar hug á að halda Dan
Krebbs og ekki er útilokað að Jonat-
han Bow komi aftur til KR.