Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 4
I Björgun skipveija af Sjávarborginni: Rétt viðbrögð við ofkæl- ingu urðu honum til lífs - segir Jóhann Axelsson prófessor JÓHANN Axelsson prófessor, sem hefur rannsakað áhrif ofkælingar á mannslíkamann, segir fullvíst að Jóhann Jónsson, sjómaður af Sjávar- borginni, sem komst lífs af eftir 27 mínútna vist í ísköldum sjó, hefði ekki lifað af hefði hann ekki notið aðstoðar félaga síns, Snorra Guð- mundssonar stýrimanns, sem klæddist flotbúningi og kastaði sér i sjó- inn þegar Jóhann féll fyrir borð. Jóhann Axelsson segir ljóst að líkams- hiti Jóhanns Jónssonar hafi farið undir 30 gráður á celsíus, þótt hitamæl- ir um borð hafi ekki mælt niður fyrir 34 gráður, og að alla jafnan yrðu menn stjarfir og meðvitundarlausir eftir 15 mínútur við þær aðstæður sem Jóhann þoldi 12 mínútum lengur. Jóhann Axelsson sagði að öll við- brögð skipshafnarinnar, sem fengið hefði nákvæmar leiðbeiningar þyrlu- læknis, hefðu verið skynsamleg og rétt eftir að Jóhann Jónsson hafði náðst úr sjónum. Gunnar Guðmundsson þyrlulækn- ir, sem var í sambandi við skipið og fór með þyrlunni að sækja Jóhann Jónsson, segir að Jóhanni hafi eftir slysið verið veitt sú fyrsta hjálp sem alltaf eigi að vera hægt að veita þegar um ofkælingu er að ræða; færa mann í skjól og úr blautum fötum, þurrka hann vel, klæða í ull- amærföt og vefja í sængur eða teppi. Mikilvægt sé að setja lambhúshettu á höfuð en allt að helmingur var- mataps sé um höfuðið. Þá þurfi að gæta þess að hafa 25-30 stiga hita í herbergi og skapa skilyrði til að flýta fyrir því að lfkaminn sjálfur nái upp hita. Ofkældum manni sem sé með fullri meðvitund eigi að gefa heita drykki. Hins vegar beri að forð- ast allt sem verði til þess að blóð leiti til húðarinnar, til dæmis megi alls ekki reyna að nudda hita í mann, sem orðið hefur fyrir ofkælingu. Þá sagði Gunnar einnig mjög mikilvægt að þar sem búast mætti við ofkæling- artilfellum, svo sem í skipum, væru til staðar lághitamælar, sem mælt geti líkamshita allt niður í 10 gráð- ur, því hitastig líkamans geti skipt höfuðmáli þegar rétt viðbrögð séu metin. Jóhann Axelsson sagði það geta skipt sköpum við að varðveita kjarna- hita líkamans að menn hreyfi sig ekki neitt, þar sem öll hreyfing auki varmatapið í vatninu. Þegar verið er að ná mönnum um borð úr sjónum skipti öllu máli að taka þá upp í lá- réttri stöðu. „Ef þú hífir mann upp eða hvetur hann til að standa upp leitar blóðið niður frá höfði og hjarta. Þá má ekkert gera sem getur leitt til þess að blóð leiti út til húðarinn- ar, til dæmis að nudda útlimi,“ sagði Jóhann. Hann sagði að árlega fær- ust 15-20 manns í slysum á sjó og vötnum hér við land og í flestum til- vikum væri kuldi orsökin, beint eða óbeint. VEÐUR 16.15 i VEÐURHORFUR í DAG, 16. MAÍ YFIRLIT: Vestur af Bretlandseyjum er 1.040 mb hæð en 1.005 mb smálægð á Grænlandshafi þokast norðaustur. Um 600 km suöur af Hvarfi er heldur vaxandi 995 mb lægð á leið norður. SPÁ: Fram eftir morgni verður sunnankaldi eða stinningskaldi með rigningu um mestallt landið, þó verður úrkomulítið á Norðaustur- landi í fyrstu. Um hádegisbil snýst vindur til suövestanáttar með skúrum vestast á landinu og síðdegis færist rigningarbeltið austur yfir landið. Undir kvöld fer að létta til austanlands. Heldur kólnar síðdegis, fyrst vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðvestan átt og fremur svalt í veðri. Skúrir um vestanvert iandið en bjart veður austanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðlæg eða suðvestlæg átt og aftur heldur hlýnandi í bili. Rigning sunnanlands og vestan en þurrt að mestu á Norðausturlandi. Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * / * r * r * Slydda r * r * # * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius V y Skúrir Él Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 10 alskýjað Reykjavík 8 rigníngogsúld Bergen 7 skýjað Helslnki 7 skúr Kaupmannahöfn 11 hálfskýjað Narssarssuaq 9 alskýjað Nuuk 1 slydda Ósló 15 skýjað Stokkhólmur 7 rignlng Þórshöfn 11 alskýjað Algarve 21 heiðsklrt Amsterdam 9 rigning Barcelona 19 léttskýjað Berlln 10 haglél á sfð.klst. Chlcago vantar Feneyjar 19 þokumóða Frankfurt 11 skýjað Qlasgow 13 úrkomaígrennd Hamborg 8 skúrásíð.klst. Las Palmas vantar London 15 alskýjað Los Angeles 13 helðsklrt Luxemborg 11 skýjað Madrld 24 léttskýjað Malaga 22 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Montreal 10 léttskýjað NewYork 18 þokumóða Orlando vantar Parfs vantar Róm 19 léttskýjað Vln 12 skýjað Washlngton vantar Winnlpeg 14 alskýjað Morgunblaðið/RAX Rennibrautin lagfærð Vatnsrennibrautin í Laugardal verður opnuð að nýju innan fárra daga, eftir viðgerðir, en hún skemmdist töluvert í óveðrinu í febrúar. A myndinni, sem var tekin í vikunni, sést þegar unnið var að því að ganga frá plastþekjunni yfir sjálfa brautina. Verið að móta reglur um mengunarvarnir á bílaþvottastöðvum VERIÐ er að móta reglur þessa dagana um mengunarvarnir á bílaþvottastöðvum á vegum meng- unarvarnadeildar Hollustuvernd- ar ríkisins og umhverfisráðuneyt- isins. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur lífrænn leysiefnaúrgangur, eins og tjöru- hreinsilögur, runnið óhindrað i sjó fram. í mengunarvamareglugerð er leysiefnaúrgangur skilgreindur sem umhverfisspillandi og að sögn Ólafs Péturssonar hjá mengunarvamadeild Hollustuverndar eiga slík efni ekki að fara út í umhverfið. „Bílaþvottastöðvar ættu því að vera búnar hreinsistöðvum til að minnka það magn sem fer út í um- hverfið eins'og kostur er. Það er að sjálfsögðu á ábyrgð þvottastöðvanna að koma slíkum búnaði upp,“ sagði Ólafur. Hann sagði að helsti vandinn væri sá að ekki hefðu verið mótaðar nein- ar ákveðnar reglur um hvemig út- færa ætti hreinsun mengandi efna. Nú væri hins vegar hafin vinna til að móta þær og setja ákveðin mörk á það magn efna sem má fara út í umhverfið. Ólafur sagði að þau efni sem væru notuð til að hreinsa bíla væm mis- skaðvænleg. Hægt væri að nota leysiefni og efni sem brjóta upp fítu og gera hana leysanlega. „Ég held að það séu ekki til nein skaðlaus efni til þessara nota,“ sagði Ólafur. Flutningar fyr- ir varnarliðið: Útboðsgögn undirbúin VERIÐ er að undirbúa útboðs- gögn vegna flutninga á sjó til varnarliðsins á Keflavíkur- velli, en samningur Eimskips við bandaríska sjóherinn renn- ur út í vetur. Bandaríska skipafélagið Rain- bow Navigation hefur séð um 35% flutninganna á móti Eim- skip frá síðasta útboði árið 1987, en skipafélagið er nú hætt flutn- ingum hingað. Samningur sjó- hersins og Eimskips var fram- lengdur 7. maí í allt að sex mán- uði og rennur því út 7. nóvem- ber. Til þess tíma sér Eimskip um alla flutninga til varnarliðs- ins. Ekki er enn ljóst með hvaða hætti útboðið verður en líklega verður það með svipuðum hætti og árið 1987. Einar Thoroddsen fv. yfírhafnsögumaður látinn EINAR Thoroddsen, fyrrverandi yfirhafnsögumaður, lést mánu- daginn 13. maí síðastliðinn, 78 ára að aldri. Einar fæddist 23. maí 1913 að Vatnsdal í Rauðasandshreppi. For- eldrar hans voru Ólafur E. Thor- oddsen skipstjóri og Ólína Andrés- dóttir Thoroddsen. Einar tók skipstjómarpróf frá Stýrimannaskólanum 1955 og var hafnsögumaður í Reykjavík frá 1955-1962, er hann gerðist yfir- hafnsögumaður. Einar var borgar- fulltrúi í Reykjavík frá 1954-1962 og formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Ægis frá 1952- 1956. Formaður Sjómannadagsráðs var hann 1961-62 og sat um skeið í stjóm Farmanna- og fiskimanna- sambandsins. Einar var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsins í Reykjavík 1978 og var veitt heið- Einar Thoroddsen ursmerki af Ólafi Noregskonungi 1961. Eftirlifandi eiginkona Einars er Ingveldur B. Thoroddsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.