Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 45 Sigrún Míiríci Schneider - Minning Fædd 16. júní 1929 Dáin 8. maí 1991 í dag verður til moldar borin elsk- uleg móðursystir mín, frá Krists- kirkju, Landakoti. Hún fæddist 16. júní 1929, á Siglufirði, en fluttist fljótlega til Reykjavíkur og sleit barnsskónum í Skeijafirði. Faðir hennar var An- ton Schneider sápugerðarmaður í verksmiðjunni Frigg og móðir henn- ar Guðrún Schneider, sem lést fyrir aðeins fjórum mánuðum. Eftirlif- andi systir Sigrúnar er Lydía Berta Jörgensen, gift Valgarð Jörgensen. Sigrún stundaði venjuleg störf framan af, en var einnig í tónlist- arnámi og lærði á píanó. Síðan réðst hún til starfa hjá barnaverndar- nefnd Reykjavíkur, þar sem hún starfaði í mörg ár, en var síðar feng- in til að fara utan á vegum Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar og kynna sér heimilisþjónustu fyrir aldraða, sem hún svo veitti forstöðu fyrstu árin. Sigrún var mjög listræn og átti tónlistin stóran sess í lífi hennar og einnig stundaði hún ritstörf. 20. september 1977 giftist hún Ólafi Byron Guðmundssyni, en hann lést langt um aldur fram 1984 og varð það henni þungbær borg. Örlögin höguðu því þannig til að undirrituð ólst upp á heimili afa og ömmu í Gnoðarvoginum, en þar bjó Aggú, eins og ég kallaði hana, einn- ig. Milli okkar urðu óijúfanleg bönd sem svo harkalega hefur allt í einu verið klippt á. Við vissum að Aggú gekk ekki heil til skógar, en engan óraði fyrir að endalokin myndu bera svo brátt að. Skin og skúrir skiptust á í lífi hennar, en alltaf reis hún upp aftur og hélt baráttunni ótrauð áfram. Eftir að ég giftist og eignaðist dætur mínar varð hún okkur ómet- anleg hjálp og bar hún hag telpn- anna ætíð mjög fyrir bijósti. Við eigum henni svo ótal margt að þakka en minningin um hana mun ylja okkur um ókomna tíð. Við biðjum algóðan Guð um að gæta hennar og blessa. Guðrún Barbara Tryggva- dóttir og fjölskylda Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. (Stephan G. Stephanson.) Þessi hending kemur í huga minn er ég minnist vinkonu minnar Sig- rúnar Schneider, sem lést 8. maí sl. Við kynntumst ekki fyrr en seint á ævinni er hún er orðin ekkja og bjó á Reynimelnum með kisa sínum. „María mín, það sópar að þessari konu, passaðu þig að hún ráði ekki alveg yfir þér.“ Þannig varð vin- konu minni einni að orði er hún hafði verið með okkur Sigrúnu á ferðalagi. Og víst sópaði að Sigrúnu og vel má vera að hún hafi verið ráðrík. En öllum vildi hún vel, mönnum og málleysingjum, og hafði verulegt yndi af því að gleðja aðra og gera þeim gott. Mér fannst alltaf að Guð hafi gefið henni óvenjumiklar gjafir. Hún var mjög greind kona ogglæsi- leg og öll vinna lék í höndum henn- ar, saumaskapur, matargerð og öll húsmóðurstörf og var gaman að sjá hana vinna. Hún hafði mikið yndi af tónlist og spilaði sjálf vel á píanó. Hugmyndaflug hennar var ótrúlegt og hún átti létt með að segja frá, og oft skemmti hún mér með frá- sögnum af hversdagslegum atburð- um sem henni tókst að gera bráð- fyndna, með smá-ýkjum auðvitað, en allt var það saklaust grín og ekki held ég að hún hafi átt til háð. Hún hafði líka hæfileika til að skrifa og hefur samið margar góðar smásögur. Hún hafði mjög fallega rödd og það var gott að heyra hann lesa upp. Hún las mjög mikið og ég var oft hissa á hvað hún gat vitað margt um hin ólíklegustu efni. Sigrún var mjög glaðlynd og skemmtileg og svo bjartsýn að mér fannst með ólíkindum. En í eðli hennar virtust vera andstséður og oft bar við að þessi lífsglaða og bjartsýna kona vildi flýja veruleik- ann og loka lífið úti og várð hún þá hrygg og döpur og einmana. Ekki veit ég hvað olli þessu og finnst mér að það hljóti að hafa verið eitthvað utanaðkomandi. Ef til vill gamlar minningar um erfiða tíma í Þýskalandi í stríðslok, er hún á unglingsaldri varð að flýja frá heimili sínu með foreldrum sínum og ungri systur og skilja eftir allar veraldlegar eigur og sjá á bak öryggi heimilislífsins. Margt ömur- legt hlýtur hún að hafa séð og orð- ið vitni að á þeirri löngu og erfiðu leið og þessi reynsla kannski haft óafmáanleg áhrif. Sigrún var trúuð kona og þótti vænt um kirkju sína. Hún talaði þó ekki oft um Guð eða trú sína, en þá sjaldan hún gerði það þá fann ég í fari þessarar mikillátu konu, sem hún virtist vera, djúpa, og ábyggilega sanna auðmýkt. Hún var sáttfús og fljót að fyrirgefa, dómhörð var hún ekki og talaði ekki illa um neinn. Hún var mjög mikill dýravinur og held ég að fáir kettir hafi búið við annað eins ástríki og Krummi hennar. Oft kom hún við hjá mér þegar hún hafði keypt eitthvert góðgæti handa Krumma, svo að mín kisa mætti njóta þess líka. Henni þótti mjög vænt um fjölskyldu sína alla, minnt- ist oft með ástúð föður síns og eigin- manns, og um móður sína sagði hún að betri móður hefði ekkert barn getað átt. Guðrúnu fósturdótt- ur sína elskaði hún mest af öllum og var henni hin besta móðir og börn hennar veittu henni mikla gleði. Hag yngri systur sinnar bar hún og mjög fyrir bijósti og veit ég fyrir víst að henni þótti mjög vænt um hana. Mér var hún góð og trygg vinkona, mjög hjálpleg og rausnarleg á alla lund. Að lokum vil ég votta samúð mína Lydiu systur hennar og henn- ar fjölskyldu, Guðrúnu og Guðjóni og dætrum þeirra. María Antonsdóttir Hún Aggú okkar er dáin og við söknum hennar svo mikið. Ilún Aggú var mjög góð við alla fjöl- skylduna. Hún fór oft með mig og Dóru í strætó, út í bæ, til að kaupa ís og við skemmtum okkur konung- lega. Svo bökuðum við alltaf pipar- kökur og jólanammi fyrir jólin. Guð blessi minningu hennar. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir I """ ! m A TOPPNUM! Nýlego vor TREKfjollohjól kosið h/ól ársins 1991 af bondorísko hjólatímoritinu „Mountain & City Biking" vegno fromúrskorondi gæða, aksturseiginleiko og verðlags sem er það gott oð betri koup er vart hægt að gero í olvöru fjollohjóli. TREK fjollohjól eru einstaklega folleg og sterk, endo þrautreynd við erfiðustu skilyrði, jofnt til fjallo sem á molbiki. Ævilöng ábyrgð og ókeypis eftirstilling & skoðun. Fullkomin alhliða fagmannsþjónusta, SENDUM I PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT RAÐGREIÐSLUR 1»^ VepQiaunablkapinn Jyplr „HJÖl ÁRSINS1931" ÞÚ KBMST Á TOPPINN A TREK y Reidhjólaverslunin SKEIFUNNI I I VERSLUN SÍMI 679890 VERKSTÆÐI SÍMI 679891 & SPÍTALASTÍG 8 VIÐ ÓÐINSTORG SÍMI 14661 * P C K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.